Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Afmæli Elías Mar Elías Mar rithöfundur, Birkimel 6 A, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára i dag. Starfsferill Elías fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræöaprófi í Reykjavík 1942, stundaöi nám við KÍ 1942-44, sótti bókmenntafyrir- lestra við Danmarks Lærehojskole 1946-47 og í London 1949-50. Elías v£ir blaðamaður við Alþýðu- blaðið 1945-46 en hefur verið rithöf- undur og þýðandi frá 1946. Jafn- framt var hann blaðamaður á Þjóð- viljanum 1953 og prófarkalesari hjá Helgafellsútgáfunni 1950-72, Máli og menningu 1961-75, Þjóðviljanum 1961-92, Fréttum frá Sovétríkjunum 1965-90 og við Iðunnarútgáfuna frá 1978. Út hcifa komið eftirtaldar bækur eftir Elías Mar: Eftir örstuttan leik, skáldsaga 1946; Man eg þig löngum, skáldsaga 1949; Gamalt fólk og nýtt, smásögur 1950; Vögguvísa, skáld- saga 1950 og þýsk útg. 1958; Ljóð á trylltri öld, ljóð 1951; Sóleyjarsaga I—II, skáldsaga 1954 og 1959; Saman lagt spott og speki, smás., 1960; Speglun, ljóð 1977; Það var nú þá, smásögur 1985; Hinumegin við sól- skinið, ljóð 1990. Smásögur Elíasar hafa m.a. verið þýddar á norsku, færeysku, þýsku og eistnesku, en sjálfur hefur hann þýtt rit eftir Georg Duhamel, Leonid Leonov, William Heinesen o.fl., þýtt u.þ.b. tuttugu leikrit og þýtt og lesið í útvarp nokkrar framhaldssögur. Elias var varaformað- ur Sambands bindindisfé- laga i skólum 1944-45, sat í stjóm Rithöfundafélags íslands 1953-74, ritari þess 1962-63 og sat í Rithöfundaráði 1980-83. Hann var einn af stofnendum Rithöfundasam- bands íslands 1974 og Finnlands- vinafélagsins Suomi 1949. Fjölskylda Hálfsystkini Elíasar, samfeðra, eru Ragnar, f. 21.12. 1927, bifreiða- stjóri; Óskar, f. 29.3. 1930, vélfræð- ingur; Sigurður, f. 10.11. 1933, vél- fræðingur; Vilma, f. 21.12.1940, hús- móðir. Foreldrar Elíasar voru Cæsar Benjamín Hallbjarnarson Mar, f. Elías Mar. 25.5. 1897, d. 28.8. 1978, kaupmaður og rithöfund- ur í Reykjavík, og Elísa- bet J. Benediktsdóttir, f. 2.1. 1901, d. 28.7. 1925, iðn- verkakona. Ætt Cæsar var sonur Hall- bjarnar, verkstjóra og kennara á Akranesi, ætt- foður Hallbjamarættar- innar Oddssonar, pr. í Gufudal Hallgrímssonar, pr. í Görð- um á Akranesi Jónssonar, vígslu- biskups á Staðastað Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Móðir Hall- gríms var Þórunn Hansdóttir Scheving, klausturhaldara á Möðra- völlum Lárassonar Scheving, sýslu- manns á Möðruvöllum og ættföður Schevingættar. Móðir Odds var Guðrún Egilsdóttir, systir Svein- bjarnar, skálds og rektors, fóður Benedikts Gröndals yngri, skálds. Móðir Hallbjamar var Valgerður Benjamínsdóttir, b. í Langeyjarnesi Björnssonar. Móðir Benjamíns var Ragnheiður Magnúsdóttir, sýslu- manns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Magn- úsdóttir, systir Jóns vígslubiskups og Skúla fógeta. Móðir Cæsars var Sigrún Sigurð- ardóttir, b. á Hóli í Bíldudal