Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚlí 1999 Tilkynning DV-Heimur hefur fengið netfangið dv; heimur@ff.is og vilja umsjónarmenn blaðsins endilega hvetja lesendur til þess að senda þeim línu ef þeim liggur eitthvað á hjarta sem tengist sviði blaðsins. Hvort sem um er að ræða lof eða last, gagnrýni eða aðdáun ellegar fréttaskot og sérstakar tillögur um umfjöllunarefni fyrir blaðið - verið ekki feimin og látið það flakka. -fin Sænskir prestar til leigu Sænskur preláti hefur sett upp þjónustu sem leigir út klerka til fyrirtækja sem eiga við vanda að stríða. Louise Linder, stofh- andi Prast- byran-fyrir- tækisins, seg- ir að guðs menn þurfi að gera sig j aðgengilega fyrir fólk sem þarf á þjón- ustu þeirra að halda og telur at- vinnulifið ekki síður þurfa góð og guðrækileg ráð en aðrir þættir samfélagsins. Undanfarin þrjú ár hefur Linder verið fyrirtækisprestur fjarskiptarisans Ericsson og auk þess þjónað prestakalli í Stokkhólmi. Hið nýja fyrirtæki telur sex starfsmenn sem styðja eiga starfsmenn fyrirtækja i vanda- málum er upp kunna að koma í starfi og einkalífi. Fann Frakki upp penísillínið? Svo kann að vera að penísillín hafi verið uppgötvað 30 árum áður en Skotinn Sir Al- exander Fleming komst fyrir tilviljun að hinni mjög svo hag- nýtu tilhneigingu myglusvepps- ins að drepa bakteríur. Parísarbúinn Emest Duchesne lýsti myglusveppn- um, sem síðar varð þekktur sem penísillín, í skýrslu sem gerö var fyrir herlækna- skólann í Lyon árið 1897. Skýrsl- an fékk mjög guua em- kunn, var færð í skjalasafn skólans og gleymdist þar. Þetta þykja mikil tíðindi, ekki síst í ljósi þess hversu mörgum mannslífum hefði mátt bjarga í heimsstyrjöldinni fyrri hefðu fúkalyf verið til staðar á þeim tíma. Duchesne var aöeins 23 eða 24 ára þegar hann skrifaði skýrsluna. Eftir að hafa borið kennsl á myglusveppinn sprautaði hann honum í naggrísi til þess að sanna að hann verndaði gegn sýkingum. Það ber kaldhæðni örlaganna gott vitni að sjúkdómurinn sem dró Duchesne til dauða, aðeins 38 ára að aldri, árið 1912, var berklaveiki - sjúkdómur sem hefði mátt lækna með fúkalyfj- um. Nýr, agnarsmár og ofurhraður tölvukubbur byggist á efnafræði: Kostagripur fyrir vinafáa borðtennisáhugamenn: Leysiborðtennis - enginn bolti, enginn mótspilari, ekkert vesen Leiðrétting I opnugrein um sólmyrka í síð- asta DV-Heimi, • þriðjudaginn 20. júlí, gleymdi umsjónarmaður blaðs- ins sér í stuðlasetningu og tókst á einhvem óskiljanlegan hátt að setja yfirfyrirsögnina „Heimsendir sam- kvæmt Hávamálum“ yfir fyrirsögn- ina „Sól tér sortna". Tók það mikið á hann er hann skoðaði blaðið eftir prentun morguninn eftir að hafa gert sig beran að þvílíkri handvömm. Eins og alþjóð veit, þ.á m. blaða- maður, sem dró meira að segja 58. visu Völuspár á munnlegu stúdents- prófi í íslensku, er þennan voveiflega spádóm um sólina hvergi að finna i Hávamálum heldur er hann upphafs- orð áðumefndrar vísu Völuspár. Vill hann hér með biðja lesendur, og þó fyrst og fremst sjálfan sig, af- sökunar á ódæðinu. Sarsaukagenið fundið Vísindamenn hafa komist að því að munur á sárs- aukaþoli ein- staklinga gmndvallast ekki á því hversu hart fólk er af sér heldur á virkni ákveðins gens. Gen þetta finnst i fjölmörgum dýr- um, allt frá músum til manna, og gæti einnig verið skýringin á því oil-in hvers vegna deyfilyf virka betur á suma en aðra. Gen þetta stjómar my deyfinema líkamans, sem hjálpar náttúrulegum deyfilyfjum líkam- ans að komast inn í frumur. Sam- kvæmt þessu virðist nú vera álíka hæpið að álasa viðkvæmu fólki fyrir að vera væluskjóður og t.d. að vera rauðhært eða freknótt - það var einfaldlega skapað þannig. - ónæmar fyrir vírusum og meö endalaust minni Pmiuii|W!iihiiiviim«iw| jjér sést ein- | hver eiguleg- 0'i.