Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Hálendið heillar Dagana 7.-14. ágúst verður farin ferð á vegum Ferðafélags íslands sem nefnist Hálendið heillar. Þess- ar ferðir áttu að vera tvær en vegna mikillar eftirspumar hefur þessari aukaferð verið bætt við. Örfá sæti eru laus. Leiðin liggur um hálendið norðan Vatnajökuls. Meðal áfangastaða er Gæsavatna- Íheiði í Öskju, Herðubreiðarlindir og Kverkfjöll. Komið verður við í Dimmugljúfrum, Snæfelli og á Eyjabökkum en fararstjóri er Hjalti Kristgeirsson. Nánari upp- lýsingar og farmiðar fást á skrif- stofu Ferðafélagsins að Mörkinni 6. 15 mánaða hátíð hjá Disney World Forráðamenn Disney World í Flórida ætla að fagna árþúsunda- mótum i 15 mánuði, frá og með 1. október nk. Þá hefjast tvær sýn- ingar í garðinum. Önnur heit- ir „List- vefnaður þjóðanna" (Tapestry of Nations). Þar verða 120 litríkar leikbrúður, allt að 5,5 m háar og trommuleikarar þramma kringum Heimssýningarlónið (World Showcase Lagoon). Hin sýningin heitir „Uppljómun 2000“ (Ulu- mination 2000) og verða þar flug- eldar, leysigeislar, ljósasýningar og gosbrunnar í aðalhlutverki. Forráðamenn Disneygarðsins von- ast eftir að slá aðsóknarmet ársins 1997 þegar fagnað var 25 ára af- mæli skemmtigarðsins. Skegglaus og sköllóttur Jesús Breskur myndhöggvari hefur nú búið til höggmynd af Jesú sem er vægast sagt óvenjuleg. Högg- myndin er í fullri stærð og sýnir hann skegglausan og sköllóttan, með hend- ur bundnar fyrir aftan bak. Hún var sett upp á Trafalgar- torgi 1 London á miðviku- daginn og verður þar í sex mán- uðj eða þangað til hátíðahöld- um vegna árþúsundamótanna og ártíðar Krists lýkur. Myndhöggv- arinn, Mark Wallinger, segist vera á þeirri skoðun að ímynd Krists breytist í takt við tiðarandann. „Höfuð hans er rakað til að minna á helför gyðinga og þjáningar stríðsfanga um allan heim. Við erum sköpuð í Guðs mynd og Jesús er skapaður í okkar mynd,“ segir Wallinger. / Ars fangelsi vegna farsíma Breskur olíuverkamaður hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir að neita að slökkva á farsíma sín- um um borð í flugvél og skapa þannig hættuástand í vélinni. Flugvélin var á leið frá Madrid til Manchester og neitaði farþeginn ítrekað að slökkva á símanum. Dómarinn sagöi að farþeginn hefði gerst sekur um að virða að engu það hættuástand sem síminn skapaði og þessi hegðun hefði ver- ið „einstaklega heimskuleg og stjórnast af eigingjörnum hvöt- um.“ Útvarpsbylgjurnar frá sím- anum hefðu getað valdið spreng- ingu um borð eða ruglað stjóm- kerfi vélarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem nokkur hefur verið sak- sóttur af þessari ástæðu. íslendingar eru að uppgötva hvalaskoðunarferðir: Hver ferð er einstök Eitt af því sem heillar erlenda ferðamenn á íslandi eru þær hvala- skoðunarferðir sem við höfum upp á að bjóða. Þær eru mjög vinsælar meðal erlendra ferðamanna en af einhverjum ástæðum hafa þessar ferðir ekki enn öðlast almennar vin- sældir meðal íslendinga. Blaðamað- ur ákvað að komast að því hverju við værum aö missa af. Fjölbreytt dýralíf Helga Ingimundardóttir, eigandi Ferðaþjónustu Suðumesja, segir að ástæðan fyrir því að íslendingar þá en einnig bar súlur og lunda fyr- ir augu. Nokkur bresk börn um borð voru mjög áhugasöm um hval- ina. Með þeim í för var Andrew Payne og kona hans. Hvers vegna vora þau í hvalaskoðunarferð hér á íslandi? „Það er alltaf gaman að fara út í náttúruna og fylgjast með dýr- unum í sínu eðlilega umhverfi. Við voram búin að safna fyrir ferð til ís- lands í heilt ár og þetta er hluti hennar." Hvemig hefur ykkur svo líkað dvölin? „Hún hefur verið skemmtileg. Vonandi sjáum við ein- hverja hvali, það væri gaman að koma heim með myndir af þeim.