Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 25 4 Sport Sport Ný stjarna í Chicago? Chicago Bulls, fyrrum stórveldið í NBA-körfu- boltanum sem hrapaði af toppnum á botninn á síðasta tímabili, samdi í gærkvöld við Elton Brand, efsta leikmanninn 1 nýliðavali deildarinnar í sumar. Brand skrifaði undir 3ja ára samn- ing við félagið sem tryggir honum 650 milljónir króna á því tímabili. Brand er kraftmikill framherji, 2,03 m á hæð og 120 kíló, og forráða- menn Chicago sjá hann sem fyrsta skrefið í að koma félaginu til vegs og virðingar á ný. Hann var valinn besti leikmaður bandarísku háskól- anna síðasta vetur en hann hætti námi að loknu öðru ári í vor til að fara í NBA-deildina. Brand lék með banda- ríska landsliðinu sem tryggði sér keppn- isrétt á Ólympíu- leikunum um síðustu helgi. -VS Meðal þeirra bestu - U-20 ára landslið kvenna í handknattleik fer til Kína í fyrramálið til að taka þátt í úrslitum HM Vitum hvað við getum Þóra B. Helgadóttir hefur verið önnum kafin undanfarið, enda bæði að verja mark Breiðabliks í knattspyrnunni og að undirbúa Kínaferð með 20 ára landsliðinu í handboltanum, sem er fyrir aftan hana á myndinni. DV-mynd TJ Landslið Islands í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum yngri en 20 ára, heldur til Kína snemma í fyrra- málið til að taka þátt í úrslitakeppni HM. Liðið á langa og erfiða ferð fyrir höndum, lagt verður af stað kl. 6 og komið á áfangastað 24 klukkustundum síðar, eftir 16 tíma flugferðir og 8 tíma bið á flugstöðvum. Gríðarleg lyftistöng „Undirbúningurinn er búinn að vera langur, við tókum þátt í Norður- landamótinu í lok júní og höfum æft stanslaust síðan og oft tvisvar á dag, auk æfingaleikja. Þetta mót er mjög mikilvægt fyrir kvennahandboltann og er gríðarleg lyftistöng fyrir hand- boltann,“ sagði Svava Ýr Baldvins- dóttir, sem þjálfar liðið ásamt Judit Rán Estergal. „Við erum að fara að spila á móti bestu þjóðum i heimi og við erum í mjög erfiðum riðli með Rúmenum, Norðmönnum og Kongó og við gerum okkur ekki miklar vonir um stóra sigra en stefnum að því að spila vel. Hópurinn er góður, stelpumar þekkj- ast mjög vel og hafa æft lengi saman. Helsti veikleiki okkar er hvað liðið er lágvaxið og vantar skyttur en við byggjum á því að spila hratt og beita gegnumbrotum," sagði Svava Ýr. Þrjár æfingar á dag Einn leikmanna liðsins er Þóra B. Helgadóttir, hún þurfti að gera upp við sig hvaða landsleikjum hún ætlaði að taka þátt í því hún er ekki aðeins í handboltalandsliðinu heldur stendur hún milli stanganna í 2. og meistara- flokki Breiðabliks og hjá U-21 árs og A-landsliðum kvenna en öll þessi lið eiga leiki á meðan á HM stendur. Þóra hefur vegna þessa æft allt að þrisvar sinnum á dag. En hefur ekki verið erfitt að fá þetta til að ganga upp? ' „Jú það hefur verið erfitt og vegna mikils æfingaálags hef ég aðeins getað unnið hálfan daginn í allt srnnar, en miðað við hvað þetta var mikið púslu- spil þá hefur þetta eiginlega gengið ótrúlega vel. Mér datt aldrei í hug að gera upp á milli íþróttagreinanna núna og setti stefnuna