Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 .. _ LAUGARDAGUR 24. JULI 1999 Trésmiðurinn á Óðali Grétar Berndsen festi kaup á Óðali við Austurvöll fyrir nokkrum mánuðum. Grétar er trésmiður og starfaði áður sjálf- stætt sem verktaki við viðhald gamalla húsa auk aimennra smíða. Hann er 26 ára. Sveitarstjórinn á Club 7 Óiafur Arnfjörð Guðmundsson á og rekur Ciub 7 við Hverfisgötu. Ólafur er 44 ára og var sveitar- stjóri í Vesturbyggð með aðsetur á Pat- reksfirði, auk þess sem hann var bæjar- ritari í Ólafsvík. Hann er Samvinnu- skólagenginn og hefur stundað sjómennsku. Kokkurinn á Maxim Ásgeir Davíðsson rak Hafnarkrána í Hafnarstræti áður en hann breytti staðn- um í Maxim. Ásgeir er 49 ára og hefur starf- að sem bryti og mat- sveinn hjá Landhelg- isgæslunni. Auk þess rak hann Næturgrillið Reykjavík um tíma og Skipperinn í Tryggvagötu. Framsóknarmaðurinn á Clinton Kristján Jósteinsson er 26 ára og starf- f aði við veitingastaði fjölskyldu sinnar áður en hann stofnaði Clinton í Fischer- sundi. Jósteinn faðir hans rekur LA Café og er einn helsti kosningasmali Fram- sóknarflokksins. Meðal föðurbræðra Kristjáns eru Guðmundur G. Þórar- insson, fyrrverandi alþingismaður og Ómar Kristjánsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Lögreglustjórasonurinn á Vegas Haraldur Böðvarsson er lögfræðingur og hefur rekið Vegas við Frakkastíg um árabil. Hann er sonur Böðv- ars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykja- vík. Haraldur er 39 ára. Fanginn á Þórscafé Óiafur Már Jóhannesson er rafvirki að mennt og hefur rekið Þórscafé við Brautarholt. Áður átti hann og rak mótor- hjólaverslunina Gull- sport í sömu götu, um 8 ára skeið. Ólaf- ur er 29 ára og situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við e-töflumálið sem upp kom og tengdist nokkrum nektardansmeyjum. Sendibílstjórinn á Bóhem Guðjón Rúnar Sverrisson er frumkvöðull nektarsýninga í Reykjavík og stofnaði Bóhem við Grensásveg fyrir fimm árum. Hann er 35 ára gamall fyrrum sendibílstjóri og hefur einnig lagt stund á innflutning á fatnaði frá Taílandi. Guðjón var einn þeirra sem stóðu að innflutningi á sviknum Levi’s-gallabuxum fyrir nokkrum árum og vakti þá þjóðarathygli. KAJítAÍÍ M£N Asgeir Davíðsson með stúlkunum sínum á Maxím: - Þurfti að finna sér kvöldskemmtun því gestirnir á Hafnarkránni drukku á daginn. „Ég er í forsvari fyrir félag sem á húsnæðið þar sem Þórskaffi er. Ég er ekki klámkóngur og vissulega er þetta neikvætt fyrir húsið og eign okkar ef satt er það sem sagt er um starfsem- ina þar,“ segir Róbert Árni. „Þetta er ekki ólíkt myndverki sem þú hengir upp á vegg og býöur til sölu Þórskafli á það sameiginlegt öllum hinum stöðunum sex að aðaltekjulind dansarana er kampavínssala og einka- dans í lokuðum básum. Stúlkurnar fá ekki föst laun og verða því að reiða sig á gjafmildi gestanna eða eins og lögreglustjórasonurinn í Vegas orðar það: „Tekjur stúlknanna byggjast á góðvild kúnnanna, hvað þeir eru til- búnir til að borga fyrir vöruna. Þetta er ekki ólíkt myndverki sem þú heng- ir upp á vegg og býður til sölu. Verð- ið getur rokkað til og frá. Stúlkurnar koma hingað sem listamenn og starfa sem verktakar hjá okkur. Þær greiða flugfargjöld sín sjálfar, húsaleigu og fæði. Þær eru nokkurs konar farrand- verkamenn," segir Haraldur í Vegas. Ásgeir Davíðsson, í Maxim í Hafnar- stræti, lýsir kjörum nektardansmeyj- anna svona: „Ef stúlkunum er boðið upp á kampavínsglas fá þær einn þriðja af verði glassins en það er selt á 1.500 krónur. Svo er það einkadansinn. Hjá mér kosta fimm mínúturnar þrjú þús- und krónur og af því fæ ég sjálfur þriðjung. Svo er það bara