Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 Framhald af umfjöllum Heims um erföalækningar: Lítið varið í fullkomleikann - rætt viö Kára Stefánsson um áhættu og ávinninga af erföalækningum og fleira Tvö sjónarhorn Eins og önnur vísindi bjóða erfða- lækningar upp á ýmsa möguleika sem menn eru misjafhlega hrifnir af. Kári segir að hægt sé að líta á erfða- lækningar á tvo vegu: „Annars vegar eru það erfðalækn- ingar sem beinast að því að leiðrétta galla eða koma á ákveðnum eiginleik- um í frumum líkamans. Hins vegar erföalækningar sem miða að því að breyta eiginleikum kynfrumna. Það svið er kallað á ensku germline gene therapy eða fósturerfðalækningar. Því fylgir talsverð áhætta þar sem með þeim væri verið að fikta varan- lega í þeim eiginleikum og upplýsing- um sem erfast milli kynslóða. Mannerfðafræðin miðar að því að lýsa þessum upplýsingum og aðallega hvaða ruglun á þeim veldur sjúkdómum. Erfðalækningar miðast við að breyta þeim. í sjálfu sér er það ekkert hættulegt þegar breytingamar miðast við einn einstakling og ein- stakar frumur hans en þeg- ar þessar breytingar verða varanlegar er í mínum huga farið inn á miklu al- varlegri brautir - að mörgu leyti mun alvarlegri en ein- ræktun eða klónun og meira ógnvekjandi vegna þess að þetta er miklu raunhæfari möguleiki." Hættulegt að djöflast í erfðamenginu Kári líkir erfðafræðinni nokkum veginn við námu- vinnslu sem útvegi hráefh- iö, þ.e. þekkinguna. Aðrir vinni svo úr þeirri þekk- ingu og þrói til dæmis að- ferðir á borð við erfðalækn- ingar. „Eins og ég sé mannerfða- ”Aldrei stór hluti af okkar starfi' tramtíðinni," segir Kári fræðina þá er okkar hlut- um erfða,æknin9ar verk fyrst og fremst að búa til þekk- ingu en hvenær og hvemig sú þekk- ing verður notuð kemur til með að ákvarðast af öðra. Við lýsum og flokkum það sem finnst i sköpunar- verkinu en látum vera að breyta því. Erfðafræði og erfðalækningar era í mínum huga geysilega merkilegar vegna þess að þær beina sjónum okk- ar að því að grundvallareining lífsins er einfaldlega bútar af upplýsingum, sem hægt er að skoða og vonandi ein- hvem tímann að ráða og skilja. 'Ástæða þess að erfðafræðin veldur oft miklum deilum er sú að með henni er raunverulega verið að reka nefið ofan í það sem er mjög nærri sjálfum kjama mannsins og mörgum finnst það eðlilega óþægileg stað- reynd. Þess verður að sjálfsögðu að gæta að þekkingin, sem aflast með þessum hætti, verði nýtt þannig að tilhlýði- leg virðing sé borin fyrir mannskepn- unni sem einstaklingi og tegund. Þess vegna held ég að það sé mjög al- varlegt skref að byrja að djöflast í kynfrumum og breyta til frambúðar erfðamengi mannsins með fóst- urerfðalækningum.“ Dauðinn lítið sjarmerandi Segir sagan okkur ekki lika aó hvenœr sem maöurinn telur sig hafa unnió fullnaöarsigur á einhverjum vanda kemur náttúran meö mótleik? „Hún verður að koma með mótleik vegna þess að lífsafkoma dýrategund- anna og þróunin með náttúruvali þar sem hinir hæfustu lifa af er háð því að einstaklingurinn deyi.“ Ef fariö yröi aó hanna börn í móö- urkviöi og sníöa frá þá óæskilegu eig- inleika og galla sem okkur hafa ávallt fylgt yröi ávinningurinn skammgóöur vermir? „Ég held að markmið sjálfs mín og annarra vísindamanna og lækna sé ekki að gera manninn eilífan heldur að sjá til þess að hann geti lifað vel þann tíma sem hann gistir á jörðinni og á þann hátt minnkað ákveðna teg- und af þjáningu. Enginn nema sá sem hefur umgengist sjúka getur gert sér í hugarlund hvað sjúkdómur leiðir af sér mikla örvæntingu og hvað dauð- inn er lítið sjarmerandi. Sú hugmynd að menn geti búið sig undir dauðann gengur ekki upp nema að mjög litlu leyti. Ég á bágt með að trúa því að nokkur sætti sig við að skilja við þennan heim. Því tel ég nauðsynlegt að nýlegum vísindum á borð við erfðalækningar verði beitt, líkt