Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1999, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 37 KK mun leika með valin- kunnum djass- mönnum í Kaffi- leikhús- inu í kvöld. Klassísk dægur- lög í nýjum útsetningum í kvöld munu djassaramir Ósk- ar Guðjónsson, Þórður Högnason, Einar Valur Scheving og KK leiða saman hesta sína. Þeir félagar ætla að spila klassísk dægurlög í þeirra eigin útsetningum og munu ekki hika við að fara ótroðnar slóðir. Varla þarf að kynna drengina mikið fyrir ís- lensku djassáhugafólki. Óskar var valinn blásturshljóðfæraleikari ársins þrjú ár I röð og til að taka þátt fyrir íslands hönd í Jazz Or- kester Norden. Þórður Högnason hefur leikið með fremstu djass- leikurum þjóðarinnar og spilað inn á fjölda hljómplatna, meðal annars Gling-gló. Einar Valur Scheving hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og verið virkur í flestum geirum íslenskrar tónlist- ar. Hann hefur t.d. leikið með Sin- fóníuhljómsveit fslands og ís- lensku óperunni, svo eitthvað sé Tónleikar nefnt. KK er óþarfí að kynna, hann hefur verið í fremstu röð ís- lenskra tónlistarmanna um langt skeið og verður eflaust gaman að sjá hann með djassmönnunum. Bræðingur er tónleikaröð á fimmtudagskvöldum í sumar í Kafiileikhúsinu og er þetta þriðja kvöldið. Litli óperukórinn í Stykkishólmi Einn af bestu kórum Danmerk- ur, Det lille operakor, er á tón- leikaferð um ísland og heldur kór- inn tónleika i Stykkishólmskirkju í kvöld kl. 20.30. í kórnum eru ein- ungis atvinnusöngvarar sem eru annað hvort einsöngvarar við Konunglega leikhúsið eða syngja í Óperukómum. Stjómandi kórsins og píanóleikari er Adam Faber. Danskir söngvar ráða mestu í fyrri hluta tónleikanna. Þeir era eftir Niels W. Gade, P.E. Lange- Míiller, C.E.F. Weyse, P. Heise og Carl Nielsen. í seinni hluta tón- leikanna eru kaflar úr þekktum óperum og lýkur honum með Negro Spirituals. Tríó Hauks Grön- dals leikur f Delgl- unni í kvöld. Heitur sumardjass Á fjórða Tuborgdjassinum á Heitum flmmtudegi í Deiglunni á Akureyri leikur Haukur Gröndal, saxófónleikari, Morten Lundsby á kontrabassa og Stefan Pasborg á trommur. Haukur hefur verið bú- settur í Kaupmannahöfn síðan haustið 1997 og verið þar í námi hjá m.a. Tomas Franck og Fredrik Lundin. Tríóið byrjaöi að leika saman um síðustu áramót og hefur leikið á fjölmörgum stöðum í Kaupmannahöfh. Morten Lundsby er nemandi Thomas Ovesen. Hann hefur spilað rneð fjölmörgum dönskum djassleikurum og meðal annars verið „húsbassisti" á djammsessjónum á staðnum La Fontaine. Stefan Pasborg lærði við konservatoríið og er þó nokkuð þekktur í dönsku djasslífl. Hann hefur spilað með John Tchicai, Lars Möller og fleirum.Tríóið leik- ur eldri og nýrri sígildar djassperl- ur ásamt frumsömdu efni. Tríóið leikur einnig á Kaffi Krók og á Hótel Reynihlíð. Jagúar á Astro Blues Express á Grand Rokk Eðalfunkgrúppan Jagúar verður á Astro í kvöld ásamt plötusnúðn- um Habit. Þetta er fjórða fimmtu- dagskvöldið í röð sem Jagúar spilar á Astro og það síðasta í bili. Mikið fjör hefur verið öil kvöldin og góðir gestir heimsótt hljómsveitina, s.s. plötusnúðamir Þossi, Herb Legowitz og Páll Óskar. Jagúar er á leiðinni í upptökur og er afrakstur þess væntanlegur með haustinu. Það fer því hver að verða síðastur að sjá drengina áður en þeir hverfa inn í hljóðver og því ætti enginn að láta sig vanta í kvöld. Hljómsveitin hefur verið að fá frábærar viðtökur og dóma fyrir tónleika sína og óhætt er aö segja að mjög fáir hafa farið vonsviknir heim af Jagúarskemmt- un. Funkið er allsráð- andi hjá hljómsveitinni og virðist sem íslending- ar kunni vel að meta það, þvílíkt er stuðið á þessum kvöldum. í Jagúar eru Börkur Birgisson, gítar, Daði Birgisson, hljóm- borð, Samúel J. Samúelsson, básúna, Sigfús Óttarsson, trommur, Ingi S. Skúlason, bassi, Hrafn Ásgeirsson, saxófónn, og Birkir Freyr Matthíasson á trompet. Skemmtanir Blásarar eru áberandi í Jagúar. Blues Express spilar blús- rokk á Grand Rokk, Smiðju- stíg, í kvöld kl. 10.30. Blues Express eru: Matthías Stefánsson, gítar, Ingvi Rafn Ingvason, tromm- ur, söngur. Atli Freyr Ólafs- son, bassi, Gunnar Eiríksson, munnharpa og söngur, og Jó- hann Ólafur Ingvason, hljóm- borð. Skúrir um allt land í nótt Hæg austlæg eða breytileg átt norðaustan til og víðast léttskýjað. Veðrið í dag A 8-13 m/s og rigning sunnan og vestan til en hæg SA-átt og þykknar upp á Norðurlandi siðdegis. Breyti- leg átt, um 8 m/s og skúrir um allt land í nótt. