Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ1999 Verslunarmannahelgin: Væta um allt land „Það lítur ekki út fyrir að það verði neinn staður sem sleppur al- veg við rigninguna," segir Unnur Ólafsdóttir, veðurfræðingur á Veð- urstofu íslands, um veðurspána um verslunarmannahelgina. „Það gæti orðið einhver væta alls staðar. Svona í grófum dráttum byrjar hún með austlægri átt suðvestanlands á fóstudag og berst svo með austur- og norðurströndinni. Það verður erfitt að segja til um hitastig en það verð- ur svalara en er núna,“ sagði Unn- ur. Nákvæmari spár fyrir helgina er að vænta á morgun. -hb Snurvoðarbáturinn Reykjaborg-RE fékk heldur lítinn afla í gær ef undan er skilið þetta bjarg sem kom í snur- voðina. Héldu skipverjarnir að ^jteinninn væri um hálft tonn. Ekki henda þeir honum aftur í sjóinn heldur fer hann í uppfyliingu ein- hvers staðar. DV-mynd S Bílþjófnaður: Þrír ungir drengir struku Þrír ungir piltar voru stoppaðir af lögreglu í Hvaifjarðargöngunum í nótt. Höfðu drengimir sleppt því að ^borea gjald í göngin, auk þess sem ^peir óku of hratt. Þegar lögregla stoppaði þá kom í ljós að þeir voru allir of ungir til þess að hafa bílpróf auk þess að bíllinn var stolinn. Ekki nóg með það heldur höfðu piltarnir strokið frá meðferðarheimili í Skagafirði. Voru þeir færðir í fanga- geymslur lögreglunnar og látnir gista þar í nótt. Bíl var stolið í Breiðholti í gær- kvöld og er hann enn ófundinn. Bif- reiðin, sem er af gerðinni Huyndai Sonata, var ófundin þegar DV fór í prentun. Skráningamúmer bílsins er TJ-792 og em þeir sem sjá hann beðnir að láta lögreglu vita. Að sögn lögreglu hafa bílþjófnaðir færst í aukana og er æ algengara að bílam- •Hr séu notaðir i eiturlyfjaviðskiptum eða innbrotsleiðöngrum. -EIS Agnar W. Agnarsson var jarðsettur í grafreit ásatrúarmanna í Gufunesi í gær að viðstöddu fjölmenni. Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði krýpur hér við kistu hins látna. Sjá nánar á bls. 11. DV-mynd E.ÓI. Sparnaðaraðgerðir Bandaríkjastjórnar: Bandarískir hermenn til íslenskra tannlækna Bandarikjastjóm hefur gert samn- ing við bandarískt tryggingafyrirtæki að það greiði fyrir tannviðgerðir her- manna hjá íslenskum tannlæknum og þá sérstaklega dýra sérfræðiþjónustu, svo sem tannréttingar og brúarsmiði. Með þessu móti telja yfirmenn hersins að þeir séu að spara vegna þess að ís- lenskir tannlækn- ar séu í raun ódýrir. „Við erum að semja við íslenska tannlækna og stefnum að því að þetta geti hafist 1. október," sagði Karen Sellers, yfirlið- þjáifi hjá bandaríska hernum á Mið- nesheiði. „Allir hermenn á Vellinum greiða tryggingagjald vegna tannvið- gerða sem rennur svo til að greiða ákveðið hlutfall að reikningum tann- læknanna. Við erum með okkar eigin tannlækna en það hefúr skort á að hægt hafi verið að þjónusta fjölskyld- - eru taldir ódýrir ur hermannanna með tannréttingar og aðrar flóknari aðgerðir," sagði Karen Sellers. Tannlæknar bandríska hersins eru í raun að sinna herskyldu með störf- um sínum og flytja ört á milli her- stöðva. Hefur þeim því reynst erfitt að vinna að langtímameðferðum eins og tannréttingum. íslenskur tann- læknir sem heimsótt hefur tann- læknastofu hersins á Miðnesheiði segir tækjabúnað þeirra gamlan og úreltan og augljóst sé að bandaríski herinn leggi ekki mikið upp úr tann- viðgerðum. Þeir séu hins vegar með mjög fullkomin hersjúkrahús. „Þetta hefur fengið góðar undir- tektir meðal félagsmanna okkar og það stefnir allt í að samningurinn geti takið gildi í haust. Mér skilst að þetta sé aðallega hugsað fyrir að- standendur bandarískra hermanna og þá sérstaklega böm þeirra og er hið besta mál. Þetta stækkar markað íslenskra tannlækna en þjónustan mun byggjast á því að hermennimir og fjölskyldur þeirra fái tilvísun frá hertannlækninum á Vellinum," 'sagði Bandarískur hermaður sparar með því að fara til íslensks tannlæknis. Þórir Schiöth, formaður Tannlækna- félags íslands, þar sem hann var staddur í sumarleyfi á Egilsstöðum. -EIR Þórir Schiöth, formaður Tann- læknafélagsins. Eiríkur Tómasson: Sættum okkur ekki við svona framkomu „Við lítum það alvarlegum aug- um ef Fjármálaeftirlitið neitar að af- henda okkur um- beðin gögn sam- kvæmt úrskurð- inum,“ sagði Ei- ríkur Tómasson, formaður Úr- skurðamefndar um samkeppnis- mál, í samtali við DV, i morgun. Hann segir að nefndin bíði átekta og hafíst ekki að í sumarleyf- istimanum. „En það er alveg ljóst að við sætt- um okkur ekki við svona framkomu af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Þetta kærumál DV er hið merkilegasta. Við höfum starfað núna í hálft þriðja ár og höfum aldrei lent í því að vera neitað um aðgang að gögn- um fyrr,“ sagði Eirikur Tómasson prófessor. Eiríkur segir það rétt að lögin fjalli um þagnarskyldu Fjármálaeft- irlitsins en jafnframt sé það ljóst að úrskurðamefndinni ber að fá til umfjöllunar það efni sem hún þarfn- ast til að taka ákvörðun. -JBP Sjá nánar á bls. 2 Reynir í þriðja sinn Afla norska loðnuveiðiskipsins Österbris var dælt í Krossanesverk- smiðjuna á Akureyri í gær sem trygging áður en skipið hélt á ný til veiða í gærkvöldi. Österbris hefur tvívegis verið tekið fyrir ólöglegar veiðar í íslenskra landhelgi en skip- stjórinn staðhæfir að möskvastærð nótar sinnar sé leyfUeg þó mæling- ar sýni annað. Mál skipstjórans heifa verið sameinuð í eitt og verður það flutt á morgun í héraðsdómi Norðurlands. Bíða menn nú átekta hvort Österbris verði fært til hafnar í þriðja sinn og hefðu þá öll skip Landhelgisgæslunnar komið að málinu. Fyrst var það varðskipið Óðinn sem tók togarann, svo Ægir og nú er Týr komið á vaktina fyrir norðan. Þar um borð er fylgst grannt með ferðum þess norska. -EIR son prófessor. Veðrið á morgun: Hlýjast norð- austanlands Á morgun er gert ráð fyrir suð- lægri eða breytilegri átt. Skýjað verður að mestu vestan til á land- inu og dálítil súld með köflum fram eftir degi vestanlands en lengst af bjartviðri austanlands. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig en allt að 20 stigum víða austan- lands. Hlýjast verður norðaustan- lands. Veðrið í dag er á bls. 37. Pantið i tima 3 da^ar í Þjóðhátíð FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.