Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. JULI 1999 13 Húsnæðisokur Heimilisöryggi er undirstaða allrar vel- ferðar í mannlegu sam- félagi. Þess vegna hefur í öllum menningarlönd- um verið mótuð hús- næðisstefna sem trygg- ir þetta öryggi. Þeir sem kaupa íbúðir semja við banka sína um lán til kaupanna. Bankinn gerir sjálfur greiðslumatið og gætir þess að viðskiptamað- urinn fari sér ekki að voöa við lántöku, enda beggja hagur að við- skiptin gangi eðlilega. Greiða niður húsaleigu Yfirleitt hafa ekki bankar það markmið að éta hús viðskiptavina sinna eins og Búnaðarbankinn hér. Samhliða þessu hafa stjómvöld og bankar lagt áherslu á félagslegar lausn- ir, einkum með stuðningi við bygg- ingu og rekstur leiguíbúða. Fyrir- tæki, félög og stofh- anir hafa verið stofnuð um slíkan rekstur og opinber aðstoð beinst sér- staklega að því að greiða niður húsa- leigu, enda ein- faldasta og ódýrasta leiðin. Leiguíbúðir eru þjóðhagslega hagkvæmar því þær binda ekki óþarfa fjármagn í húsnæði. Þær geta líka komið í veg fyrir hús- næðisbrask og skuldasöfhun og Kjallarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti formaður Leigjendasamtakanna „Með opinberum lánum og styrkjum hefur fólk verið hvatt til þess að „koma sér þaki yfir höfuðið" m.a. með því að byggja sjálft eins og sveitamenn." Leigumarkaður er frumskógur Leigumarkaðurinn er frumskóg- ur villidýra sem aldrei fyrr. Við- brögð borgaryfirvalda eru engin. Borginni er stjórnað af fólki sem er fætt og uppalið í sparifötunum og þekkir ekki annan veruleika. Borgin skal vera menningarborg i sparifótum. Leigjendasamtökin ákváðu að taka frumkvæði og reisa ódýr timburhús til leigu, en það finnst hvergi lóð í menningar- borginni, aðeins blómagarðar. Húsnæðisokrið kemur víst menn- ingunni ekkert við! Jón Kjartansson auðvelda aðgang að húsnæði enda sé leigumarkaður viðurkenndur þáttur í húsnæðisöflun. Húsnæðiskerfinu stolið Hér er þessu öfugt farið. Hér hefur öll opinber aðstoð farið til húseigenda. Með opinberum lán- um og styrkjum hefur fólk verið hvatt til þess að „koma sér þaki yfir höfuðið" m.a. með því að byggja sjálft eins og sveitamenn. Þessu hefur fylgt bruðl, sóun og skipulagsleysi. Reykjavík minnir mig á nýríkan bónda sem klæðir sig i sparifötin í fyrsta sinn. Það búa raunar tvær þjóðir í Reykja- vík, sparifata- fólkið og þeir sem ekki hafa efni á sparifót- um. Félagslega hús- næðiskerfmu sem komið var upp handa reyk- vískri alþýðu var stolið af póli- tíkusum og iðn- aðarmönnum sem notuðu það til þess eins að skapa sér og sínum atvinnu. Síð- asta ríkisstjóm setti yfir húsnæðis- málin bónda sem talar upp úr svefni. Hans eina afrek er að leggja þetta kerfi niður í stað þess að breyta því eins og þurfti. Afleiðing- in er stjómlaust húsnæðisokur. „Leiguíbúðir eru þjóðhagslega hagkvæmar því þær binda ekki óþarfa fjármagn í húsnæði. Þær geta líka komið í veg fyrir húsnæð- isbrask og skuldasöfnun og auð- velda aðgang að húsnæði enda sé leigumarkaður viðurkenndur þátt- ur í húsnæðisöflun. “ í sparifötum Sölumenn fjármagnsins Ég var á fundi í vor þar sem frambjóðendur kynntu stefnu sína í málefnum fjölskyldunnar. Fróð- legt var að heyra loforðalistana og spádóma um bjarta framtíð. Mað- ur fór að finna til sín yfir því að tilheyra fjölskyldu, vera fjöl- skyldufaðir. Einn ræðumanna, ráðherra, vék að