Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 2
18 ÞRIDJUDAGUR 27. JULI 1999 Langþráður draumur da Vincis rætist: Risavaxinn brons- hestur á fætur - eftir 500 ár í dvala Risavaxinn bronshestur lista- og vís- indamannsins Leonardo da Vincis, lista- verk sem pant- að var fyrir meira en fimm hund- ruð árum en meistaranum tókst aldrei að ljúka við, verður afhjúp- aður í Mílanóborg á ítalíu í haust sem gjöf frá Bandaríkjamönnum til ítölsku þjóðarinnar. Árið 1482 pantaði Lodovico Sforza, greifinn af Mílanó sem þá var eitt ríkasta og öflugasta borg- ríkið á Norður ítalíu, bronsstyttu í líki hests af listamanninum Le- onardo da Vinci. Verkið átti að vera til minningar um föður Sforza og skyldi það vera stærsta stytta af hesti sem nokkurn tím- ann hefði litið dagsins ljós. Leon- ardo tók til starfa og vann við verkefnið í 17 ár, teiknaði fjölda skyssa og smíðaði líkön. Hug- mynd hans var að gera styttuna, sem átti að vera rúmlega 7 metrar á hæð eða um 4 mannshæðir, gegnheila í einu lagi en um 80 tonn af bronsi hefði þurft til þess. Leirlíkan í fullri stærð var reist í garði utan við höll greifans en þegar franskar hersveitir réðust inn í Mílanó og bundu enda á yfir- ráð greifans var líkanið eyðUagt þegar bogaskyttur notuðu það sem markskífu. Var svo hesturinn fastur á pappírnum næstu aldirn- ar og sagan segir að da Vinci hafi verið mjög vansæll með vöggu- dauða hinnar stórhuga áætlunar. Hugmynd Leonardos var að gera styttuna, sem átti að vera rúmlega 7 metrar á hæð eða um4 mannshseðir, gegn» heila íeinu lagien um 80 tonn af bronsí hefði þurft tilþess. Hamskipti hests: Af pappír í brons Fimm öldum síðar, nánar tiltek- ið árið 1977, las svo fyrrverandi flugmaður og áhugamyndhöggvari sér til um dapurlegan endinn á stórhuga áætlunum greifans og meistarans. Hann ákvað í kjölfarið að koma hestinum á lappirnar, safnaði fé og stofnaði sérstakt fyr- irtæki til að annast verkið. Mynd- höggvarinn Nina Akamu var ráð- inn árið 1997 til að hafa yfirumsjón með lokafrágangi styttunnar og í lok síðasta mánaðar lauk loksins smlðinni þar sem nútímatækni og hugvit gerði draum eins mesta vís- indamanns veraldarsögunnar að veruleika. Hinn nýbyggði hestur er úr bronsi með grind úr ryðfríu stáli og kostaði 6 milljónir dollara eða um 440 milljónir íslenskra króna. Hann er 15 tonn að þyngd, 7 metr- ar á hæð, 9 metrar á lengd og 2 á Svona hugsaöi da Vinci sér hestinn sinn fyrir fimm hundruð árum. í núverandi mynd er hann nokkuð öðruvfsi, til dæmis er riddarinn horfinn og gæðingurinn ekki alveg jafnhnarreistur. breidd og á að vera algerlega jarð- skjálfta- og veðurheldur. Hér er sem sé ekki um neina dúkku að ræða. Styttan verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Mílanó 10. sept- ember næstkomandi, nákvæmlega 500 árum eftir innrás inn í borgina. Frakkanna -fin Tölvuborð + stóll = tölvustóll! - sniöug og smekkvís finnsk hönnun Finnar hafa ávallt staðið framarlega í hönnun á hvers konar húsbún- aði. Hinn ný- stárlegi tölvu- stóll frá hinu framsækna Valvomo- hönnunarfyrirtæki ber smekkvísi Finnanna órækan vott en þar er á Hér sést ungur snáði máta síg við græju vikunnar. ferðinni hvort tveggja sæti og tölvu- borð. Mubblan heitir Netsurfer Classic og er ætluð til þess að gefa þeim sem þreyttir eru á hefðbundn- um skrifborðum og skrifborðsstól- um kærkomna hvild frá gamaldags og púkó vinnuaðstöðu. Myndin af þessum kostagrip skýrir sig best sjálf. Notandinn hall- ar sér aftur á bak, tyllir höndum og fótum á þar til gerðar hvílur og dæs- ir af veUíðan í afslappaðri stöðu á meðan fingurnir leika um lykla- borðið. Tölvustólinn er leðurklæddur á stálgrind og eru arm- og fóthvílurn- ar, sem og halli sætisbaksins, still- anleg eftir þörfum hvers og eins. Eins og einkennir vandaða hluti er verðið allhátt, 275 þúsund krónur, en sú tala ætti þó síður en svo að fara öfugt ofan í þá sem ekki setja það fyrir sig að borga, og það vel, fyrir það sem skiptir jú mestu máli: Gæðin. -fin Augnlinsur valda blindu \\o\m Niðurstöður hollenskrar könnunar benda til þess að ekki sé æskilegt að nota mjúkar I augnlinsur i meira en sólarhring samfleytt þar sem samfelld notk- un í lengri tíma geti leitt til blindu. Að sögn vísindamannanna sem að könnuninni standa er þeim sem ekki taka augnlinsurn- ar úr á nóttunni hættara en öðr- um við að fá glærubólgu, sjald- gæfan sjúkdóm sem veldur bólgu og sýkingu í ytra vegg augans. Könnunin, sem tók yfir þriggja mánaða tímabil árið 1996 og náði til allra augnlæknisfræðinga i Hollandi, leiddi í h'ós að hættan á sjúkdómnum var 3,3 prósent hærri hjá þeim sem notuðu mjúkar augnlinsur en þeim sem notuðu stífari linsur sem gegn- dræpar eru á gastegundir. Hætt- an varð 20 sinnum meiri ef notk- unin var allan sólarhringinn. Þeir sem nota augnlinsur yfir- leitt eru hins vegar 80 sinnum líklegri til að fá þennan alvarlega sjúkdóm en þeir sem ekki nota augnlinsur. Það ætti sem sé að vera fyrir- hafnarinnar virði að kippa lins- unum úr augunum fyrir svefn- inn... Yngingarlyfið estrógen Kvenhormónið estrógen styrk- ir ekki aðeins bein og minnk- ar hættuna á hjartasjúkdóm- um hjá konum, heldur gerir það þær einnig unglegri. Þetta eru niðurstöð- ur tveggja þýskra vísindamanna sem gerðu könnun á sambandi þess að vera unglegur og hás estrógen- magns í blóði. Könnunin fór þannig fram að vís- indamennirnir giskuðu á aldur eitt hundrað kvenna og báru ágiskanirn- ar saman við raunverulegan aldur kvennanna og magn estrógens í blóði þeirra. Báðum vísindamönn- unum virtust konur með hátt estrógen vera yngri og konur með lægra estrógen vera eldri en þær í raun voru og var munurinn á áætl- uðum og raunverulegum aldri allt að átta ár í báðar áttir. Þegar konur nálgast tíðalok minnkar magn estrógens í blóði þeirra. Hægt er að auka það aftur með sérstakri hormónameðferð sem hefur i fór með sér áðurnefnda kosti estrógens en einnig ýmsar auka- verkanir, svo sem hættu á krabba- meini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.