Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 27. JULI 1999 9 I>V Útlönd Mikilvægur áfangi í lífi Vilhjálms Karlssonar: Prinsinn tekur beygju fyrir Ijósmyndarana Vilhjálmur prins á Bretlandi sýndi fréttaljósmyndurum í gær hversu efnilegur ökumaður hann er, þegar hann tók glæsilega beygju fyrir framan Highgrove, sveitaset- ur Karls Bretaprins, föður hans. Þetta var í fyrsta sinn sem ljós- myndurum hafði verið sérstaklega boðið til að taka myndir af prinsin- um á heimavelli frá því Díana prinsessa, móðir hans, lést í bílslysi í París fyrir tæpum tveim- ur árum. Vilhjálmur prins var þó ekki einn í bílnum þar sem með honum var ökukennarinn Chris Gilbert, sem starfar við ökuskóla Lundúna- lögreglunnar. Karl ríkisarfi og Harrý, yngri bróðir Vilhjálms, stóðu í dyrunum og fylgdust með því þegar ökumað- urinn ungi ók silfurgráum Ford Focus upp malarborna heimreiðina og lagði honum. Vilhjálmur Vilhjálmur prins er einbeittur á svip í fyrsta opinbera ökutíma sínum við Highgrove, sveitasetur Karls ríkisarfa. skrúfaði niður rúðuna og brosti framan í fulltrúa fjölmiðlanna. Þetta var í fyrsta sinn sem prins- inn hitti ökukennara sinn. Hann hefur þó fengið ofurlitla reynslu, því allt frá því hann varð sautján ára í síðasta mánuði hefur hann fengið að aka um á nýja Volkswagen Golf-bílnum sem hann fékk í afmælisgjöf. í kjölfar dauða Díönu prinsessu tóku breskir fjölmiðlar upp aðra siði og strangari reglur þar sem þeir hétu því að virða einkalíf barna ríka og fræga fólksins. Síðan þá hefur verið slegin skjaldborg um prinsana ungu og hefur faðir þeirra gengið hart fram í að koma í veg fyrir ágang fjölmiðla. Bresku blöðin sögðu að mynda- takan í gær hefði verið skipulögð í þeim tilgangi, meðal annars, að biðja um gott veður fyrir prinsana þegar sumarleyfistíminn fer í hönd. — ■ Joanne Mein liðsforingi er fyrsta konan sem hefur fengið inngöngu í listflugsveit ástralska flughersins. Hefur sveitin þó starfað í tuttugu ár. Joanne sýndi listir sínar yfir flóanum úti fyrir Melbourne i morgun og flaug meðal annars á hvolfi, eins og hér sést. Rússland verði vinsamlegt öll- um fjárfestum Sergei' Stepasjín, forsætisráð- herra Rússlands, hét því í gær að Rússland framtiðarinnar yrði heiðarlegt, opið og vinsamlegt öll- um þeim sem þar vildu fjárfesta. Hann sagði jafnframt að aldrei yrði aftur snúið til kommúnisma eða þeirrar stefnu sem ríkti á tím- um kalda stríðsins. Rússneski forsætisráðherrann lét orð í þessa veru falla á fundi amerísk-rússneska viðskiptaráðs- ins í Washington. Stepasjín er þar til að ræða við Bill Clinton forseta og aðra háttsetta bandaríska emb- ættismenn. Stepasjin sagði að Rússar væru staðráðnir í að hrinda í fram- kvæmd nýrri stefnu sem sam- þykkt var í samráði við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Líklegt er talið að gjaldeyris- sjóðurinn samþykki stórt lán til Rússa á morgun. Viðhaldsmaður á hóteli ákærður: Myrti náttúrufræðing í Yosemite-þjóðgarðinum Cary Stayner, 37 ára gamall hótel- starfsmaður, var í gær ákærður fyr- ir morð eftir að hann viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa drepið og síð- an hálshöggvið náttúrufræðinginn Joie Ruth Armstrong i Yosemite- þjóðgarðinum. Stayner var handtek- inn á laugardag. Embættismenn hafa sagt að Stayner sé einnig grunaður um að hafa myrt