Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 20
20 kamál LAUGARDAGUR 17. JULI 1999 Hún fékk hnífinn í bakið „Hún vinkona mín hefur verið myrt. Það var maður sem gerði það... hann hrinti mér og barn- inu..!“ Þetta sagöi konan sem hringdi í neyðarþjónustuna í Manchester á Englandi þann 17. apríl í fyrra. Þegar lögreglan kom á heimilið í Warrington kom það að Kathryn Linaker, þrjátiu og þriggja ára skólastjóra, látinni á eldhúsgólf- inu. Hún hafði verið stungin einu sinni i bakið og tvívegis í kviðinn. Vinkona hennar, Jenny Cupit, tuttugu og fimm ára, stóð með fjög- urra mánaða gamalt barn Kathryn í fanginu en nokkrum augnablik- um síðar leið yfir hana. Blóð rann úr sári á hægri hönd Jennyar. Frásögnin Þegar Jenny komst aftur til meðvitundar skýrði hún svo frá að þær Jenny hefðu setið í eldhúsinu þegar maður sem hefði verið klæddur eins og rokktónlistarmað- ur hefði ruðst inn í húsið. Til handalögmála hefði komið og skyndilega hefði hann tekið fram hníf og stungið Kathryn í bakið. Hnífnum hefði verið beitt af svo miklu afli að blaðið hefði brotnað. Jenny sagðist þá hafa reynt að koma vinkonu sinni til hjálpar en þá hefði maðurinn tekið annan hnif úr eldhússkúffu og skorið hana í höndina. Síðan hefði hann hrint sér inn í næsta herbergi. Þaðan hefði hún svo getað heyrt Kathryn æpa þegar maðurinn stakk hana tvivegis í kviðinn. Meðan þetta hefði gerst hefði ungabarn Kathrynar setið í stól rétt hjá. Jenny, sem var föl og virtist hafa orðið fyrir losti, var flutt á sjúkrahús þar sem henni skyldi veitt áfallahjálp. En eftir því sem lögregl- unni miðaði lengra í vett- vangsrann- sókn sinni virtist skýr- ingin sem Jenny gaf verða æ ótrú- verðugri. Eng- in spor var að sjá eftir að- komumann- inn. Hvergi fundust nein fingraför af honum og hvorki fund- ust af honum hár né trejfar úr fatnaði hans. hefði komist að ástasambandinu milli sín og manns hennar. Þær hefðu farið að rífast og loks hefði Kathryn ráðist gegn sér með hníf í hendi. Hún hefði þá gripið hníf úr eldhússkúffu. Átök hefðu hafist og þeim lokið með því að Kathryn hefði hrasað og þá hefði hnífurinn lent í baki hennar. Jenny sagði að þá hefði runnið á sig einhvers konar æði og hún hefði stung- ið Kathryn tvívegis í kviðinn. Grunur um annað og verra Rannsóknarlög- reglumenn áttu erfitt með að trúa skýringu Jennyar. Hvers vegna fór hún í stórmarkað og keypti hnif dag- inn fyrir morðið ef hún hafði ekki í hyggju að beita honum? Þá sýndu tæknilegar kannan- ir að Kathryn hefði ekki getað dottið á þann hátt sem Jenny hafði lýst og fengið við það hníf- inn i bakið. Hann hafði verið rekinn í bak hennar af miklu afli, svo miklu að hönd Jenny hafði að öll- Vísbend- ingar um annað Er hér var komið fór lögregluna að gruna aö Jenny hefði myrt Kathryn og sá grunur fékk byr undir báða vængi þegar tækni- menn fundu mörg ástarbréf frá Jenny til eiginmanns Kathrynar í skúffu á heimilinu. Hann, tölvu- fræðingurinn Chris Linaker, var þrjátíu og fjögurra ára og í bréfun- um kom fram að þau Jenny höfðu staðið í heitu ástarsambandi. Síð- asta bréfið var aðeins rúmlega vikugamalt. Rannsókn á högum Jennyar og ferðum hennar fyrir morðið leiddi í ljós að daginn fyrir það hafði hún keypt hníf í stórmarkaði. Benti margt til þess að það hefði verið sá hnífur sem brotnaði í bakinu á Kathryn. Þegar Jenny Culpit var tekin til yfirheyrslu á ný féll hún saman og viðurkenndi að hafði drepið um líkindum runnið fram af skeft- inu og á brotið hnífsblaðið svo hún hafði skorið sig. Jenny og maður hennar, Nick Cupit, höfðu kynnst Kathryn og Chris árið 1995. Öll höfðu þau starfað í áhugamannaleikhúsi í borginni sem sérhæfði sig í upp- færslu söngleikja og þótti gera það af fagmennsku. Jenny var aðal- leikkonan. Hún var ekki eins lag- leg og Kathryn en hafði til að bera kynþokka sem var stundum sagð- ur „geislandi" og hafði áhrif á flesta karlmenn. Hún var haldin sjúklegri athyglisýki og virtist hafa • óseðjandi kynlífslöngun. Fyrstu ár hjónbands hennar mun hún hafa reynt að bæla hana nið- ur, enda fæddi hún tvö böm á þeim tíma. / Astarcamhanrlirl hpÍQt saman og komu í gagnkvæmar heimsóknir. Dag einn í ársbyrjun 1997 hafði Chris komið til þess að ræða við Nick en Jenny reyndist þá vera ein heima. Án þess að segja nokkuð tók hún í hönd hans og leiddi hann upp á efri hæð hússins þar sem hún fékk hann í rúmið með