Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 15 Óhamingja grillmeistara Það setur punktinn yfir góðan sumardag að kaupa úrvalsmat og skella á útigrillið. Grillmenning hefur magnast hérlendis undan- farin ár. Menn grilla, hvort sem er heima við hús, í sumarbústöð- um eða á ferðalögum. Þótt sumar- ið sé aðalgrilltíminn færist það í vöxt að grilla úti allt árið. Samt er ólíkt skemmtilegra að grilla í góð- viðri á sumarkvöldi en í norðan- garði og frosti að vetri. Einn kældur eða tveir Kolagrill eru sígild en þau hafa mörg hver vikið fyrir gasgrillum enda fljótlegra að grilla á gasinu. Það er varla hægt að eiga við kol- in nema fólk sé í sumarfríi og hafi nægan tíma til að dunda sér við matreiðsluna. Á heit- um sumardögum eiga grill- meistarar líka til að fá sér einn kældan og jafn- vel tvo. Það fer allt eft- ir því hvað grilla skal. Grillmeistari getur tæplega varið meira en einn kaldan ef grilla á pylsur eða hamborgara. Það tek- ur örskamma stund að grilla þá rétti. Sé meira haft við er auðvelt að réttlæta tvo, til dæmis ef baka skal kartöflur eða kornstöngla. Það tekur nokkum tima að koma þeim í meltingarhæft form. natni við grillunina og stöðugt eft- irlit. Ella getur illa farið. Einkum þarf að gæta að því að eldur blossi ekki upp. Láti menn eftir sér kæruleysi og líti af griilinu er eins líklegt að þeir komi að kola- molum einum. Þá má ekki gleyma því að svalandi drykkur grillarans freist- ar. Þær lystisemdir veitast síð- ur við hefðbundna mat- reiðslu. Grillari getur líka varið sig að málsverði loknum þegar kemur að uppþvotti og frágangi. Þá má bera við mikilli þreytu og langstöðu við grillið. Hvíld sé því óhjákvæmi- leg. svo langt í lýsingum sínum að halda því fram fólki væri beinlín- is hætta búin við neyslu vörunn- ar. Til sönnunar þessu var vitnað í skýrslu embættisins um ástand á stærsta kjúklingabúi landsins. Þar sagði að á nefndu búi væru dragúldnir haugar af hænu- og kjúklingahræjum, morandi í hvít- um ormalirfum. kjúklingur Pistilskrifar- inn er hraust- ur í maga og ekki teljandi klígjugjarnt en þama lá við að hann bugaðist. Hræin voru að sönnu ekki ætluð til neyslu en þau voru á stað þar sem viðkvæm matvælafram- leiðsla fer fram. Það voru fleiri í stellingum en sunnlenska heil- brigðiseftirlitið. Svo var gengið fram af Hollustuvemd ríkisins og Landlæknisembættinu að þau auglýstu saman viðvörun til neytenda með mynd af skelfi- lega bláum kjúklingi. Þar ':om fram að hundruð Is- lendinga smituðust í síð- asta mánuði af bakter- Laugardagspistill Jónas Haraldsson íu nokkurri, kampýlóbakter. Bakteríuna er að finna í hráu kjöti, einkum kjúklingum. Blóðugur niðurgangur Grillmeistarann setti hljóðan. Hann minntist lýsingar heilsu- gæslulæknis í viðtali við DV í síð- asta mánuði. Þar kom fram að Eilíf fiktnáttúra Það er löng hefð fyrir þvi að konur sinni fremur matargerð og matreiðslu en karlar. Kynjaskipting hefur að vísu jafnast nokkuð seinni ár en enn eru karlar þar eftir- bátar kvenna. Þessu er hins vegar öfugt farið þegar kemur að eldamennsku á útigrilli. Þá vakna karlarnir til lífsins og elda möglunarlaust. Þeim finnst jafnvel gaman að kúnstinni. Rannsóknir liggja ekki fyrir á þessari sérkennilegu hegðun karl- anna. Það kann þó að vera að það sé hinn opni eldur sem freistar. Innra með sér eru þeir og verða drengir. Það er alkunna að strák- ar hafa gaman af því að fikta með eld. Þarna kann að leynast hluti skýringarinnar. Önnur ástæða þess að fullorðnir karlmenn sæk- ist í matseld skýrist hugsanlega af fyrrgreindum köldum drykkjum meðfram glóðarsteikingunni. Margþætt kúnst Það er nefnilega viss athöfn að grilla, kveikja eldinn og setja kjöt, físk, kartöflur, grænmeti og ann- að bragðgott á heita teinana. Þessi kúnst er margþætt. í fyrsta lagi er það hljóðið sem heyrist þegar kjöt eða annað snertir teinana. Það lætur vel í eyra og er fyrsti boð- beri væntanlegrar máltíðar. Þá er það ilmurinn sem fljótlega finnst. Hann hefur áhrif á ýmsa kirtla líkamans. Loks er það liturinn, t.d. þegar kjöt brúnast. Þessi mat- reiðsluaðferð hefur því áhrif á öll skilningarvit mannsins. Pistilskrifari getur ekki hrósað sér af dugnaði í eldhúsi en er, merkilegt nokk, bærilegur grill- ari. Þá list hef ég stundað árum saman, hvort sem er í bæ eða sveit og á öllum árstímum. Konan er mér fremri í allri matargerð nema þessari. Það þarf ákveðna Það á við um skrifarann, líkt og aðra grillmeistara, að hann vill bjóða sínu fólki það besta sem völ er á, heil- næma og bragðgóða fæðu. Fréttir í gær og fyrradag komu því sem reiðarslag fyrir hann og aðra í þessari merkilegu starfsstétt. Hluti grillkjötsins, kjúklingakjöt- ið sem vinsælt er af mörgum, fékk falleinkunn og jafnvel meira en það. Framkvæmdastjóri heilbrigð- iseftirlitsins á Suðurlandi gekk metQöldi hefði sýkst af völdum þessarar bakteríu og fólk orðið „hundveikt" eins og það var orð- að. „Þetta byrjar oftast með maga- verkjum og jafnvel ógleði og upp- köstum,“ sagði læknirinn. „Það getur fylgt þessu misjafnlega hár hiti og jafnvel blóðugur niður- gangur.“ Sumargleðin hvarf úr grillaran- um. Sóðar gerðu í einu vetfangi kúnst hans að engu. Þeir sem áttu að stoppa sóðaskapinn höfðu einnig sofið á verðinum. Allt þetta gerðist á tveimur dögum í júlí, besta mánuði ársins, þegar allir eru að grilla. Hver vill bjóða sínu fólki fæðu sem hugsanlega veldur innantökum og blóðugum niður- gangi? Ábyrgð lýst á hendur sóúum Vera kann að listgrein grill- meistarans eigi sér viðreisnar von eftir skandalann en það tekur tíma. Sumarskaðinn er skeður. Hætt er við að grill margra muni rykfalla á næstunni. Þótt það sé ekki eins sexí þá virðist það ör- uggara að fá sér soðna ýsu eða fiskbollur úr dós. Maður fær sér trauðla einn kaldan með þeirri matargerð og vörnin er engin þeg- ar kemur að uppvaskinu. Ástandið kemur því hart niður á þeim sem fátt kunna og státa ekki af mörgu, kannski aðeins því að geta grillað þokka- lega við kjörað- stæður. Hvers eiga þeir að gjalda? Ábyrgð á óham- ingju grill- meistara, siðsumars á þessu drottins ári, er því lýst á hendur þeim sóðum sem rækta hvítar ormalirfur án þess að mark- aðurinn hafi beðið um það sérstaklega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.