Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 1
15 Spennandi meistara- mót í frjálsum CÍD Pétur með Keflavík - Sigurður hættur, Gunnar spilar áfram Stjórn knattspyrnudeildar Kefla- víkur tilkynnti um miðnættið að Sigurður Björgvinsson og Gunnar Oddsson hefðu verið leystir frá störfum sem þjálfarar úrvalsdeildarliðs Kefla- víkur. í stað þeirra hef- ur verið ráðinn Pétur Pétursson, fyrrum landsliðs- og atvinnu- maður. Gunnar Oddsson mun halda áfram að leika með Keflavíkur- liðinu þrátt fyrir þessi umskipti. Pétur stýrði Keflvík- ingum seinni hluta timabilsins 1994 en hann tók þá við þegar Ian Ross hætti störfum hjá félaginu. Hann þjálfaði áður Tindastól og síð- an Viking 1995 en hefur ekki þjálfað síðan. Ákveðið fyrir Víkingsleikinn Þjálfaraskiptin voru ákveðin fyr- ir leik Keflavíkur við Víking í gær- kvöld en Keflvíkingar unnu þar mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Eftir leikinn í gærkvöld voru löng fundahöld um hvort halda ætti fyrri ákvörðun til streitu, og það varð úr. Leik- mönnum Keflavíkur var síðan tilkynnt ákvörðunin um mið- nættið. Pétur tekur strax við þjálfuninni og stýrir Keflvíkingum i fyrsta: skipti þegar þeir mæta Fram næsta fimmtu- dag. Þess má geta að Pétur fylgdist ekki með sínu nýja liði í gær- kvöld því hann var á Akranesi og lýsti þar viðureign ÍA og KR i KR-útvarpinu. Pétur náði glæsilegum árangri með Keflavík árið 1994 því eftir að hann tók við liðinu vann það 7 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði aðeins 2 leikjum, hafnaði í þriðja sæti og skoraði flest mörk allra liða í deildinni. -KS/VS Pétur Pétursson er kominn í slaginn á ný sem þjálfari Keflavíkur. Stórsigrar íslands ísland hefur unnið stórsigra í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópu- móti unglingalandsliða smáþjóða í körfuknattleik sem nú stendur yfir í Lúx- emborg. Fyrst vann íslenska liðið Albana, 106-53, og í gær burstaði það íra, 119-43, eftir 56-22 í hálfleik. Ólafur M. Ægisson og Logi Gunnarsson skoruðu 18 stig hvor fyrir ís- lenska liðið í gær og Örlygur Sturluson skoraði 16. -VS Logi látinn fara? Eftir ósigurinn gegn KR í gærkvöld íhugar knatt- spymuforystan á Akranesi alvarlega að segja Loga Ólafssyni þjálfara, upp störf- um. Heimildamaður DV í röðum hennar staðfesti þetta við DV seint i gær- kvöld, og ennfremur að á Akranesi ætluðu menn að funda um málið í dag. Nafn eftirmanns Loga var strax komið á loft á Skaganum í gærkvöld en þar var Þorlák- ur Árnason, núverandi yfir- þjálfari yngri flokka ÍA, nefndur til sögunnar. Hann stýrði einmitt Valsmönnum seinni hluta tímahilsins 1997. -VS Logi Ólafsson horfir áhyggjufullur á sína menn bíða lægri hlut gegn KR-ingum í gærkvöld. ÍA er í næstneðsta sæti úrvalsdeildar með einn sigur í fyrstu 8 leikjunum. DV-mynd Hilmar Þór Rúnar með stjörnuleik og Graz AK fylgdist grannt með: Hækka boðið - segir Klaus Augenthaler. biálfari austurríska liðsins Rúnar Kristinsson átti stjörnu- leik með Lilleström í gærkvöld þeg- ar lið hans vann Brann, 2-0, í norsku A-deildinni í knattspyrnu. Rúnar lagði upp fyrra mark Lilleström og skoraði það síðara með hörkuskoti af stuttu færi. Hann var valinn maður leiksins í Netta- visen og fékk þar hæstu einkunn allra á vellinum, átta. Aftenposten valdi hann lika mann leiksins. Austurríska liðið Graz AK hefur fylgst grannt með Rúnari að und- anfómu, eins og fram hefur komið í DV, og þjálfari liðsins sá leikinn í gærkvöld. Það er Klaus Augenthaler, fyrr- um varnarjaxl hjá þýska landslið- inu og Bayem Múnchen, og hann leggur mikla áherslu á að fá Rúnar í sitt lið. Graz bauð Lilleström 50 milljónir króna í Rúnar fyrr í sum- ar, og Nettavisen hafði eftir Augenthaler I gærkvöld að hann væri tilbúinn til að hækka tilboðið frekar til að krækja í íslenska miðjumanninn. Mjög áhugaverður fyrir okkur Við Aftenposten sagði Augen- thaler: „Rúnar er kraftmikill, sterkur og spilandi. Mjög áhuga- verður leikmaður fyrir okkur.“ Lilleström renndi sér uppfyrir Brann með sigrinum og í 4. sætið. Rúnar sagði við Nettavisen eftir leikinn að hann hugsaði sem minnst um önnur félög og einbeitti sér að því að spila vel fyrir Lilleström. „Við náum vel saman sem lið og ég er sannfærður um að við höld- um okkur í hópi efstu liða út mót- ið,“ sagði Rúnar. Myndi henta mér vel Aftenposten hafði eftir Rúnari að honum liði vel hjá Lilleström en austurríska knattspyrnan myndi öragglega henta sér vel. Arne Eriendsen, þjálfari Lille- ström, segist að vonum ekki vilja missa sína bestu menn á miðri leiktíð. „Ég skil vel að félagið þarfnist peninga en mál númer eitt hjá mér er að tefla fram sem sterk- ustu liði hjá Lilleström," segir Er- landsen. Heiðar Helguson lék einnig með Lillström en náði sér ekki á strik að þessu sinni. Hann fékk gula spjaldið og var með 4 í einkunn í Nettavisen. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.