Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 8
26 íít^j'yYj'Ar'JA, ,rtR\ialaeku/- Frabær stæðifynr Ágúst Guðmundsson og Hjalti.Ursus kraftakarlar •éfáfötíttö&S.ur! www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTiRNAR fyrir næstu öld. 30 ára reynsla í tjöldum. Allt í útileguna. — Frábært verð. Svefnpokar 15 g verð frá.. kr. 3.900 Bakpokar 55 I........kr. 7.500 65 I_________kr. 8.500 75 I_________kr. 9.500 • f erðir MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 r»CT Stnandir: Par sem galdra- menn lifðu - og dóu Strandasýsla, og einkum norðurhluti hennar, hefur verið rómuð fyrir nátt- úrufegurð, aðallega hrikaleika sem er engu líkur. Sá sem þetta skrifar hefur enn ekki fundið ferðamenn sem komu úr norðurbyggðum Stranda ósnortnir. Margir fara þangað aftur og aftur, þótt langt sé að sækja. Byggð á Ströndum er nú öll í eyði norðan Ingólfsfjarðar en er að verða ærið strjál þar fyrir sunnan. Fjallasýn á norðanverðum Ströndum verður ekki lýst, sjón er sögu ríkari, en fjöllin eru hreint út sagt stórglæsileg. Þó eru þetta ekki há fjöll, yfirleitt á sjötta hundrað metrar á hæð. Kaldbakshorn er dæmi um glæsileika Strandanna og sagt vera eitt hið glæsilegasta á ís- landi. Gist í gamla síldar- æuintyrinu Vert er að benda á sérstæðan gististað í Djúpuvík, gömlu síldar- ævintýri, sem enn endurómar í gömlu mannvirkjunum á staðnum, yfirgefinni síldarfabrikku sem forð- um malaði gull, og hafnarmann- virki sem enn nýtist nokkuð að sumarlagi. Á Hólmavík er mikið gert í ferða- málum þessa stundina og ferða- menn eru leiddir í allan sannleika um galdra á Ströndum á árum áður. Ofsóknir gegn þeim sem taldir voru „kunna eitthvað fyrir sér“ voru algengar um alla Evrópu, eink- um á 17. öld. Hingað bárust þessar ofsóknir með Þorleifi Kortssyni, lög- manni í Bæ í Bæjarhreppi, sem var þýskur og íslenskur, menntaður sem klæðskeri í Hamborg. Hann kom allmörgum Strandamönnum á bálið, meðal annarrs þrem í einu í Trékyllisvík. Milljónir manna voru brenndar í Evrópu fyrir kukl í þágu djöfúlsins að mati kristinnar kirkju en 20 til 25 hér á landi og þar af aö- eins ein kona. I Evrópu beindust of- sóknirnar fyrst og fremst gegn ein- setukonum sem þá þóttu dularfull- ar. Galdrabrennur fóru fram í hér- aði eða í Brennugjá á Þingvöllum. Ef komið er við á Hólmavík er rétt að doka við í Riis-húsi sem var gamla kaupmannshúsið áður en samvinnufélögin ráku kaupmenn burtu. Þar hefur verið einkar vel innréttað hjá ungu fólki og viður- gjörningur allur fagmannlegur. Víða um land er þessi vakning í gangi, að bjarga menningarverð- mætum frá glötun. ísköld þokan við Dumbshaf Leiðin liggur suður Strandir um vegi sem mætti stórbæta og auka ör- yggi á. Fjöllin lækka, landbúnaður- inn er greinilega sterkur þegar sunnar dregur, kjörlendi sauðkind- arinnar, og hér búa greinilega „göldróttir" menn því köld þoka er hvimleitt fyrirbæri hér við Dumbs- haf, engu að síður sprettur grasið hér betur en víða þar sem hlýrra er. Auðvitað skín sólin hér líka og þá getur orðið vel hlýtt. Gaman er að stoppa á leiðinni, hrista af sér ferðalúann, ganga til fjalls eða niður í fjöru og skoða rek- ann og fuglalífið. Á rekanum má sjá margan góðviðinn. Strandamenn eru farnir að framleiða úrvals gólf- efni úr viðnum sem sleppur úr timburgirðingum í Síberíu í stað þess að gera hann að girðingar- staurum eins og fyrrum. Hér er fólk laust við alla steitu og getur hlaðið rafhlöðumar. Leipsög: m ieaggd storf- urh i ivMögerrí nattúru Strandanga. Rekaviðurinn er, eins og sjá má, dá- góð búbót sem Rússar senda Strandamönnum og fleirí lands- Vetnanferð á sumni vinsæl: Þeysa 3~7 kíló- metra á jöklinum Erlendir ferðamenn vilja fjölmargir ferð- ast um íslenska jökla, landinn síður, hann vill komast í sól og gróður á sumrin. Sigmundur Sæ- mundsson og Gunnar Valdimars- son reka Snow Safarí í Reykjavík. Sigmundur segir að langvin- sælasta ferðin sé Þingvellir-Lang- jökull-Gullfoss og Geysir. Þetta er allerfið ferð, tekur um 11 tíma. „Við forum með stóra hópa og hápunkturinn er auðvitað þegar farþegar aka á sleðum yfir Lang- jökul, 37 kílómetra leið. Við forum upp á jökulinn við Jaka hjá Langjökli hf. þar sem leigðir eru vélsleðar. Síðan keyrum við upp á bungu eitt, síðan bungu tvö og för- um niður á milli sprunguhatta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.