og öðrum greinum læknisfræðinnar til þess að berjast gegn kvillum þeim sem hijá allt of marga í dag en ekki til að hræra í grunnþáttum lífsins." Alkóhólistagenið... Nú er þaó almennt viöurkennt aö áfengissýki, landlœgur og sögufrœgur andskoti íslendinga, sé aö einhverju leyti arfgengur. Er hugsanlegt aö meö erfðalœkningum verói einhvern tímann mögulegt aó leiörétta fiknina? „Mér finnst harla ólíklegt að sjúk- dómar eins og alkóhólismi verði lækn- aðir með erfðalækningum í náinni framtíð og sé í raun ekki hvemig það ætti að vera hægt. Lausn gátunnar um erfðafræði alkóhólismans er að mínu mati ekki falin í erfðalækningum held- ur frekar í því að reyna að skilja sjúk- „Ég held að markmið sjálfs mín og annarra vísindamanna og lækna sé ekki að gera manninn eilífan heldur að sjá til þess að hann geti lifað vel þann tíma sem hann gistir á jörðinni." Allir vita líklega hversu óhollt tó- bak og áfengi er. Ég get nefnt sem dæmi að ég held að alkóhólismi sé sá sjúkdómur sem brotið hefur hvað stærst skarð í minn vinahóp í áranna rás. Þó er ég ekki nema fimmtugur og ég held að í okkar samfélagi sé þetta síður en svo einsdæmi." Arfgengur alkóhólismi engin afsökun Að sögn Kára telja sumir að ef í ljós kemur að alkóhólismi sé arfgengur geti það haft ófyrirséðar afleiðingar: „Ég á vini í AA-hreyfingunni sem háfa gagnrýnt mig harkalega fyrir að vilja leita að þessum erfðavísi og halda að ef hann finnist muni hann hugsanlega verða að einhvers konar afsökun. Maðurinn með stökkbreytta Þess vegna held ég að það sé mjög alvaríegt skrefað byrja að djöflast í kynfrumum og breyta til frambúðar erfðamengi mannsins með fósturerfðalækningum. alkóhólistagenið drykki flösku af vodka, hoppaði upp í bílinn sinn, keyrði á mann og dræpi hann. Svo þegar réttað væri yfir manninum myndi hann horfa á dómarann og segja „Því miður gat ég ekkert að þessu gert. Ég er með alkóhólistagen." Vel upplýstur, skynsamur dómari kæmi þá til með að segja: „Þú vissir að þú hafðir þennan erfðagalla. Það þýðir að á þínum herðum hvílir auk- in ábyrgð. Þú brást ekki bara sjálfum þér heldur líka samfélaginu með því að keyra drukkinn." Draumsýn Þegar rætt er um framtíðina vakn- ar spurningin hvar Kári telji að erfða- lækningar gætu helst komið að gagni þegar þær verða raunhæfur mögu- leiki. Það verða alltaf til sjúkdómar - hversu vel sem fólk fer með sig. „Mín draumsýn, mörkuð af getgát- um um hvemig nýta mætti erfða- lækningar í náinni framtíð, beinist fyrst og fremst að krabbameinslækn- ingum. Á því sviði tel ég sérstaklega fýsilegt að byrja tilraunir með erfða- lækningar. Ýmislegt bendir til þess að þær gefi möguleika á því að hægja á fjölgun krabbameinsframna á af- mörkuðum svæðum með því að flytja þangað heilbrigð gen í þessum svokölluðu vektorum eða ferjum. Vandamálið sem læknar glíma við í dag er hið sama og með gamla Dungalsormalyfið, þ.e. hvort deyi fyrst, krabbameinið eða sjúklingur- inn.“ Kári segir erfðalækningar hugsan- lega geta leyst þetta vandamál: „Hremmingamar sem menn þola í krabbameinsmeðferð era meðal ann- ars þær að þeim eru gefin svo sterk lyf að þau geta annars vegar temprað eða drepið krabbameinið og hins veg- ar vegið svo að heilsu sjúklingsins að hann látist. Þetta er áhætta sem menn verða að taka í dag og hún er ekki tekin nema að vel hugsuðu máli. Erfðalækningar gætu m.a. gert lækn- um kleift að beina verkun lyfianna aðeins að þeim stööum sem krabba- meinið er í og þannig dregið úr þess- ari áhættu." Höldum okkur við fræðin Þú ert sem sé bjartsýnn á framtiö og möguleika erföalœkninga. Hefur ís- lensk erfðagreining kannski einhverja starfsemi á þessu sviöi? „íslensk erfðagreining er ekki með neinar rannsóknir á sviði erfðalækn- inga. Engar." Og stendur ekki til, eöa hvaó? „Það sagði ég ekki,“ segir Kári og brosir út í annað. „Eins og stendur