alltaf á að fara með liðinu til Kína. Það kom aldrei annað til greina því það er ekki víst að ég fái nokkru sinni aftur tækifæri til að taka aftur þátt í úrslitakeppni HM. Ég geri mér þó grein fyrir því að sá tími nálgast að ég þarf að velja á milli greina eins og allir eru að segja mér. Ég á eitt ár eftir í stúdentspróf og stefni á framhaldsnám erlendis og þá mun ég gera þetta upp við mig,“ sagði Þóra. Vilji er allt sem þarf „Ég er mjög spennt fyrir ferðinni til Kína, þetta er góður hópur sem á fulla möguleika á þessu móti þrátt fyrir að riðillinn sé mjög sterkur. Það er allt hægt ef vUjinn er fyrir hendi og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna okkar bestu hliðar okkar. Það eru aU- ir smeykir fyrir ferðalaginu en við erum jafnframt staðráðnar i að ein- beita okkur að því að standa okkur vel,“ sagði Þóra B. Helgadóttir. „Við verðum að sýna okkar rétta andlit, við vitum cdveg hvað við getum og stefnum óhikað að því að halda okkur í fyrstu 10 sætunum. Ég held að við trúum því allar innst inni að ef við náum upp góðri stemningu er allt hægt. Við munum þjappa okkur vel saman og einbeita okkur að því að standa okkur vel,“ sagði Hafdís Hin- riksdóttir, einn leikmanna liðsins. Kveðjuhátið U-20 ára hópsins verð- ur haldin í Framhúsinu Safamýri í kvöld og hefst hátíðin kl. 20 með ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra. Meðal skemmtiatriða á kveðjuhátíðinni er léttsveit Kvenna- kórs Reykjavíkur og Sveinn Waage, fyndnasti maður íslands. -ih Umskipti hjá IA Ljóst er að Skagamenn tefla fram gjör- breyttu liði í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur. Allir fastamenn síðasta árs, nema Brynjar Sigurðsson, eru horfnir á braut. Bjami Magnússon og Dagur Þórisson eru komnir í Grindavík, Alexander Ermolinski er að fara í nám erlendis, Trausti Jónsson er kominn til Snæfells, Jón Þór Þórðarson fer til Reykjavíkur í haust og óvíst er hvort Pálmi Þórisson verði með vegna náms. Þá er þjálfarinn, Brynjar Karl Sigurðsson, meiddur og leikur ekki fyrr en eft- ir áramót. í staðinn hefur ÍA fengið fjóra unga leikmenn úr Val og einn úr KR og það verður því greinilega á brattann að sækja hjá ÍA í vetur. -DVÓ Alexander Er- molinski fer utan í nám. Draumalið DV Tvö lið, Fowler og Gullborg, eru jöfn og efst í draumaliðsleik DV eftir 10. umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem lauk á sunnudag með leik Leifturs og ÍBV. Þau eru með 82 stig hvort en síðan kemur Kobbi töff með 79 stig. Þetta var jafn- framt fyrsta umferðin í þriðja hluta keppninnar og þar tóku FCBarnes og Mokki forystuna með 28 stig. Stöðu 300 efstu keppenda, í heild og I þriðja hluta, er að finna á íþróttavefnum á Visi.is. Þar er einnig leikmannalistinn, með stigum og verði leik- manna úrvalsdeildarinnar, en nú í vikunni eru síðustu forvöð fyrir þá sem vilja skipta um leikmenn í draumaliðunum sín- um. Sá frestur rennur út á laugardagskvöld. Skiptin skal senda á netfangið draumur@ff.is eða í fax 550-5020. Hermann er í startholunum Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspymu, hefúr