Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. JULI 1999 5 Fréttir Risabygging og kvikmyndahús í Laugardalnum: Þetta eru grátleg mistök - segir forstööumaöur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins „Það eru allir á sama máli sem starfa í garðinum; þetta á að vera útivistarsvæði. Að heimila slíka starfsemi í Laugardalnum eru grát- leg mistök,“ segir Tómas Guðjóns- son, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Borg- arráð samþykkti á þriðjudag nýtt skipulag fyrir Laugardalinn þar sem ákveðið var að gera breytingu á landnotkun við Suðurlandsbraut þannig að úthlutað verði tveimur lóðum þar sem rísa eiga tvær bygg- ingar á tveimur 36.500 fermetra lóð- um. Tómas segir að með þessari skipulagsbreytingu séu möguleikar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til að stækka sitt svæði útilokaðir. „Fyrst var þrengt að okkur með knattspymuvelli og nú á að koma skrifstofuhúsnæði og bíó við hlið okkar,“ segir hann. Þegar hefur ver- ið ákveðið að úthluta Landssíma ís- lands annarri lóðinni, þar sem hún ætlar að reisa •14.000 fermetra bygg- ingu, og Bíó ehf. hefur sótt um hina lóðina til reksturs kvikmyndahúss. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er í dag á 11 hekturum og var fyrst opnaður 1990. „Fjöldinn sem streymir inn á svæðið er meiri en ráð var gert í fyrsta. Héma vora, þegar garðurinn opnaði, nokkrir tugir þúsunda sem komu á ári en Frá Húsdýragarðinum. nú heimsækja garðinn 200.000 manns ár hvert. Maður hefði haldið að þessi fjöldi væri hvatning til að halda áfram á sömu braut.“ Hann telur að á svæðinu þar sem fyrirhugað er að byggingamar rísi hefði mátt rúmast margs konar starfsemi. „Grasagarðurinn í Laug- ardalnum hefur verið mjög vinsæll. Þar kostar ekkert inn og fjöldinn sem þar gengur um eykst ár frá ári. Starfsemi í líkingu við hann hefði ég gjaman vilja sjá,“ sagði Tómas. -hb Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Hráolía fellur í verði - óvíst um áhrlf hérlendis Verð á hráoliu féll um meira en 5% í gær eftir að yfirmaður olíumála í Venesúela gaf í skyn að OPEC myndi fljótlega auka ffamleiðslu vegna mik- illa verðhækkana undanfarið. Þessi lækkun gæti hugsanlega dregið úr væntanlegum hækkunum hérlendis. Þetta er mesta lækkun á hráolíu síðan 17. desember. Roberto Mandini, for- stjóri ríkisolíufyrirtækisins í Venesú- ela, sagði að OPEC ætti að huga að því að auka framleiðslu ef verð á hráohu næði 22 dollurum. Framleiðslusam- dráttur OPEC-rikjanna hefur hækkað olíuverð það sem af er ári um tvo þriðju og hefur verð á hráolíutunnu verið um 20 dollarar undanfarið. Sérfræðingar á ohumörkuðum taka mikið mark á orðum Venesúelamanna, því landið er eitt af alstærstu olíufram- leiðendum í heiminum og því vega orð þeirra þungt. Verð á öðrum olíuafurð- um lækkaði einnig töluvert í kjölfarið. Bensín hefur hækkað verulega í verði hérlendis og fyrir skömmu hækk- aði hter af bensíni um 1,2 kr. Talsmenn olíufélaganna sögðu fyrir skömmu að miðað við hækkun á erlendum mörk- uðum væri hugsanlegt að hækka þyrfti Ef olíuverð hækkar áfram verður framleiðsla aukin. bensínhterinn um aht að 3 kr. til við- um tímabundna lækkun var að ræða á bótar. Þessi skarpa lækkun sem varð í erlendum mörkuðum og því er nokkur gær og í fyrradag gæti hugsanlega óvissa um ffamhaldið. -bmg lækkað þá tölu en ekki er ljóst hvort Góðir bílar á tilboðsvei Bílarnir eru til sýnis við ALP bílaleiguna Umferðarmiðstöðinni BSÍ Merc. Benz E 230 Elegance 1996 ek. 140 þ.km. sm. svartur ssk. leðurinnr. 18" AMG álfelgur verð áður: 3.880.000,- verð nú: 3.380.000,- Útvegum bíla erlendis frá eftir séróskum Upplýsingasímar 896 1216 • 699 0007 Merc. Benz E 230 Classic 1996 ek. 102 þ.km. dökkblár ssk. abs ets álfelgur ofl. verö áður: 3.380.000,- verð nú: 2.950.000,- Merc. Benz C 220 Classic 1996 ek. 56 þ.km. azurit blár ssk. abs. toppl. álfelgur ofl. verð áður: 2.950.000,- verð nú: 2.780.000,- Merc. Benz 230 E 1992 ek. 187 þ.km. steingrár ssk. abs. toppl. álfelgurofl. verð áður: 1.780.000,- verð nú: 1.580.000,- Range Rover 4,6 HSE 1995 ek. 104 þ.km. svartur ssk. toppl. leðurinnr. ofl. verð áður: 5.400.000,- verð nú: 4.900.000,- BMW 325 ia Cabrio 1988 ek. 118 þ.km. blár ssk. abs. leöurinnr. álfelgurofl. verð áður: 1.390.000,- verð nú: 1.250.000,- MMC Pajero turbo diesel int. 1999 ek. 9 þ.km. silfurgrár ssk. 32" breyting, leðurinnr. ofl. verð: 3.950.000,- Merc. Benz E 290 Elegance Station - turbodiesel 1999 ek. 27 þ.km. azuritblár ssk. abs toppl.álfelgur ofl. ofl. tilboðsverð: 3.980.000,- Landr. Discovery Windsor 4,0 1998 ek. 10 þ.km. dökkblár ssk. toppl. abs álfelgur ofl. verð áður: 3.410.000,- verð nú: 3.280.000,- BMW 525 ix 4x4 1992 ek. 108 þ.km. steingrár ssk. toppl. leðurinnr. 16" álf. ofl. verð áöur: 2.280.000,- verð nú: 1.980.000,- Merc. Benz C 220 Elegance 1996 ek. 99 þ.km. silfurgrár ssk. abs raf.rúður álfelgur ofl. verð áður: 3.120.000,- verð nú: 2.880.000,- Merc. Benz E 220 1995 ek. 107 þ.km. svartur ssk. abs toppl. álfelgur ofl. ofl. verð áður: 2.570.000,- verð nú: 2.370.000,- Merc. Benz E 240 Elegance 1999 ek. 18 þ.km. dökkgrænn ssk. abs. raf.rúður álfelgur ofl. tilboðsverð: 3.750.000,- Merc. Benz 190 E 2,3 1989 ek. 101 þ.km. svartur ssk. abs. raf.rúður álfelgur ofl. tilboðsverð: 890.000,- Fiat Barchetta 1996 ek. 52 þ.km. rauður 5 gíra, abs leðurinnrétting ofl. tilboðsverð: 1.590.000,- Merc. Benz C 180 Classic 1998 ek. 22 þ.km. silfurgrár ssk. abs toppl. raf.rúður ofl. tilboðsverð: 2.750.000,- Merc. Benz S 320 1998 ek. 25 þ.km. svartur ssk. abs leðurinnr. álfelgur ofl. tilboðsverð: 5.500.000,- \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.