þrjár konur sem voru á ferðalagi í þjóðgarðinum í febrúar- mánuði síðastliðnum. Þá eru líkur að því leiddar að hann hafi einnig myrt frænda sinn árið 1990. Talsmenn alríkislögreglunnar FBI vildu þó ekkert um það segja í gær hvort eitthvað væri hæft í frétt- um bandarískrar sjónvarpsstöðvar Cary Stayner hefur játað á sig morð á náttúrufræðingi í Yosemite. um að Stayner hefði játað á sig morðin í febrúar. Dagblaðið Los Angeles Times birti frétt í morgun þar sem það hef- ur eftir heimildarmönnum að Stayner hafi játað á sig febrúar- morðin. Joie Ruth Armstrong, sem var 26 ára, starfaði fyrir Yosemite-stofnun- ina. Höfuðlaust lík hennar fannst á heimili hennar innan þjóðgarðsins siðastliðinn fimmtudag. Talsmenn FBI sögðu að Stayner hefði veitt upplýsingar um morðið sem enginn utan lögreglunnar hefði haft vitneskju um. Bill Stayners sást í nágrenni heimilis Armstrong klukkustund eftir að síðast var vit- að um hana á lífi. Mohammed konungur er ekki kvæntur Fréttum þess efnis aö hinn nýi konungur Marokkó hafi kvænst síðastliðinn fóstudag, skömmu eftir andlát föður hans, hefur ver- ið neitað. Hassan konungur lést 70 ára að aldri eftir hjartaáfall. „Marokkó syrgir og þessar fréttir eru ekki réttar,“ sagði embættis- maður innan konungshallarinn- ar. Marokkó mun, samkvæmt hefðinni, syrgja Hassan í 40 daga. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna vottaði Hassan, konungi Marokkó sem lést síðastliðinn föstudag, virðingu sína með einn- ar mínútu þögn á fundi þar sem farið var yfir stöðu flóttamanna í Afriku. Forseti ráðsins, Agam Hasmy, vottaði syni og arftaka Hassan, Mohammed VI, samúð og sagði að missir Marokkó væri mikUl. Kofi Annan var á meðal þeirra sem var viðstaddur útför kon- ungsins í Rabat á sunnudag. Stúlka smitast af HlV-veiru við blóðgjöf Skólastúlka smitaðist af HIV- veirunni við blóðgjöf í fyrsta skipti í Ástralíu síðan 1985, þegar farið var að rannsaka blóð. Veir- an kom í ljós í síðustu viku. Læknar gáfu þá skýringu að veir- an væri ekki greinanleg fyrr en 22 dögum eftir smit og að blóöiö hefði verið gefið innan þess tíma. Blóðgjafinn, sem var ung kona, lét vita af ástandi sínu um leið og henni var um það kunnugt. Rauði krossinn tilkynnti að von væri á nýju prófi sem gæti greint veiruna strax að liðnum 11 dög- um. Heilbrigðisyfirvöld hafa einnig gert sitt til þess að sann- færa almenning um að blóðbank- ar landsins séu öruggir. Eiturlyfjahringur upprættur á Spáni Spænska lögreglan sagðist í gær hafa handtekið 17 manns um helgina eftir 2 ára rannsókn á eit- urlyfiahring sem flutti eiturlyf frá Marokkó til Evrópu. Á síðastliðn- um tveimur árum hefur lögreglan komist yfir meira en 54 tonn af hassi. Spænska lögreglan segir eiturlyfiasamtökin nú endanlega upprætt. Fyrr í þessum mánuði fann spænska lögreglan 15 tonn af kókaíni í aðgerð sem yfirvöld sögðu stærsta eiturlyfiatöku í Evrópu frá upphafi. Flugvél hrapar í Kólumbíu Talið er nær öruggt að 5 bandarískir hermenn og 2 Kólumbíumenn hafi látið lifið í gær þegar bandarísk flugvél hrapaði í S-Kólumbíu. Vélin var í leiðangri tengdum herferð Bandaríkjanna gegn eitur- lyfiaútflutningi Kólumbíu. Bandaríkjamennirnir komu með 240 manna hóp til Kólumbíu í þeim tiigangi að vinna gegn framleiðslu eiturlyfia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.