Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 4
4 18 FÖSTUDAGUR 23. JULI 1999 Sport r>v Bland í pokci Ólafur Gottskálksson átti mjög góð- an leik í marki skoska A-deildarliös- ins Hibernian í fyrrakvöld þegar liö- iö geröi 2-2 jafntefli gegn dönsku bik- armeisturunum i AB. Ólafur sýndi á köflum glæsileg tilþrif og er greini- lega í mjög góðu formi. Raufoss, liö Bjórns Jakobssonar, sigraði Honefoss, 2-1, í norsku B- deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Björn lék allan leikinn og stóð fyrir sínu en þetta var annar leikur hans með liðinu og hafa þeir báðir unnist. Með sigrinum komst Raufoss úr fall- sætinu og er í 9. sæti með 17 stig. Keppni í dönsku A-deildinni í knatt- spyrnu hefst á sunnudaginn. íslend- ingaliðið AFG, sem þeir Tómas Ingi Tómasson og Ólafur H. Kristjáns- son leika með, mætir dönsku bikar- meisturunum í AB í fyrsta leik. Ólaf- ur hefur átt fast sæti í liði AFG á undirbúningstímabilinu á miðjunni en Tómas Ingi hefur verið úti og inni. Þjóðverjinn Dietmar Haman skrif- aði i gær undir samning við Liver- pool sem keypti hann frá Newcastle fyrir 870 milljónir króna og hefur Gerard Houllier knattspyrnustjóri nú keypt leikmenn fyrir 25 milljónir punda eða um 3 milljaröa íslenskra króna. Hvort það nægir til að koma gamla stórveldinu i fremstu röð skal ósagt látið en á Anfield Road rikir þónokkur bjartsýni fyrir tímabilið. Tvö íslandsmet voru sett á flokka- meistaramóti STÍ í Leirdúfuskotfími á dögunum. Alfreö K. Alfreðsson, SR, tryggði sér fiokkameistaratitil í meistaraflokki með nýju íslandsmeti en hann náði 116 stigum auk 25 stiga í úrslitum og bætti fyrrverandi Is- landsmet um eitt stig í 141. Alfreó var einnig í A-sveit Skotfé- lags Reykjavíkur sem setti nýtt fs- landsmet í liðakeppni, fékk 340 stig og bætti þar með sitt eigið met um eitt stig. -GH/ÓÓJ HM freistar Jóhann- es Már Marteins- son sprett- hlaupari er í góöu formi þessa dag- ana og von- ast eftir aö bæta ís- landsmetið í 100 m hlaupi um helgina. „Ég er búinn að búa mig -þokkalega undir þetta mót og býst við skemmtilegu móti. Ég ætla að sjálfsögðu að taka þetta íslandsmet. Ég er í svona 95% formi. Eins og mér líður sjálfum ætti ég að geta slegið metið, ég er í formi til þess. Þetta veltur svolítið á aðstæðum en ég vil samt ekki lofa neinu. í framtiðinni langar mig líka að komast á Ólympíuleikana," sagði Jóhannes. -ÍBE ^^^ Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum í Kópavogi: Spennandi - um helgina þar sem allt fremsta frjálsíþróttafólk íslands tekur þátt Um helgina verður 74. Meistara- mót íslands í frjálsum íþróttum haldið á Kópavogsvelli. Úrslit móts- ins fara fram á milli 14 og 16 laugar- dag og sunnudag og búist er við skemmtilegri og spennandi keppni. Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari og Magnús Aron Hall- grímsson kringlukastari eru einu afreksmennirnir sem missa af meistaramótinu vegna meiðsla. Ótt- ast er að Þórey Edda glími við brjósklos í baki og því eru helm- ingslíkur á að hún keppi á Evrópu- meistaramóti 22 ára og yngri sem haldið verður í Gautaborg í lok júlí. Magnús Aron er meiddur á hné og nær sér vonandi með haustinu. Jón Arnar verður með Jóh Arnar Magnússon hefur átt við meiðsli að stríða á undanförn- um mótum en keppir þrátt fyrir það á meistaramótinu í þremur grein- um. Jón Arnar er í óðaönn að und- irbúa þátttöku sína á heimsmeist- aramótinu sem haldið verður í Sevilla á Spáni i ágúst. Vala Flosadóttir hefur nú þegar keppt 1 tíu mótum í sumar án þess að ná framúrskarandi árangri en vonast til að standa sig vel á meist- aramótinu en hún kom til landsins í morgun. Guðrún Arnardóttír grindahlaup- ari hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða en mætir galvösk á meist- aramótið um helgina og gaman verður að sjá hana og Silju Ólafsdóttur eigast við i 400 m hlaupi. Martha Ernstsdóttir er í topp- formi þessa dagana og hefur aldrei hlaupið jafnmikið, en til dæmis hljóp hún 155 kílómetra í síðustu viku á æfingum. Einar Karl Hjartarson há- stökkvari keppir um helgina og von- ast til að bæta sig um þrjá sentí- metra og ná þar með lágmarki á HM fullorðinna. íslandsmet í 100 m hlaupi? Vonast er til að hinn knái sprett- hlaupari Jóhannes Már Marteins- son nái að bæta íslandsmet Jóns Arnars í 100 m hlaupi þar sem hann er í mjög góðu formi og brautin í Kópavogi er talin sú hraðasta á landinu. Forvitnilegt verður að sjá hvort Jóhannesi tekst að slá metið en Vésteinn Hafsteinsson skoraði á hann að bæta metið á blaðamanna- fundi sem haldinn var í gær. Vigdís í Sidneyhópinn Vigdís Guðjónsdóttir spjótkastari verður á laugardaginn tekin inn í afrekshóp Frjálsíþróttasambands- ins, Sidneyhópinn, þar sem hún hef- ur náð að kasta spjótinu 55,54 metra og er hún þar með níundi keppand- inn til að komast i Sidneyhópinn. Selt verður inn á meistaramótið í fyrsta skiptið í ár og kostar 500 kr. fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Ágætisveðri er spáð um helgina og því er von á að nokk- ur íslandsmet falli. -ÍBE I framför Silja Ólafsdóttir spretthlaupari hef- ur verið að bæta sig mikið í sumar og keppti um síð- ustu helgi á Meist- aramóti unglinga þar sem hún fékk sjö gull og setti tvö íslandsmet. „Ég er að vonast til að geta bætt mig. Ég keppi í fimm grein- um um helgina, 100, 200, 400 og tveimur boðhlaupum. Ég keppi líka á Norðurlandamótinu í ágúst en ég var þriðja þar í fyrra, ég hlakka bara til og mig langar bara að vinna, stefni að því. Mig langar líka að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004," sagði Silja. ^ Dagsformið Einar Karl Hjartarson er að sögn Vésteins Hafsteinssonar einn besti ung- lingahá- stökkvari Evr- ópu um þessar mundir. „Formið erjínt. Ég stefni á lágmark á HM en maður getur náttúrlega ekki lofað því, það fer eftir því hvort ég kemst upp í þessa hæð. Það kemur þegar það á að koma. Þetta fer rosalega eft- ir dagsforminu. Einn daginn get- ur maður verið í algjöru klikki en daginn eftir getur maður ver- ið að gera snilldarhluti. Ég stefni á sigur á Evrópumeistaramóti unglinga í Riga. -ÍBE Meistaramótið í f rjálsum íþróttum i ¦ - Vala Flosadóttir úr ÍR verður mefl á meistaramótinu um helgina en margír frjálsíþróttamenn og konur eru fjarrverandi vegna meiðsla. H Fimm a Fimm frjálsíþróttamenn hafa náð lágmörkum fyrir HM sem haldið verður í Sevilla á Spáni i ágúst en þeir eru Jón Arnar Magnússon tug- þrautarkappi, Martha Ernstsdóttir langhlaupari, Guðrún Arnardóttir grindahlaupari, Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir stanga- stökkvarar. Að auki á Einar Karl Hjartarson hástökkvari enn góða möguleika á að ná lágmörkum fyrir mótið, en til þess þarf hann að bæta sig um þrjá sentímetra. Evrópumeistaramót 22 ára og yngri verður haldið i Gautaborg 29. júlí til 1. ágúst og fyrir það hafa þrír keppendur náð lágmörkum en það eru þau Vala, Þórey Edda og Sveinn Margeirsson langhlaupari. Evrópumeistaramót unglinga, 19 ára og yngri, verður síðan haldið í Riga í Lettlandi og fyrir það hafa fjögur íslensk ungmenni náð lágmörk- um. Það eru þau Einar Karl, Silja Ólafsdóttir spretthlaupari, Björn Þor- steinsson kringlukastari og Oðinn Björn Þorsteinsson spjótkastari. -ÍBE X y' Y\ y' 24,7. Motocross kl. 14 við SandSkeið 25.7. Rallícross kl. 14 við Krýsuvíkurveg S^urt f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.