fikniefnavandan- um og henti á lofti slagorð flokks- ins um sölumenn dauðans. Vissu- lega var þarft að minnast á þá vondu stétt og vara við henni og viðskiptunum sem hún stundar. Og þörfin er ekki horfin þótt kosn- ingar séu afstaðnar. Það em Qeiri ógnir sem steðja að fjölskyldum þessa lands. í bullandi neyslu í háþróuðu upplýsingaþjóðfélagi samtímans dynja auglýsingar á fólki daginn út og daginn inn. Gylliboðin glitra: Þú getur eignast allt, aðeins ef þú skrifar undir. Þú borgar svo seinna og nýtur lífsins. Eða hvað? Er lífið virkilega svona auðvelt? Ég sat í bílnum mínum á rauðu ljósi um daginn og fylgdist með umférðinni. Og þá vaknaði spumingin: Hver á bílaflota ís- lendinga? Hver á allan lúxusinn? Það em ekki einstaklingamir, ekki fjölskyldumar. Nei, það eru sölumenn fjármagnsins, bankar, peningastoftianir og tryggingarfé- lög. Einstaklingamir era aðeins skrifaðir fyrir þessu því sölumenn fjármagnsins hafa komið önglin- um í þá. Þeir græða á tá og fingri á meðan heimilin blæða. Þessi eða hinn er í bullandi neyslu, heyrir maður stundum sagt og þá er verið að visa til vímuefnaneytenda. Neysla er margvísleg. íslendingar eru í bull- andi neyslu, fjármagnsneyslu. Ég veit að það er ekki i tísku að tala um höft og hömlur. En maður fer að spyrja sig hvort ekki sé nauð- synlegt að setja sölumönnum fjár- magnsins einhverjar skorður hvað varðar gylliboð í auglýsingum og aðgang aö fólki. Fæstir standast gylliboðin Fyrst ástæða er til að vemda fiskinn í sjónum er þá ekki enn ríkari ástæða til að vemda fólk fyrir gegndar- lausri sókn öfl- ugra fyrirtækja í neysluglaða þegna ' þess lands? Það er nefnilega stað- reynd að fæst okkar geta stað- ist þau gylliboð sem á boðstólum em hverju sinni. í vetur var sýnd daglega í sjónvarpi frekar þreyt- andi auglýsing á ákveðinni bíla- tegund. Mér hefur verið tjáð að þessi auglýsing seldi 700 bíla á ein- „Manneskjan er beggja handa járn og því þarf allt í mannheimi að lúta aga og aðhaldi. Það á við um sölumenn fjármagns sem og aðra sem stunda frjáls viðskipii.u um mánuði. Slíkur er máttur auglýsinganna. Einhvem tíma heyrði ég sögu af til- raun sem gerð var af hálfu gosdrykkjafram- leiðanda og átti að hafa gerst á popptónleikum. Á gríðarstórt tjald var stöðugt varpað mynd- skeiði með vörumerki sem birtist og hvarf með þvílíkum hraða að mannsaugað gat vart greint það. En viti menn. í hléinu hlupu allir og keyptu þennan tiltekna gosdrykk. Saga af rúðu- sprautu Hér kemur önnur saga sem gerðist hrollkaldan desemberdag í fyrra. Maður fór í bílaumboð til að kaupa rúðusprautu í gamlan bíl dóttur sinnar, bíl sem er um 150 þúsund króna virði. Hann kom að glæsilegri byggingu sem þó var ekki fullgerð. Gekk um marmara- gólf og kom í stóran sal þar sem af- greiðslumenn störfuðu innan um blómakörfumar sem fyrirtækinu höfðu borist við opnun þessara glæsilegu húsakynna. Dælan sem var smá og einfóld úr plasti kost- aði um eða yfir 7 þúsund krónur. Fyrir bíl dótturinnar fengist skv. þessu 21 dæla! Hann borgaði og hélt af stað út. Sölumaðurinn var svo elskuleg- ur að fylgja honum til dyra enda var þetta mikið völundarhús. Þeir fóm saman upp í rúllustiganum Kjallarinn Örn Bárður Jónsson prestur og ungi maðurinn spurði viðskiptavin- inn stoltur hvort honum litist ekki vel á nýja húsnæðið en hinn hugsaði með sér: Hér á mað- ur ekki að kaupa sér