Jóns- sonar, b. í Ásgarði í Hvammssveit Brandssonar, b. á Dagverðamesi Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Gísladóttir. Móðir Sigurðar á Hóli var Sigríður Jónsdóttir. Móðir Sig- rúnar var Guðrún Níelsdóttir, b. í Hamarslandi í Reykhólasveit Klem- enssonar og Sesselju Jónsdóttur. Elísabet var dóttir Benedikts, sjó- manns og b. frá Þingeyrum Þor- steinssonar, og Guðrúnar Jónsdótt- ur, b. á Hausastöðum á Álftanesi, bróður Guðrúnar, móður Bjöms Ey- steinssonar í Grímstungu, afa pró- fessoranna Þorbjörns Sigurgeirs- sonar og Bjöms Þorsteinssonar. Jón var sonur Erlends, b. á Sveinsstöð- um Árnasonar, og Guðrúnar Jóns- dóttur, b. á Sveinsstöðum Magnús- sonar. Móðir Guðrúnar og amma Elísabetar var Anna Magnúsdóttir, formanns í Engey, bróður Hólmfríð- ar, langömmu Sverris Kristjánsson- ar sagnfræðings, Áka Jakobssonar alþm. og Bergþórs, föður Páls veður- fræðings. Magnús var sonur Eyleifs, „stóra“ í Skildinganeskoti Þor- steinssonar. Baldur Kristjánsson Séra Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur í Þorlákshöfn, er fimmtugur í dag. Starfsferill Baldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum, fyrstu ár- in við Laugaveg, síðan Fjölnisveg en frá sex ára aldri í Bogahlíð. Hann var í ísaksskóla, Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófl frá ML 1970, BA-prófl í þjóðfélagsfræði við HÍ 1975, embættisprófi í guð- fræði frá HÍ 1984 og MA-prófi í guð- fræði og siðfræði við Harvard Uni- versity í Bandaríkjunum 1991. Baldur var í sveit á sumrin á Stóra-Múla og Litla-Múla í Dala- sýslu og á Bálkastöðum innri í Hrútafirði, vann í símavinnuflokki í nokkur sumur, var lögreglumaður i þrjú sumur, þar af tvö sumur í vegaeftirliti, var stundakennari við barnaskóla Austurbæjar, sérfræð- ingur hjá Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar sumrin 1973-75, starfs- maður við landbúnaðarráðuneytið 1975-76, félagsmála- og blaðafulltrúi BSRB 1976-80 og sinnti jafnframt dagskrárgerð í útvarpi, var blaða- maður á Tímanum og NT 1982-85, sóknarprestur hjá Óháða söfnuðin- um 1984-85, sóknarprestur í Bjarna- nesprestakalli með aðsetri á Höfn 1985-95 og jafnframt ritstjóri Eystra horns landsmálablaðs og kennari við Heppuskóla, Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu og við Guð- fræðideild HÍ, var ráðinn biskups- ritari 1995 en er nú settur sóknar- prestur í Þorlákshöfn frá 1998. Baldur sat í stúdentaráði HÍ og háskólaráði, var garðprófastur á Gamla Garði 1973-75, sat í stjórn Æskulýðssambands íslands, í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar, í Framkvæmdanefnd um málefni fatl- aðra, var formaður Bridgefélags Reykjavikur, sat í stjórn knatt- spymudeildar Fram, í skólanefnd á Hornafirði, í þjóðmálanefnd Þjóð- kirkjunnar frá 1994, í stjórn Presta- félags íslands 1990-96, í stjóm Mannréttindaskrifstofunnar frá 1995, stjómarformaður heilsugæslu- stöðvar Þorlákshafnar frá 1999, í samráðshópi tólf kirkna í jafnmörg- um löndum um þróun Porvoo-sátt- málans, og sérfræðingur, tilnefndur af íslenskum stjórnvöld- um, í ECRÍ (European commission against racism and intolerance) frá 1997. Fjölskylda Fyrri eiginkona Bald- urs var Jóhanna S. Sig- þórsdóttir, f. 10.8. 