Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 22. JULI 1999 Verðkönnun í matvöruverslunum: 15 Talsverðar verð- hækkanir á milli ára - verð í Bónusi hækkar mest en minnst í Nóatúni Engum blöðum er um að fletta að samkeppnin á matvörumarkaðnum er ákaflega hörð. Talsverðar breyt- ingar hafa orðið á markaðnum síð- astliðið eitt og hálft ár, m.a. með skiptingu Hagkaups í Hagkaup og Nýkaup, tilkomu lágvöruverslunar- innar Nettó í Mjódd og nú síðast kaupum Baugs á verslanakeðjunni 10-11. Hagsýni lék forvitni á að vita hvort þessar breytingar á markaðn- um hefðu haft áhrif á vöruverð og verðmismuninn milli sjö stærstu matvöruverslananna á höfuðborg- arsvæðinu. Þær eru Bónus, Fjarð- arkaup, Hagkaup, Nettó, Nóatún, Nýkáup og 10-11. Reglulega hefur verið kannað verð á hinum ýmsu matvörum í þessum verslunum og niöurstöður þeirra birtar á Neytendasíðum DV. Þessar fyrri verðkannanir voru því hafðar til hliðsjónar í umljöll- uninni nú. Auk þess kannaði hópur valinkunnra manna verð á tólf mat- vörum í þessum sjö verslunum samtímis í gær. Kannað var verð á nákvæmlega sömu vörum og kann- aðar voru fyrir tæpu ári, 18. sept- ember í fyrra, til þess að fá ná- kvæman samanburð um verðhækk- anir á þessu tæpa eina ári í versl- ununum. Vörumar, sem verð var kannað á nú og fyrir ári, eru: 1 lítri léttmjólk, Nesquick-súkkulaðiduft, 2 lítrar Coca-Cola, 1 lítri Trópí, 567 g Cheerios, heil dós af Ora-fiskiboll- um, 300 g af smjörva, 1/2 lítri af AB-mjólk, 1 kg af bönunum, 2 kg Kornax-hveiti, einn . pakki Ritzkex og 400 g af # f t BKI extra rauðu kaffi. ; Skýrt skcd tekið fram “ að hér var einungis um verðkönnun að ræða og því ekkert tillit tekið til mismunandi þjónustu eða gæða verslananna. Með útsjónarsemi og góðu hugmynda- flugi má auð- veldlega lækka út- gjöld til hins venjulega heimilis- halds veru- lega. Verð í Bónusi hækkar mest Þegar niðurstöður könn- unarinnar eru bornar sam- an við könnunina sem gerð var fyrir tæpu ári kemur í Ijós að mestar verðhækk- anir hafa átt sér stað í Bón- usi. Þar kostaði karfan með vörunum tólf 1459 krónur i september i fyrra en kostar nú 1699 krónur. Karfan hefur þvUhækkað um 16,4% á tæpu ári. Svo virðist sem lágvöru- verslanimar í borginni séu að færa sig upp á við, ef þannig má að orði komast, því næstmestar hækkanir hafa orðið á umræddu tímabili í Nettó í Mjódd. Þar kostaði matvörukarfan 1607 krónur í fyrra en kost- ar nú 1806 krónur. Karfan hefur því hækkað um 12,6% í Nettó á umræddu tímabili. Vörur í 10-11 og Hag- kaupi virðast einnig hafa hækkað talsvert á þessu tímabili. Hjá 10-11 hefur karfan hækkað úr 1884 krónum í 2083 krónur, eða um 10,6%, og hjá Hagkaupi hefur karfan hækkað um 10,2%, úr 1874 krónum í 2065 krónur. Dýrari verslanir hækka minna Svo virðist sem verðlag í dýrari verslununmn í Hvaö kostar matarkarfan? Veröbreytingar á milli ára 8,7% 7,6% 2.000 1.500 1.000 500 Kr. o 16,4% - J 12,6% ro o œ v-i £ °0 ■H ' 10,2% 1 10,6% HJ m CM 3. ■st H OÍ Bónus Nettó Fjarðarkaup Hagkaup 10-11 Nýkaup [3 Verð í september 1998 Q Verö í júlí 1999 [Jj Veröhækkun Samkvæmt könnuninni hefur verðið hækkað mest í Bónusi en minnst í Nóatúni. könnuninni hafi p breyst minna en hjá lágvöruverslununum. p: í Þó er Fjarðarkaup í IX' s Hafnarfirði undantekn- ing frá þessari reglu. Fjarðarkaup er þriðja ódýrasta verslunin í könnun- inni en þó hafa áðumefndar vörur að- eins hækkað um 7,6% frá því í fyrra, úr 1903 krónum í 2048 krónur. Fjarð- arkaup býður því frekar lágt vöm- verð og verðhækkanir era litlar. Nóatún og Nýkaup eru dýrastu verslanirnar í könnuninni. Þar kost- ar matarkarfan nú 2262 krónur en kostaði áður 2081 krónu í Nýkaupi og 2144 krónur í Nóatúni. Hækkanir hjá þessum verslunum hafa því ekki ver- ið miklar. Karfan í Nýkaupi hefur hækkað um 8,7% síðan í fyrra en karfan í Nóatúni hefur aðeins hækk- að um 5,5.