Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 13"V Íftlönd stuttar fréttir Misheppnuð geimganga Geimganga tveggja rússneskra geimfara við Mírgeimstöðina mistókst i gær. Ætlun geimfaranna var að komast fyrir leka í stöðinni. Líf eftir Jeltsín Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagðist í gær fagna fyrir- hugaðri ráð- stefnu sem ber heitið „Rúss- land eftir Jeltsín." Hann sagði ráðstefhu sem þessa hið þarfasta mál, enda yrðu menn í lok aldar að hafa yfirsýn yfir þann árangur sem hefði * náðst í þjóðfélagsmálum en ekki | síst átta sig á því sem betur mætti fara. Ráðstefnan verður j haldin í Moskvu á næstunni. Skógareldar í Frakklandi Um tólf hundruð sjálfboðaliðar aðstoðuðu slökkvilið við að ráða niðurlögum skógarelda sem geisuðu í fjallshlíðum, skammt I frá bænum Saint-Remy í suður- hluta Frakklands í gær. Eldarnir höfðu þegar eyðilagt um 2400 j hektara lands. Franska lögreglan rannsakar nú upptök eldsins en grunur leikur á að um ikveikju | sé að ræða. Stálu skóm á hægri fót Þeir voru seinheppnir þjófam- ir í Kolumbíu sem brutust inn í skóverslun nýlega. Það sem þeir höfðu upp úr krafsinu voru 756 skór sem allir eru á hægri fót. Tsjernobyl verði lokað Finnski forsætisráðherrann, Paavo Lipponen, kvaðst í gær bjartsýnn á að Úkraína myndi njóta alþjóðlegr- ar aðstoðar við að reisa ný raf- orkuver gegn því að kjarnorkuver- inu Tsjernobyl yrði lokað. Hann kvaðst vongóður um að Evrópu- bankinn kæmi til hjálpar. Full- trúar G7-ríkjanna hafa frestað ákvörðun um aöstoð fram í sept- ember. Falun Gong vilja viðræður Leiðtogi dulspekihreyfingar- innar Falun Gong í Kína hefur óskað eftir viðræðum við stjórn- völd. í gær var starfsemi hreyf- ingarinnar bönnuð. Leiðtogi Falun Gong segir hreyfinguna ekki andsnúna stjórnvöldum þótt liðsmenn hennar hafi mótmælt ítrekuðum ofsóknum stjómvalda á hendur sér. Fyrrum nunna í fangelsi Fyrrum nunna í reglu hinna miskunnsömu systra var í vik- unni dæmd til lífstíðarfangavist- ar. Nunnan aðstoöaði nauðgara við að koma fram vilja sínum við 10 ára gamla telpu fyrir áratug. Vilja lægja öldurnar Taívönsk stjórnvöld full- vissuðu sendiboða Bandaríkja- stjórnar, Ric- hard Bush, um að þau hefðu ekki í hyggju að stofna til sjálfstæðs ríkis og aldrei hefði staðið til aö styggja Kín- verja meö þeim hætti sem orð Lee forseta gerðu þegar hann tal- aði um skiptingu Kína í tvö ríki. Bush dvelur í Taívan i umboði Clintons forseta og er ætlað að gera Taívönum ljóst að Banda- ríkjamenn líta upphlaup sem þetta alvarlegum augum. 75 þúsund án heimilis Enn skekja mikil flóð mannlíf í Bangiadesh og nú em 75 þúsund manns búnir að missa heimili sín í náttúruhamförunum. Andstæðingar Milosevics baráttuglaðir: Boða linnulausar mótmælaaðgerðir Serbneskir stjómar- andstöðuflokkar hvöttu vestræn ríki í gær til að veita fjárstyrki til efl- ingar mótmælaherferða þeirra á hendur Slobod- an Milosevic. Boðaðar em linnulausar mót- mælaaðgerðir fram eftir haustinu. „Við höfum komið okkur saman um að samhæfa mótmælaað- gerðir um landið alit. Við höfum fulla trú á því að baráttan muni leiða til þess að Slobod- an Milosevic segi af sér, ekki síðar en í haust,“ sagði Nenad Canak, for- maður þingflokks sósíaldemókrata í Serbíu, á blaða- mannafundi