Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Tvöföld ánægja - tvöföld vinna Eins og gefur að skilja munar um helming að eignast eitt bam eða tvíbura. Þegar tví- burar koma í heiminn fylla þeir lífforeldra sinna af tvöfaldri hamingju. Mikil vinna fylgir líka þessum litlu manneskjum. Aðalheiður Þorsteinsdóttir myndi vilja eignast aðra tvíbura: Mig hafði gnmað að ég ætti von á tvíburum og þegar ég fór í sónar þegar ég var gengin sextán vikur sást eitt bam þannig að ég bað um að leit- að yrði að öðru,“ segir Aðalheiður Þorsteinsdóttir. „Annað fóstur sást loks í sónamum. Viðbrögð mín vom æðisleg og ég held að ég hafi brosað það sem eftir var meðgöngunnar." Tvíburasystumar Anna Stína og Þóra Steina era níu ára. Þær eiga tæplega 12 ára gamlan bróður sem heitir Hrathkell. „Mig hafði langað til að eignast tví- bura frá því ég var krakki en mér fannst tvíburar svo heillandi. Margir tvíburar vora í sama skóla og ég þannig að það hefur kannski haft ein- hver áhrif.“ Frá því Anna Stína og Þóra Steina komu í heiminn hefur Aðalheiður lært að vera þolinmóðari. „Ég hef líka lært að meta einstaklinginn út frá honum sjálfum en ekki ákveða að allir séu eins. Ég er enn þá að læra en það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur í ljós.“ Systumar eru tvíeggja en að sögn móður þeirra eru þær mjög líkar. „Þær eru samrýndar. Án þess að gera sér grein fyrir því sjálfar þá gera þær eiginlega ekkert hvor án annarrar. Þær eru með sitt herbergið hvor en það er opið á milli þeirra; fyrirkomu- lagið var reyndar þannig þegar við fluttum í íbúðina. Þetta er kjörið tví- buraherbergi." Þegar sysfumar vora litlar fór Að- alheiður lítið út nema til að sækja fundi hjá Tvíburafélaginu. „Það var erfitt að fara út með þijú lítil böm en á fundunum sóttist ég eftir félagsskap og samheldni og reynslusögum ann- arra tvíburamæðra." Aðalheiður er spiuð hvort hún myndi aftur vilja eignast tvíbura. „Það er ekki spuming." -SJ „Þetta var erfiðast fyrst vegna þess að ég var að reyna að burðast við að vera með þá á brjósti." DV-mynd Teitur ræðumir Hjálmar og Garðar vora tíu og sjö ára þegar þeir eignuð- ust tvíburabræður sem heita Bjarki og Brynjar. Síðan era liðin sex ár. Móðir fjór- menninganna, Guðrún Ein- arsdóttir, var komin um sex vikur á leið þegar hún vissi að von væri á tvíburum. „Ég fór þá í sónar vegna þess að ég hafði misst fóstur áður. Það var verið að athuga hvort allt væri í lagi. Ég varð mjög „Eg hef lært að meta einstak- linginn út frá honum sjálfum en ekki ákveða að allir séu eins, Ég er enn þá að læra en það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur í ljós.“ DV-mynd Hilmar Þór ánægð og stolt en gerði mér enga grein fyrir því hvað þetta yrði mik- il vinna.“ Undirbúningur fyrir komu tvíbu- ranna var annar en þegar von var á Hjálmari og Garðari. „Við reyndum að vera búin að gera sem mest áður en bömin fæddust og reyndum að hafa allt tilbúið. Við voram samt ekki búin að fá rúmin eða sængum- ar heim áður en þeir fæddust þar sem ég vildi það ekki.