Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 Austan Hrútafjarð- ar tekur við kon- ungdæmi Hún- vetninga. Sumir tala um þá sem óforbetranlega sauðaþjófa, aðrir benda á þá sem merka forgöngu- menn bilvæðingar á íslandi og mætti nefna þar ýmis nöfn merkra frumherja í bíladellu landsmanna, til dæmis Sigfús í Heklu og Guð- mund Jónasson. Þeir skilgreina sig í Vestur og Austur-Húnvetninga - og segja reginmun á! Húnvetningar eru hinir bestu sveitamenn og góðir heim að sækja, austanmenn sem vestan. Talandi um konungdæmi, þá má minnast á að Auðunn skök- ull, á Auðunnarstöðum í Vatnsdal, hefur verið talinn ættfaðir núver- andi drottningar Englands. Hunda- Steinar jarl af Englandi var afi Auö- uns en Ragnar Loðbrók langafl. Ekki amalegt það fyrir Elisabetu. Að vísu er það langsótt ættfærsla en sumir segjast samt sjá svipinn af þeim bresku og fólkinu frá Auðunn- arstöðum. Af þessu kyni eru frænd- urnir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra og margir aðrir góðir, til dæmis Björk. Kannski ekki óeðlilegt að Karl Bretaprins hafi laðast að íslandi þegar hann var ungur. Við ráðleggjum að ferðin um Húnaþing byrji í Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar er afbragðs minja- safn Húnvetninga og Stranda- manna, geflð því klukkutíma í það minnsta. Þar er margt að skoða, meðal annars hákarlaskipið Ófeig. Kajakróður á Vatnsfirði Tuttugu kajakar bíða feröa- fólks sem kemur í Flókalund í Vatnsfiröi en róöur á þeim er ágætt fjölskyldusport. Þeir sem eru komnir lengst fara í lang- feröir á kajökum, allt upp í viku- feröir um allar trissur. í Vatns- fjaröarfjörum er gulur og falleg- ur sólarstrandarsandur sem er kjörinn til sandkastalagerðar. í veitingahúsinu eru aö sjálf- sögöu hrafnar, aö vísu upp- stoppaðir, en Hrafna-Flóki, sem þarna bjó, fann ísland meö hjálp hrafna sinna og hann gaf landinu nafnið. m Hvalirnir syngja Þegar maöur er í Keflavík dettur manni helst i hug sjórinn. Og fyrir ferðafólk er hægt aö gera ýmislegt úti á sjó, sem verður minnisstætt, þvi má lofa. Viö nefnum þá sem dæmi hvalaskoöun og sjóstangaveiöi. Gestur frá fyrirtækinu Hval- stööin í Keflavík er 38 farþega skemmtibátur í hvalaskoðun meö ýmsum þægindum um borö, meira aö segja útigrilli, stórri setustofu þar sem fólk getur látiö fara vel um sig og fylgst meö öllu. Þegar aðstæöur leyfa er hægt aö skoöa hafs- botninn og lífríkiö í sjónum meö neöansjávarmyndavél í bátnum. Og neöansjávarhlustunartækið gerir fólki kleift aö hlýða á óviö- jafnanlegan konsert hvalanna. Þeir syngja nefnilega. Gestur fer einnig í sjóstanga- veiöiferöir meö feröafólk. ■ Leiðin liggur í Skagafjörð. í Vatnsskarði heyrist kannski ómur af söng Álftagerðisbræðra eða karlakórsins Heimis í bíltækinu, alla vega er það vel við hæfi. Bær þeirra bræðra er reyndar á næstu grösum og kórfélagar á mörg- um bæjum og í þéttbýli sveitarfélags- ins. Skagfirðingar eru sagðir montnir af uppruna sínum svona almennt en sérstaklega af tenórum sínum og góð- hestum. En hvers vegna allir þessir gullten- órar úr Skagafirði (Kristján Jóh. er skagfirskrar ættar)? Sagan segir að Hólabiskupar hafi hreinlega keypt tenóra frá öllu landinu til að syngja genin eru búin tenórröddum. Athug- andi fyrir íslenska erfðagreiningu. Hvorir eru montnari Talandi um mont, þá keppa Skag- firðingar og Þingeyingar um meist- aratitilinn í þessari grein og má ekki milli sjá. Eyfirðingar eru mun hóg- værari að sagt er! En Skagfirðingar hafa yfir ýmsu að monta. Veðrið í Skagafirði getur til að mynda verið afar gott, ekki þessi suðvestlenski þræsingur sem meirihluti þjóðarinn- ar býr alla jafna við. Skagfirðingar þóttu lengi búskussar. Sagt var að bændur legðu meira upp úr lífsins Vesturfarasafnið á Hofsósi, vei heppnað safn sem vert erað skoða. við messur. Þá voru menn keyptir vegna raddgæða, í dag vegna hæfi- leika í fótbolta. Þessir tenórar hafi orðið að góðum Skagfirðingum og listisemdum, góðu víni, fallegum hrossum, kveðskap og einstaka var talinn nokkuð vífinn, upp á kven- höndina. En í dag er Skagafjörður fyr- Giaumbær, þar hverfa menn aftur til fomra búskaparhátta. irmyndarsveit með höfðuðbæ sem er einkar snotur, Sauðárkrók, og Hofsós á Höfðaströnd, þangað sem fólk flykk- ist til að skoða Norðurfarasafnið. Við mælum reyndar eindregið með því að fólk hafi viðdvöl í Skagafirði, annars missir það af miklu. Hvaða æðibunu- gangur er á fólki að aka á hundrað til að komast sem