Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 3
+ 16 FOSTUDAGUR 23. JULI1999 FOSTUDAGUR 23. JULI 1999 17 Sport Sætur sigur - Keflavík vann Víking, 3-2, í botnslagnum Það var ljóst strax í upphafi leiksins við Víking að Keflvík- ingar ætluöu að selja sig dýrt. Takmarkið fyrir þetta keppnis- tímabil hafði verið skýrt, vera í efri hlutanum og blanda sér toppbaráttuna. Opnunarleikur síðari um- ferðarinnar í gærkvöld gefur Keflvíkingum nokkrar vonir, því yfirburðir þeirra voru miklir lungann úr leiknum. Það sem Keflvíkingar þurfa aftur á móti að gera til að eiga raunhæfa möguleika á að ná markmiðum sínum er að ná að spila fullar 90 mínútur án þess að hiksta og það gerðu þeir ekki í sunnanrokinu í gær- kvöld eftir að hafa náð að spila mjög góðan fyrri hálfleik, þar sem boltinn var látinn ganga á milli manna og góðar fyrirgjaf- ir sáust. Þeir urðu máttlitlir í upp- hafi þess síðari og Víkingar gengu á lagið. Víkingar gerðu þá breytingu í hálfieik að setja Þránd Sigurðsson fram en hann hafði spilað sem aftasti maður í vörn í fyrri hálfleik. Þetta útspil Lúkasar Kostic virtist hrífa, ásamt því að Vík- ingar komu miklu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik. Eftir að Víkingar höfðu jafnað leik- inn virtist eins og þungu fargi væri létt af Kefivíkingum því þá fóru þeir að spila eins og lið að nýju. Þeir tóku leikinn al- gerlega í sínar hendur og stjórnuðu honum það sem eftir var og voru í rauninni klaufar OG Þórarinn Kristjánsson (00.) náöi að pota boltanum yfir, línuna aðþrengdur af varnarmönn- um, eftir fyrirgjöf frá Róbert. 00 Ragnar Steinarsson (35.) fékk boltann eftir stutta hornspyrnu Gunnars og sneiddi hann yfir varnarmenn og Ögmund. Q-£k Sváfnir Gislason (57.) náði góðu skoti fyrir utan mark- teig eftir að Keflvíkingar björguðu á línu frá Arnari Hallssyni. Q-Q Þrándur Sigurðsson (64.) skallaði yfir Bjarka mark- vörð eftir góða sendingu frá Svafni af vinstri vængnum. Q-Q Eysteinn Hauksson (65.) w v beint úr hornspyrnu, boltinn lenti milli varnarmanna og mark- manns og skoppaði í netið. að ná ekki að bæta við einu eða tveimur mörkum í lokin því þeir fengu sannarlega tækifærin til þess. „Þetta var sætur sigur og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Við sýndum ákveðinn karakter þegar Vík- ingarnir náðu að jafna, því það hefur verið okkar veikleiki í sumar að detta niður í seinni hálfleik. Við höfum verið að vinna mikið í þeim málum og sigurinn i kvöld gefur okkur fyrirheit um það að þetta sé allt að koma. Við höfum trú á því að við séum betri en stigin á töfiunni segja til um og ætl- um okkur hærra," sagði Ragn- ar Steinarsson, hinn eitilharði miðjumaður Keflvíkinga. „í fyrri hálfleik börðumst við ekki sem lið inni á vellin- um heldur sem einstaklingar, það rétti enginn öðrum hjálp- arhönd. I hálfleik ákváðum við að selja okkur dýrt, spila eins og lið og gefa okkur alla í seinni hálfleikinn. Við vorum mjög nálægt því aö ná stigi eða stigum, en því miður fengum við á okkur slæmt klaufamark þegar við vorum á ná yfirhönd- inni í leiknum og það hafði áhrif á framhaldið. En við erum engan veginn hættir, við munum berjast til síðasta blóð- dropa í þessari deild og enginn skildi afskrifa Víkinga," sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði og besti maður Víkings. -KS Keflavík 3 (2) - Víkingur 2 (0) Bjarki Guömundsson - Garðar Newman, Kristinn Guðbrandsson @, Snorri