“ Guðrún seg- ir að nauðsynlegt sé að hafa allt til- búið. „Þetta er það mikil vinna að hugsa um tvíbura. Stofublómin mín dóu til dæmis eftir að þeir fæddust vegna þess að ég hafði ekki tima til að vökva þau. Það var það mikið að gera að ég hafði varla tíma til að sinna eldri bömunum. Ég fékk syst- ur mína til að taka Garðar í mánuð vegna þess að hann vildi vekja það mikla athygli á sér og ég gat ekkert sinnt honum. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að elda. Þetta var erf- iðast fyrst vegna þess að ég var að reyna að burðast við að vera með þá á brjósti. Vinnan minnkaði þeg- ar þeir fengu pela því ég var með þá á brjósti meirihluta sólarhringsins og fékk þar af leiðandi engan svefn.“ Vinkona Guðrúnar var hjá henni um tíma eftir hádegi en eig- inmaðurinn, Þorsteinn Garðarsson, gat ekki verið mikið heima vegna anna í vinnunni. Margir veigraðu sér hins vegar við að koma í heim- sókn. Þeir héldu að þeir myndu trafla. Annar tvíburinn var mjög óvær í fyrstu en hann var mun minni en bróðir hans. „Hann var greinilega vanþroskaður en honum gekk illa að drekka, hann þurfti þess vegna oft að ropa og fékk í magann.“ Fyrsta árið var erfitt. „í dag er þetta rosalega skemmtilegt." -SJ Guðrún Einarsdóttir segir að nauðsynlegt sá að hafa allt tilbúið: dóu Gamall draumur rættist vægt að uppgötva að þeir fá að taka svo mikinn þátt i umönnun barn- anna. Það þarf tvær aukahendur. Feðurnir segja stundum að þeir fari í vinnuna til að slappa af en að vinnan byrji þeg- - * ar þeir koma heim. Þetta er í mörg- um tilfellum rétt. Það geng- ur oft ansi mikið á, sér- staklega ef foreldrarnir eiga börn fyrir." -SJ föld ánægja, tvöfold hamingja og tvöfold vinna. Þetta er yndisleg lífs- reynsla. Mörgum feðram finnst svo mikil- Kristín Reynisdóttir er formaður Tvíburafélagsins: í kjölfar glasafrjóvgana Tvíburasysturnar Tanja og Telma Kristóbertsdætur era sjö ára. Þær eiga tveggja ára bróður, Heiðar, og sextán ára gamla systur, Víví. Þegar móðir þeirra,. Kristín Reynisdóttir, frétti að hún ætti von á tvíburum hugsaði hún: „Vá, þetta getur ekki verið að gerast." „Svo var þetta ofsalega mikil hamingja og gleði fimm mín- útum seinna." Kristín er formaður Tvíburafé- lagsins. Fyrir sjö árum vora tví- burafjölskyldur í félaginu tæplega 100 en í dag era þær tæplega 300. Tvíburafæðingar í kjölfar glasa- fijóvgana era aðalástæðan. Félagar era verðandi tvíburafor- eldram innan handar; útvega þeim vagna, kerrur og fleira. „Við höfum verið með sölumarkað, við gefum út fréttabréf og við höldum jólaböll sem hafa verið vel sótt. Fyrstu helg- ina í september koma fiölskyldunar saman í Heiðmörk og grilla, á sumr- in er farið í útilegu og við höfum verið með fiölskyldudag og fyrir- lestra en við mæðumar og bömin hittumst síðasta miðvikudag i slappa af og njóta líðandi stundar. „Þetta er tvö- hverjum mánuði á milli kl. 15 og 17 í Kirkjuhvoli í Garðabæ og V ikingsheimilinu. “ Mæður eldri bamanna miðla reynslu sinni og þekkingu til þeirra tvíbura- mæðra sem eiga yngri böm. „Það er allt öðravísi að vera með tvo einstak- linga á sama stigi heldur en að vera með eitt bam. Gæta verður þess aö báðir fái jafnmikið af öllu og ýmislegt tengt því.“ Kristín segir að verðandi tvíburaforeldrar ættu að „Mörgum feðrum finnst svo mikilvægt að uppgötva að þeir fái að taka svo mik- inn þátt i umönnun barnanna. Það þarf tvær auka- hendur." DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.