Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 *- -■ . ' '332 J ÍJ" Hvers vegna taka svo margar íslenskar konur þátt í klúbbs- starfi? Og hvað er svona skemmtilegt? Þrjár kjarnorkukonur komu að máli við Tilveruna og sögðu frá skemmtilegum stund- um í klúbbnum sínum. Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri er í bridgeklúbbi: „Ómetanlegt að kynnast svona hópi gefa lífinu gildi Marta Hildur Richter, forstöðukona bókasafnsins í Mosfellsbæ, er í veiðiklúbbi: Eg hef verið í bridgeklúbbi frá 1976. Við byrjuðum fjórar, ég, Margrét systir mín, Þórunn og Berta en þurftum varamenn til að spila ef einhver okkar gat ekki mætt. Áður en við vissum af vor- um við orðnar átta og þá vantaði nýja varamenn þannig að klúbb- urinn okkar er orðinn tíu manns.“ Gullveig segir að þetta séu allt önn- um kcifnar konur, víðs vegar að úr þjóðfélaginu, og fátítt að allar mæti. „En við erum afskaplega góðar vin- konur og gerum margt saman. Við förum tvisvar á ári í bústað, einu sinni á Jónsmessu, og höldum þá árshátíð með öllu tilheyrandi. Við tökum makana svo með í hina bú- staðarferðina og bröllum ýmislegt skemmtilegt. Við höfum líka einu sinni farið saman til útlanda og ætl- um að gera það aftur.“ Þær stöllur hafa spilakvöld tvisvar í mánuði og hefja það á léttri máltíð. Svo er sest að borðum, spjallað spilað og spekúlerað. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, við erum aðallega að hugsa um fé- lagsskapinn. En auðvitað er alltaf meira gaman að vinna.“ Gullveig segir það gefandi og ómetanlegt að kynnast svona hópi. „Það er vinátt- an fremur en spilamennskan sem heldur okkur saman. Okkur þykir öllum vænt hverri um aðra og það er stór hluti af þessu. Öll þessi ár hefur spilakvöld aldrei verið fellt niður.“ Hvað með makana? „Þeir eru allir mjög jákvæðir og ég held Notaleg sumarbústaðarstemning. Frá vinstri: Marsibil Ólafsdóttir, Berta Bragadóttir, Gullveig Sæmundsdótt- ir, Þórunn Guðmundsdóttir, Hlín Helga Pálsdóttir, Mar- grét Sæmundsdóttir, Jósefína Friðriksdóttir og Bjarn- heiður Guðmundsdóttir. að það sé vegna þess að þeir spila líka bridge. Þeir vita hvað þetta er skemmtilegt og eru áhugasamir um þetta.“ -HG Félagsskapurr og útiveran h A myndinni er Pálína Magnús- dóttir ein klúbbfélaganna með maríulax- inn sinn sem kom úr Hítará III. M arta Hildur er í veiði- klúbbnum Fiskavinafélag- inu. „Við höfum mikla ánægju af að hittast og njóta útiver- unnar og félagsskaparins. Við fór- um í eina veiðiferð á ári, stundum tvær, en við byrjum undirbúning- inn miklu fyrr. Þetta eru alltaf þriggja daga ferðir og við byrjum á því að halda undirbúningsfund þar sem við veljum ána sem við ætlum að veiða í. Svo reynum við að kaupa upp stangirnar á svæðinu þannig að við getum verið einar um veiðihús- ið. Síðan er haldinn ann- ar fundur þar sem lang- úr innkaupalisti er sam- inn. Svo leggjum við í hann eftir að keypt hef- ur verið inn. Þegar heim er komið eftir ferðina skipuleggjum við árshá- tíð. Þá býður ein okkar hópnum í mat og við skoðum myndir og bolla- leggjum um næstu ferð.