Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 33 Myndasögur Það eina sem stóð á boöskortinu var: „Ykkur er boöiö til fagnaöar 30. desember frá kl. 3- 9. 9 Pabbi! Sjáðu albúmið sem ég keypti mjög ódýrt. Þetta er ekki góð fjárfesting. Púki. Þú án enga myndavél Veiðivon Aron Leifsson með fallegar bleikjur úr Miðá í Dölum en vel hefur veiðst af bleikju þar um slóðir. Stærstu bleikjurnar voru 3 pund. DV-mynd G. Bender Dýrasta veiðiá landsins: Stendur ekki undir nafni lengur - aðeins veiðst 180 laxar Veiðin gengur ótrúlega rólega í dýrustu veiðiá landsins þar sem menn eru að borga 200 þúsund fyrir stöngina þessa dagana. Aðeins hafa veiöst um 180 laxar í ánni en í allt fyrrasumar 1136 laxar. Hrunið á milli ára er mikið. Umsjón Gunnar Bender „Það er ekki spuming að laxinum er mokað uþp úr Langhylnum og það hlýtur að hafa áhrif,“ sagði veiðimaður sem oft hefur veitt í ánni og þekkir vel staðhætti. „Á góðu sumri er mokað upp 400-500 Veiðieyrað Sumarið í sumar ætlar ekki að verða frægt fyrir stórlax, öðru nær. En aðeins hafa veiðst fjórir stórlaxar: í Þverá í Borgarfirði, Laxá í Aðaldal, Miðfjarðará og Víkurá í Hrútafirði. Það hafa sést stórir laxar í ánum en þeir hafa ekki tekið enn þá en það hlýtur að fara að koma að því. Bara að velja rétta agnið. Kevin Costner fer víða Hann fer víða tO veiða hann Kevin Costner en hann ætlar að renna fyrir fiska í að minnsta kosti þremur veiðiám og jafnvel fleiri. Hann fer til veiða í Langá á Mýrum, Laxá í Kjós og Grímsá í Borgarfirði þar sem hann setur örugglega í fiska. Veiðst hefur vel í þessum veiðiám enda eru þær allar á topp tiu laxveiðilistanum. löxum bara í Langhylnum og veiði- tíminn er orðin alltof langur í ánni. Það er veitt allan september og þaö tekur sinn toll. Það verður að stöðva þessa veiði í eitt skipti fyrir öll. Núna eða aldrei verður það að gerast, það er ekki hægt að selja daginn á 200 þúsund og lítið sem ekkert veiðist," sagði veiðimaður- inn enn fremur. Veiðin má heldur betur lagast ef veiðitölurnar eiga að breytast eitt- hvað en til þess þarf laxa og aftur laxa. Ekki virðist mikið hafa komið í strauminn stóra fyrir fáum dögum svo menn verða bara að bíða eftir þeim næsta eða þarnæsta. Veiðin hefur staðið yfir í næstum sjö vikur og árangurinn er ekki glæsilegur. Morgunblaðið sendir frá sér neyðaróp. Blaöið fær engar fréttir úr ánni lengur. Vinir blaðsins eru farnir í felur og gefa ekki upp nein- ar tölm- lengur. Þá er nú fokið í flest skjól. Langá á Mýrum „Við vorum farnir að örvænta um að við fengjum einhvern lax í þennan straum og hann kom ekki fyrr en eftir hann. Straumurinn var farinn að minnka og þá renndi sér inn stór torfa af smálaxi," sagði Ingvi Hrafn Jónsson við Langá á Mýrum í gærdag en 600 laxar hafa veiðst í ánni og það er miklu betri veiði en á sama tíma í fyrra. „Arnór Diego var neðarlega í ánni og hann sá þessa stóru göngu, hún var lengi að fara upp rennuna," sagði Ingvi Hrafn. ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG %#INTER WSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík » 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.