“ gat ég ekki stillt mig um að spyrja Andrew að því hvort hvalveiðar og hvalaskoðun færu saman. „Ég held að hvalveiðar myndu hafa mjög slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn hjá ykkur. Almenningsálitið í Bret- landi myndi snúast ykkur í óhag og margir ferðamenn myndu hætta við að heimsækja ísland. Ég er persónu- lega á móti því að gengið sé á hvala- stofnana." Við sáum hvalina stökkva um tíu sinnum og vakti það ávallt mikla kátínu meðal farþeg- anna. Og vissulega eru þeir fallegir. Ef fólk þreyttist á að skima út yfir borðstokkinn var hægt að fara inn í Eftirvæntingarfullir farþegar um borð í Andreu skima eftir hvölum í sjónum. DV-myndir HG komi ekki meira í hvalaskoðun en raun ber vitni sé sú að ekki sé búið að markaðssetja ferðirnar svo neinu nemi hérlendis. „Öðru máli gegnir hins vegar um Sviss og Bretland t.d. Þaðan koma líka flestir." Á þessum slóðum er fjölbreytt dýralíf og fátítt er að fólk sjái ekki hvali þegar út á sjó er komiö. Ef það gerist er farþeg- um boðið frítt í aðra ferð. Meöal hvalategunda sem hafa sést við Suð- urnes eru höfrungar, hnýðingar, hrefnur, langreyðar, háhyrningar og hnúfubakar. Sjófuglamir eru þó meira áberandi og má þar nefna máf, súlu, fýl og lunda. Báturinn Andrea tekur 55 farþega og ferðin stendur þrjá klukkutíma. Verð á mann er 3.000 kr. en afsláttur er veittur bömum og fjölskyldufólki. Útlendingar era keyrðir frá hótel- inu sínu og til baka og borga fyrir það 1.400 kr. Skemmtileg íslandsdvöl Helga Ingimundardóttir er eigandi Ferðaþjónustu Suðurnesja. borðsal Andreu og fá sér safa, te eða kaffl og kex með. Engar tvær ferðir eins Að hressingu lokinni hitti ég einn af fáum íslenskum farþegum, Mar- gréti Magnúsdóttur, sem var að sóla sig á þilfarinu. Hvemig líkaði henni ferðin? „Bara mjög vel. Ég bjóst reyndar við að sjá aðeins fleiri hvali, því mér var sagt að í fyrri ferðinni í dag hefðu þeir sést oftar og leikið sér miklu meira en núna. Þetta era mjög falleg dýr og gaman að skoða þau.“ Skipstjórinn, Vignir Sigursveinsson, hefur farið fjölda ferða og segir að engar tvær sé eins. „Það er alltaf eitthvað nýtt við hverja ferð. Það er oft betra veður á kvöldin en þá förum við í sjóstang- veiði og grillum aflann um borð. En ég held að íslendingar séu að upp- götva þetta.“ Þegar Andrea stefndi í land ríkti almenn ánægja meðal farþeganna. Við fórum frá borði og upp í rútu sem fór með okkur til Reykjavíkur. Á leiðinni ákvað ' ég að fara í sjóstangaveiði við fyrsta tækifæri. -HG Þegar út á sjó var komið fylltust farþegarnir eftirvæntingu. Við hrepptum frábært veður til hvala- skoðunar en það sem vakti fyrst at- hygli vora mávamir. Mikið var um Andrew Payne var í íslandsferð með fjölskyldunni. Hvalaskoðunarbát- urinn Andrea leggur að landi í Grindavíkurhöfn. Það stóð heima, því ekki leið á löngu áður en við sáum fyrstu hvalina. Þetta voru aðallega höfr- ungar og hrefnur. Þegar þeir birtust færðist heldur betur líf í krakkana um borð og allir farþeg- cumir horfðu einbeitt- ir yfir borðstokkinn í von um að sjá sporða sveiflast. Hvalveiðar hefðu mjög slæm áhrif Þegar um hægðist Hvalaskoðunarferðir / Hvalaskoöun frá Ólafsvík Gistiheimili Ólafsvikur Ólafsvík Sjóferölr -------- Ráöhúsinu A Daivík V / Eyjaferöir Stykkishólmi Nökkvl Arnarstapa ímmpC- . Hl Tourlst Service Feröaþjónusta Suöurnesja Keflavík Húni II Upplýsingamiöstööin Hafnarfiröi Sea Adventure Tours SBK Keflavík, Reykjanesbæ Noröur slgling Húsavik SJóferöir Arnars Húsavíkurhöfn Hvalaskoöun Hauganess Nonni Travel Akureyri Mun fleiri fýrirtæki eru með^ bátsferðir þar sem möguléiki er að sjá hvali en á þessari mynd er einungis greint frá þeim fyrirtækjum sem gefa sig út fyrir aö vera með hvalaskoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.