Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 13 Hugrekki til að segja nei Foreldrar unglinga ætlast oftar en ekki til þess að unglingarnir þeirra séu staðfastir og kunni að segja nei við vímuefnum, ótíma- bærri kynlífsreynslu og öðrum freistingum sem á vegi þeirra verða. En hvemig standa foreldr- ar sig sjálfir í listinni að segja nei þar sem það á við? Sennilega vefst það fyrir ýmsum þeirra að segja nei þeg- ar unglingur kemur með vonarglampa í augum og segist langa svo óskaplega á ein- hverja útihátíðina. „Allir“ ætla að fara og verslunarmannahelgin er ónýt ef ekki verður látið undan. Breyttir tímar eiga böm á unglingsaldri, fengu sjálfir að fara á útihátíðir frá þrettán, fjórtán ára aldri. Sumir vora svo lánsamir að lenda ekki í neinum hremmingum. En fráleitt allir. Þá var hins vegar þagað þunnu hljóði ef eitthvað kom upp á. Fyllirí játaði eng- inn á sig, öðrum vímuefnum sjaldn- ast til að dreifa. Of- beldi var kallað slagsmál og þótti „karlmennsku- tákn“, væntanlega fyrir bæði kynin. Nauðganir voru sjaldan viðurkennd- ar og enn sjaldnar kærðar og orðið kunningjanauðgan- ir ekki einu sinni til í málinu. Þá eins og nú var reynsla barn- anna/unglinganna sem sagt misjöfn. Jafnvel þótt ekkert hefði breyst væri full ástæða til að staldra við. En það hefur margt breyst. Því miður hefur harkan í heimi unglinganna aukist verulega. Það sýna dæmin og það bera ung- lingarnir sjálfir vitni um. Skipu- lögð sala á áfengi (m.a. landa) og ólöglegum vímu- efnum er stað- reynd fyrir og á útihátíðum og kaupendurnir era sífellt yngri og óharðnaðri. Það er erfitt fyrir ungling sem á fullt í fangi með að uppgötva sjálfan sig í hringiðu unglingsáranna að standast þrýst- ing félaganna. Skilaboð foreldranna Hver eru skilaboð okkar for- eldra? Sýnum við það fordæmi að segja nei við þvi að hleypa ung- lingum yngri en sautján ára á úti- hátíðir sem við vitum að geta þró- ast á ýmsa vegu? Eða hikum við eða segjum já? Ef svo er þá eru skilaboðin til unglinganna skýr: Annað hvort þorum við ekki að segja nei eða okkur er sama þótt við etjum unglingunum í áhættu- samar aðstæður. Og skilaboð til foreldra annarra unglinga, sem eru að reyna að spyrna við fótum, eru einnig skýr: Með því að leyfa okkar unglingi að fara eftirlits- laust á útiskemmtun ýtum við undir goðsögnina um að „allir“ megi fara. Margir aðrir kostir Margra annarra kosta er völ. Fjölskyldan getur öll farið saman á útihátíð sem ætluð er allri fjöl- skyldunni. Sú sjálfsagða ábyrgð hvilir á foreldrum og öðrum full- orðnum að halda sig frá áfengi og öðrum vímugjöfum, annars er lítið gagn í fordæminu. Það er hægt að finna upp á ótal hlutum til að „bjóða betur" og þær þurfa ekki endilega að vera svo kostnaðar- eða fyrirhafnarsamar. Óvissuferð- ir þurfa til dæmis ekki að ein- skorðast við próflok. Það er allt betra en að reyna ekki. Samtökin Vímulaus æska og foreldrahópurinn hafa undanfarin ár sinnt forvömum, ráðgjöf og sjálfstyrkingu foreldra vímu- efnaunglinga. Óvíða er meiri þekking fyrir hendi á því hverjar aðstæður vímuefnaunglinga eru. Allt of margir hafa horft upp á að fyrstu sporin í ranga átt hafa ver- ið stigin á útihátíðum sem áttu að vera svo sárasaklaus skemmtun. Það er einróma skoðun allra þeirra sem að samtökunum standa að allt þurfi að gera sem í mann- legu valdi stendur til að afstýra því að unglingar undir sautján ára aldri fari eftirlitslausir á útihátíð- ir. Afleiðingarnar eru einfaldlega of alvarlegar. Foreldrar, höfum hugrekki til að segja nei. Anna Ólafsdóttir Björnsson Kjallarinn Anna Ólafsdóttir Björnsson formaður Vímulausrar æskm Margir