% sem er minnsta hækkun- in í könnuninni. Frá helmingi niður í fjórðung Þegar kannanir siðasta árs era skoðaðar kemur í ljós að Bónus er samt sem áður alltaf í fyrsta sæti, þ.e.a.s. með lægsta verðið. Nýkaup og Nóatún skiptast hins vegar á um að vera dýrasta búðin. Verðmunurinn á milli ódýrastu og dýrustu verslunarinnar er einnig talsvert misjafnt eftir könnunum. í könnun, sem birt var 18. júlí í fyrra, er verðmunurinn á milli Bónuss og Nóa- túns og Nýkaups, 5 5% sern eru báðar dýrastar, 28%. í könnunni þar á eftir, sem höfð er til híið- sjónar i þessari um- ijöllun, er munurinn hvorki meira né minna en 47%. Þá er Nóatún dýrasta verslunin. Rúmum tveimur mánuðum seinna er Nýkaup hins vegar dýrasta verslunin og er karfan þar 29,3% dýrari en í Bónusi. í síðustu viku var Nýkaup einnig dýrasta verslunin í verðkönnun DV. Þær Nóatún vörar sem þá vora skoðaðar reyndust IHOT 26% dýrari en í Bón- usi. Könnunin nú sýnir aðeins meiri verð- mun á milli dýrustu og ódýrastu verslan- anna, í þessu tilviki á milli Bónuss og Nýkaups og Nóa- túns. Núna kostar matvörukarfan 1699 krónur í Bónusi en 2262 krónur í Nýkaupi og Nóatúni. Verðmunurinn er því 33,2%. Rétt er að taka fram að tvær kann- anir, sem gerðar voru í desember 1998 og apríl 1999, eru ekki teknar inn í þessa umfjöllun vegna annarra vinnubragða sem notuð voru við gerð þessara tveggja kannana. Niðurstaðan er því í stuttu máli sú að dýrustu verslanimar hafa reynt að halda verðhækkunum hjá sér í skefj- um en lágvöruverslanirnar hafa hækkað verðið. -GLM Sparnaðarráð: Heimilishaldið tekið f gegn S J o ] semi og vænn skammtur af hugmyndaauðgi eru lykilorðin þeg- ar kemur að því að lækka út- gjöldin sem fylgja hinu daglega heimilis- haldi. Hér á eftir fara ýmis k o n a r hagsýnis- ráð sem ættu að gleðja þá sem sjá um ijár- mál heimilisins. a) Ekki þarf að henda káli sem farið er að láta á sjá, t.d. orðið lint, ef kálið er ekki skemmt. Gott ráð er að skella kál- inu í skál með köldu vatni og einni afhýddri kartöflu um stund. Þaö verður kálið aftur stinnt og fallegt. b) Tómatar era ekki gimilegir þegar þeir eru orðnir mjög linir. í stað þess að henda þeim er ráð að láta þá liggja yfir nótt í skál með söltu vatni. c) í stað þess að kaupa dýrt tilbú- ið mýkingarefni fyrir þvottinn má alveg eins setja tvær teskeiðar af borðediki í þvottavélina. d) Sumir henda osti sem verið hefur í ísskápnum um tíma einfald- lega vegna þess aö hann er orðinn dálítið rakur. Þess í stað er ráð að taka ostinn strax úr þeim umbúð- um sem hann er keyptur í og vefja héum inn í álpappír. Það kemur í veg fyrir rakann. e) Taktu ljósrit af öllum greiðslu- kortum fjölskyldunnar svo að þú getir gefið greinargóðar upplýsing- ar um þau ef þú týnir þeim eða þeim er stolið. f) Rennilásar í gömlum fotum standa stundum á sér og þá getur verið erfitt að nota flíkina. Ráð við þessu er að renna kerti sem hefúr verið hitað örskamma stund í ör- bylgjuofni/ofni upp og niður eftir lásnum. g) í stað þess að kaupa sérstakt hreinsiefni til þess að hreinsa baðkarið má auðveldlega þrifa baðkcuið með þvi að klæða svamp í gamlan nælonsokk. Nælonsokkur- inn sýgur vel í sig öfl óhreinindin og fituna. h) Ef hendur þínar eru illa lykt- andi, t.d. eftir að þú hefur með- höndlað fisk eða gert við bílinn, er ráð að nudda þær upp úr rakfroðu. i) Til að halda eldhúspönnunni í góðu standi sem lengst er ráð að þurrka hana alltaf vel eftir upp- vask, geyma hana á þurrum stað og nudda hana að innan með ólífúolíu og salti. Þá endist pannan mun lengrn- en ella. j) Til að halda nýjum skóm falleg- um sem lengst er ráð að úða þá með hárspreyi i hvert skipti sem þeir hafa verið pússaöir. Það heldur leðrinu fallegu. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.