í gær. „Ef Milosevic heldur völdum áfram stendur hann uppi með pálmann í hönd- unum og tilraunir okkar til stjómar- skipta verða marklausar. Sá sem getur fært al- menningi mat og rafmagn í nóvem- Vuk Obradovic, leiðtogi ber, hann mun sósíaldemókrata, boðar stjórna Serbíu. hertar mótmælaaðgerðir í Það verður að Serbfu. vera einhver ann- ar en Milosevic,“ sagði Canak jafn- framt. Að sögn Vuk Obradovics, for- manns sósíaldemókrataflokksins, verða tveir til þrír mótmælafundir skipulagðir vikulega. Þeir munu færast smátt og smátt nær Belgrad og verður haldið úti svo lengi sem Milosevic stjómar landinu. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til að velta Milosevic úr sessi hafa verið máttlitléir hingað til vegna innbyrðis ágreinings. Obradovic segir að tekið hafi verið á þeim mál- um og nú hyggist menn vinna sam- an að því að koma nýrri stjóm á. Óljóst er hver verður leiðtogi þeirr- ar stjómar en Obradovic kveður Dragoslav Avramovic líklegan til forystu. Ahmed Ibrahem brúðgumi stenst ekki mátið og gægist undir andlitsblæju brúðar sinnar á meðan á giftingarathöfn þeirra stendur í Al-ltahed-skólanum í Amman í Jórdaníu í gær. Níutíu og sex pör giftu sig í einni og sömu athöfninni sem var skipulögð af múslímskum góðgerðarsamtökum sem hafa það að markmiði að yfirstíga fjárhagslegar og félagslegar hindranir þegar kemur að því að fólk velji sér maka. Símamynd Reuter Friðsamleg mót- mæli I Pristínu Rúmlega tvö þúsund Kosovo-Al- banar efndu til þögulla mótmæla í borginni Pristinu i gær. Fólkið var að mótmæla því að ástvinir þess eru enn í fangelsum í Serbíu, þrátt fyrir að stríðinu sé lokið. Alþjóðanefnd Rauða krossins áætlar að ekki færri en tvö þúsund Kosovo-Albanar séu enn í fangels- um i Serbíu. Margir báru kröfuspjöld með hvatningarópum á borð við: Látið ástvini okkar lausa, bregðist við í dag, á morgun gæti það verið of seint. Danskir fangar krefjast betri aðbúnaðar Dómarinn Níels Johan Peter- sen í Danmörku kvað klóra sér í höfðinu þessa dagana. Honum barst nefnilega nýverið listi frá dönskum föngum þar sem þeir fara mikinn í kröfum sínum. Þeir heimta glugga sem gott er að horfa út um, hnefaleikahring, líkamsræktaraðstöðu, badminton- völl, kæliskáp með 20 stunda að- gangi á sólarhring og margt fleira. Lögfræðingur fanganna segir kröfurnar hógværar en hann reikni ekki með að fá þær allar uppfylltar. Minningarathöfn um Kennedy og Bessette: Clinton færði Ted Kennedy albúm Fjölskylda og vinir Johns F. Kennedys og Carolyn Bessette komu saman til minningarathafnar í New York í gær. Forsetahjónin, BUl og Hillary Clinton, voru við- stödd ásamt dóttur sinni Chelsea. Um 315 manns var boðið til guðs- þjónustunnar sem var haldin í kirkju heilags Tómasar More en þar sótti Jackie Kennedy Onassis guðs- þjónustur. Séra Charles O'Byme, góðvinur Kennedy-fjölskyldunnar, annaðist minningarathöfnina og Ted Kenn- edy, föðurbróðir Johns F., flutti minningarorð um hina látnu. Lauren Bessette verður minnst í Greenwich í Connecticut í kvöld. Bill Clinton kom með mynda- albúm til athafnarinnar en hann hafði safnað saman ljósmyndum frá heimsóknum Johns F. og Carolyn í Hvíta húsið. Clinton færði Ted Kennedy, Caroline Kennedy- Schlossberg og Bessette-fjölskyld- unni