Már Jónsson @ - Gestur Gylfason (Jóhann Benediktsson 42.), Ragnar Steinarsson @@, Ey- steinn Hauksson @, Gunnar Oddsson, Róbert Ó. Sigurðsson @ - Krist- ján Brooks @, Þórarinn Kristjánsson @ Gul spjöld: Ragnar S., Garðar N. Ögmundur Rúnarsson - Arnar Hallsson, Þrándur Sigurðsson @, Gordon Hunter, Tryggvi Björnsson (Colin McKee 80.) - Þorri Ólafsson, Hólmsteinn Jónasson @, Lárus Huldarsson, Bjarni Hall @ (Valur Úlfarsson 69.) - Sváfnir Gislason @ (Arnar Hrafn Jðhannson 80.), Sumarliði Árnason Gnl spjöld: Ögmundur R., Valur Ú. U2S32B Kcflavík - Víkingur Markskot: 19 Horn: 12 Áhorfendur: 350. Keflavík - Vlkingur Völlur: Blautur, erfitt að fóta sig. Dómari: Gylfi Þðr Orra- son, ágætur. Maður lelksins: Ragnar Stelnarsson, Keflavík. Sem klettur á miðjunni, stöðvaðl margar sóknir Víkinga. Nýtt met Skagamaðurinn Stefán Þ. Þórðarson setti í gærkvóld met sem hann efiaust er ekki stoltur af. Hann var rekinn út af á 13. mínútu leiksins við KR og aldrei —. -------1 í sögu efstu deild- -fl^ ar hefur leikmað- j^^^- % ur verið rekinn Te!,,"M! I svo snemma af velli í leik. Stefán bætti met Baldurs Bjarna- sonar um eina mínútu en Bald- ur var rekinn af velli á 14. mín- útu þegar lið hans, Fram, lék við IBV í fyrra. ÓÓJ/VS (/_*-''%: ¦ £* 2. DEILD KARLA Völsungur - Tindastóll. 0-7 Sverrir Þór Sverrisson 5. Leiknir R. - Selfoss ... 0-3 Valgeir Reynisson 2, Tómas Ellert Tómasson. KS - Þór A 2-1 Agnar Sveinsson, Víðir Vernharðs- son - Ólafur V. Júlíusson. Tindastóll 11 8 2 1 38-8 26 Sindri 10 6 4 0 16-2 22 Selfoss 11 5 4 2 28-21 19 Leiknir R. 11 5 4 2 19-13 19 Þór A. 11 5 2 4 19-16 17 HK 10 4 2 4 20-20 14 KS 11 4 2 5 14-14 14 Ægir 10 1 4 5 13-26 7 Léttir 10 1 1 8 14-37 4 Völsungur 11 11 9 10-34 4 ^-^. £*>» . DEILD KARLA D-riðill: Leiknir F. -Einherji -1 1-2 1-3 [uginn/Höttur Þróttur N. 8 5 2 1 13-7 17 Hug./Hött. 8 4 3 1 18-11 15 Leiknir F. 8 3 3 2 18-9 12 Einherji 8 0 0 8 5-27 0 _*m . DEILD KV. ~-,.^..... A-riðill: FH - Haukar......... 5-0 Fylkir - Grótta........ 0-3 B-riðill: Þór/KA - Hvöt........ 5-0 Undir sjálfum okkur komið - segir Atli Eðvaldsson Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga, var að vonum kampakátur eftir sigurinn á ÍA en hvernig fannst honum leikurinn? „Við tókum hér þrjú stig og þau tekur eng- inn af okkur. Við vissum það fyrir að þetta yrði erfiður leikur eins og kom á daginn. Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir eftir að þeir misstu mann út af. Það var kannski ekki fyrr en eftir að við misstum mann út af að við hrukkum fyrir alvöru í gang. Það skiptir ekki máli hvernig við fórum að því að vinna sigur. Stigin þrjú skipta öllu," sagði Atli. Hver einasti leikur járn í járn - 1 kjölfar þessa sigurs hafið þið styrkt stöðu ykk- ur á topnnum. Verður úr þessu nokkuð aftur snúið? „Það er algjörlega undir okkur sjálfum komið. Við vitum alveg að hver einasti leikur sem eftir er verður járn í járn. Ég vona bara að við verðum tilbún- ir í þá baráttu." - Er kominn meistara- stimpill á lið- ið? „Ég vona að hann sé kom- inn. Öll þau lið sem hafa unnið titilinn á síð- ustu árum, hafa fengið þennan stimpil á sig, og ég vona að við fáum hann einnig. Það eru átta leikir eftir og þetta hefur oft áður litið svona vel út hjá KR. Við erum á toppnum eins og er og höfum tapað tveimur stigum færra en Eyjamenn. Við verðum að sjá hvað þeir gera í næsta leik," sagði Atli Eðvaldsson. -JKS \+9> ÚRVALSDEILP hefur náð einni æfingu með Keflavíkurliöinu. Úkraínskur leikmaöur er kom- inn til Kefivíkinga, hann heitir Bohdan Lonevsky og kemur frá fyrstu deildar liðinu Skala. Hann kemur á eigin vegum. Sam- kvæmt forráðamönnum Keflvik- inga lofar hann góðu, en hann Ivar Jónsson lék ekki með Frömurum gegn Grindavík i gær- kvöld vegna veikinda. Grindvikingar hafa enn aldrei tapað leik í efstu deild á aðalleik- vanginum í Laugardal. Þeir hafa heldur aldrei tapaö fyrir Fram í 8 viðureignum félaganna i efstu deild til þessa. KR-ingar unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur á ÍAá Akranesi í funm ár, eöa síðan 1994. KR-ingar settu skemmtilegan svip á leikinn á Akranesi i gær- kvöld en þeir mættu þangað hundruðum saman, vel merktir sínu félagi. Vesturbœingar ollu siðan mikl- um umferðartöfum á heimleið- inni en eftir leik var háiftima bið við nyrðri munna Hvalfjarðar- ganga. Keflvikingar héldu uppteknum hætti og skoruðu þrjú mörk á heimavelli gegn Víkingum. Það hafa þeir nú gert í fimm siðustu leikjum liðanna suður með sjó. Sváfnir Gislason, Víkingurinn efnilegi, skoraði sitt fyrsta mark i efstu deild í gærkvöld. Saint Paul Edeh, 19 ára gamall Nígeriumaður, kemur til reynslu til Framara í næstu viku. Edeh, sem er varnarmaður, lék siðast á Indlandi en spilaði áður í atvinnudeildinni í heimalandi sinu. Ólafur Ingason átti að sjálfsögðu að fá einn bolta í einkunnagjöf DV fyrir frammistöðu sína með Val gegn Breiða- .bliki í fyrra- kvöld. Boltinn hans Ólafs skoppaði of langt og lenti hjá fé- laga hans, Jóni Þ. Stefánssyni. -KS/ÓÓJ/JKS/VS flk dðk <Ʊ ^^^ ^H^ ^^l^ Sport * Framl(O) - Grindavík 3 (0) M9M*H[ Ólafur Pétursson - Ásgeir Halldórsson @, Jón Þ. J_\__\__i__Uw Sveinsson, Sævar Pétursson - Freyr Karlsson (llall dór Hilmisson 66.), Hilmar Björnsson @, Ágúst Gylfason @, Steinar Guðgeirsson, Sigurvin Ólafsson @ (Valdimar K. Sigurðsson 83.), Anton Björn Markússon (Ásmundur Arnarsson @ 46.) - Marcel Oerle-mans. Gul spjöld: Jón Þ. ¦aHMRM Alben Sævarsson - Sveinn Ari Guðjónsson, Stevo |Siffi«MU* Vorkapic, Guðjón Ásmundsson @, Óli StelVm Fió-ventsson - Paul McShane, Hjálmar Hallgrimsson (Ólafur Ingólfsson 74.), Sinisa Kekic @@, Duro Mijuskovic (Jóhann Helgi Aðalgeirsson 80.) - Scott Ramsey @ (Vignir Helgason 85.), Grétar Hjartarson @. Gul spjöld: Sveinn, McShane. Fram - Grindavlk Fram - Grindavík Markskot: 12 11 Horn: 6 5 Áhorfendur: 451 Völlur: Blautur en góður. Dómari: Eyjólfur Ólafsson, sæmilegur. Maður leiksins: Sinisa Kekic, Grindavík Þriggja stiga maður fyrir Grindvikinga, galdraði fram tvö mörk ¦ •• Uppgjor - fyrir fyrri leiki Fram og Grindavíkur Framarar þóttu fyrir leik sinn við Grindavík í gær hafa fengið fleiri stig en þeir hefðu unnið til og að sama skapi höfðu Grindvíkingar kvartað mikið yfir að missa verðskulduð stig. Það var líka eins og þessi leikur væri til þess að gera upp fyrri mál. Framarar voru þannig heldur betri í þessum leik en uppskáru að- eins 1-3 tap fyrir Grindavík í Laugardalnum í gær. Fyrri hálfleikur var slakur en í seinni hálfie^k var allt O"© si£wvin Ólafsson (67.) _ skallaði inn góða fyrirgjöf Águsts Gylfasonar frá vinstri. Albert Sævarsson hálfvarði boltann. 