1949. Þau skildu. Börn þeirra: Kristján, f. 24.5. 1974 laganemi; Mjöll, f. 7.1. 1979, d. 18.3. 1989. Seinni kona Baldurs var Halldóra Gunnarsdóttir, f. 2.6. 1959, félags- málastjóri. Þau skildu. Dóttir þeirra: Bergþóra Guðrún, f. 2.2. 1990. Dóttir Halldóra er Hallgerður Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 22.1. 1984. Dóttir Baldurs og Jónínu Garð- arsdóttur frá því áður er Helga Jensína, f. 31.10. 1973, kennari á Hvanneyri, gift Hallgrími Sveini Sveinssyni. Systkini Baldurs era Ólöf, f. 4.11. 1951, meinatæknir; Benedikt, f. 6.1. 1955, járnsmiður; ÁrsæO, f. 5.10. 1958, læknir. Foreldrar Baldurs eru Kristján Benediktsson , f. 12.1. 1923, kennari, fram- kvæmdastjóri og fyrrv. borgarfulltrúi í Reykja- vík, og Svanlaug Ermen- reksdóttir, f. 5.9. 1925, kennari. Baldur Kristjánsson. Ætt Foreldrar Kristjáns vora Benedikt, b. á Stóra-Múla í Dölum og k. h. Gíslína Ólöf Ólafsdóttir frá Þórustöðum í Strandasýslu. Fósturamma Baldurs var Vigfúsína Jónsdóttir frá Þóroddstöðum í Ölf- usi. Svanlaug er dóttir Ermenreks Jónssonar, byggingameistara í Reykjavík, og Ingunnar Einarsdótt- ur. Baldur tekur á móti gestum á heimili sínu, prestsetrinu Háaleiti, Þorlákshöfn, í dag miOi kl. 18 og 21. Bryndís G. Róbertsdóttir Bryndís Guörún Ró- bertsdóttir land- og jaröfræöingur, Rauöa- geröi 22, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Bryndís fæddist aö Bjarnargili í Austur- Fljótum, Skagaflröi. Hún ólst upp á Brún í Bisk- upstungum, Ámessýslu, tU tvítugs en hefúr síðan búið í Reykjavík. Bryndís lauk prófi frá Reykholts- skóla í Biskupstungum 1974, lands- prófi frá Héraösskólanum á Laugar- vatni 1975 og stúdentsprófl úr nátt- úrufræöideild ML 1979. Hún stundaöi nám viö jaröfræöaskor HÍ 1980-85, lauk BS-prófi í landafræöi 1983, BS-prófi í jaröfræöi 1985 og hefur veriö í MS-námi í jaröfræöi viö land- og jaröfræöiskor HÍ frá 1997 þar sem hún vinnu að rannsóknum á gossögu Heklu og gjóskulagatíma- tali fyrir Suðurland. Bryndís vann að jarð- fræðirannsóknum á Nátt- úrufræðistofnun íslands 1984-86, vann að fom- leifaskráningu í Biskups- tungum undir umsjón Þjóðminja- safns íslands 1985-86, að friðlýsing- ar- og útgáfumálum hjá Náttúru- vemdarráði 1987, að rannsóknum, styrktum af Vísindasjóði á forsögu- legum gjóskulögum á Suðurlandi 1988-89, vann að aldursgreiningu á Hekluhraunum, með hjálp gjósku- laga, á vegum Náttúrufræðistofnun- ar íslands 1989-91, og vann að al- þjóðlegum rannsóknum á gjóskulög- um úr stöðuvötnum á Suðurlandi hjá Raunvísindastofnun HÍ 1997. Hún hefur auk þess unnið að smærri verkefnum íyrir ýmsa aðOa. Bryndís hóf störf hjá Félagi ís- lenskra náttúrufræðinga 1986, var framkvæmdastjóri félagsins 1988-94 