Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1999, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 • f erðir 35 í Austunland: Leitin að Laganfljóts- orminum Varðandi ferðalög um Austurland kemur mönnum helst í hug Hall- ormsstaðarskógur á Héraði, líka Lagarfljót þar sem ormurinn er sagður búa, og er skip- gengt því nú i sumar hóf ferða- mannabátur að sigla um fljótið mönnum til mikillar ánægju. Verð- ur þess nú varla langt að bíða að menn finni Lagarfljótsorminn, ’og frá bátnum munu menn nánast geta tekið af honum passamyndir. Aust- firðir eru eins langt frá stóra inn- lenda markaðnum og hugsast getm-, en þar koma á land þúsundir er- lendra ferðamanna sumar hvert. Á Seyðisfirði er annað hliðið inn í landið, hitt er i Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli. Hátt í átta hundrað kíló- metrar eru frá höfuðborginni í bíl til miðra Austfjarða, og flugfargjöld álíka dýr og tilboðsverð til útlanda. En Austurland er glæsilegt svæði, tignarlegt frá náttúrunnar hendi, og þar býr dugmikið afbragðsfólk, það eru allir sammála um. Fjallræðan - og ferðast með kláf Á leiðinni að norðan kemur fólk yfirleitt um Möðrudal á Fjöllum, en sá bær stendur hæst á íslandi og hefur byggö að mestu haldist þar í 1100 ár eða svo. Kirkjan þar og alt- aristaflan eru áhugaverðar. Ef kirkjan er opin ætti að skoða verk Jóns Stefánssonar bónda af Kristi að halda Fjallræðuna. Egilsstaðir eru eins konar höfuð- staður Austfjarða, hvað sem hver segir. Bærinn er snotur og góður heim að sækja. Þaðan er hægt að gera útrás til Seyðisfjarðar, sem hef- ur mikinn sjarma og byggir á fomri frægð, og auðvitað fara menn til Reyðarfjarðar og Eskifiarðar - og yfir fiallið til Neskaupstaðar - allt áhugaverð fiskiþorp. Hægt er að komast í eyðifiörðinn Loðmundar- fiörð, og hann er grösugur og ævin- týri líkastur. Á Héraði fara menn áreiðanlega í Hallormsstaðarskóg og tjalda í Atla- vík eða gista. Þar er afar gott að dvelja, í stærsta skógi landsins. Sum trén eru að gildleika á við það sverasta sem maðui- sér erlendis. Minjasöfn um strlð og pólitíkus Frá Egilsstöðum kemst maður í dagsferðir um héraðið. Til dæmis Fljótsdalshringinn, meðal annars er komið að hinu fagra býli þjóðskálds- ins Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri sem nú er barist hvað heiftarlegast um. Enn fremur er farið í Borgarfiörð eystri, fuglar, fiöll og steinar skoðað, auk þess sem hægt er að skoða sannkallað stolt Austur- lands, Snæfellið, en í þeirri ferð geta menn nýtt sér foma samgönguleið, kláfinn yfir Jökulsá, auk þess sem heilsað er upp á hreindýrin sem Aust- firðir einir státa af í dýralífi sínu. Áhugaverð söfn eru á fiörðunum. Má þar nefna Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði, torfbæinn á Bustarfelli í Vopnafirði, en hann er meira en 200 ára gamall, Löngubúð á Djúpavogi, en þar er safn Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara og minningarstofa um Ey- stein Jónsson ráðherra. Við Tæknim- injasafnið á Seyðisfirði er skotið af fallbyssu einni fomri á miðvikudög- um kl. 16. Út af Fáskrúðsfirði er grasi gróin og ævintýraleg klettaeyja, Skrúður. Eflaust mun marga fýsa að fara út í eyna og skoða Skrúðshelli. Þar bjuggu vermenn forðum og til er saga um ást- ir tröllkarls sem kallaður var Skrúðs- bóndi og ungrar prestsdóttur sem karl hafði seitt til sin. Önnur eyja, Papey, er austur af Djúpavogi. Þar er mikið fuglalíf, lundi og svartfugl, auk ritu. Daglegar ferðir em í Papey á sumrin. Sagt er að Papar, eða írskir munkar, hafi búið í eynni þegar landnám norskra manna hófst hér á landi. Ferðafélag íslands Fjölbreyttar sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir. Örfá sæti laus í „Laugavegsgöngur“ og fleiri ferðir. Ath. aukaferðir: 6.-8.ágúst: Á slóðir Árbókar Ferðafélags íslands á Vestfjörðum í fylgd Kjartans Ólafssonar og Jóns Reynis Sigurvinssonar. 24.-25. júlí: Eyjabakkar - Snæfell - Hafrahvammar með hagvönum fararstjórum. Hvað er þarna fyrir norðan Vatnajökul sem allir eru að tala um? FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6, 108 REYKJAVÍK, S. 568 2533, FAX 568 2535 fi@fi.is, www.fi.is BALDUR STYKKISHÓLMI 4381120, FAX: 438 1093 SÍMI: 456 2020 E-MAIL: ferjan@aknet.is *• - -■ - * ■ V * -rm U.r NETFANG: www.aknet.is/ferjan iSm.'V1* I I ÍKA '' BAiJ) FERJAYFIR BREIÐAFJÖRÐ Sigling yfir Breiðafjörð er ógleymanleg ferð inn í stórbrotna náttúru Vestfjarða. Sumaráætlun 1999: Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00. Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30. */le/yo (j((n /ty. Vestmannaeyjum Sími 481-2800 • Fax 481-2991 tj FUJIFILM tl FUJIFILM FRAMKðliUN Ljósmyndavörur Reykjavík, Framköllunarþjónustan Borgamesi, Myndastofan Sauðarkróki, Ljósmyndavörur Akureyri, Myndsmiðjan Egilsstöðum, Ljósey Höfn, Filmverk Selfossi, Fótó Vestmannaeyjum, Geirseyrarbúðin Patreksfiröi, Framköllun Mosfellsbæjar, Ljósmyndastofa Grafarvogs, Úlfarsfell Hagamel. VELDU BISTU FRAMKÖUUNINA www.lujmim.is FUIIFIIM CRYSTAL ARCHIVE ENDINGARBESTI UÖSMYNDAPAPPÍR SEM Tll IR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.