Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Útlönd DNA-próf segir Mick Jagger föðurinn DNA-próf hefur staðfest að Mick Jagger er bamsfaðir brasil- ísku fyrirsætunnar Luciönu Morad. Luciana eignaðist son fyrr á árinu sem fengið hefur nafnið Lucas Morad Jagger. Jagger hefur viðurkennt að hafa átt í ástaræv- intýri með fyrirsætunni en hefur fram aö þessu þvertekið fyrir það að eiga bamið. Hliðarsporið fyllti endanlega mælinn hjá eiginkonu Jaggers, Jerry Hall, og gengið var frá skilnaði þeirra þann 9. júlí. Samband þeirra stóð yfir í rúm- lega 20 ár og á þeim tíma eignuð- ust þau 4 böm. Talið er að Hall fái á milli 10 og 15 milljónir punda við skilnaðinn. 12 látnir í hita- bylgju í Banda- ríkjunum Hitabylgja í Bandarikjunum hefur undanfarna daga kostað að minnsta kosti 12 manns lífið. Heilbrigðisyfirvöld hafa víða gefið út leiöbeiningar um hvemig beri að verjast hitanum. Flest fórnarlambanna eru eldra fólk sem býr einsamalt og kann ekki að verjast hitanum. Mannfólkið er ekki eitt um það að þola hit- ann ekki því að dýr hafa orðið illa úti í hitanum og búfé drepist. Jeltsín kominn til starfa á ný Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er kominn aftur til starfa eftir rúmlega 2 vikna ffí. Talsmaður forsetans sagði að hann myndi á næstunni halda vinnufundi með ráðherrum sinum. Jeltsín dvald- ist í fríinu fyrir utan Moskvu og safnaði kröftum fyrir lokaár sitt sem forseti. Forsetinn hefur áætl- að að láta af störfum um mitt ár 2000. Veikindi forsetans hafa gert það að verkum að hann hefúr verið frá vinnu í margar vikur á árinu. Stjórnarandstæöingur skorar á hershöfðingja: Losum okkur við Milosevic Zoran Djindjic, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Júgóslavíu, hvatti háttsettan júgóslavneskan hershöfð- ingja í gær til að leggja því lið að steypa Slobodan Milosevic forseta af stóli. „Þessa dagana segja sumir hers- höfðingjar opinberlega að það sé skylda þeirra að standa vörð um löglega stjóm og hagsmuni ríkisins. Gott og vel, segjum við, af þvi að þessi stjórn er ekki lögleg," sagði Djindjic, sem er leiðtogi Lýðræðis- flokksins. „Það er skylda þín, Pavkovic, að hvetja Slobodan Milosevic til að segja af sér þar sem hann er ófær um að gegna stjórnarskrárbundnum skyldum sínum,“ sagði hann. Nebojsa Pavkovic, æðsti yfirmað- ur þriðja hers Júgóslavíu, hefur for- dæmt mótmælaaðgeröir stjómar- andstæðinga sem hafa það að mark- miði að hrekja Milosevic frá völd- um. Mótmælaaðgerðimar hófust í Zoran Djindjic, leiðtogi stjórnarand- stöðuflokks í Júgóslavíu, vill fá að- stoð við að koma Milosevic forseta frá völdum. síðasta mánuði að loknum ellefu vikna lofthernaði Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) gegn Júgóslavíu til að stöðva ofsóknirnar gegn al- banska meirihlutanum í Kosovo. Djindjic sagði á fundi með fjögur þúsund manns í bænum Sabac að það væri landinu fyrir bestu að Milosevic væri hrakinn frá völdum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi seint í gærkvöld „glæp- samleg" dráp á fjórtán serbneskum bændum í þorpi einu í Kosovo síð- astliðinn fostudag. Hvatt var til þess að illvirkjamir yrðu látnir svara til saka fyrir dómstólum. Fulltrúar í Öryggisráðinu lýstu yfir stuðningi sínum við bráða- birgðastjórn SÞ í Kosovo og friðar- gæslulið NATO og viðleitni þeirra til að tryggja frið og öryggi öllum íbúum Kosovo til handa. Serbnesku bændurnir voru skotn- ir til bana af stuttu færi er þeir voru að vinna á ökrum sínum. Stuðningsmenn