Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1999, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1999 Fjórar systur gengu Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur: Erum ákveðnar í að fara aft- ur þessa leið segir Hulda Nóadóttir í næstu viku fer fram þriðja Lauga- vegshlaupið á vegum Reykjavíkur maraþons. Þeir bestu fara þá vegalengd á um fimm og hálfri klukkustund og þykir það mikið afrek. í hugum fólks hefur Laugavegurinn milli Land- mannalauga og Þórsmerkur miklu fremur verið skemmtileg gönguleið sem hæfilegt er að leggja að baki á 3-4 dögum. Nafnið má sennilega rekja tO þess hve vinsæl þessi gönguleið hefur verið. Umferð göngufólks er stundum svo mikil á þessari leið að hún minnir á umferð um Laugaveginn í Reykjavik. Þeir eru miklu fleiri sem farið hafa gangandi þessa vegalengd heldur en hinir sem hlaupið hafa hana á einum degi. Þegar leiðin er gengin gefst miklu hetra næði til náttúruskoðunar. Marg- ir telja þessa leið ekki á færi nema þeirra sem vanir eru fjallaferðum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Laugavegurinn er á flestra færi. Nýverið tóku fjórar systur sig saman og gengu þessa leið í fyrsta sinn á æv- inni. Systumar Hulda Nóadóttir, Katrín, Sólveig og Anna Snædís Sig- marsdætur létu drauminn rætast helg- ina 2.-4. júlí síðastliðinn. Au pair-stúlk- an Hrund Baldursdóttir slóst í fór með þeim systrum á leiðinni. Tiu ára dóttir Sólveigar, Karen Kristjánsdóttir, gekk einnig með þeim stóran hluta leiðar- innar (um 35 km) frá Landmannalaug- um og langleiðina inn í Botna. Systum- ar em allar á besta aldri, Hulda er 43 ára, Katrín 40, Sólveig 38 og Anna Snæ- dís 37 ára. Næsta jólagjöf fjölskyldunnar „Við æfðum ekkert sérstaklega fyrir þessa fór. Katrín og Hrund höfðu reyndar vit á því að vopnast göngustöf- um á leiðinni og vora þær öfundaðar af þeirri fyrirhyggjusemi. Það er ljóst að göngustafir verða jólagjöf fiölskyldunn- ar í ár,“ segir Hulda. „Við systumar fengum hugmyndina að þessari ferð á síðasta ári. Við ætluðum saman siðasta sumar en þá tókst ekki að fmna heppi- lega helgi til fararinnar. Við voram samt sem áður svo ákveðnar í þessu að ekki kom til greina að sleppa því i ár. Við settum stefnuna á síðustu helgi júnímánaðar en til allr- ar hamingju urðum við að fresta fór- inni til fyrstu helgar júlímánaðar. Það var heppileg seinkun því snjóalög á þessari leið era enn töluverð þó að langt sé liðið á sumarið. Skálaverðir á leiðinni höfðu reyndar á orði við okkur (jjLeði|.e t SoM fi/er á McD N3idS! Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 íslenskur gæða rjómaís eítir sér- uppskrift McDonald’s. Fitu- og sykurminni en gengur og gerist. Þrjár sósur: Heit súkkulaði, heit karamellu eða köld jarðarberja. Systurnar og Laugavegsfararnir: Fremst er Karen Kristjánsdóttir en svo eru, talið frá vinstri: Anna S. Sigmarsdóttir, Hulda B. Nóadóttir, Katrín Sigmars- dóttir, Sólveig Sigmarsdóttir og Hrund Baldursdóttir. Hrafntinnuskeri og flestir vora hvíldinni afskaplega fegnir. „Þar tók frábær skálavörður, ungur jarðfræðinemi, á móti okkur og dekraði við okkur sem best hann ;at. Eftir góða hvíld í um eina og hálfa kliikkustund lögðum við aftpr af stað en þá var blindþoka skollin á. Við vorum samt ekki I neinni hættu að villast. Stutt er á miili stika á leiðinni og við gátum fylgt sporam annarra göngumanna í snjón- um. Við vorum orðnar ansi þreyttar þegar við komum i skálann við Álftavatn klukkan 9 um kvöldið. Þar tók Bogi skálavörður á móti okkur og stjanaði bókstaflega við okkur. Þar kom jeppi að sækja okkur inn að Hvanngili en þar er mjög góður skáli með fyrirtaks svefnaðstöðu. Við vorum allar orðnar stjarfar af þreytu og vor- um afskaplega þakklátar þegar íris, skálavörður staðarins, úthlutaði okkur 24 manna svítu til svefns og hvíldar. Á þessum tímapunkti hét ég sjáifri mér því að ég myndi aldrei fara Laugaveg- inn aftur,“ sagði Hulda. Systurnar Katrín og Anna Snædis Sigmarsdætur. að þeir vissu ekki dæmi um eins mikil snjóalög og á þessu surnri." Systumar lögðu eldsnemma af stað frá Reykjavík fóstudagsmorguninn 2. júlí í Landmannalaugar og vora komn- ar þangað laust fyrir klukkan 11 fyrir hádegi. Þær biðu ekki boðanna og lögðu strax í’ann upp í Hrafntinnusker. „Við vorum ekki heppnar með veður á þessum hluta leiðarinnar því það rigndi stanslaust. Eftir skamma stund lentum við í miklum snjóalögum og það gerði okkur verulega erfitt fyrir. Við óðum blautan snjóinn upp á miðja kálfa og runnum eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö skref áfram," segir Hulda. Leiðin frá Landmannalaugum upp í Hrafntinnusker er öll á fótinn, hækkun um 450 metra. Klukkan var orðin um 3 þegar hóp- urinn kom örþreyttur í skálann í I w ri^Íklíin ■ mmm tölvui tækni og vísinda iBook, gjör svo vel - Apple kynnir iMac fartölvuna agi Rysjótt veður „Við leyfðum okkur þann munað að sofa vel fram eftir daginn eftir og lögð- um ekki aftur í hann fyrr en klukkan 2 eftir hádegi. Þá lá leiðin inn í Botna á Emstrum. Þann dag var veður orðið mun skaplegra, skýjað, hlýtt, lygnt og gott útsýni til allra átta. Við gengum til klukkan að verða 6 um daginn þegar við náðum Botnum. 1 lok þeirrar göngu fékk ég rosalegan verk í annað hnéð og ætlaði varla að hafa síðustu metrana af. Um nóttina gerði rok og rigningu sem stóð fram eftir morgni." Systumar frestuðu brottfórinni á sunnudaginn til klukkan 11.30 þegar veðrinu slotaði loks. „Afganginn af leiðinni inn í Þórsmörk fengum við frá- bært veður og komum þar um klúkkan sex um kvöldið. Við vorum þreyttar en um leið afskaplega hreyknar af sjálfum okkur. Það leið ekki langur tími þar til allar þrautir vora gleymdar og við gleymdum öllum loforðum sem gefm vora á leiðinni. Um kvöldið urðum við ásáttar um að stefna að göngu á Fimm- vörðuháls á næsta ári. Við vorum sammála um að gaman væri að reyna við Laugaveginn aftur eftir 2-3 ár aðeins sólarhring eftir að við höfðum heitið okkur að fara aldrei aftur þessa leið. Óhætt er að fuUyrða að þetta er með alskemmtilegustu ferðum sem við höfum farið þótt þreytan hafi verið rík í huga okkar á leiðinni," seg- ir Hulda. -ÍS Fram undan... Júlí: 24."Laugavegurinn" (**) Hefst kl. 8 við skálann í Land- mannalaugum og endað við skál- ann í Þórsmörk. Til vara er 25. júlí ef veður er óhagstætt á hlaupdag. Vegalengd: Um 55 km með tíma- töku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18- 29 ára, 30-39 ára, 40 ára og eldri konur, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri karlar. Allir þátttakendur sem ljúka hlaupinu fá skjöld og há- skólabol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu einstaklinga í karla- og kvennaflokki og fyrsta sæti i hverjum flokki. Verðlaun fyrir þrjár fyrstu sveitir i sveitakeppni. Útdráttarverðlaun. Upplýsingar á skrifstofú Reykjavíkur maraþons í síma 588 3399. r 29. Armannshlaup (***> Hefst kl. 20 við Armannsheimil- ið, Sigtúni. Vegalengdir: 3 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19- 39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í heildina og fyrsta sæti í hveijum flokki. Sveitakeppni, 3 í sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Upplýsingar veita Grétar Árnason í sima 553 9595 og Katrín Sveinsdóttir i sima 562 0595. 31. Barðsneshlaup | (**) Hefst kl. 9 við Barðsnes sunnan ; Norðfiarðarflóa og endað við sund- | laugina í Neskaupstað. Vegalengd: um 27 km með tímatöku. Farand- bikar veittur fýrir besta árangur. Upplýsingar: Ingólfur S. Sveinsson í síma 588 1143, Jóhann Tryggva- son í síma 477 1762 og Rúnar Gunnarsson í sima 477 1106. Agúst: 5. Sri Chinmoy 5 km p (***) Hefst kl. 20 við Ráðhús Reykja- :: víkur. Vegalengd: 5 km með tíma- töku. Flokkaskipting ákveðin síð- í; ar. Allir sem ljúka keppni fá verð- ; launapening. Upplýsingar: Sri j Chinmoy maraþonliðið í síma 553 I 9282. 8. Fjöruhlaup Þórs (**) Hefst kl. 19 við Óseyrarbrú. I Skráning fer fram við íþróttamið- : stöð Þorlákshafnar og lýkur kl. 18:15. Boðið er upp á að hlaupa eða : ganga annaðhvort 4 km eða 10 km | eftir fiörasandinum frá Óseyrar- I brú að íþróttamiðstöð Þorláks- hafnar. Flokkaskipting bæði kyn: 12 ára og yngri (4 km), 13-14 ára, 15-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlaunapening og sigurvegarar ; sérstaka viðurkenningu. Jón H. Sigurmundsson í síma 483 3820, fax 483 3334 og Ingi Ólafsson í síma 483 3729. 110. Orkuboðhlaup í Elliðaárdaln Almenningsboðhlaup ÍR og Orkuveitu Reykjavikur Hefst kl. 19 við Rafstöðina í El- liðaárdal. Fimm einstaklingar skipa hverja sveit. Keppt í þremur flokkum, karlaflokki, kvenna- flokki og blönduðum flokki (2 karl- ar og 3 konur eða 3 karlar og 2 konur skipa hveija sveit). Vega- lengdir era um 3 km (3 hlauparar hlaupa þá vegalengd) og um 6,5 km (2 hlauparar hlaupa þá vegalengd). Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening og sigursveit í hverj- um flokki fær sérstök verðlaun. Upplýsingar: Kjartan Árnason i síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.