Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 22. JULI 1999 25 Náttúruöflin, nytt í tómi loftsins svífa þeir um á vélarlausum svif- fákum. Þarfinna þeir frelsistilfinningu, þar er þögnin og þar eru þeir algjörlega einir með sjálfum sér. Stefán Sigurðsson hefur stundað svifflug í 25 ár: Ólafur sækist eftir þögninni og hvað hann er einangraður og einn. „Útsýnið hefur líka sitt að segja. Þetta er náttúrlega bara hvíld.“ DV-mynd Teitur Úlafur Gíslason flýgur á hverjum degi: ann er 18 ára. Tvö ár eru síð- an hann lærði svifflug. „Ég hef alltaf haft áhuga á flugi. Það var svo vinnufélagi pabba mins sem kom mér í þetta,“ segir Ólafur Gíslason menntaskólanemi. Ýmislegt ýtti á Ólaf til að láta drauminn verða að veruleika. „Það er þögnin og hvað maður er ein- angraður og einn þarna uppi.“ Hann viðurkennir að hann sé ein- fari og líði vel einum. „Útsýnið hef- ur líka sitt að segja. Þetta er náttúr- lega bara hvíld.“ Hann á við hvíld frá horginni. „Maður kemst frá öllu þessu daglega stressi." Þrátt fyrir að líða vel í einangruninni sækir Ólaf- ur líka í félagsskap annarra svifflugmanna. Foreldrum hans var ekki sama þegar hann ákvað að læra að ftjúga. leist þo bet- á þetta þegar þeir komu upp eftir auk þess sem þeir þekktu nokkra svifflugmenn." Ólaf- ur fær réttindi til að fljúga með far- þega á næstu dögum. „Foreldrar mínir ætla ekki með mér í loftið til að byrja með. Ég held að þeir vilji frekar fara í loftið með kennara heldur en mér.“ Ólafur hefur lent i minni háttar óhöppum i sviffluginu. „Þetta hafa hara verið mistök af minni hálfu. Ég hef til dæmis komið of hægt þeg- ar ég hef verið að lenda og fengið smávægilegt högg. Ég hef þó ekki slasast." íslenskir svifHugmenn geta notið þessa áhugamáls síns aðeins nokkra mánuði á ári. Hver dagur er þeim því mikilvæg- ur. Ólafur fer upp á Sandskeið yfirleitt á hverjum degi þessa mán- uðina og fer í loftið um þrisvar sinnum á dag. Hann er í fimm mínútur upp í tvo til þrjá tíma á flugi í hvert skipti. Þótt Ólafur finni þögn, ein- angrun og stórkostlegt útsýni á flugi ætlar hann ekki að leggja at- vinnuflug fyrir sig í framtíðinni. „Ég er að hugsa um að hafa þetta bara sem tóm- stundagaman. Mig langar í tölvunar- fræði í Háskólan- um.“ -SJ „Það má líkja þessu við að læra að hjóla en menn þurfa að fá þetta á til- finning- una.“ DV-mynd Teitur ekki haft efni á að læra flug. Það er alltaf eitt- hvað um stelpur sem lærá en þær hætta flestar að fljúga eftir nokkur ár.“ Kristján segir að 13 ára unglingar séu nógu þroskaðir til að jj læra svifilug. „Síðan fer það eftir áhuga þeirra og getu hvað þeir taka námið á löngum tíma. Menn fá aukin réttindi eftir auk- inni reynslu. Það getm- tekið eitt til tvö ár að fá öll réttindi. Það reynir á okkur kennarana að meta það og það á ekki eingöngu við um ungling- ana. Þeir eru alls ekki verstir. Það er misjafnt hvemig gengur að hemja suma.