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast norðaustan til síðdegis. Sólarlag í Reykjavík: 23.05 Sólarupprás á morgun: 4.04 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.10 Árdegisflóð á morgun: 2.29 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaó 8 Bergsstaðir skýjað 7 Bolungarvík léttskýjaó 7 Egilsstaðir 8 Kirkjubœjarkl. skýjaó 9 Keflavíkurflv. skýjað 9 Raufarhöfn alskýjaö 7 Reykjavík skýjað 10 Stórhöfði þoka 10 Bergen rigning og súld 15 Helsinki hálfskýjað 20 Kaupmhöfn léttskýjaó 16 Ósló rigning 14 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 9 Þrándheimur rigning 14 Algarve þokumóóa 23 Amsterdam skýjað 16 Barcelona mistur 22 Berlín léttskýjað 16 Chicago skýjað 24 Dublin skýjaö 12 Halifax skýjað 15 Frankfurt skýjað 14 Hamborg rign. á síö.kls. 14 Jan Mayen rigning 5 London skýjaö 13 Lúxemborg skýjaö 12 Mallorca léttskýjaö 20 Montreal heiöskírt 21 Narssarssuaq skýjað 12 New York alskýjaö 24 Orlando skýjaó 24 París skýjað 14 Róm þokumóða 21 Vín rigning 19 Washington alskýjaö 24 Winnipeg heiöskírt 24 Vegir færir um hálendið Vegir um hálendið em flestir orðnir færir. Þó er enn ófært i Hrafntinnusker, Fjörður og um Dyngju- fjalla- og Gæsavatnaleiðir. Þó vegir um hálendið séu sagðir færir er yfirleitt átt við að þeir séu jeppa- Færð á vegum færir. Vegirnir um Kjöl, Kaldadal og í Landmanna- laugar frá Sigöldu em þó færir öllum bílum. Graftiingsvegur nr. 360 er opinn en vegfarendur mega þó búast við töfum vegna vegavinnu. Breki Myndarlegi drengurinn á mynd- inni, sem heitir Breki, fæddist 10. ágúst síðastliðinn og verður því Barn dagsins bráðlega eins árs. Við fæðingu var hann aðeins 2.602 grömm og 51 sentímetri. Foreldrar hans era Dísa Kjartansdóttir og Ómar Steinsson. Fjölskyldan er búsett i Vestmannaeyjum. Ástand vega L Skafrenningur m Steinkast (3 Hálka Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir D3 Þungfært © Fært fjallabílum Við kynnumst ungu fólki í skemmtilegri tilfinnlngakreppu í She’s all That. Hefur allt sem þarf Regnboginn sýnir hina róman- tísku gamanmynd, She’s all That, sem skartar mörgum þekktum unglingastjörnum. í myndinni segir frá lífi nokkurra krakka í Los Angeles High School þar sem ástamálin era nokkuð flókin, svo ekki sé meira sagt. Allt fer á ann- an endann þegar vinsælasta stúlk- an í skólanum segir kærastanum upp þar sem hún hefur hitt annan sem henni líst betur á. Þar sem kærastinn '//////// fyrrverandi er for- Kvikmyndir seti nemendaráðsins er úr vöndu að ráða fyrir hann, sérstaklega þar sem þau vora pariö í skólanum sem allir vildu vera með og það er erfitt fyrir nemendaráðsformanninn að kyngja því nú að vera settur út í kuldann. í aðalhlutverkum eru Freddie Prinze jr., Jody Lyn O’Keefe, Rachel Leigh Cook, Matt- hew Lilliard, Kieran Culkin og Anna Paquin. Nýjar myndir i kvikmynda- húsum. Bíóhöllin: The Mummy Saga-Bíó: Entrapment Bíóborgin: Matrix Háskólabíó: Óleðli) Háskólabíó: Hásléttan Kringlubíó: Wing Commander Laugarásbíó: Austin Powers Regnboginn: Never Been Kissed Stjörnubíó: The Thirteenth Floor L- A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Gengið Almennt gengi LÍ 22. 07. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 73,910 74,290 74,320 Pund 116,460 117,060 117,600 Kan. dollar 49,180 49,480 50,740 Dönsk kr. 10,4220 10,4790 10,3860 Norsk kr 9,3400 9,3920 9,4890 Sænsk kr. 8,8220 8,8710 8,8190 Fi. mark 13,0374 13,1157 12,9856 Fra. franki 11,8174 11,8884 11,7704 f Belg. franki 1,9216 1,9331 1,9139 Sviss. franki 48,2400 48,5000 48,2800 Holl. gyllini 35,1756 35,3870 35,0359 Pýskt mark 39,6337 39,8719 39,4763 ít lira 0,040030 0,04027 0,039870 Aust. sch. 5,6334 5,6672 5,6110 Port. escudo 0,3867 0,3890 0,3851 Spá. peseti 0,4659 0,4687 0,4640 Jap. yen 0,624600 0,62840 0,613200 írskt pund 98,426 99,017 98,035 SDR 99,500000 100,09000 99,470000 ECU 77,5200 77,9800 77,2100 <r Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.