Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 10
+ 28 • f erðir MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999 • f e r ð i r 29 VERSLUNARMANNAHELGI '99 Vopnaskak á Vopnafirði Halló Akureyri Kántríhátíð Staöur: Skagaströnd. Aðstandandi: Hallbjöm Hjartarson. Tilefni: Tveggja ára afmæli Kántiýbæjar eftir aö hann var endurbyggður eftir brunann. Kántrýhá- tíöin er komin til aö vera. Fyrir hverja: Aö sjálfsögðu alla þá sem eru fýrir kántritónlist, þá sem vilja loksins læra línudans og eins þá sem einfaldlega sækjast eftir góöri skemmtun. Dagskrá: Mannakorn, Lukkulákarnir og Hallbjörn Hjartarson, Magnús Kjartansson og Rut Regin- alds, kántrídansnámskeiö, kántrtdanskeppni, Ijósmynda- og listsýning, gospelmessa, varöeld- ur og flugeldasýning. Fyrir börnin og fjölskylduna: Leikborg, útsýnis- sigling aö kvöldi til, marhnútakeppni, sjóstanga- veiöi, útimarkaður, kraftakeppni, ratleikur og kassabílarall. Aðstaða: Tjaldstæöi, hótel og Kántrýbær. Veit- ingar í Kántrýbæ og á fleiri stööum. Rútuferðir: Noröurleiö fer frá Reykjavík. Aðgangseyrir: Ókeypis er inn á svæðiö en kost- ar á tjaldsvæði og á böllin. Staður: Akureyri og nágrenni. Aðstandendur: Feröamálafélag Eyja- fjaröar og Akureyrarbær. Tilefni: Halló Akureyri er orðinn árlegur viöburður og er sífellt aö batna eftir slysiö um áriö. Fyrir hverja: Hefur veriö aö mestu ung- mennahátíð en fjölskyldupakkinn er á uppleið. Dagskrá: Hefst á fimmtudaginn. Sálin, Skítamórall, Land og synir, Sóldögg, Papar, Stefán og Eyvi, Helga Braga og Steinn Ármann, Skriöjöklar og Brooklyn Five. Fyrir börnin: Brúðuleikhús, Helga Arnalds, Bernd Ogrdnik brúöusnillingur, Pétur pókus, Bjarni töframaður, Geiri og Villa, uppblásiö tívolí, gokart, sirkus, sönghópar, Hag- kaupsgangan og flugeldasýning. Aðstaða: Fjölmörg tjaldstæði, gistiheimili, hótel og svo auövitað öll þessi heföbundna þjónusta sem all- | ir þekkja, Bautinn o.s.frv. Ferðir: Rútur hvaöanæva aö, flug og einkabíll- inn. Reiknið bara meö aö göngunum veröi lokaö eins og I fyrra. Aðgangseyrir: Ókeypis inn á hátíðina en kostar á tjaldsvæði og um 2000 kaH böllin. Mý- % "* Fjölskylduhelgi við Mývatn Staður: Mývatnssveit. Aðstandendur: Ferðamálafélag vatnssveitar. Tilefni: Bara aö hafa gaman. Fyrir hverja: Aöallega fjölskylduhátíð. Dagskrá: Gönguferðir, hestaferöir, tónleikar, safnasýning um Mývatn, opnir barir með lifandi tónlist, tor- færubílar til sýnis, keppt í Víkingar Norðursins. Fyrir börnin: Leikjadagskrá og margt fleira sem skýrist þegar nær dreg- ur. Aðstaða: Tjaldstæöi, veitingahús, sjoppur, verslanir og barir. Rútuferðir: Áætlunarferöir frá BSÍ og annars staöar. Aðgangseyrir: Ekkert inn á svæöiö aö sjálf- sögðu en kostar á einstaka K % 4 atburöi. ■m x-mjprkk V :> Staður: Vopnafjörður. Aðstandendur: Menningarnefnd Vopnafjaröar. Tilefni: Lokahnykkurinn á menningardagskrá sem er frá 24. júlí. Fyrir hverja: Vopnfiröinga og nærsveitamenn, brottflutta Vopnfiröinga og í raun alla þá sem vilja njóta veö- urblíöu, fallegs landslags og góörar dagskrár. Dagskrá: Stendur frá 24. júlí til 1. ágúst. Sixties, Sóldögg, Papar, Hagyrðingakvöld, bridgemót og sagna- kvöld. Fyrir börnin og fjölskylduna: Skrúöganga, leiktæki, grill, skemmtiatriöi, trúöur, fjársjóösleit, Burstarfells- dagur, fjölskyldutónleikar, dorgkeppni fýrir 14 ára og yngri, sjóstangaveiöimót o.fl. Aðstaða: Tjaldstæöi, gistiheimili, hótel, veitingastaöur, verslanir og sjoppur. Ferðir: Áætlunarferöir frá BSÍ, rútuferðir