fyrst til Akureyrar? Norðurfarasafnið í gömlu kaupfé- lagshúsi er sérlega vel upp sett safn hjá Hofsósingum og eitt hið merkast á landi hér, og það þarf rúman tíma til að skoða það. Á Hofsósi er líka Byggðasafn Skagfirðinga sem leggur áherslu á Drangey, sem er skammt undan. Þetta safn átti eitthvað í land í fyrra að vera fullmótað. En gott er þetta safnamál í 200 manna sveitarfé- lagi. í leiðinni norður Tröllaskagann, þann hrikalega fiallgarð vestanverð- an, er gráupplagt að bregða sér heim að Hólum í Hjaltadal. Dalurinn er un- aðslega fallegur og Hólasetur er sann- arlega þess virði að skoða. Þar er allt vel skipulagt fyrir ferðafólkiö. Austur af dalnum er lítill jökull, lítt þekktur, Tungnahryggsjökull. Leiðin héðan liggur annað hvort norður til Siglufiarðar á síldarævin- týri eða önnur ævintýri, eða þá til austurs til Akureyrar. Auðvitað mundu alvöru ferðamenn fara í inn- dali Skagafiarðar, þar sem veðráttan er stórkostlegt og beljandi straumvötn byltast fram til sjávar, en til þess þarf rúman tíma. Áður en skilið er við Skagafiörð verður að benda á safnið í Glaumbæ en það er á leiðinni frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Þar hverfa menn aftur í aldir og upplifa búskaparhætti sem voru við lýði alveg fram á þessa öld. Mjög athyglisvert safn. Á Króknum er líka merkilegt minjasafn með eldsmiðju sem gaman er að skoða en í Varmahlíðarskóla er náttúrugripa- safn. Hvað heitir hæsti foss landsins? Eflaust vita fæstir hver foss- Glymur er hæsti foss landsins, 198 metrar. anna á Islandi er hæstur. Og fæstir vita hvar hann er á landinu. En þessi foss er ekki langt frá höfuö- borginni, nánartil- tekiö inn af Hval- fjaröarbotni, all- drjúgan göngutúr frá veginum, lík- lega hálfan annan tíma, en röltið er þess virði. Hann heitir Glymur þessi konungur fossanna á ís- landi, 198 metra hár, hátt í þrefalt hærri en Hall- grímskirkjuturn á Skólavörðuholti. Feröafólki er bent á aö fara meö aögát viö fossinn, þar eru hættu- legar brúnir og hátt niöur. ■ Hallgríms- kirkja í Reykjavík, 74 metrar. Ef farið er í Miðfiörðinn má kíkja á Bjarg, á þeim slóðum ólst upp ólukkuriddarinn Grettir Ásmunds- son, sem hafði meira afl en vit. Landslag Húnavatnssýslu er til að byrja með líkt og handan Hrúta- fiarðar í Strandasýslu, fyrst fremur lágir og vinalegir ásar, kjömir í stútta Qallgöngu án þess að svitna í óhófi. En þegar austar dregur hækk- Hvrtserkur stendur óstyrkum fótum við nyrsta haf. Glæsi- leg skepna. Ferðahópur áir í Borgarvirki, þarsem talið er að norðanmenn hali varíst innrás her- skárra Sunnlendinga. ar landið og djúpir dalir skerast þar inn í hálendið. í Húnavatnssýslu era ágæt tækifæri til að renna í lax í nokkrum eðalám eða silung í ein- hverju vatnanna. I vestursýslunni aka sumir Vatnsneshringinn, fara um þann vinalega Hvammstanga og síðan til norðurs á slóðir Agnesar Magnús- dóttur og Friðriks Sigurðssonar, sem drápu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á síðustu öld og voru líflát- in í Vatnsdalshólum 1830. Það var síðasta aftakan á íslandi. Lík þeirra voru flutt í kirkjugarðinn á Tjörn á Vatnsnesi og þar má sjá minnisvarða um þau. Natan var bóndi á Illuga- stöðum á Vatnsnesi, góð- ur grasalæknir, bóndi og hagyrðing- ur en túlkaður sem argasta fól. Hann var um skeið ástmaður Vatns- enda-Rósu, skáldkonunnar góðu. Á Tjöm var sá frægi klerkur, séra Róbert Jack prestur um árabil og síðast þegar til spurðist voru þök prestsetursins fallega máluð í litum Glasgow Celtic fótboltaliðsins sem séra Róbert lék með ungur að árum. Á Vatnsneshringnum er komið að fallegum stöðum eins og Hindisvík þar sem óhætt er að stíga úr bílnum og viðra sig. Síðan er komið að Hvítserk, 15 metra háu náttúrulista- verki sem allir ættu að sjá, sjógang- urinn hefur þar skapað ófreskju eina á þrem fótum. Hvítserkur var og er í hættu og hann hefur verið styrktur þannig að hann hverfi ekki. Áfram er haldið í átt að þjóð- vegi númer eitt. Skömmu áður en þangað er komið blasir Borgarvirki við á hægri hönd. Þangað skulum við ganga og bregða okkur í fótspor umsetinna Húnvetninga frá því í fornöld. Áhrifamikið. Áfram er haldið til austurs um fögur og búsældarleg héruð til Blönduóss sem er ágætur áningar- staður ferðafólks. Akið varlega, hvergi á landinu eru eins árvökul lögregla er sagt. Á slóðum Agnesan og Friðriks Skagafjörðun: í héraði hetjutenónanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.