þessara foreldra, sem nú „Og skilaboö til foreldra annarra unglinga, sem eru að reyna að spyrna við fótum, eru einnig skýr: Með því að leyfa okkar unglingi að fara eftirlitslaust á útiskemmt• un ýtum við undir goðsögnina um að „aliiru megi fara.u Eru álver eins slæm og af er látið? Það var líklega í kringum 167 sem álver við Straujnsvík tók til starfa. Þar vinnur þó nokkur fjöldi manna, með mökum þeirra og bömum gæti mannskapurinn al- veg rúmað heilt smáþorp úti á landi. Ég var þá alfarið á móti svo viðamiklum mengunarvaldi sem óhjákvæmilega eitt stykki álver er. En álver í Straumsvík færði mér heim sanninn um það að þetta er ekki jafnslæmt og af er látið. í dag er ég hlynntur álveri, sem ég vona að megi verða til þess að auka hér fjölbreytni í atvinnu- lífinu í þessu landi. Og er ég þá ekkert með Reyðarfjörö í huga frekar en einhvem annan stað á landinu. Tekjur og afkoma Álverið í Straumsvík er eitt fárra fyrirtækja í landinu þar sem starfsmönnum líður vel. Hvemig skýldi standa á því? Er ekki meng- unin að drepa allt niður þama, konrn- i Hafnarflrði hálfófrjóar og karlarnir getulausir? Nei, ekki er það nú svo. Og hverjar skyldu svo tekjur Hafnarfjarðar vera af þessu fyrirtæki sem hefur frá stofnun aukist að umfangi og afköstum? Þeir upplýsi nú sem upplýsa ber. Vissulega er Reyðarfjörður mjög ólíkur Hafnarfírði hvað varð- ar landslag og staðhætti en engu að síður er Hafnarfjörður fallegur bær og þegar maður gengur þar um götur verður maður ekki áþreifanlega var við mengun frá Straumsvík. Gróður þar virðist dafna og blómstra. Til að vera á móti Hafharfjörður er mjög opinn fyr- ir öllum áttiun vinda meðan Reyð- arflörður er lygn flörður og langm-. Og ég þykist vita að menn séu bún- ir að reikna út mengunarstuðul fyr- ir Reyðarflörð og hvemig mengunin dreifist. Fróðlegra væri að birta hann í blöðum en láta hann liggja ofan í skúffu. Og það var ekki bara landið sem átti að meng- ast, það var sjór- inn líka. Mig minnir að einhver sérstök bleikjuteg- und hafi dafnað prýðilega í Straumsvík. Þess var a.m.k. getið í fréttum í vetur sem leið. Er hugsanlegt að álver sé jafnmikill mengunarvaldur og örfáir umhverf- issinnar vilja vera láta eða er þetta enn eitt málið sem örfáir menn treysta sér til að taka upp á sína arma bara til að geta verið á móti einhverju? Það skyldi þó aldrei vera að fréttapistlar Ómars Ragnarson- ar veki með þeim samkennd? Ekkert er honum heilagt ef það skapar frétt. Eitt sinn kom hann blessaður með frétt á Stöð 2, minnir mig, af iðjagrænum gmnd- um sem einhverjir ódámar höfðu spænt upp á þessum óþverra fyrir- bærum, jeppunum. Og til að leggja áherslu á frétt sína spændi hann í sömu hjólforin, svona til að sýna eyðileggingarmátt bílanna sem um hálendið fara. Inn við Eyja- bakka læddist hann að heiðagæs- um. í þeim fréttapistli sá ég að þar er svolítil gróðurvin sem gæsimar hafa ræktað upp frá árdögum. Verði þessu nú sökkt undir vatn, sem ég vona, þá hef ég þá trú að gæsimar haldi áfram því starfl sem þær í árdaga tóku að sér. Tek hins vegar ekki undir, að þetta sé sú paradís sem menn sjá í þessum annars sandhólum og melum sem jökullinn hefur leikið um frá önd- verðu. Mogginn sýndi tölvumynd af þessu vatnasvæði og fannst mér svæðið tilkomu- meira og fegurra yfir að líta þegar búið var að kaffæra þessa sandhóla sem þarna em. Hvaða smáiðnaður? Mér hefur æði oft verið bent á það að hér þurfi ekki heilt álver og má það vel vera. Spurning mín er hins vegar sú hvað það eigi þá að vera. Jú, einhvers konar smáiðn- aður, segir fólk. En hver á að flár- festa í smáiðnaði á Reyðarfirði þar sem