Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Lækkaður I tign fyrir að fylla hunda Elísabet- ar drottningar Elísabet Englandsdrottning hef- ur lækkað einn af þjónum sínum í tign fyrir að hella viskíi og gini í uppáhalds- hundana henn- ar. „Honum þótti það skemmtilegt að sjá hunduna reikula í spori. Hann var heppinn að vera ekki rek- inn,“ sagði heimildarmaður innan hirðarinn- ar við breska blaöið Sun í gær. „Hann var frægur fyrir það skemmtiatriði sitt i partíum að hella brennivíni í mat hund- anna,“ sagði heimildarmaðurinn. Þjónninn hefur nú misst ýmis hlunnindi. „ístað þess að vera annar tveggja þjóna drottninga er hann nú meðal fjórtán venjulegra þjóna,“ sagði starfsfélagi þess sem var lækkaður í tign. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hlíðarhjalli 65, 0301, þingl. eig. Margrét Baldursdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 27. júlí 1999, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Framhald uppboðs Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á eign- unum sjálfum sem hér segir: Geitasandur 8, Hellu, mánudaginn 26. júlí 1999, kl. 14. Þingl. eig. Guðmundur Sverrisson. Gerðarbeiðendur eru Sýslu- maður Rangárvallasýslu og Lífeyrissjóð- ur starfsmanna ríkisins. Ármót, Rangárvallahreppi, mánudaginn 26. júlí 1999, kl. 15. Þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins, Rangárvalla- hreppur, Landsbanki íslands hf. og íbúða- lánasjóður. Fróðholtshjáleiga, Rangárvallahreppi, mánudaginn 26. júlí 1999, kl. 15.30. Þingl. eig. Þorkell Steinar Ellertsson. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður land- búnaðarins og Rangárvallahreppur. SÝ SLUMAÐURINN í RANGÁRVALLASÝSLU Barak boðar við- ræður við Sýrland Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, staðfesti í gær að friðarvið- ræður við Sýrlendinga gætu hafíst innan fárra vikna. Sams konar til- kynning kom nokkrum klukku- stundum síðar frá Damaskus. Frið- arviðræður milli ísraela og Sýrlend- inga fóru út um þúfur í febrúar 1996 þegar Sýrlendingar kröfðust að ísra- elar afhentu allar Gólanhæðirnar. „Ég held að við getum náð ár- angri. Tíminn er mikilvægur í öllu ferlinu. Við getum ekki hallað okk- ur aftur og búist við allt leysist af sjálfu sér á einn eða annan hátt með kraftaverki," sagði Barak í London í gær að loknum hádegisverðarfundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Barak lagði áherslu á að 15 mán- aða fresturinn, sem hann kynnti í Washington, til þess að ná friði í Miðausturlöndum, væri yfirlýsing um vilja til að koma á friði. Ekki Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels. Símamynd Reuter væri um þvingun eða frest að ræða. „Ég bið ekki um orðu ef samninga- viðræðurnar taka bara 9 mánuði. Ég ætla heldur ekki að stökkva nið- ur úr turni ef þær taka 24 mánuði," sagði Barak. Hann hefur lofað að kalla ísra- elska hermenn heim frá suðurhluta Líbanons innan eins árs en einung- is ef Sýrlendingar eru fúsir til að koma í veg fyrir vopnaðar árásir á ísrael frá Líbanon. í gær hvatti ísraelski forsætisráð- herrann Breta til þess að vera í broddi fylkingar Evrópulanda í frið- arferlinu í Miðausturlöndum. Vís- aði Barak til hlutverks Bretlands í lausn Kosovodeilunnar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tjáði Yasser Arafat, leiðtoga Palest- inumanna, í gær að hann teldi að Barak ætlaði sér að leysa öll ágrein- ingsatriði í friðarviðræðunum um Miðausturlönd. Svanaeftirlitsmaður Elísabetar drottningar athugar hvort allt sé ekki í stakasta lagi hjá litlum álftarunga. Um þessar mundir stendur yfir árleg