tippsið á sviðinu," segir Ásgeir í Maxím, þar sem áður var Hafnarkráin. „Ég fór út í þetta vegna þess að ég var að leita að starfsemi sem hægt var að reka á kvöldin. Það var kvartað yfir starf- semi Hafnarkrárinnar vegna þess að gestirnir sem sóttu þann stað drukku frekar um miðjan dag en á kvöldin. Ég datt niður á nektardansinn og kvarta ekki,“ segir Ásgeir í Maxím, sem áður var bryti hjá Landhelgis- gæslunni og einn fyrstur manna til að Erlendu nektardansmeyjarnar og... Klámkóngarnir g kýs að orða það sem svo að íslend- ingar séu að koma út úr skápnum á al- þjóðavísu. Þjóðin getur ekki til lengdar slegið hausnum við stein- inn og afneitað afþreyingarþjónustu eins og nektardansi í Reykjavík frekar en í London og Kaupmanna- höfn,“ segir Haraldur Böðvarsson í Vegas sem á hvað lengstan starfs- aldur þeirra sem reka nektardans- staði í Reykjavík. Haraldur er lög- fræðingur og sonur Böðvars Braga- sonar lögreglustjóra og hefur faðir hans þurft að liða svo undan hefur sviðið vegna starfsvettvangs sonar síns. Undir orð Haraldar tekur fyrr- verandi sveitarstjóri á Patreksfirði sem hefur haslað sér völl á nektar- sviðinu og kvartar ekki undan af- komunni þó nektardansstaðirnir séu orðnir sjö í Reykjavík: „Skýring mín á fjölda staðanna er einfaldlega sú að verið sé að svara eftirspurn sem alltaf var til staðar en menn höfðu ekki vit á að fullnægja," segir sveitarstjórinn fyrrverandi, Ólafur Arníjörð Guðmundsson, sem opnaði Club seven við Hverfisgötu á dögun- um og varð þar með sjöundi „klám- kóngurinn“ í Reykjavík. „Mér er al- veg sama þótt ég sé kallaður klám- kóngur. Danir gáfust upp á að skil- greina hugtakið klám um 1970 og þetta særir mig alls ekki,“ segir Ólafur Arnfjörð, sem mætir til vinnu sinnar klukkan níu á hverj- um morgni en lætur vera að sitja yfir nöktum stúlkum sínum á kvöld- in. Haraldur Böðvarsson í Vegas neitar því hins vegar alfarið að hann sé klámkóngur: „Ég held að ég sé færari en margir til að stjórna meðal- stórum fyrirtækjum eftir þá reynslu sem ég hef viðað að mér hér ...“ „Ég mótmæli því að ég sé klám- kóngur. Ég er aðeins starfsmaður fyrirtækis sem rekur Vegas og ég tel að það starf hafi alls ekki eyðilagt atvinnumöguleika mína í framtíð- inni nema síður sé. Ég held að ég sé færari en margir til að stjóma með- alstórum fyrirtækjum eftir þá reynslu sem ég hef viðað að mér hér tíg öll þau vandamál sem ég hef þurft að kljást við,“ segir Haraldur í Vegas sem hefur verið tiður gestur í flestum fjölmiðlum um árabil vegna alls kyns uppákoma; allt frá skatt- rannsóknum til mannsláta. Reyndar á Haraldur það sammerkt með öll- um hinum klámkóngunum að bera sig vel og kvarta ekki yfír afkom- unni, enda virðist vera eftir ein- hverju að slægjast eins og fram kom í hörkulegu uppgjöri hans og Guð- jóns Rúnars Sverrissonar þegar upp úr slitnaði í samstarfi þeirra við rekstur Bóhems við Grensásveg, sem var fyrsti nektardansstaðurinn í Reykjavík sem eitthvað kvað að. Upp úr því stofnaði Haraldur, ásamt öðrum, Vegas við Frakkastíg en Guðjón Rúnar sat áfram í Bóhem: „Ég hef heimsótt umba minn í Eistlandi og ég get fullyrt að hann er ekki hluti af rúss- nesku mafíunni." „Ég er frumkvöðullinn í þessum bransa og Haraldur byijaði að vinna hjá mér,“ segir Guðjón í Bóhem sem er fyrrverandi sendibUstjóri og hefur haldið út í fimm ár. „Núna er ég með 10 stúlkur, flestar frá austantjalds- löndunum og þær búa aUar saman í íbúð á minum vegum úti í bæ. Ég er í sambandi við góðan umboðsmann nektardansmeyja í Éistlandi og það er hann sem skaffar mér stúlkurnar," segir Guðjón, sem prýddi síður dag- blaðanna þegar hann flutti inn svikn- ar Levi’s-gallabuxur