bíl. Frelsi með virku aðhaldi Hvernig er hægt að verjast þessari ásókn viðskiptalifs- ins? Það er ekki hægt að hafa vit fyrir fólki í frjálsu og opnu þjóðfélagi, segir þú kannski í anda frjálshyggj- unnar. Samt er það svo, að í lífinu þarf ávallt að ríkja jafnvægi milli andstæðra afla. Óheft frjálshyggja getur ekki gengið vegna þess að hún er ómennsk og tekur ekki til- lit til lifandi fólks af holdi og blóði. Hörð haftastefna getur heldur ekki gengið því hún lamar athafnalífið og drepur fmmkvæði í dróma. Frelsi með virku aðhaldi er sú stefna sem ég held að flest réttsýnt fólk vilji kjósa sér. Þaö hefur ver- ið sagt um lýðræðið að gott inn- ræti manneskjunnar geri það mögulegt en illt innræti hennar geri það nauðsynlegt. Manneskjan er beggja handa járn og því þarf allt í mannheimi að lúta aga og að- haldi. Það á við um sölumenn fjár- magns sem og aðra sem stunda frjáls viðskipti. Örn Bárður Jónsson Með og á móti Friðrik Ingi Rúnarsson var á dögunum ráðinn landsliðs- þjálfari í körfuknattleik og mun hann samt sem áður halda áfram með Njarðvík- urliðið í úrvalsdeildinni. Þar finnst mörgum vera um hagsmunaárekstra að ræða. Pétur Hrafn Slg- urösson, fram- kvæmdastjóri Körfuknatttleiks- sambandslns. Engin góð- gerðastarf- semi í gangi „Friðrik Ingi Rúnarsson verður starfandi hjá Körfuknattleikssam- bandinu í fullu starfi, fyrstur íslenskra lands- liðsþjálfara, sem gefur hon- um þar með meiri tíma en ef hann væri í fullu starfi hjá einhverju fyrir- tæki út í bæ. Við sjáum ekki hagsmuna- árekstra þó að hann sé að þjálfa úrvalsdeildarlið því að augljóslega hlýtur hans metnaður að liggja í því að velja besta liðið og í þjálfun em menn ekki í neinni góðgerðastarfsemi með að velja leikmenn úr sínu liði af þvi að hann er að þjálfa þá eða að þeir eru vinir hans. Það þarf aö velja landsliðið 11. október, þannig að hann verður að vera búinn að velja 24 manna hóp í byrjun tímabOs. Þjálfari Kaunas í Litháen, sem urðu Evrópumeist- arar félagsliða í vetur, er einnig þjálfari landsliðsins þannig að þetta er ekki einsdæmi í körfunni. Friðrik hefur líka mörg tækifæri til að skoða leikmenn. Friðrik Ingi er líka einn af okkar reynd- ustu þjálfumm og við erum sann- færðir um að hann muni velja besta landsliðið hverju sinni“. „Þetta er alveg glórulaust" „Landsliðsþjálfarinn sér sitt lið spila allt of oft og hefur örugglega ekki nægan tima til að skoöa hin liðin eins vel. Þetta kemur sérstak- lega niður á landsbyggðar- liðunum sem hann sér örugg- lega mjög sjald- an, ef nokkru sinni, fyrir utan þau skipti sem Njarðvík spilar við þau. Ef landsliðsþjálfar- inn á að gera meira og vera með fleiri verkefhi eins og virðist vera með þessa ráöningu, sinna sem dæmi yngri liðunum, þá getur hann það alls ekki. Það er bæði hætta á að hann velji frekar leik- menn sem hann þjálfar í liðið auk þess, sem ekki er minna atriði, að leikmenn sem em að hugsa sér til hreyfings eru líklegri til að fara til landsliðsþjálfarans, til að eiga meiri miöguleika í landsliðinu og það er ótækt. Þetta hefur ekkert persónulegt með Friðrik Inga að gera heldur aðeins með þessi vandræði sem svona ráðning skapar“. Halldór Halldósson, formaöur körfu- knattleiksdcildar Tindastóls, eins úr- valsdeildarliöanna. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskUur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.