Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Jj"V 8 viðtal Eg byrjaði mjög ung í pólitík, ég var ekki nema 16 ára gömul. Ég hafði alltaf á til- finningunni að ég væri sjálfstæðismaður. Fólkið mitt hefur kosið út og suður en faðir minn er þó sjálfstæðismaður og ég hugsa að það hafi haft áhrif. Mér fannst ég eiga samleið með þessum flokki. Þegar maður hefur ákveðna lífssýn þá finnur maður með hverj- um maður á samleið án þess að maður viti mikið um hugmynda- fræði,“ sagði Ásdís Halla Bragadótt- ir, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, og það er augljóst að hennar pólitiska hjarta fór snemma að slá. Ásdís hefur þrátt fyrir ungan ald- ur reynt margt í pólitíkinni og seg- ir það mjög spennandi að vinna fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var að- stoðarmaður menntamálaráðherra í síðustu ríkisstjóm en hætti því um áramótin þegar hún eignaðist ann- að barn sitt. Fyrir á hún níu ára gamlan dreng. Ásdís er að segja skilið við ís- lenska pólitík um stundarsakir þar sem hún er að fara í mastersnám í Harvard en hún stjórnmálafræðing- ur að mennt. Eiginmaður hennar, Aðalsteinn Jónasson lögfræðingur, og börn fara með en Aðalsteinn ætl- ar að taka mastersgráðu í lögum við sama skóla. Finnst þér ekki sem þú sért að brenna brýr að baki þér með því að fara út núna þegar framtíð þín í pólitik er svo björt? „Alls ekki, ég hef aldrei litið á pólitík sem ævistarf. Stjórnunar- störf á öðrum sviðum en pólitík heilla og ég er að reyna að slíta mig frá pólitíkinni. Pólitíkin er samt sem áður sterk baktería og ég er ekki viss um að það takist.“ Ásdís var með í því að stofna Sjálfstæðar konur á sínum tíma en það starf hefur skilað miklum árangri, ekki síst með því að breyta viðhorfi inn- an flokksins til mikilvægra mála. Hvernig urðu Sjálfstæðar konur til? „Sjálfstæðar konur urðu til fyrir 5 árum. Okkur fannst umhverfið í ungliðastarfinu ekki heillandi, það voru meira og minna slaufustrákar sem töluðu stundum um hluti sem við höfðum ekki jafnmikinn áhuga á og þeir. í stað þess að draga okkur út út starfmu ákváðum við að gera eitthvað. Við vildum breyta jafnrétt- ismálum innan flokksins þannig að þau væru ekki samofin fjölskyldu- málum heldur tengd öllum mála- flokkum. Við vildum haga málum þannig að þau settu mark á stefnu flokksins yfirhöfuð. Starfið skilaði miklu og meðal annars þvi að nú eru konur í fleiri embættum innan flokksins en áður. Auðvitað truflaði þetta einhverja af strákunum, þeir litu sumir þannig á að nú væri kom- in ný samkeppni. Við stríddum þeim og notuð- um aðferðir sem þeir þekktu ekki, héldum t.d. kaffihúsafundi bara inni í Valhöll. Við bjuggum til sterkt bakland og margar af þessum konum eru nú í trúnaðarstöðum. Nú viljum við sem eldri erum fá nýtt blóð í starflð og biðlum til ungra kvenna. Við viljum að endurnýjunin haldi áfram.“ Karlavígin falla Mikið hefur verið hamrað á því, bæði utan Sjálfstæðisflokksins og innan, að konur eigi erfitt uppdráttar í flokkn- um og jafnvel að hann sé fjandsamlegur í garð kvenna. Finnst þér það rétt? „Þeir sem tala þannig þekkja ekki nógu vel til. Konur eru miklu fleiri en áður í flokknum og það féllu mörg karla- vígi á síðasta kjörtíma- bili. Ég nefni sem dæmi að kona leiddi í fyrsta skipti framboðslista á landsvisu núna. Á síðasta kjörtímabili urðu konur formenn SUS, Heimdallar Ásdís Halla Bragadóttir lætur af formennsku SUS í haust þegar hún fer ásamt eiginmanni sínum og börnum til Bandaríkjanna. Þau hjón eru á leið í fram- haldsnám í Harvard. DV-mynd Hilmar Þór. Ásdís Halla, formaður SUS: Bróðir minn lést af völdum fíkniefna - fíkill er ekki frjáls og þingflokksins og í fimm manna framkvæmdastjórn flokksins eru þrjár konur. Það er mjög margt eft- ir enn þá en ég hef engar áhyggjur, þvert á móti. ímyndin hefur verið sú að m vinstriflokkarnir vinni eingöngu í jafnréttismálum, að það séu vinstri- flokkamir sem hafl tekið jafnréttis- baráttuna upp. Það er rangt. Á síð- asta kjörtímabili var það t.d. ríkis- stjórnin undir forystu Sjálfstæðis- flokksins sem ákvað að feður fengju 2 vikna fæð- ingarorlof. Það var í kosningayfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins að konur og karlar skyldu hafa jafnan rétt til þess að taka fæðingarorlof og það er hún sem ríkis- stjórnin verður að vinna eftir. Þetta finnst mér vera rosalegur sigur fyr- ir jafnréttisbaráttuna og málefnalega stærsti sig- urinn i langan tíma.