sér. Tölvufræðingur- inn Chris Linaker mun ekki hafa sýnt neinn mótþróa. I hjónabandinu hafði Chris aðeins kynnst frekar fábrotnu kynlífi og hafði því ekkert á móti því að reyna eitthvað nýtt. Til þess fékk hann tækifæri með Jenny. Bældar hvatir hennar fengu nú útrás. Næstu fjórtán mánuði voru þau eins oft saman og þau gátu. Þau hittust heima hjá hvort öðru, í fatageymslu leik- hússins, úti í skógi, í bíl- um, á hótel- herbergjum og víðar. Þau tóku suma ástarleikina á myndband svo þau gætu horft á þá þegar þau hefðu ekki tækifæri til að hittast. Þrívegis fengu þau þriðju per- sónuna til ástarleikja, í eitt sinn eig- inmann Jennyar en í annað sinn var það mág- ur Chris. Grunur vaknar Kathryn hafði engan gerast. Hún var virtur aðstoðar- skólastjóri í barnaskóla og hafði skrifað nokkrar bækur um kennslu yngri barna. Það var fyrst voriö 1997, þegar hún var að því komin að eignast sitt fyrsta barn, að hún hafði orð á því við Chris að hann skyldi varast Jenny því sér sýndist að hún væri að reyna að leggja snörur sínar fyrir hann. Chris hló að þessum orðum konu sinnar og hélt áfram að hitta Jenny. Reyndar ákvað hann skömmu eftir þetta samtál að fá tvær konur í rúmið með sér og Jenny en ekkert varð úr því þar eð Kathryn fæddi sama kvöldið og sá ástarleikur átti að fara fram. Eftir að barnið fæddist fór Chris þó að fá samviskubit. Hann treysti sér að vísu ekki til að slíta sam- bandinu við Jenny en fækkaði fundum þeirra í tvo á mánuði. Jenny féll ekki þessi breyting. Hún stefndi að því að fá Chris í hjónaband með sér. Hún var reiðu- búin að yfirgefa mann sinn og börn og bað Chris hvað eftir ann- að að skilja við konu sína. Þar kom að hún virtist um lítið annað geta hugsaö og hringdi stundum hvað eftir annað til hans í vinn- una. Vildi fara úr landi Um ári áður en hér var komið hafði Jenny lent í umferðarslysi og fékk nú greiddar tryggingabæt- ur. Hún lagði til við Chris að þau færu saman til Kanada. Hún skyldi borga fargjaldið. Hann væri tölvufræðingur og gæti því fengið þar vinnu. Viðbrögð hans við því voru neikvæð en hann vildi samt ekki slíta sambandið við Jenny því hann elskaði hana og gæti ekki verið án hennar. 12. apríl 1998 voru Jenny og Nick viðstödd þegar dóttir Chris og Kathrynar var skírð. í veislunni var þess engin merki að sjá að nokkuð væri að. En innra ólgaði Jenny af afbrýðisemi. Gæti hún ekki fengið Chris skyldi engin kona njóta hans. Fjórum dögum síðar fór hún til matarinnkaupa í stórverslun og keypti þá hníf sem hún setti í tösku sína. Næsta dag ók hún heim til Kathryn, ákveðin í að myrða hana. Fyrir utan hnífinn tók hún með þunga flösku sem hún ætlaði slá hana með. Uggði ekki að sér Kathryn gerði sér enga grein fyrir því að hún væri í lífshættu þegar hún opnaði dyrnar fyrir vin- konu sinni. Og rétt á eftir sneri hún bakinu í hana og fór að sinna litlu dótturinni sem sat á stól frammi í eldhúsi og var farin að gráta. Þá fékk Jenny tækifæri til að hrinda áætlun sinni í fram- kvæmd. Hún tók hnífinn upp úr töskunni og rak hann í bak Kathrynar af öllum krafti. Blaðið brotnaði og hún skar sig í hönd- ina. En Kathryn féll á gólfið. Jenny sótti nú stóran eldhúshníf í eina af eldhússkúffunum en þegar hún beygði sig yfir vinkonu sína horfðust þær í augu. Báðar grétu. Svo stakk Jenny hana tvívegis í kviðinn. Málalok Jenny fór í gæsluvarðhald er ljóst varð aö upphafleg saga henn- ar var uppspuni. Þá þótti játning hennar ekki trúverðug að því leyti til að ekkert kom fram sem benti til þess að hún hefði stungið Kathryn í sjálfsvörn í fyrsta sinn- ið en síðan tvisvar í skyndibrjál- æði þannig að þá hefði hún ekki getað talist á ábyrg gerða sinna. Allt sem málinu tengdist var skýrt í réttinum og allt fram á síð- astá dag hélt Jenny sig við ofan- greinda skýringu en síðasta dag- inn breytti hún skyndilega fram- burði sínum. Þá játaði hún að hafa myrt Kathryn að yfirlögðu ráði. 2. febrúar í ár fékk Jenny Cupit lífstíðardóm en það táknar þó ekki að hún geti ekki fengið frelsið síðar. Málið fékk talsverða um- fjöllun enda þótti það á margan hátt dæmigert fyrir það sem gerst getur þegar einhver, maður eða kona, fær ofurást á maka annars. Slíkt hefur margsinnis leitt til voðaverka, enda er sem þráhyggj- an sem fylgir hinni forboðnu ást sé svo mikil að allt raunsæi víki. Og þá þarf stundum ekki að spyrja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.