búa innan við 700 manns? Hvaða fiárfestir í Reykjavík myndi gera slíkt? Ég lýsi eftir hon- um. Ef einhverfir hafa trú á þess- um smáiðnaði, hvers vegna hefur þá ekki þegar risið hér upp alls konar iðnaður og þjónusta? Ég tel að enginn á Reyðarfirði sé tilbúinn til þess að hætta öllu sínu fyrir fallít fyrirtæki sem væri hægt að reka með lánum í ein- hvern tíma eins og vinir vorir á Vestfiörðum hafa nú brennt sig á. Balvin Baldvinsson „Er hugsanlegt að álver sé jafn- mikill mengunarvaldur og örfáir umhverfissinnar vilja vera láta eða er þetta bara enn eitt máiið sem örfáir menn treysta sér til að taka upp á sína arma bara til að geta verið á móti einhverju?u Kjallarinn Baldvin Baldvinsson sjómaður á Reyðarfirði Meö og á móti Nýtt deiliskipulag Laugardalsins Skipulags- og umferðarnefnd Reykja- víkur hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugardalinn. Er gert ráð fyrir að Landssíminn fái út- hlutað 25.000 fermetra lóð undir skrif stofubyggingu og einnig gert ráð fyrir 11.500 fermetra lóð sem hefur ekki verið úthlutað. Bíó ehf., í eigu Jóns Ólafssonar í Skífunni, hefur sótt um þá lóð. Þjóðarleik- vangur „Nú er verið að fullmóta nýt- ingu Laugardals, með hugmynd- um um fiölnota íþrótta- og sýning- arhús í tengslum við Laugardals- höll, 50 m innisundlaug og heilsu- ræktarstöö viö Laugardalslaug ’—"f| og skipulagi i byggingalóð- 1 anna við Suður- Arnl Þór Sigurðs- son, formaður skipulags- og um- feröarnefndar Reykjavíkur. landsbraut næst Glæsibæ. í öll- um þessum mál- um hefur verið lögð áhersla á a Laugardalinn sem þjóðarleik- vang og útivist- ar- og afþreying- arperlu Reykvíkinga. Með þessu skipulagi verður Laugardalurinn þjóðarleikvangur í knattspyrnu, handbolta, sundi, frjálsum íþrótt- um, skautum o.s.frv. Við Suður- landsbraut hafa um 30 ára skeið verið byggingalóðir sem nú er áformað að nýta en mikilvægt er að hafa í huga að þar er ekki ver- ið að breyta útivistarsvæði í at vinnusvæði. Annars vegar er lóð undir aðalstöðvar Landssímans sem hafa nú þegar mikil umsvif í næsta nágrehni en fyrirtækið hef- ur áform um að vera einnig með sýningaraðstöðu í húsakynnum sínum. Hins vegar er lóð sem áhugi er á að nýta undir flöl- skyldu- og tómstundahús, sem myndi ekki síst mæta brýnni þörf unglinga í borginni fyrir aðstöðu. Slík hús eru þekkt víða og með staðsetningu í Laugardalnum næst einstök tenging við flöl- skyldu- og útivstarsvæðið þar.“ Aðeins einn dalur „Aðalatriðið í þessu máli er að það er einungis til einn Laugardal- ur á höfuðborgarsvæðinu. Það er kannski ekkert mál að byggja upp, þó það taki langan tíma, ný úti- vistarsvæði á jaðarsvæði höf- uðborgarsvæðis- ins. En það verður aldrei til nýr Laugardal- ur. Þeir sem hafa farið til New York, London eða ann- arra stórborga sjá þar garða á dýmstu svæðunum. Það mundi aldrei hvarfla að borgaryfirvöld- um í þessum borgum að snerta við görðunum, þau kæmust heldur aldrei upp með það. Nú þegar er Laugardalurinn afskaplega vin- sælt svæöi fyrir flölskyldur, úti- vistar- og íþróttafólk og fleiri. Þeir garðar sem eru í dalnum era troð- fullir á góðum dögum. Það eru því mikil not fyrir þau svæði sem eft- ir er að nýta í dalnum. Auð svæði i Laugardalnum eru of verðmæt til að þeim verði fórnað undir at- vinnustarfsemi. Ef það gerist verð- ur ekki aftur snúið. Menn búa ekki til nýjan Laugardal. Málfutn- ingur okkar sem viljum afstýra skipulagsslysi í Laugardalnum hefur fengið mjög góðan hljóm- grunn meðal almennings sem end- urspeglast í stöðugum símhring- ingum frá áhyggjufullum borgar- búum.“ -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.