frá TaUandi fyrir nokkrum misserum. Sjálfur segist Guðjón tala af reynslu þegar hann mótmælir staðhæfingu eins þekktasta fíkniefnasala landsins sem hefur sagt að rússneska mafian standi að baki útflutningi á flestum nektardansmeyj- um frá austantjaldslöndunum og flkniefni og skítugir peningar fylgi með. „Ég hef heimsótt umba minn í Eistlandi og ég get staðhæft að hann er ekki hluti af rússnesku mafíunni. Þetta er huggulegasti maður sem berst ekki mikið á og ég veit reyndar að hann forðast rússnesku mafíuna frekar en hitt. Fíkniefni eru aUs stað- ar og þá líka á nektarstöðunum og það verður ekki hjá því komist að misjafn sauður slæðist inn í þessi viðskipti eins og nýleg dæmi sanna,“ segir Guð- jón, og er þá að vísa tU Ólafs Más Jó- hannessonar, sem rekið hefur Þórs- kaffl í Brautarholti. Ólafur Már situr enn í gæsluvarðhaldi í e-töflumálinu svonefnda sem kennt hefur verið við Þórskaffl og nektardansmeyjar þar. Áður en Ólafur Már hóf að reka nekt- ardanstaðinn í Brautarholti rak hann og átti mótorhjólaverslunina GuU- sport í sömu götu um átta ára skeið og er lýst sem svölum töffara sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann er rafvirki að mennt og Svandís, sambýl- iskona hans, er ein fárra íslenskra kvenna sem dansað hafa nektardans í atvinnuskyni í Reykjavík. Saman reka þau að auki verslunina 4-play við Hverfisgötu sem sérhæflr sig í kynferðislega örvandi undirfatnaði fyrir bæði kynin. Á meðan Ólafur Már situr í fangelsi sér Einar Ármann Harðarson um rekstur Þórskaffls: „Við erum yfirleitt með 10 stelpur í vinnu hjá okkur og seljum inn á 500 krónur en þá fylgir líka einn stór bjór með,“ segir Einar og neitar því ekki að eitthvað hafl dregið úr viðskiptun- um eftir að rekstrarstjórinn var settur bak við lás og slá. Eigandi húsnæðis- ins þar sem nektarstaðurinn Þórskaffi er rekinn er Róbert Árni Hreiðarson lögmaður og hann hefur áhyggjur af eign sinni: senda ham- borgara í heimahús á höfuðborgar- svæðinu að næturlagi gegn greiðslu. „Ég sendi stelp- urnar mína ekki út í bæ til að dansa. í samningum okkar er kveðið skýrt á um hvað má og má ekki. Ég vil ekki vændi og ég vil ekki flkniefni. Ég vil nektardans, kampavín og pen- inga,“ segir Ásgeir í Maxím. Hjá Guð- jóni í Bóhem við Grensásveg er aftur á móti hægt að panta sér stúlku heim: „Ég leigi stúlkur út í einkasam- kvæmi á 25 þúsund krónur fyrir hverjar tíu mínútur og þá fylgir dyra- vörður alltaf með,“ segir Guðjón í Bó- hem, sem eins og Ásgeir í Maxím sel- ur einkadans í lokuðum klefa á fimm þúsund krónur. „Það er þó algengara að við séum að taka flmmtán þúsund fyrir 20 mínútumar hér í Bóhem. „Varð að finna eitthvað sem sameinaði það að vera hljóð- látt og draga til sín fáa gesti“ í Clinton í Fischersundi ræður Kristján Jósteinsson ríkjum. Hann hefur átt hvað mest undir högg að sækja af klámkóngunum sjö að und- anfórnu, vegna mótmæla íbúa í Grjótaþorpi sem meðal annars stað- Haraldur Böðvarsson við súluna í Vegas sem er að verða einn frægasta súia í Reykjavík - að öndvegissúlum Ingólfs meðtöldum. DV-mynd E.ÓI. hæfa að gestir hans frói sér í húsa- görðum í hverflnu að loknum nekt- arsýningum. Kristján er alinn upp í veitingarekstri Jósteins Kristjáns- sonar, fóður sins í LA Café, sem einmitt er til húsa beint fyrir ofan Vegas við Frakkastíg. Kristján í Clinton er aðeins 26 ára og segist hafa hrakist út í nektardansinn af illri nauðsyn: „Ég byrjaði að reka stað fyrir ungt fólk hér í Fischersundi en vegna mótmæla frá nágrönnum vegna hávaða varð ég að flnna eitt- hvað sem sameinaði það að vera hljóðlátt og draga til sin fáa gesti. Niðurstaðan varð nektarklúbburinn Clinton en samt