á föstudag og mánudag frá Egilsstööum og venjulegar flugsam- göngur. Aðgangseyrir: Frítt inn á svæöiö og tjaldstæði en selt inn á böllin og hagyrðingakvöldið. Tilboö ef keypt- ur er miöi á öll böllin þrjú. Neistaflug % I ■ ■ ■: Mjólkurgleði Staður: Staöarfell í Dölum. Aðstandendur: SÁÁ o.fl. Tilefni: Aö bjóöa upp á valkost fyrir þá sem vilja algjörlega vímuefna- lausa útihátíö. Fyrir hverja: Hátfðin er opin fyrir alla en mest er um fólk sem gengið hefur í gegnum meöferð hjá SÁÁ og fjölskyldur þeirra. Dagskrá: Hljómsveitin Karma, harmoníkuball með Nikkólínu, Jóhann- es eftirherma. Fyrir börnin og fjölskyiduna: Skemmtikraftar, brenna, varðeldur, flug- eldasýning, hestar, bátsferðir út í eyjar, kappleikir, söngvakeppni fyrir krakka, andlitsmálun, leikir og leik- tæki. Aðstaða: Tjaldsvæöi, snyrtingar, félagsheimili meö veitingaaöstööu. Rútu- ferðir: Fríar sætaferöir frá Síðumúla 3-5 klukkan 19 á föstudag og aftur heim klukkan 15 á mánudag. Aðgangseyrir: 3000 krónur inn og frítt fýrir 13 ára og yngri. Staður: Neskaupstaður. Aðstandendur: Feröamálafélag Noröfjaröar. Tilefni: Auövitaö fýrir Noröfirðinga til aö sýna sig og sjá aðra og auðvitað alla sem vilja. Fyrir hverja: Brottflutta Austfirðinga og heimamenn en einnig alla þá sem eru tilbúnir aö leggja á sig feröalag fyrir skemmtun. Dagskrá: Sóldögg, hljómsveitin Amon Ra, með Eirík Hauksson í fararbroddi, heldur upp á 21 árs afmæli sitt, Sú Ellen, Stuðkropparnir, Jóhannes Kristjánsson, Tónatitringur þar sem hver sem er fær aö syngja meö hljómsveit, Leikfélag Norðfjaröar veröur meö sýningar, Dixielandhljómsveit Bjarna Freys, golfmót, víöavangshlaup, hálfmaraþon og kraftakeppni. Fyrir börnin: Brúöu- leikhús, götukörfubolti, Bjarni töframaöur, unglingadansleikir, flugeldasýning og auövitaö fullt af ööru skemmtilegu. Aðstaða: Tjaldstæöi, gistiheimili, hótel, veitingastaöir, verslanir og sjoppur. Rútuferðir: Áætlunarferöir frá BSÍ. Aðgangseyrir: Ókeypis inn á svæöiö en kostar inn á tjaldstæði og böll. Landsmót Hvítasunnumanna Kirkjubæjarklaustur Fli annamót Bindindismótið í Galtalæk Staður: Galtalækjarskógur. Aðstandendur: Ungtemplarar og Umdæmisstúkan á Suöurlandi. Tilefni: Aö bjóöa fólki valkost því svæöiö er vímu- laust en einnig er góö gæsla, góö dagskrá og þjón- usta. Fyrir hverja: Þetta er aðalútihátíö fjölskyldunnar og ef menn geta skiliö bokkuna eftir heima er þetta rétti staöurinn. Dagskrá: Spaugstofan, Kraftakarlarnir Andrés og Hjalti Úrsus, Saga Class, Pálmi Matthíasson, söngvarakeppni, ökuleikni, kvöldvökur, varðeldur og flugeldar. Fyrir börnin, unglingana og fjölskylduna: Á móti sól, Hugsun, Tertíer, Fjöllistahópurinn Imyndun, Go kart-bílakeppni, Barbara og Úlfur, barnadansleikir, reiöhjólakeppni, hestaleiga, ævintýraland, karni- val, tívolí, happadrætti og götubolti. Aðstaða: Tjaldstæöi, unglingatjaldstæöi, grill, veitingahús, vatnssalerni og gasþjónusta. Rútuferðir: Sætaferöir frá BSÍ og SBK. Aðgangseyrir: 5000 krónur fýrir fulloröna, 4000 fyrir unglinga og frítt fýrir 12 ára og yngri. Sunnu- dagsmiöi kostar 2000 kr. Ef keypt er í forsölu fæst 15%-20% afsláttur. Staður: Múlakot. Aðstandendur:Píugmenn. Tilefni: Flugménn hafa gaman af aö hittast út af fýrir sig. Fyrir hveriáf Flugmenn og fjölskyldur þeirra. Engin ákveöin en alltaf fundið upp á einhverju. lin: Eitthvað skemmtilegt veröur ákveöiö. Tjaldstæöi og salerni. tútuferðir: Engar, flugmenn fljúga aö sjálfsögðu. Aðgangseyrir: Ekkert aö