erum við ekki að vinna að slíku en höfum í hyggju að skoða þann mögu- leika á næstu misserum. Hvaða svið við veljum okkur kemur til með að markast af því hvaða erfðavísa við finnum og sjúkdóma sem þeim tengj- ast. Við myndum þá reyna að þróa að- ferðir við að nýta þá þekkingu frekar. En þetta verður ekki stór hluti af okk- ar starfi í náinni framtíð." Gæti smœö íslands hugsanlega valdiö því aö landiö vœri hentugur vettvangur fyrir rannsóknir á þessu sviði, likt og raunin er meö erfóarann- sóknirnar? „Nei, það myndi ég ekki segja. Við komum aldrei til með að fara út í klínískar rannsóknir og tilraunir á fólki á þessu sviði. Þegar kemur að því að þróa aðferðir í erfðalækning- um umfram fræðilegu hliðina myndi \ smæð samfélagsins þvert á móti vinna gegn okkur. Við munum halda okkur við fræðin og láta aðra um að nýta þau til að þróa aðferðirnar." -fm dóminn betur. Á þann hátt mætti svo þróa hefðbundin lyf eða reyna að breyta lifsstíl fólks þannig að þessi arf- genga tilhneiging verði ekki að sjúk- dómi. Sjúkdómurinn kemur fram vegna samspils arfgengs þáttar og umhverfis- þáttar. Þar sem þetta sérstaka „alkó- hólistagen" er ekki enn þá þekkt er að- eins ein leið til í dag til þess að vera öraggur um að fá ekki alkóhólisma og hún er í sjálfu sér ósköp einfold: Nefnilega að drekka ekki.“ Máttleysi gagnvart mann- legri náttúru Má skilja þetta þannig aó þú sjáir fyrir þér aó í heilbrigöis- málum á nýrri öld veröi aukin áhersla lögö á for- varnir, breyttan og betri lífstíl, og þannig frekar horft á rœtur vandans meö þaó aö markmiöi aö kœfa hann í fœóingu? Meö öör- um oróum aö brunnarnir verði byrgóir áöur en börnin detta ofan í? „Ég vonast til þess að aðal- breytingin á áherslum í heilbrigðisþjónustu næstu áratugi verði sú að reyna að sjá til þess í auknum mæli að arfgeng tilhneiging til sjúkdóma verði ekki til þess að sjúkdómurinn komi fram. Breyttur lífsstíll, val á hollari fæðu, líkamsrækt og svo framvegis gæti án nokk- urs vafa gert starf lækna og vísindamanna mun auð- veldara og umfangsminna og dregið úr þörf á flóknum aðgerðum líkt og erfða- lækningum." Erfólk þá aö þinu mati ekki nógu gott viö sjálft sig? „Við höfum nóg af dæmum um máttleysi okkar gagnvart mann- legri náttúru. Ef menn ætla sér eitt- hvað þá gera þeir það. Þetta er líka eitt af því sem gerir mannskepnuna áhugaverða og spennandi. Það er lítið varið í manninn sem gerir alltaf allt rétt. Gamall eldhúsvísdómur segir að ef menn ætla að vera góðir við aðra þá verði þeir að geta verið góðir við sjálfa sig. Það er ýmislegt í okkar lífsstil og samfélagi sem ég vonast til að hverfi sem fyrst, eins og til dæmis tóbak - þó verið geti að ein ástæða þess sé sú að mér hefur aldrei tekist að verða al- mennilegur reykingamaður! í síðustu viku voru erfðalækn- ingar helsta um- fiöllunarefnið á þessari opnu Heims. Rann- sóknir lofa góðu um að í framtíðinni verði með erfða- ■ lækningum hægt að vinna bug á mörgum illviðráðanlegum sjúkdóm- um, til dæmis krabbameini og hvít- blæði. Þegar talið berst að slíkum málum hér á íslandi verður líklega mörgum hugsað til Kára Stefánssonar, læknis og forstjóra íslenskrar erfðagreining- ar. Blaðamaður Heims spjallaði við Kára og byrjaði, venju samkvæmt, á byrjuninni: Hvaö eru erfóalœkningar? „Þetta svið markast af tilraunum manna til þess að takast á við sjúk- dóma með því að breyta erfðamengi, annaðhvort einstakra frumna eða heils einstaklings. Þetta er ekki kom- ið mjög langt og ég reikna með því að nokkur tími muni líða þangað til erfðalækningar komi til með að hafa marktæk áhrif í heilbrigðiskerfi okk- ar. Geysilega mikið af rannsóknum eru í gangi í dag og þær snúast aðal- lega um aðferðir - hvernig á að koma þessum bútum erfðaefnis inn í frumurnar á sem bestan hátt.“ isalsjjj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.