“ Ef svifflugmenn eru með glannaskap og stæla era þeir tekn- ir í endurhæfmgu. Kristján segir að námið byggist á æf- ingu á flugi. „Það má líkja þessu við að læra að hjóla en menn þurfa að fá þetta á til finninguna. Það tekur sinn tíma en það tekst yfírleitt best hjá ung- lingum að fá flugið á tilfinninguna. Eftir það fá menn að fljúga án kennara. Yfirleitt eru nemendumir þá búnir að fljúga með kennara 30-60 sinnum. Með tímanum verða flugferðimar lengri og síðan fara nemendurnir í bóklegt námskeið þótt menn geti líka tekið það áður en þeir fara í flugtíma. Loks er far- ið í bóklegt próf hjá Flugmála- stjóm.“ Eftir því sem réttindasvifílugmenn fljúga meira fá þeir síðar réttindi til að fljúga með far- þega auk þess sem þeir fá réttindi til að fljúga erfiðari svifflugum. Lítið er um óhöpp á svifflugum. „Við höfum ákveðnar reglur sem við fóram eftir og við geram kröfur um að menn fljúgi eftir sinni getu.“ -SJ sjáum fuglana svífa." E„Ég er búinn að stunda svifflug í ná- kvæmlega 25 ár,“ segir Stefán Sig- urðsson, starfsmaður hjá Varnarlið- inu. „Sem ungur maður hafði ég áhuga á flugi og datt inn í þetta af tilviljun vegna þess að einn vinnufé- lagi minn hafði verið í þessu sem strákur og benti mér á þetta. Ég fór í einn flugtíma og þá vissi ég alveg á hvað ég myndi stefna." Hann er spurður hvers vegna hann hafi ver- ið svona viss. „Vegna þess að ég svaf ekkert nóttina á eftir út af spenningi." Hann flaug fyrsta ein- flugið þremur vikum síðar. „Það telst stuttur tími auk þess sem á þessum tíma var tíu daga íslands- mót í sviffiugi." Stefán er spurður hvað sé mest spennandi við svifflugið. Þögn varir í nokkrar sekúndur. „Það er frels- ið,“ segir hann síðan. „Maður er gjörsamlega frjáls þarna uppi. Einn. Maður er einn með sjálfum sér. Maður svífur um loftin blá án nokk- urs afls. Það er náttúrlega enginn Við eigum okkur öll þann draum að geta svifið um loftin blá. Það er tákn um frelsi þegar við DV-mynd Teitur mótor í svifflugum heldur nýtir maður náttúruöflin." Hann segir að flugið gefl sér nánast allt og að hann lifi og hr— ist í þessu. Þetta allt sem Stef- án á við er félagsskapurinn og bestu vinir hans eru í sviffluginu. Hann neitar því að áhætta tengist svifflugi ef menn eru vakandi og gæta sín. „Við eigum okkur öll þann draum að geta svifið um loft- in blá. Það er tákn um frelsi þegar við sjáum fuglana svifa. Við telj- um þá fullkomlega frjálsa." Stef- án leitar að frelsistilfmningu. -SJ Kristján Sveinbjörnsson kennir svifflug: Farið eftir tilfinningunni Kristján Sveinbjörnsson raf- virýameistari var 15 ára þeg- ar hann fór sína fyrstu svifflugferð. Síðan era liðin 25 ár og fjöldi ferða yfir Sandskeið, Bláfjöll og Mosfellsheiði. Flogið er í um 700-1500 metra hæð. „Það var tilviljun að ég fór að fljúga. Bróðir minn, sem er eldri en ég, var að læra þetta og ég fékk að fljóta með þeg- ar ég var gutti. Mér fannst þetta spenn- andi og áhugavert. Flugið er heihandi og það er gaman að takast á við flug- tæknina og veðrið. Þetta er ákveðin ögran.“ Hann kennir svifffug og segir að ótrúlegasta fólk læri hjá sér. „Meiri- hlutinn er unglingsstrákar en 13 ára unglingar geta hafið svifílugnám og þeir geta tekið einflugspróf 15 ára. Síð- an era það vélflugmenn og svo menn sem hafa haft áhuga á flugi í gegnum tíðina en hafa ekki gefið sér tíma eða Einangraður og einn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.