ráöi. Staður; Kirkjulækjarkot, Fljótshlíö. Aðstandendur: Hvítasunnumenn. Tilefni: 50. Iahé§mót Hvítasunnumanna I Kirkjulækjarkoti. Fyrir hverja: Allir wJtkQmnir og getur fjölskyldan komiö og notið helgarinnar I fallegu umhverfi og góöum félagsskap. Dagskrá: Mikill og líflegur sÖsgur einkennir samverustundirnar, góö fræösla og fýrirbænaþjón- usta, kvöldvökur, varöeldur o.fl. Fyrir börnin: Samhliða mótinu er sérltaM mót haldið fýrir börnin þar sem boðiö er upp á leiki, föndur, fræöslu og brúöuleikhús. Auk þess^dagskrá fýrir unglinga á hverjum degi. Aðstaða: Skáli er á svæöinu með gistingu og veitjngasölu, tjaldstæöi og samkomutjöldum. Rútuferðir: Heföbundnar rútuferðir og gamli einkabiH Aðgangseyrir: Enginn aögangseyrir. Þjóðhátíð í Eyjum Staður: Kirkjubæjarklaustur. Aðstandendur: Ferðamálafélag Skaftár- hrepps. Tilefni: Árleg fjölskylduhátíö. Fyrir hverja: Alla flölskylduna því kynslóöa- bilið er heldur betur brúaö. Dagskrá: Stjórnin, Grétar og Sigga úr Stjórninni spila dinner-músík og sinna yngri kynslóöinni, gönguferöir, sögustundir, varö- eldur, flugeldar og fjöldasöngur. í nágrenni er sundlaug, veiöileyfi seld, golfvöll- ur, hestaleiga og sýning um eldvirkni I Vatnajökli og Skaftárelda. Fyrir bömin: Leikir, þrautir, Litlu ólympluleikamir, andlitsmálun, götubolti og róörarkeppni. Aðstaða: Tjaldstæöi, svefnpokapláss, hótei og bændagisting. Rútuferðir: Venjulegar rútusamgöngur. Aðgangseyrir: Ekkert inn á svæöiö en kostar á böll. Staður: Vestmannaeyjar. Aöstandendur: ÍBV. Tilefni: Þjóöhátíö I Eyjum er gömul og rótgróin hefö sem fest hefur I vitund íslendinga og er nokkuð sem allir veröa aö upp- lifa einu sinni. í Eyjum eru alltaf þekktustu hljómsveitirnar og þaö er sama hvaöa skoðun menn hafa á Árna Johnsen, allir veröa aö sjá hann stjórna brekkusöngnum einhvern tímann. Fyrir hverja: Að sjálfsögðu alla Eyjamenn og brottflutta og eins alla þá sem leita aö góöri skemmtun hverju sinni. Þaö er augljóst á upptalningunni hér á eftir aö nóg er um aö vera I Eyjum I ár. Dagskrá: Stuðmenn, SSSól, Ensími, Land og synir, Víking Band frá Færeyjum, 8-villt, Laddi og Bjartmar, Hiröfífl hennar hátignar, brenna, flugeldasýningar og brekkusöngur meö Árna Johnsen. Fyrir börnin: Brúöubíllinn, Söngvakeppni barna, fimleikasýning, Hiröfífl hennar hátignar meö Jón Gnarr í fararbroddi, Laddi og Bjartmar, atriöi úr Ávaxtakörf- unni, Geiri og Villa og barnadansleikir. Aðstaða: Tjaldstæði, gistiheimili, hótel, veitingahús, verslanir, sjoppur, nýlegt veitingatjald og nýtt og stærra sviö. Ferðir: Herjólfur siglir og Flugfélag Vestmannaeyja, íslandsflug og Flugfélag íslands fljúga alla helgina. Aðgangseyrir: 7.000 krónur fýrir fulloröna, 4.000 fýrir 14-15 ára og ókeypis fýrir 13 ára og yngri. Sæludagar í Vatnaskógi Staður: Vatnaskógur. Aðstandendur: Skógarmenn KFUM og fleiri tengd félög. Tilefni: 100 ára afmæli KFUM. Fyrir hverja: Fjölskyldufólk og aöra sem eru til I þannig stemningu I bestu sumarbúðum á íslandi. Dagskrá: Skemmtikvöldvökur, vatnafjör, Vatnaskógardagur, kaffi- húsakvöld, kristniboösstund meö gesti frá Afríku, bænastundir og bátasiglingar. Fyrir börnin: Ævintýraferö, barnadagskrá, hæfileikasýning og ung- lingadagskrá. Aðstaða: Gisting I skálunum, tjaldstæöi, veitinga- og nestissaöstaða. Rútuferðir: Feröir frá BSÍ á föstudag og aftur heim á mánudag. Aðgangseyrir: 2500 á mann en hámarksgjald er 5000 á fjölskyldu þannig aö I raun er ókeypis fýrir börnin. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.