skoðun á svönum á Thamesá en fuglarnir eru opinberlega eign drottningar. Símamynd Reuter Taívanar draga í land með yfir- lýsingar sínar „Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur frestað heimsókn til Taí- vans í þeim tilgangi að meta þörf landsins á herflugvélum. í staðinn á bandarískur sendimaður að fara bæði til Kína og Taívans til þess að fá báða aðila til að varðveita frið,“ sagði talsmaður Hvíta húss- ins, Joe Lockhart, i gær. Aðspurður hvort Bandaríkin hygðust refsa Taívan með því að hætta við vopnasölu til landsins sagði talsmaður Hvíta hússins að hann hefði ekki heyrt orð um það. Til þess að draga úr spennunni á milli Kína og Taívans sögðu yf- irvöld í Taívan í gær að ekki ætti að líta á ný umdeild ummæli Lees forseta sem sjálfstæðisyfir- lýsingu. Forsetinn hefði verið að leggja áherslu á að um væri að ræða tvö jafnrétthá pólitísk ríki. Hermenn fá laun Varnarmálaráðherra Júgó- slavíu, Pavle Bulatovic, hét því i gær að hermenn, sem tóku þátt í stríðinu, fengju laun. Tilkynning- in kom í kjölfar íjölda mótmæla víðsvegar um Serbíu. PKK-leiðtogi gripinn Tyrkir fullyrða að þeir hafi grip- iö mikilvægan leiðtoga kúrdísku PKK-samtakanna, Cevat Soysal. Tals- maður pólitísks vængs samtak- anna staðfesti að Soysal hefði verið handtekinn, ekki af tyrknesku leyni- þjónustunni held- ur af lögreglunni í Moldovu. Tals- maðurinn sagði Soysal ekki hátt- settan innan PKK. Kvennamorðingi Fjórir morðingjar herja nú meðal vændiskvenna í Chicago. Lögreglan í borginni hvetur allar konur til að vera á varðbergi. Fjöldahandtökur Kínverska lögreglan hefur handtekið um 100 félaga í sértrú- arsöfnuðinum Falun Gong. Þús- undir mótmæltú handtökunum í Peking og fleiri borgum í gær. Sextán létust Fjórtán farþegar og tveir úr áhöfn létust þegar leiguflugvél fórst í fjallshlíðum í Níkargva í fyrradag. Enginn komst lífs af. Geimskoti enn frestað Geimskoti geimferjunnar Col- umbia var frestað í annað sinn í morgun vegna storms. Ákvörð- unin var tekin að- eins 5 mínútum fyrir flugtak. Um sögulega geimferð verður að ræða því í fyrsta sinn er kona, Eileen Collins, við stjómvölinn. Þriðja tilraun til geimskots verður reynd í fyrramálið. Fjölkvæni leyft Hverjum manni er frjálst að eiga fjórar eiginkonur í héraðinu Ingushetia í Suður-Rússlandi samkvæmt nýrri reglugerð. Leið- togi héraðsins, Rusian Aushev, skorar á rússneska þingið að sam- þykkja reglugerðina. Vélhjólamenn handteknir Fimm menn, sem allir era fé- lagar í vélhjólagenginu Hell's Angels, voru handteknir I Malmö í Svíþjóð í gær. Mennimir era granaðir um aðild að sprengju- árás fyrir mánuði sem beindist gegn lögreglunni. Tveir lögreglu- menn slösuðust alvarlega í árásinni. Ríkisleyndarmál á Netið Kínverska lögreglan handtók í gær verkfræðing sem grunaður er um að hafa sett upplýsingar um nýja orrastuþotu Kínverja á Netið. Útilokar ekki neitt Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagðist í gær ekki útiloka áframhaldandi þátttöku í stjórn- málum eftir að forsetatíð hans lýkur í byrjun árs 2001. Þá kvaðst Clinton myndu leggja sig allan fram um að veita konu sinni, Hillary, sem mestan stuðning í kosninga- baráttunni sem hún á í vændum. Ófríðar konur gangi fyrir Kvenréttindasamtök í Malasíu eru æf þessa dagana vegna um- mæla leiðtoga múslímska stjóm- arandstöðuflokksins. Hann held- ur því fram að vinnuveitendur eigi að láta ófríðar konur ganga fyrir þegar ráðið er i ný störf. Ástæðan er einfold að sögn leið- togans, fallegar konm- geta náð sér í ríka eiginmenn, hinar ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.