minnt félög í tveimur efstu deildunum í Englandi á að hann geti losnað frá C-deildarliði Brentford ef með þarf. Haft er eftir Hermanni á fréttavefnum Teamtalk að hann muni leggja sig 100 prósent fram fyrir Brent- ford. „En ef ég finn að það sé slæmt fyrir feril minn með ís- lenska landsliðinu að spila í þessari deild, mun ég hugsa minn gang vandlega," segir Hermann. Sagt er að Hermann hafi komist að samkomulagi við Ron Noades, eiganda og framkvæmdastjóra Brentford, að ekki verði staðið í vegi hans ef tilboð kemur frá stærra félagi. -VS Runar fjorði Norskir fjölmiðlar eru sammála um að Rúnar Kristinsson sé fjóröi besti leikmað- ur norsku A-deildarinnar í knattspymu í sumar. Hjá VG, Dagbladet og Nettavisen er Rúnar alls staðar í 4. sæti í einkunna- gjöf fyrir leiki deildarinnar í ár. Hann var valinn maður leiksins í fimmta skipti hjá Nettavisen þegar Lilleström malaði Viking, 4-1, á sunnudaginn. Hjá VG er Rúnar með 6,0 í meðaleinkunn á tímabilinu, og hjá Dagbladet 5,9. Hjá Nettavisen er hann með 5,81. Næstur íslendinga í röðinni hjá VG er Heiðar Helguson en hann er í 21. sæti með 5,27 í einkunn. Helgi Sigurðsson er í 43. sæti með 4,81, Tryggvi Guðmundsson er í 52. sæti með 4,73 og Ríkharður Daðason í 74. sæti með 4,55. -VS Bjargar Juventus Anelka-málinu? í dag á að skýrast endanlega hvort franski knattspymumaðurinn Nicolas Anelka verði seldur frá Arsenal til Lazio á Ítalíu, fyrir 2,5 milljarða króna, en þá rennur út sá frestur sem Arsenal gaf honum til að ljúka sínum málum. Daily Mail skýrði ffá því í morgun að svo virtist sem annað ítalskt stórveldi, Juventus, myndi bjarga málinu fyrir Lazio með því að taka þátt í kaupunum. Ðæmið lítur þá þannig út að Arsenal fær Thierry Henry frá Juventus, Juventus fær Pavel Nedved frá Lazio og eignast Anelka en leigir hann til Lazio. ítölsk félög hafa unnið saman á sambærilegan hátt í seinni tíð. -VS Bland i poka Opin hjóna- og parakeppni fór fram hjá Golfklúbbi Suðumesja laugardag- inn 24. júlí sl. Þátttakendur voru 32 pör sem léku 18 holu fjórboltahögg- leik með víxlbolta fyrirkomulagi. Ur- slit urðu sem hér segir: Besta skor var hjá Halldóru Axelsdóttur og Þráni Rósmundssyni á 84 höggum. Með forgjöf voru eftirfarandi hjón og pör i fimm efstu sætunum: Fyrst urðu Hulda Guómundsdóttir og Ib- sen Angantýsson á 64 höggum. í öðm sæti Einar Magnússon og Ingi- björg Bjarnadóttir á 66 höggum og i þriðja sæti Einar Gunnarsson og Sara Jóhannsdóttir á 66 höggum. Katrín Jónsdóttir og stöllur hennar í Kolbotn eru komnar í topp- baráttu norsku A-deildarinnar í knattspymu eftir 0-2 útisigur á Klepp á sunnu- dag. Þetta var fyrsti ósigur Klepp á tímabil- inu. Asker er efst með 19 stig en síð- an koma Trondheims-Öm, Klepp og Kolbotn með 16 stig hvert. Esbjerg vann OB, 2-0, i nýliðaslag í lokaleik 1. umferðar dönsku A-deild- arinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Guðni Rúnar Helgason hefur jafnað sig af matareitmninni sem hann varð Sterkt Norðurlanda- mót hér á landi Norðurlandamót kvennalandsliða í knattspyrnu 21 árs og yngri fer ffam hér á landi dagana 2.