“ Eru jafnréttismálin þá þinn uppáhaldsmála- flokkur? „Mér finnst erfitt að nefna einhvem einn málaflokk frekar en annan en ég hef mikinn áhuga á efnahagsmálum og er að fara í nám þar sem þau munu skipta miklu máli. í mínum huga veltur allt á þeim og þannig er lág skatt- lagning mér hjartans mál. Ef við höfum ekki fjármagn til ráðstöfunar, ef ríkið tekur allt af okk- ur í skatta, þá höfum við ekkert frelsi til þess að ákveða hvemig við vilj- um lifa lífinu. Við höfum ekkert val. Þó að jafn- réttismálin standi mér næst sem stendur þá er það frekar vegna þess að þau hafa verið vanrækt frekar en að þau séu mér kærari en önnur. Öðrum mál- um hefur verið betur sinnt. Mennta- mál em mér mjög kær og auk þess hef ég mikinn áhuga á fíkniefnafor- vörnum og þær skipta mig miklu.“ Bróðirinn lást eftir eiturlyfjanotkun Þú talar um forvamir, ertu þá ósammála frelsisherferð nokkurra ungra sjálfstæðismanna fyrir lög- leiðingu eiturlyfja? „Þetta mál er ofsalega persónulegt fyrir mig. Af- staða mín í þessu máli er kannski frekar tilfinningaleg en hugmynda- fræðileg. Ég hef mikinn áhuga á for- vörnum og hef haft lengi. Bróðir minn dó eftir að hafa tekið inn of stóran skammt. Forvarnarstarf á ís- landi finnst mér vera í tómu rugli og það vantar margt, t.d. samræm- ingu á milli ráðuneyta. Ég ólst upp með þessum flkniefnavanda alveg frá því að ég man eftir mér. Þegar ungir krakkar byrja í fíkniefna- neyslu þá er ekki hægt að tala um frelsi einstaklinganna. Oftast nær era þetta krakkar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera og því síður um afleiðingarnar. Þegar þeir era á kafi í dópi þá er ekkert frelsi eftir. Ef markmiðið með þessu tali væri að draga úr fíkniefnaneyslu, ef menn væru að segja að þeir vildu lögleiða fikniefni til þess að draga úr flkniefnaneyslu þá væri ég tilbú- in að velta þessu fyrir mér. Frjáls- hyggja sem gengur svona langt er ekki mér að skapi. Strákamir sem tala um þessi mál hafa aldrei fylgt neinum nánum nær dauða en lífi í sjúkrabíl. Frelsið á ekki við hér því þessir einstaklingar eru einfaldlega ekki frjálsir. Það er mikilvægt að heimfæra ekki þessar hugmyndir upp á alla unga sjálfstæðismenn því ég myndi segja að mjög stór meiri- hluti sé á móti þessu.“ Draumar formannsins En hverjir eru þínir draumar, hvert stefnir þú í lifinu? „ Ef þú ert að spyrja um Sjálfstæðisflokkinn þá vil ég að hann sé áfram víðsýnn, framsækinn og umburðarlyndur flokkur sem rúmar margar skoðan- ir en ekki öfgar. Frjálshyggja sem mannúðarstefna, það er hugmynda- fræði sem ég skrifa undir.“ En nú er talað um þig sem björt- ustu von ungra sjálfstæðisimanna, hverfur þú endanlega af sjónarsvið- inu þegar þú ferð til Bandaríkjanna í haust? „Mig langar ekki i pólitík í dag en ég veit ekki hvað verður eft- ir nokkur ár. Ég vil hafa svigrúm til þess að geta skipt um skoðun. Ég vil ekki fara í pólitík á þeim forsendum að það sé út af einhverjum stóli eða embættum. Ef ég fer þá ég vil gera það af ástríðu og ég vil aldrei líta á pólítík sem eitthvert brauðstrit bara til þess að fá launatékka. Ég fer í pólítík ef ég tel mig eiga erindi en ef mér flnnst að pólitíkin þróist þannig að það sé ekki þörf fyrir mig eða að ég geti ekki haft nein áhrif þá vil ég bara hafa mitt að segja ein- hvers staðar annars staðar. Mig langar að hafa áhrif en það era margar leiðir til þess.“ -þor Pólitíkin sterk baktería
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.