Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 1
Einstein: „Ég vil vita hvernig Guö hugsar" -bls. 20 I Kári um erfðaiækningar: Lítið varið í fullkomleikann -bls. 21 iBook fartölvan: Apple endurtekur galdurinn -bls. 22 PlayStation Getnaðarvarna- plástur Heilsuvörurisinn Johnson & Johnson er nú að þróa getnað- arvarnaplástur sem hægt verður að nota í heila viku í einu. Fyrirtækið áætlar að fá markaðsleyfi á næsta ári. Evra-plásturinn, sem þetta þarfa- þing kemur tO með að heita, verður svipaður þeim sem eru notaðir við hormónaskiptameðferðir og mun innihalda sömu virku efni og sumar getnaðarvarnapillur J&J. Hægt verður að setja plásturinn hvar sem er á kroppinn og er hann nú á lokastigi tilrauna á mönnum. Plástur- inn er hugsaður fyrir konur sem ann- aðhvort geta eða nenna ekki að muna eftir að taka piiluna sina daglega. Heitir strákar og kaldar stelpur Ef fólk sem hyggur á bameignir hefur sér- stakar óskir um það af hvaða kyni krakk- inn skal vera þá benda þýskar rannsóknir til að til séu öruggari aðferðir en að krossleggja flngur og óska sér. Að- ferðin: Ef það er strák- ur sem óskað er eftir skal framk\ getnaðinn um þc mánuð eftir bylgju. Ef stDa upp á stúlku hins vegar bíða kuldakasti. Rannsóknir Þýskalandi gefa kynna að kyn barna fari að einhverju leyti eftir árstíðum. Bornar voru sam- an þýskar fæðingarskýrslur og veður- farsskýrslur á árabilinu 1946 til 1995 og þá komu þessi tengsl í ljós. Jafnvel smæstu sveiflur í hita voru merkjan- legar á hlutfalli milli kynjanna. Spurn- ingin sem vaknar óneitanlega fyrir okkur íslendinga, sé eitthvað til í þessu, er náttúrlega hvernig staðið geti á því að íslenskir karlmenn séu ekki löngu útdauð tegund í okkar rysj- óttu veðráttu. Nema þá náttúrlega að fólk sé iðnara við kolann á sumrin... Skilnaður á Netinu Fyrirtæki í Bret- landi, Desktop Lawyer, býður nú hjónum í skilnaðar- hugleiðingum upp á skilnað á Netinu. Síðan farið var af stað með þjónustuna fyrr í þessum mánuði hafa meira en 300 pör nýtt sér hana til að sækja skilnaðar- skjölin. Þjónustan kostar 80 pund, eða rétt rúmar 9 þúsund krónur, og er miklu ódýrari kostur en að fara í gegnum hefðbundna lögmannsskrifstofu, sem kostar 5 sinnum meira, eða í kring um 400 pund, um 46 þúsund krónur, í Bretlandi. Trúarhópar hafa mótmælt þessari nýjung harðlega og segja hana úti- loka með öllu möguleikann á að sætt- ir náist þrátt fyrir allt. Þjónustan sé ópersónuleg og þetta geti jafnvel orð- ið til þess að fólk leiti frekar skilnað- ar vegna þess hve auðvelt það sé orð- ið. Fyrirtækið segist aðeins hafa gert erfiða raun léttari. Vélmennasmið- urinn Mark Makies sést hér stjórna einni af- urð sinni við tuðruspark á meðan nemendur Konunglegu vísindastofnunarinnar í Melbour- ne í Ástralíu fylgjast með. Vélmenni af þessu tagi notast við rafsegulbylgjur við að sparka boltanum og eru byggð á sérsmíð- uðum vélbúnaði sem leggur áherslu á hraða, stjórn og snerpu. Sérstakur hugbúnaður sér svo um ákvarðanatöku fyrir hin sjálf- stýrðu vélmenni og gerir þeim kleift að vita hvar þau, boltinn og önnur vélmenni eru stödd á vell- inum. Fimm vélmenni munu keppa í Heimsmeistarakeppni vélmenna (World RoboCup 2000) sem verður haldin í borginni á næsta ári. Stórlið Evrópu hafa, eins og gef- ur að skilja, ekki sýnt þessum knattspyrnu-“mönnum“ áhuga og þykir sumum auðséð að ef þessi tækni verður þróuð frekar á fátt eftir að standa í vegi fyrir vélræn- um fótboltamönnum framtíðar- innar. Eða hver leggur svo sem í að skriðtækla stálklump? GAGNABANKIÍSLANDS Netlausnir fyrir fyrirtæki Ráögjöf og þjónusta Ráögjöfvegna 2000 vandans Námskeið fyrir fyrirtæki Þjónustusamningar ÍL.NET.IS INTERNETÞJÓNUSTA 5 500 200 Síðumúla 3-5 108 Reykjavík 5 500 250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.