Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1999, Blaðsíða 6
.22 ov ÞRIDJUDAGUR 27. JULI 1999 + Ný fartölva frá Apple: k: iMac ferðalangsins - þráðlaus nettenging og poppuð hönnun vekja hrifningu Það má segja aö Apple-fyrirtæk- ið hafi fundið sannkallaða gullnámu er það framleiddi og setti á mark- að iMac-tölvuna vinsælu. Segja sumir að iMac-tölvan hafi blásið lífi í deyjandi fyrirtæki. Hvort með þeirri dramatísku sýn á síð- ustu mánuði í lífi Apple-fyrirtæk- isins sé of djúpt tekið í árinni þá er víst að Apple hendir iMac-hug- takinu ekki í bráð. Á miðvikudag- inn í síðustu viku á vörusýningu MacWorld frumsýndi Apple-fyrir- tækið svo iBook-fartölvuna. Eins og nafnið gefur til kynna er iBook eins konar iMac-fartölva. Falleg hönnun, fallegra verð Eins og Imac á sínum tíma sam- einar iBook kraft, fallega hönnun og frábært verð. iBook-fartölvan er búin 300 megariða Power PC G3 örgjörva, 56k módemi innbyggðu geisladrifi,12.1 tommu skjá og 10/100BASE-T Ethernet-korti. ta Microsott- gera —. 0 Microsoft gerir meira fyrir Mac I kjölfar vin- sælda iMac tölv unnar frá Apple hefur Microsoft- fyrirtækið ákveðið að framleiða meira af hugbúnaði fyrir MacOs. Nú þegar fylgir Internet Explorer með í kaupum á vélum frá Apple. Microsoft hefur ákveðið að gera næstu útgáfu á honum tilbúna innan skamms fyrir Apple. Einnig hafa Microsoft- menn í hyggju að gera Word 98 fyrir Apple og hyggjast markaðsetja það með nýju fartölv- unni iBook. Microsoft-menn segjast hafa mikla trú á gengi Apple í kjölfar vinsælda iMac og virðast búast við álíka vin- sældum iBook fartölvunnar. Formúla 1 - taktu þáttí Formúlu 1 út- sendingarnar í sjónvarpinu virðast hafa slegið í gegn. Þeir sem hafa fylgst með þess- um útsendingum hafa sumir orðið fastir við kassann aðra hverja helgi. Sumir áhugamenn um formúluna hafa jafnvel far- ið í utanlandsferðir til að fylgj- ast með hetjunum. Til er önnur veskisvænni aðferð til að njóta formúlunnar. Á öllum helstu leikjatölvunum eru til Formúlu 1 leikir. Þar er kjörin aðferð til að setja sig í spor ökuþóranna og það besta er að þú fótbrotnar ekki ef þú keyrir út af. Einn besti leikurinn í þessum geira er Fl-97 PlaySta- tion, hann er svo ná- kvæmur að þegar Coulthard gat ekki æft sig fyrir Monako-kappakstur- inn, vegna meiðsla, æfði hann sig á PlayStation. Þá er bara að prófa og sjá hvort hægt er að ná betri tímum en Hakkinen. Samkvæmt talsmönnum Apple er iBook-fartölvan önnur hraðasta fartölvan sem til er. Aðeins G3 Powerbook fartölvan er hraðari. Hönnun iBook er svo kapituli út af fyrir sig. iBook mun koma í tveimur litum: Blueberry (bláberja) og tangerine (mandarína) og mun skarta áþekkri hönnun og iMac- tölvan. Þó verður plastskelin sem umlykur innvolsið ekki gegnsæ. Það besta við þetta allt saman er svo verðið. Leiðbeinandi markaðs- verð í Bandaríkjunum er aðeins 1599 dollarar eða um það bil 119 þúsund íslenskar krónur. Búast má við að verðið verði ívið hærra hér á klakanum. Fljúgandi diskur eða klósettseta Það er ekki eins og allt það sem á undan er talið sé nóg til að setja á markað vinsæla fartöTvu og selja hana í tonnum. Apple varð að bæta einu „smáræði" við, sem er þráðlausi möguleikinn. iBook far- tölvan er búin sérstöku tæki sem