-.s 11 i i I asti gripur sem ■' I ‘V J >1 | um langt skeið I hefur rekið á ^fjörur mann- kynsins: leysi- borðtennis með enginn bolta. Raf- tækjaframleiðandinn Tiger elect- ronics (traustvekjandi nafn!) á heiðurinn af LightSpeed Tennis þar sem ljósrauður leysidepill kemur í stað boltans og tveir spaðar með endurkastsútbúnaði dúndra honum á milli. Ef enginn keppinautur af holdi og blóði er við höndina sem verð- ur að teljast líklegur möguleiki hjá þeim sem á annað borð eiga þessa græju þá er hægt að spila við tölvuna og skemmta sér tímunum saman í ímynduðum borðtennis. Leysiborðtennisborðið kemur á markaðinn í haust og mun kosta eitthvað í kringum 40 dollara, um það bil 3000 krónur, í Bandaríkj- unum. Engum sögum fer af hvort græjan muni fást hér á klakanum en hún hlýtur að vera líklegur kandídat í Sjónvarpsmarkaðinn. Fari svo mun hún eflaust brátt skipa verðugan sess í kompum og geymslum landsmanna við hlið- ina á fótanuddtaekjum og rúbik- kubbum. Þessi nýja tækni hefur burði til að þurfa 100 milljarð sinnum minni orku en Pentium-fíög- umar við útreikninga og þannig væri hugs- anlega hægt að koma reikniorku hundrað tölva á fíöt á stærð við sandkom. „bita“ af upplýsingum. Það sem gefur tilefni til hinna miklu væntinga er að hópi vísinda- manna frá UCLA-háskólanum í Kalifomíu og Hewlett Packard- tölvufyrirtækinu tókst að búa til „sameindarökrás“. Til þess bjuggu þeir til nýtt efnasamband, rotaxan (e. rotaxane), sem hefur kristals- byggingu. Þegar sameindir rotaxans eru klemmdar milli rafskauta virka þær eins og rökrásir, að sögn vís- indamannanna. Þetta lið visindamanna er hið sama og bjó til Teramac-tölvuna á síðasta ári. Örpíplur úr kolefni í stað víra í dag em tölvur, sem kunnugt er, byggðar á kisilflögum. Upplýsingam- ar em greyptar á flögumar en sífellt erfiðara reynist að koma þeim skammlaust fyrir á minni og minni flögum. Kristall hefur hins vegar þá eigin- leika að geta geymt upplýsingar á formi rafhleðslu með mikilli ná- kvæmni og auk þess gætu einingarn- ar verið agnarlitlar - ekki mikið stærri en eitt einasta rykkorn. Það sem nú bíður vísindamann- anna er að hanna hina nýju flögu. í stað þess að greypa upplýsingamar á yfirborðið, eins og gert er með silikónflögurnar, verður rafmagn nýtt til verksins. Því fylgir nýtt vandamál. Engir virar em til sem henta með hinum agnarsmáu rotax- an-sameindum svo þá verður að minnka áður en lengra verður kom- ist. Hafa vísindamenn meðal annars látið sér detta í hug að nota langar og þunnar örpíplur úr hreinu kolefni til þessa. Eflaust eiga margar viðlíka hindranir eftir að verða fyrir vís- indamönnunum áður en þeim fer að miða á veg en hver veit nema uppá- klæddir herrar og frúr geti ein- hvem tímann tekið við og sent tölvupósti með bindinu eða jakka- boðungnum. -fln Einhvern tímann munu jakkafötin kannski vera með innbyggðum tölvubúnaði. Það myndi bjóða upp á ýmsa athyglisverða möguleika. Tölvusérfræð- ingar (eða -nirð- ir, eins og illar tungur og öfund- sjúkar nefna þá) tilkynntu fyrir skömmu að þeir hefðu tekið stórt skref í átt að því að geta búið til litlar, ofurhraðar tölv- ur sem nefndar eru sameindatölvur. Sameindatölvurnar verða byggð- ar á kristöllum og munu einhvern daginn koma í stað tölva dagsins í dag sem byggjast á kísilflögum. Þeg- ar sú tækni verður komin til skjal- anna búast þeir við að hún geri mönnum kleift að búa til svo smáar tölvur að jafnvel verði hægt að spinna þær inn í fatnað. Samkvæmt þessari framtíðarspá munu sameindatölvumar þarfnast mun minni orku en tölvur nútím- ans og gætu haft svo öflug minni að þau' rúmuðu endalaust mikið af gögnum og ónauðsynlegt myndi verða að eyða þeim gömlu til að skapa pláss fyrir ný. Hinar nýju tölvur yrðu meira að segja kannski ónæmar fyrir virusum, hryndu aldrei og í stuttu máli myndu nær allar hversdagslegar martraðir tölvunotenda heyra sögunni til. Þessi nýja tækni hefur burði til að þurfa 100 milljarð sinnum minni orku en Pentium-flögurnar við út- reikninga og þannig væri hugsan- lega hægt að koma reikniorku hundrað tölva á flöt á stærð við sandkorn. Kristalsrökrásir Þetta kann að hljóma ótrúlega og víst er að ekkert er hægt að fullyrða um hvort allt framansagt á eftir að rætast en vísindamenn hafa þegar sannprófað að grunneining þessara hugsanlegu tækninýjunga virkar - nefnilega rökrásimar sem öll tölvu- tækni byggist á. Rökrásir em ýmist hlaðnar, og hafa þá gildið 1, eða óhlaðnar, með gildið 0. Mismunandi uppraðanir þessara 0-gilda og 1-gilda, þ.e. breyt- ingar á rafspennu, standa svo fyrir Tölvur spunnar í fatnað -fin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.