hverju sitt albúmið. Fjölmiölum var haldið í fjarlægð frá kirkjunni og urðu gestir að framvísa boðskortum við inngang- inn. Kirkjan var skreytt hvítum Bill Clinton og Hillary Clinton við komuna til New York. blómum en blómvendir sem al- menningur lagði fyrir utan kirkj- una voru fjarlægðir af öryggisá- stæðum. MikiU viöbúnaður var við kirkjuna, þyrlur flugu yfir og greina mátti lögreglumenn á húsþökum í nágrenninu. Kynlífshneyksli veldur óróa meðal ítala Brasilísk kona, Lazara Souza | De Morais, hefur verið ákærð á | Ítalíu fvrir að hafa útvegað þekktum knattspyrnuköppum, j kaupsýslumönnum, leikurum j og öðrum viðskiptavinum vændiskonur og fikniefni. j Knattspymhetjan Ronaldo, sem 3 er liösmaöur í ítalska liðinu Inter, vísar á bug að hann sé viðriðinn mál- ið. Samkvæmt ' fréttum ítal- skra ijölmiðla ’ var nafn Ron- j aldos í heimilisfangabók De < Morais. Mynd af honum var meðcd þeirra 36 mynda af við- skiptavinum hennar sem lög- | reglan fann. „Það eru teknar S myndir af mér með þúsundum manna á hverjum degi. Það er j einnig auðvelt að nálgast síma- númerið mitt. Það hefur meira j að segja birst í ítölsku blaði,“ j sagði Ronaldo. Mikið magn PCB í belgísku svínakjöti Eitrið PCB hefur fundist í svínakjöti frá um 70 svínabúum í í Belgíu, að því er belgíska blað- j ið De Morgen upplýsti i gær. j Þar með skekur nú nýtt eitur- hneyksli belgíska landbúnað- , inn. Samkvæmt De Morgen var um 50 sinnum meira magn af j PCB í svínakjötinu en leyfilegt j er. PCB er talið geta valdið krabbameini. Félagsmálaráðherra Belgíu, j Magda Alvoet, sagði ástandið mjög alvarlegt. Hún greindi frá því i útvarpsviðtali í gær að j sölubann heföi verið sett á mörg svínabúanna. Jaak Gabriels, landbúnaðarráðherra Belgíu, sagði að svo gæti farið j að mörg hundruð svínabú bætt- j ust á listann yfir þau 800 sem j bannað var að selja afurðir vegna díoxín-hneykslisins. Ekki var í ljóst i gær hvaðan eitrið gæti hafa komið. Svína- j ræktendurnir hafa ekki keypt fóður frá þeim fyrirtækjum sem | áttu hlut að máli þegar díoxín j fannst í fóðrinu. Þjófóttir lög- reglumenn Lögreglan I Stokkhólmi hefur j haft í nógu að snúast að undan- j förnu við að handtaka kollega j sína fyrir búöahnupl. Mikill fjöldi lögreglumanna s dvelur nú í Stokkhóhni vegna í alþjóðlegrar íþróttakeppni lög- ! reglufélaga. Fyrr í vikunni urðu tveir rússneskir lögreglu- j menn uppvísir að þjófnaði í 1 stórmarkaöi og í gær var ind- | verskur lögregluþjónn gripinn glóðvolgur þar sem hann var að stinga inn á sig seðlaveski og j filófaxi í verslun. Lögreglu- j mönnunum hefur verið gert aö !: greiða fyrir góssið og borga að ( auki 10 þúsund krónur í sekt. Hákarl geymdi hring í 30 ár Hann var ekki auðmeltur, hringurinn sem Janice Lewis týndi á New Smyma ströndinni í Flórída fyrir 30 árum. Hann fannst nefnilega nýlega í maga hákarls sem var veiddur við ströndina. Nafn Janice var greypt í hringinn og eftir langa mæðu tókst veiðimanninum að hafa upp á eigandanum. Hún varð yfir sig glöð, sagðist hafa gifst piltinum sem gaf henni hringinn og hjónabandið hefði verið farsælt. Hringnum hafði hún aldrei gleymt en var hins vegar löngu búin að afskrifa að hann fyndist nokkru sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.