0_a GrétarHjartarson (72.) Sin- " isa Kekic lék illa á Framvörn- ina og stakk honum inn á Grétar sem lyfti yfir Ólaf markvörð. £%-ftÁ Sinisa Kekic (80.) stakk sér " " fram milli tveggja varnar- manna Fram og skallaði inn fyrirgjöf Grétars Hjartarsonar frá hægri. A-£) Sœtt Ramsey (85.) slapp einn i gegn og lék á á Ólaf í markinu eftir að Grétar fieytti útsparki Alberts Sævarssonar innfyrir vörnina. annað upp á teningnum. Framarar uppskáru sann- gjarna forustu þegar þeirra besti maður, Sigurvin Ólafs- son, skoraði sitt fyrsta mark í Frambúningnum og skömmu síðar gat hann bætt öðru við en skaut fram hjá. Þá tók besti maður vallar- ins, Sinisa Kekic, upp galdra- skóna, skildi alla Framvörn- ina eftir gapandi áður en hann lagði upp jöfhunar- markið og landaði síðan nán- ast sigrinum átta mínútum síðar er hann kom Grindavík yfir og gestirnir tryggðu síð- an sigurinn með sínu þriðja marki á 13 mínútna kafla. Framarar sátu eftir með sárt ennið, fengu kannski að kynnast hinni hliðinni aö tapa stigum í jöfnum leik í stað þess að fá þau ódýrt eins og oft áður í sumar. Grindvíkingar eru þekkt- ir fyrir allt annað en gef- ast upp þegar á móti blæs og sigurinn í gær er enn eitt dæmi um seigluna í liðinu, sem aldrei fellur. „Svona er fótboltinn, við vorum heppnir, eitthvað annað en undanfarið," sagði hetja Grindvíkinga, Sinisa Kekic. „Loksins. Við slökuðum aldrei á og uppskárum eftir því. Við höfum verið ellefu inni á gegn 13 til 14 mönnum flestalla leikina og það er sætt að vera bara ellefu og vinna," sagði Albert Sævarsson hjá Grindavík. „Við gerðum mistök, sem kostuðu okkur sigurinn og við verðum að skoða betur til að gera betur næst," sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Brott rekstrarnir vitleysa „Það er alltaf erfitt að leika 1/3 af mótinu einum færri og það kannski stóran hluta af leikjunum. Ég persónu- lega segi alveg eins og er k að dómarinn gerir al- i gjöra vitleysu að reka báða leikmennina út af í leiknum. Leikurinn hefði þró- ast allt öðruvisi ef við hefðum fengið að spila með okkar ellefu mönnum," sagði Alexander Högnason, fyrirliði ÍA. „Nú er ekkert annað en snúa bökum saman og vinna einhverja leiki og gleyma því að við æflum að vera með í einhverri toppbar- áttu. Við verðum að hífa okkur upp á tóflunni ef ekki á illa að fara. Þetta má alls ekki fara út í panik og stress. Ef við hóldum fullum mannskap inni á vellinum í þeim leikjum sem eftir eru þá hef á trú á því að við vinnum eitt- hvað af leikjum," sagði Alexander við DV. -JKS - stiga forysta KR-inga eftir 0-2 sigur á AkranesT Stöðugleikinn í KR-liðinu er orðinn slíkur að hyað úr hverju fer að verða vart við anga af meistarastimpli úr vesturbænum eða kannski einhverjir finni hann nú þegar. KR- liðið er mjög heilsteypt og massíft frá aftasta manni til hins fremsta og er þetta eitt besta lið þeirra í mörg ár. Óhætt er að fullyrða að ekk- ert lið sem þeir hafa teflt fram síðustu þrjá áratugi hefur jafnsterka möguleika á því að koma heim með titilinn eftir 31 árs bið. Ýmis- legt kann að geta gerst í þeim átta umferðum sem eftir eru en engu að síður eru teikn á lofti sem ýta undir það sem að framan var sagt. Það sem öðru fremur gerði KR-liðið enn öfi- ugra en áður var tilkoma Bjarka Gunnlaugs- sonar. Hann er geysilega öflugur í fremstu víg- línu og var einmitt sá leikmaður sem liöið vantaði til að skerpa á sóknarleiknum. í leiknum á Skaganum í gærkvöld voru KR-ingar mun hvassari i öllum aðgerðum og unnu verðskuldað, 0-2. Leikurinn tók að vísu aðra stefnu þegar Stefáni Þórð- arsyni var vikiö af leik- velli snemma leiks. Fyrir þessa uppákomu voru