-8. ágúst. Þar leika fimm Norðurlandaþjóðir og þrjú gestalið, sem að þessu sinni eru Þýskaland, Ástralía og Bandaríkin. Sex af átta þátttökuþjóðunum voru með lið í heimsmeistarakeppni A- liða í Bandaríkjunum í sumar og mótið er því geysilega sterkt. ísland leikur við Noreg að Hlíðarenda á mánudag, við Ástralíu á Akranesi á miðvikudag og við Svíþjóð í Kópa- vogi á föstudag. Sunnudaginn 8. ágúst er síðan leikið til úr- slita um sæti. -ÍBE/VS Evrópumótið í sundi: Þrjú met á fýrsta degi Islensku sundmennimir á Evrópumeistaramótinu í Istan- búl hófu þátttöku á mótinu í gær. Þrjú íslandsmet voru sett í undanrásum en enginn komst í úrslit. Öm Amarson varð að gera sér 23. sæti að góðu í und- anrásum 100 m baksunds. Hann byrjaði allt of hægt og hefði þurft að synda á sínum næst- besta tíma til að komast í úrslit. Hjalti Guðmundsson bætti 7 ára gamalt met Amþórs Ragn- arssonar í 100 m bringusundi um 21/100 úr sek. Hjalti synti á 1:04,57 mín. og varð 24 af 32 keppendum. Eydís Konráðsdóttir bætti eigið met í 50 m flugsundi um 12/100 og synti á 0:28,64 mín. og varð 25 af 42 keppendum. Ríkarður RíkcU'ðsson bætti eigið met í 50 m flugsundi um 5/100, synti á 0:25,50 mín. og varð 27 af 36 keppendum. Öm Amarson synti 100 m baksund á 0:57,52 mín. og varð 23 af 32 keppendum en til að komast í úrslit þurfti að synda á 0:56,87 mín. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var langt frá sínu besta, synti 200 m baksund á 2:28,74 mín. og varð 24. Elín Sigurðardóttir synti 50 m flugsund á 0:29,57 mín. og varð 38 af 42 keppendum. Jakob Jóhann Sveinsson synti 100 m bringusund á 1:06,12 mín. og varð 32. af 34 keppendum. í dag keppa Örn, Ríkarður, Kolbrún og Lára í 100 m skrið- sundi. Kolbrún hefúr ekki bætt sig í þeirri grein ffá því á EMU í fyrra þannig að nú verður hún að taka á, met hennar er 58,17. Öm ásælist líklega met Magnúsar Ólafssonar sem er 51,62 og er sett 1991 í Aþenu. -JKS 0 v 5 i LANDSSÍHA DEIEJDIK y Úrvalsdeild karla KR 10 7 2 1 23-8 23 ÍBV 10 6 3 1 17-6 21 Fram 10 3 5 2 13-11 14 Leiftur 10 3 4 3 8-13 13 Grindavík 10 3 2 5 11-12 11 Valur 10 2 5 3 13-18 11 Breiðablik 9 2 4 3 9-9 10 ÍA 9 2 4 3 5-8 10 Keflavik 10 3 1 6 13-18 10 Víkingur R. 10 1 4 5 10-19 7 í vikunni verða leiknir fjórir leikir í 11. umferð deildarinnar. KR og Leiftur leika á miðviku- dagskvöld kl. 20 og á fimmtu- dagskvöld mætast Keflavík og Fram, Breiðablik og Grindavík og Víkingur og ÍA. Leik ÍBV og Vals hefur verið frestað vegna leiks ÍBV við MTK í forknppni meistaradeildarinnar á morgun. Tólfta umferðin veröur síðan leikin dagana 7.