fæ ég ekki að vera í friði. Ég er með tólf til flmmtán stelpur sem ég verð að skipta út á 28 daga fresti vegna landvistarlaga og sel inn fyrir þúsund krónur. Svo er það vínsalan sem stendur undir rekstrinum," segir Kristján Jó- steinsson. Svipaða sögu hefur jafn- aldri Kristjáns, Grétar Bemdsen, að segja en hann hefur nýverið fest kaup á nektarstaðnum Óðali við Austurvöll. Staðinn keypti hann af Garðari Kjartanssyni, sem lengi var kenndur við Sportval, íþróttavöru- verslun sem hann rak ásamt fjöl- skyldu sinni. „Þær sækjast eftir að koma hingað og vilja helst ekki fara aftur“ „Óðal er komið í fastar skorður og stúlkurnar sem koma til okkar segja að aðstaðan hér sé með því besta sem þær þekkja. Þær sækjast eftir að koma hingað til lands og vilja helst ekki fara,“ segir Grétar sem hefur sér til aðstoðar enn einn „fréttamatinn" úr fjölmiðlunum, Vikar Arnórson í Eðalvínum. Vikar komst í fréttirnar þegar hann var tekinn, ásamt félaga sínum, með stera í Bandaríkjunum og kastað í fangelsi. Kvartaði hann sáran yfir vistinni þar eins og lesendur DV kynntust á sínum tíma. „Við erum í mjög góðum samböndum varðandi dansarana. Garðar skildi eftir sig gott bú og á því byggjum við,“ segir Grétar, sem er smiður og fékkst við viðhald gamalla húsa áður en hann sneri sér að rekstri Óðals. „Mig langaði bara að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Flóknara er það ekki.“ Á nektarstöðunum sjö í Reykja- vík starfa nú um eitt hundrað dans- arar öll kvöld vikunnar. Stúlkurnr setja ekki aðeins svip sinn á nætur- lífið heldur einnig bæjarbraginn um miðjan dag þegar þær spranga um í Nýkaupum með appelsínur og ban- ana, léttstígar og í öllu fasi ólikar reykvískum húsmæðrum. Þær eru einnig á Akureyri og væntanlegar til Keflavíkur. Yfirvöld hafa horn í síðu nektarstaðanna og al- mannarómur telur sig ekki ljúga upp á þá vændi og fíkniefnaverslun. Dagblaðið Dagur segir íslendinga vera orðna „hluthafa í sóðaskap" í leiðara og vitnar í Sameinuðu þjóð- irnar sem hafa reiknað út að hálf milljón kvenna í Evrópu sjái fyrir sér með nektardansi. Aðrir sakna þess að geta ekki fengið að horfa á fallegan, erótískan dans í huggulegu umhverfi, þangað sem hjón geta horfið, báðum aðilum til ánægju, örvunar og tilbreytingar. Ólafur Arnfjörð, fyrrum sveitarstjóri og eigandi Club seven, segir þó að hlut- fall kvenna meðal gesta sé stígandi: „í fyrstu voru þetta nær eingöngu karlmenn sem komu til okkar. Nú sýnast mér hlutföllin vera 80 pró- sent karlar, 20 prósent konur og konunum íjölgar stöðugt. „Borgarstjórinn í Reykjavík heldur að það gildi einhver önnur lög á Frakkastíg en f annars staðar í landinu" I Haraldur Böðvarsson í Vegas hef- ■ ur mestar áhyggjur af því að kerfið sé að bregða fæti fyrir atvinnugrein j sem starfi samkvæmt lögum og svo j sé komið í ofsóknum á hendur sér og fyrirtæki sínu að hann hafi þurft að ráða her lögmanna í vinnu til að bjarga þvi sem bjargað verður: „Borgarstjórinn í Reykjavík held- ur að það gildi einhver önnur lög á Frakkastíg en annars staðar í land- inu ef marka skal framkomu Ingi- bjargar Sólrúnar í garð okkar. Hún hefur reynt allt til að stöðva rekstur okkar þó það hafi ekki gengið enn. Ég veit hins vegar að ástæða of- sókna hennar á hendur okkar er einfaldlega sú að vinkona hennar bjó hér í húsinu þar sem við erum með Vegas og henni ætlaði hún að reyna að hjálpa. Borgarstjóranum í Reykjavík vil ég aftur á móti benda á að þriðja frægasta súla í Reykja- vík er einmitt til húsa í Vegas og sú súla fer bráðum að verða jafnfræg og öndvegissúlur Ingólfs," segir Haraldur Böðvarsson. -EIR •.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.