Skagamenn mjög ákveðnir og Kári Steinn Reynisson var mikill klaufi að skora ekki í dauðafæri. Tveimur mínútum eftir brotthvarf Stefáns átti Gunn- laugur Jónsson skalla í slá eftir hornspyrnu. Baráttan einkenndi viðureignina og leik- urinn var á stundum fullharður. Það tók nokkúrn tíma fyrir KR-inga að átta sig á því að þeir voru manni fleiri. Þeir skoruðu að fí%-Á Guomundur Benediktsson *~ " (55.) Bjarki náði boltanum, óð upp að markinu og lagði boltann fyrir á Guðmund sem skoraði. fí\-Q Bjarki Gunnlaugsson (76.) v v Einar Þór gaf laglega send- ingu inn fyrir á Bjarka sem lék á Ólaf Þór og skoraði af stuttu færi. vísu mark í fyrri hálfleik sem var dæmt réttilega af vegna rangstöðu. Það var greinilegt að KR-ing- ar lögðu áherslu á að skora sem fyrst í síðari hálfleik og það gekk eftir. Þeir hrukku fyrir alvöru í gang og sér- staklega gerðist sóknarleik- urinn beittari með þá Bjarka og Guðmund atkvæðamikla frammi. Mjög vel var staðið að mörkunum, þau bæði í raun skólabókardæmi. Jafnt var í liðum þegar David Winnie fékk reisupassann á 65. mínútu. Þrátt fyrir það gerðust Skagamenn ekkert ágengari og lík- legri til að minnka muninn. Þeir voru ekki hugmyndaríkir í sóknarleiknum og því var vörn KR-inga ekki í neinum vandræðum. Skagamenn hafa ágætum mannskap á að skipa en það kemur einfaldlega ekki nógu mikið út úr honum. Að öllu eðlilegu ætti lið- ið að vera mun ofar en einhverjar óheillakrákur sveima yfir Skaganum. Alex- ander Högnason, Gunnlaugur Jónsson, Jó- hannes Harðarson voru bestir þeirra og Heimir Guðjónsson átti ágæta spretti. Það er ekki ónýtt fyrir KR-inga að hafa þá Bjarka Gunnlaugsson og Guðmund Bene- diktsson innanborðs. Einar Þór Daníelsson var sömuleiðis sterkur. Vörnin vann einnig vel saman. Eins og KR-ingar leika kann að reynast erfitt fyrir önnur lið að stöðva þá. KR-ingar hafa meðbyrinn og það er aldrei að vita nema hann skili einhverju góðu þegar upp er staðið. -JKS Vf x ^y^^DEILDIN ' r > c\ Úrvalsdeild karla KR 10 ÍBV 9 Fram 10 Leiftur 9 Grindavík 10 Valur 9 Breiðablik 9 Keflavík 10 7 5 3 3 3 2 2 3 2 3 5 4 2 5 4 1 1 23-8 23 1 14-6 18 2 13-11 14 2 8-10 13 5 11-12 11 2 12-16 11 3 9-9 10 6 13-18 10 ÍA 8 Víkingur R. 10 1 1 4 4 3 3-7 7 5 10-19 7 Leiftur og ÍBV mætast á sunnudag kl. 17. ÍA0-KR2(0) m___Wf!___\ I Ólafur Þór Gunnarsson © - Sturlaugur Haraldsson, Alex BmH^IB ander Högnason ©, Gunnlaugur Jónsson ®, Reynir Leós son (Ragnar Hauksson 83.) - Pálmi Haraldsson (Unnar Valgeirsson 80.), Jóhann ss Harðarson @, Heimir Guðjónsson ®, Kári Steinn Reynisson (Ragnar Árna ;on 80.) - Kenneth Maujane, Stefán Þóröarson. Rautt spjalil: Stefán Þ. (13.) fyr tr að slá Kristián. Gul spjöld: Sturlaugur, Matijane, Alexander, Gunnlaugur. ManjnM ¦ Kristján Finnbogason - Bjarni Þorsteinsson ©, David _^Bm|BHI Winnie, Þormóður Egilsson ©, Sigurður Örn Jónsson © - Einar Þðr Daníelsson ®, Sigursteinn Gíslason ®, Þórhallur Hinriksson Sigþór Júliusson (Arnar Jón Sigurgeirsson 73.) - Bjarki Gunnlaugsson ®@ Indriði Sigurðsson 77.), Guðmundur Benediktsson ® (Edilon Hreinsson 89.; Rautt spjald: Winnie (65.) fyrir brot Matijane. Gul spjöld: Sigursteinn. ÍA-KR ÍA-KR Markskot: 9 10 Horn: 3 3 Ahorfendur: 1200 Völlur: Þungur og nokkuð hvasst. Dómari: Ólafur Ragn-arsson, ágætur. Maður leiksins: Bjarki Gunnlaugsson, KR Útsjónarsamur og mjög ógnandi í sóknarleik KR. K-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.