-11. ágúst. Júgóslavi í Borgarnes DV, Vesturlandi: Stjórn Körfuknattleiks- deildar Skallagríms hefur samið við Dragisa Saric um að hann taki að sér þjálfun og leiki jafnframt með liðinu og er samningur hans til eins árs. Saric, sem er 37 ára og 2,03 á hæð, hefur leikiö með ýmsum liðum í efstu deild- inni í Júgóslavíu, hann er frammiðherji og getur bæði spilað fyrir utan og innan. DVÓ Valur 1(0) - ÍA 2 (1) Hjörvar Hafliöason @ - Helgi Már Jónsson @, Izudin Daði Dervic @ (Siguröur Sæberg Þorsteinsson 57.), Lúðvík Jónasson, Hörður Már Magnússon - Matthías Guðmundsson @, Amór Guðjohnsen, Guðmundur Brynjólfsson @, Kristinn Lámsson @ - Jón Þ. Stefánsson, Ólafur Ingason. Gul spjöld: Jón. Ólafur Þór Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson @, Gunnlaugur Jónsson @, Alexander Högnason @, Reynir Leósson @ - Pálmi Haraldsson (Unnar Valgeirsson 80.), Jóhannes Harðarson @@, Heimir Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson (Kristján Jóhannsson 77.) - Ragnar Hauksson (Ragnar Ámason 77.), Kenneth Matijani. Gul spjöld: Ragnar Á. Valur-ÍAj Valur-ÍA Markskot: 11 14 \ Hom: 7 9 j Áhorfendur: 826. Völlur: Sæmilegur Dómari: Eyjólfur Ólafsson, heldur smámunasamur. Maður leiksins: Jóhannes Harðarson, IA. Lykilmaður endurvakinnar Skagasóknar og sterkur á miðjunni. - ÍA lagði Val, 1-2, og batt endi á tveggja mánaða dvöl í fallsæti Skagamenn lyftu sér upp úr fallsæti eftir rúma tveggja mánaða óvanalega dvöl fé- lagsins í óvinsælustu sætum deildarinnar. ÍA gerði það með því að vinna Val, 1-2, í frestuðum leik úr 6. umferð. Valsmenn biðu þama sitt fyrsta tap í __________________þjálfaratíð Inga Bjöms Albertsson- ar, í sjötta leik undir hans stjórn i sumar, og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur á Hlíðar- enda í þrjú ár. Bæði lið Alexander Högnason (38.) v " skoraði yfir vamarpakka Vals eftir að Hjörvar hafði misst af homspymu Jóhannesar Harðarsonar. Kenneth Matijani (56.) "w fylgdi eftir eigin skoti eflir að Gunnlaugur Jónsson hafði skallaöi fyrirgjöf Pálma Haraldssonar til hans. Matthias Guömundsson " ” (75.) skallaði boltann inn af markteig eftir frábæra sendingu og einleik Kristins Lárussonar frá vinstri. minntu lítið á sjálf sig frá því í síðustu leikjum en bæði hafa verið á hraðri uppleið eftir dapurt gengi í byrjun móts. Fyrri hálf- leikur var því slakur, þangað til að Skaga- menn, sem höfðu ógnað meira, tóku foryst- una í lok hans. Skagamenn byrjuðu síðan seinni hálfleik af krafti og fljótlega vora þeir búnir að auka muninn. Þá var sem Valsliðið vaknaði af væmm blundi og framhaldið var að mestu í eigu þeirra. Skagamenn virtust hafa pakkað saman og í huga komnir í rút- una á leið aftur heim en þeir máttu vara sig á Valsliðinu sem sótti stíft í lokin en sterk Skagavörn hélt út. Skagamenn nærri tvöfölduðu mörkin sín í gær en leikur liðsins hefur þó oft verið meira sannfærandi. Hjá Skagamönnum lék Jóhannes Harðarson mjög vel, fór fyrir liðinu í spili og baráttu auk þess sem Gunnlagur Jónsson tapaði vart skallaein- vígi í leiknum. „Þetta var kærkominn sig- ur í mikilvægasta leiknum hjá okkur til þessa í sumar. Eftir að við skoruðum seinna markið hugsuðum við fyrst og fremst um að halda þessu. Þetta tal um að eiga leiki til góða hefur truflað okkur en þetta hafðist," sagði Jóhannes Harðarson, eftir leik. Valsmenn vantaði fyrri kraft og baráttu í upphafi en eftir fyrsta klukutímann tóku þeir við sér og gátu alveg eins bjargað stig- inu í lokin. Ingi Bjöm gerði enn einu sinni breytingu á