og sat þá m.a. í samninganefndum á vegum félagsins, var annar tveggja ritstjóra Náttrúrufræðingatals sem unnið var að á vegum Félags ís- lenskra náttúrufræðinga 1994-96 og sat auk þess í ritstjórn verksins. Hún hefur verið í stjórn Jarðfræði- félags Islands frá 1998 og er gjald- keri félagsins frá 1999. Fjölskylda Systkini Bryndísar era Anna Rósa, f. 10.10.1966, Dip.phyt. í grasa- lækningum og starfsmaöur spænsku ræöismannsskrifstofunn- ar í Reykjavík; Róbert Sveinn, f. 3.4. 1968, nemi í alþjóðaviðskiptum við Viðskiptaháskólann í Kaupmanna- höfn. Foreldrar Bryndisar eru Róbert Róbertsson, f. 3.1. 1925, vörabifreið- arstjóri og framkvæmdastjóri Vöra- bOstjórafélagsins Mjölnis í Ámes- sýslu, og Ásdís Sveinsdóttir, f. 10.2. 1935, húsfreyja að Brún í Biskups- tungum. Bryndís verður í óbyggöaferö á afmælisdaginn, en mun halda upp á afmæliö síöar á árinu. Bryndís Guðrún Róbertsdóttir. Til hamingju með afmælið 22. júlí 85 ára Snæbjöm Jóhannsson, Birkihlíð 6, Hafnarfirði. 80 ára Ingólfur Majasson, Mjóuhlíð 14, Reykjavík. Tómas O. Ingimundarson, Gnoðarvogi 20, Reykjavík. 75 ára Ásbjöm Björnsson, Hæðargarði 29, Reykjavík. Bjarni Tryggvason, Furugerði 1, Reykjavík. Jakob Þór Óskarsson, Skipholti 43, Reykjavik. Ólafia Jóhannesdóttir, Eyrarvegi 33, Akureyri. Reginn Bergþór Árnason, Tjamarlundi 16 A, Akureyri. Vilborg Jónsdóttir, Tangagötu 5, Stykkishólmi. 70 ára Gunnar Víðir Magnússon, Gunnarsbraut 36, Reykjavik. Margrét Ólafsdóttir, Ægisíðu 56, Reykjavík. 60 ára Höskuldur Stefánsson, Tunguvegi 52, Reykjavik. Jóhanna Valg. Tyrfingsdóttir, Borgarvegi 38, Njarövík. Óskar Ágúst Sigurðsson, Fjarðarási 23, Reykjavík. Sigurþór Jósefsson, Vesturgötu 55, Reykjavík. Vilhjálmur Haraldsson, Hraunbæ 102 D, Reykjavík. 50 ára Una Vilhjálmsdóttir, bóndi að Fellsenda, Þingvallahreppi, verður fimmtug á morgun. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu eftir kl. 15.00, laugardaginn 24.7. nk. Guðlaug Helga Valdemarsdóttir kennari, Viðarási 7, Reykjavík. Guðlaug býður ættingjum og vinum að fagna með sér í félagsheimilinu Gunnars- hólma, Austur-Landeyjum, laugard. 24. júlí kl. 20.30 Garðar Sigurþórsson, Hátúni 4, Reykjavík. Hrólfur Egilsson, Hvammstangabraut 29, Hvammstanga. Kristín Sigurðardóttir, Rimasíðú 7, Akureyri. Sigurður Eiríksson, Barónsstíg 33, Reykjavík. Þórður G. Sigurðsson, Skeijatanga 13, Mosfellsbæ. 40 ára Anna Sigríður Guðnadóttir, Barrholti 12, Mosfellsbæ. Guðmundur Á. Gunnarsson, Jörundarholti 202, Akranesi. Gunnar Rúnar Grímsson, Vitabraut 6, Hólmavík. Inga Jóna Halldórsdóttir, Ásgarði 73, Reykjavík. Katrín Hrafnsdóttir, Kirkjuvegi 39, Keflavík. Kristrún Kjartansdóttir, Hamrahlíð 3, Egilsstöðum. Lilja Kristín Bragadóttir, Hlíðarhjaila 41, Kópavogi. Rósmundur H. Rósmundsson, Tinnubergi 12, Hafnarfirði. Sigurjón Egilsson, Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði. Snorri Torfason, Þingási 24, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.