“ En hvað er svona skemmtilegt við að vera í veiðiklúbbi? „Það er að komast í burtu frá erli hversdagsins í skemmti- legan félagsskap þar sem við njótum samver- unnar. Við kaupum kræsingar og leggjum á fallega skreytt borð. Svo tökum við fimm arma kertastjaka með í allar ferðir. Við leggjum mik- ið upp úr því að hafa það virkilega gott. Það skiptir t.d. miklu máli að hafa heitan pott við veiðiskálann. Hápunktur ferðarinnar er þegar verðlaunabikarinn er afhentur afla- drottningunni það árið. Hann er reyndar forljótur og ekki mjög veiðihvetjandi," segir Marta Hildur og hlær. Marta er með veiðidellu að eigin sögn og hún stofnaði veiði- klúbbinn 1991. „Þetta eru vinkonur mínar úr ýmsum áttum og sumar þekktust áður en aðrar ekki. Þær eru misáhugasamar um veiðina en koma allar vegna félagsskaparins. Mér fmnst mjög mikilvægt að vera í klúbbastarfi. Þannig heldur maður tengslunum við gamlar vinkonur og það er mjög skemmtilegt og gef- andi.“ -HG Verðlaunagripurinn afhentur. Á myndinni eru frá vinstri Guðrún Einarsdóttir, Marta H. Richt- er, Pálína Magnúsdóttir og Anna Svavarsdóttir. Helgu Jóns- dóttur og Ragnhildi Blöndal vantar. Valgerður Magnúsdóttir, forstöðukona dvalarheimilis aldraðra, er í saumaklúbbi: Frekar utanlandsferðir en handavinnuafrek Blaðamaður Tilverunnar byrjaði á að spyrja Valgerði hvemig klúbburinn hefði komið til. „Ég er nú kannski ekki besta manneskjan til að segja þér það því ég byijaði síð- ust i honum, árið 1974. Hinar byrjuðu 1970 eða þar um bil.“ Þið hafið verið sleitulaust að síðan þá? „Já, við erum allar brottfluttir Hríseyingar og þekkj- umst síðan í uppvextinum. Þegar við voram allar fluttar í burtu var sauma- klúbburinn stofnaður." Nú fer það orð af saumaklúbbum að lltið sem ekkert sé saumað en þess meira talað. Skrifar þú undir þetta? Valgerður hlær. „Þegar við vorum að koma upp börmmum pijónuðum og saumuðum við mikið á þau en núna verður að viðurkennast að það eru kannski tvær til þijár í mesta lagi sem koma með handavinnu. Annars er markmið klúbbsins frekar utanlandsferðir en handavinnuafrek. Við hittumst hálfsmánaðarlega og borgum þá vissa upphæð í sjóð. Þegar hann er orðinn nógu stór fórum við í borgarferðir. Upphaflega áttu þetta að verða mjög menningarlegar ferðir en hafa alltaf orðið heiftarlegar innkaupaferðir. Síð- ast fórum við til Barcelona og ætluðum svo sannarlega að ráða bragarbót á þessu. Raunin varð nú samt sú að við fórum á miklum hlaupum í gegnum söfnin en dvöldum þeim mun lengur í búðunum." En hvað er skemmtilegast við að vera í klúbbi? „Það er félags- skapurinn og samkenndin. Maður hitt- ir annan hóp af fólki og talar um ann- að en heima eða í vinnunni. Þetta er æðislega gaman og við hlæjum og skemmtum okkur konunglega saman." Hittist þið mikið utan funda? „Nei, við skemmtum okkur bara þeim mun bet- ur á fundunum." -HG Hópurinn á góðri stund í Glasgow. Frá vinstri: Hulda Garðarsdóttir, Valgerður Magnúsdóttir, Jónheiður Björnsdótt- ir, Steinunn Kristinsdóttir, Elísabet Sigurbjörnsdóttir og Anna Fjalarsdóttir. Á myndina vantar Árnýju Björk Kristins- dóttur sem fór ekki með til Glasgow.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.