vörninni í þessum leik og það er ljóst að þar liggur vandi liðsins. „Við þurftum fyrri hálfleikinn og mark á okkur til að vakna en seinni hálfleikurinn hjá liöinu yar allt annar og ég tel að við höf- um átt meira skilið,“ sagði Ingi Björn, þjálf- ari Vals, eftir leik. -ÓÓJ Jóhannes Harðarson var I Guðjohnsen. aðalhlutverki hjá Skagamönnum í gærkvöld og hér á hann í höggi við Valsmanninn Arnór DV-mynd Hilmar Þór Bjarni Friðriksson, yfirþjálfari í æfingabúðum í Finnlandi: „Mjög mikill heiður“ Bjarni Friðriksson, mesti af- reksmaður íslands í júdó og bronsverðlaunahafi á Ólympíu- leikunum 1984, verður yfirþjálfari í alþjóðlegum æfmgabúðum sem haldnar era árlega í Turku í Finn- landi. Skólinn hefst á morgun og stendur til sunnudags en þetta er 25. árið sem hann er starfræktur. Finnska landsliðið verður allt í búðunum og þar verður júdófólk í ýmsum aldursflokkum og af báð- um kynjum. Ár hvert er frægum júdóköpp- um boðið að gegna stöðu yfirþjálf- ara í æfingabúðunum. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að Bjami skuli bætast í þann hóp því hann er eini Norðurlandabúinn sem komist hefur á verðlaunapall í íþróttinni á Ólympíuleikum. „Það er mjög mikill heiður fyr- ir mig að fá þetta boð því yfirþjálf- arar tfl þessa hafa verið margir af bestu júdómönnum heims,“ sagði Bjami Friðriksson, við DV, í gær- kvöld. -VS fyrir 1 ferð Eyjamanna til Albaníu og getur væntanlega spilað með ÍBV gegn MTK í Evrópukeppninni í knatt- spyrnu á morgun. Hins vegar er ólík- legt að Goran Aleksic verði með, hann æfði reyndar með ÍBV í gær- kvöld en verður tæplega leikfær eftir að hafa farið úr axlarlið í fyrri leikn- um. Egill Atlason, knattspyrnumaðurinn ungi úr KR, fór um helgina til enska félagsins Tottenham. Hann fer með unglingaliði félagsins í keppnisferð til Irlands i vikunni. David Seaman, markvörður Arsenal og enska landsliðsins i knattspyrnu, meiddist þegar lið hans gerði 1-1 jafn- tefli við Mónakó í gærkvöld. Óvíst er að hann geti leikið með Arsenal i upphafi tfmabilsins í Englandi. Forráöamenn körfuknattleiksdeild- ar Breiðabliks óttast að leggja þurfi deildina niður þann 1. ágúst vegna þess hve illa gengur að fá fólk til starfa fyrir hana. Þeir segja að örfá- ir einstaklingar hafi borið hana uppi undanfarin ár og séu nú að hætta. Málefni deildarinnar verða rædd á opnum fundi í Smáranum kl. 21 í kvöld. Þórður Guðjónsson skoraði eitt marka Genk í 6-0 sigri á Stade Leu- ven í æfingaleik um helgina. Þórður hefur nú skorað á annan tug marka fyrir Genk á upphitunartímabilinu en keppni í belgisku A-deildinni í knattspymu hefst 7. ágúst. Arnór Guðjohnsen lék að nýju með Valsmönnum i gærkvöld þegar þeir mættu ÍA en hann hafði misst af tveimur siðustu leikjum Hlíðarenda- liðsins vegna meiðsla. -JKS/ÓÓJ/VS 1. DEILD KV. A-riðill: FH-Grótta.....................0-2 Fylkir - RKV..................1-2 FH 11 8 1 2 40-14 25 RKV 9 7 1 1 33-11 22 Grótta 10 5 1 4 26-14 16 Selfoss 9 3 1 5 8-25 10 Fylkir 11 2 2 7 17-31 8 Haukar 10 1 2 7 12-11 5 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.