Megawati Sukarnoputri, formanns Indónesíska lýðræðisflokksins, kasta blómum upp í loftið þar sem þeir minntust þess að þrjú ár eru liðin frá því að blóðug uppþot urðu, en í þeim létust margir af stuðningsmönn- um flokksins. Uppþota minnst í Jakarta Þúsundir manna fylltu leik- vang í Jakarta í morgun til þess að sjá aðalstjómarandstöðuleið- togann Megawati Sukarnoputri minnast þess að 3 ár eru liðin síðan að uppþot stuðnings- manna hennar urðu, en þau kostuðu að minnsta kosti 5 manns lífið. Lögregla taldi að um 11.000 manns hefðu verið á staðnum. Uppþotin, sem urðu fyrir þremur árum, voru upphaf keöju atvika sem ollu því að Suharto, forseti landsins, neyddist til að segja af sér í fyrra. Megawati, sem vonast til að verða næsti forseti landsins, sagði að þjóðin yrði að vanda valið vel í komandi kosningum. Mega! Mega! heyrðust stuðn- ingsmenn hennar hrópa þar sem hún ávarpaði þá en hún byrjaði á því að minnast fórnar- lamba mótmælanna. Stuttar fréttir i>v Flóttamenn heim Þeir voru bæði spenntir og kvíðnir þrjú hundrað albönsku flóttamennimir sem héldu aftur heim frá New York í gær. Þeir höfðu dvalið í flóttamannabúðum í Bandaríkjtmum í nokkrar vik- ur. Enn óljóst með A-Tímor Kofl Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hægt væri að halda áfram skrán- ingu kjósenda á Austur-Tímor. Hann sagði þó að vegna ofbeld- isverka væri enn ekki hægt að ákveða hvenær þjóöarat- kvæðagreiðsla um framtíð lands- ins færi fram. Þrýst á Norður-Kóreu Stjómvöld í Bandaríkjunum, Japan og Suður-Kóreu hvöttu Norður-Kóreumenn til að gripa nú gæsina og bæta samskipti sín við önnur ríki, ella gætu afleið- ingamar orðið alvarlegar. Gegn líkamsgötun Meirihluti þingmanna á danska þinginu er fylgjandi því að settar verði hömlur á líkamsgötun. Þeir vilja hertar reglur um hreinlæti og jafnvel setja aldurstakmark eins og fyrir húðflúr. Sótt gegn sófnuði Kínverski kommúnistaflokkur- inn herti í morgun baráttu sína gegn trúarhópnum Falun Gong með því að saka hann um athæfi sem beindist gegn stjórnvöldum. Blair fær skilaboð Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fær þau skilaboð frá ráðgjöfum sín- um í dag að stefna íhalds- flokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, í Evr- ópumálum sé meira í takt við skoðanir al- mennings en stefna Verkamannaflokksins. Þetta kemur fram í breska dag- blaðinu Independent. Hume bjartsýnn John Hume, leiðtogi hófsamra kaþólikka á Norður-írlandi, sagð- ist í gær vera bjartsýnn á að stjómmálaflokkar landsins myndu eyða tortryggni hver í annars garð og hrinda friðarsam- komulagi í framkvæmd. Lest af sporinu Tveir farþegar slösuðust lítil- lega þegar járnbrautarlest fór út af sporinu í Japan í morgun. Fækkað í sjóhernum Danski sjóherinn er reiðubúinn að leggja niöur um þrjú hundrað stöður vegna sparnaðaraðgerða. Land- og flugher munu fljótlega fylgja í kjölfarið. Mannskæð flóð í íran Gífurleg flóð í norðurhluta írans hafa orðið 34 að bana und- anfama daga. Viil ræða við Assad David Levy, utam-íkisráðherra ísraels, hvatti Hafez al-Assad Sýr- landsforseta I gær til að hefja beinar samn- ingaviðræður við ísrael þess að senda skila- boð um þriðja aðila. Levy benti á að állt frá því Ehud Barak varð forsætis- ráðherra ísraels hefði verið frem- ur gott hljóð í Assad. Kona í forystu Amalia Garcia varð í gær fyrsta konan í Mexíkó til að leiða stjómmálaflokk þegar hún varð formaður vinstrflokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.