kallast Airport og tengir hana Steve Jobs, guðfaðir Macintosh, heldur hér sigri hrósandi á iBook tölvu sém sést i' meira návígi á innfelldu myndinni. þráðlaust á Netið. Tæki þetta kem- allt hús með fartölvuna tengda við ur sem aukabúnaður og þarf að Netið. Reyndar má ekki fara greiða sérstaklega fyrir hann. Air- lengra en 150 fet, eða um 50 metra, port gerir fólki kleift að hlaupa um frá móðurstöðinni, sem væntan- Frambjóðandinn og forsetafrúin í vandræðum með vefsíðuna: Hillary hökkuð - síða mótframbjóðandans birtist í stað síðu Hillary j'Jáitö Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkj- anna, er á fullu þessa dagana við að auglýsa framboð sitt til öldungadeildar Banda- rikjanna. Nú hefur forsetafrúin tekið tæknina i sínar þjónustu og látið útbúa vefsíðu til að vekja athygli á framboði sínu, www.hillary2000.org. Á undanförnum dögum hef- ur þó komið upp eilítið vanda- mál í sambandi við vefsíðu Hillary. í sumum tilfellum er fólk hefur reynt að komast inn á vefsíðuna hefur birst á skján- um allt önnur vefsíða eða www.hillaryno.com, sem er vef- síða stuðningsmanna Rudolph Giuliani, mótframbjóðanda Hillary í New York fylki. Hillary brýtur nú heilann um hverjir vinni á mótí henni í netheimum. Ellismellir gleðjist: Quake II fýrir Nintendo 64 - góð grafík og öðruvísi borð Nintendo 64 hef- ur haft það orð á sér meðal eldri leikjavina að vera aðalega fyrir börn. Víst er það að mestur fjöldi leikja sem til er á Nintendo 64 er miðaður við yngsta aldurshópinn. Þó hafa komið út titlar fyrir eldri leikjavini eins og Golden Eye 007 og fleiri. Nú geta ell- ismellir sem eiga Nintendo 64 glaðst yfir því að Quake II er kominn í allri sinni dýrð á Nintendo 64. Quake-leikirnir hafa slegið í gegn á öllum vígstöðvum og selst eftir því. Ekki er von á öðru en Quake spjari sig vel á Nintendo 64 því hann hefur ver- ið að fá rífandi dóma. Það sem helst er tekið eftir varðandi Nin- tendoútgáfuna er hvað grafík leiksins er góð og er talið að hún gefi PC-útgáfunni ekkert eftir. Þeir sem hafa spilað leikinn á PC geta glaðst yfir því að borðin í Nintendo 64 útgáfunni eru öll allt öðruvísi uppbyggð. Svo þeg- ar fólk verður leitt á einmenn- ingsleiknum er alltaf hægt að skjóta vini sína í spað með naglabyssunni. / sumum tilfelium er fólk hefur reynt að komast inn á vefsíðuna hefur bírst á skjánum allt önnur vefsíða eða www.hillaryno.com Stuðningsmenn Guilianos neita sök Samkvæmt áliti sérfræðinga virðist sem tölvuþrjótar hafi brot- ist inn á síðuna með þessum af- leiðingum. í kjölfar þessara fregna hafa ýmsir stuðningsmenn Hillary ýjað að því að stuðnings- menn Rudolph Giuliani standi fyrir þessum ósóma. Stuðnings- menn Rudolph Giuliani hafa þverneitað öllum þeim ásökun- um. Líklegra þykir þó að hér séu að verki ósköp venjulegir tölvu- þrjótar, þar sem þessi árás er í takt við árásir tölvuþrjóta á opin- bera vefi í Bandaríkjunum á síð- ustu misserum. -sno Metal Gear Solid skiptir um farartæki Hinn frábæri PlayStation leikur Metal Gear Solid ætti að vera flestum leikjavinum að góðu kunnur. Konami-fyrirtækið, sem framleiddi Metal Gear Solid, hefur staðið í samningaviðræðum við nokkur fyrirtæki varðandi gerð leiksins fyrir önnur kerfi. Nú þegar hefur verið staðfest að PC-eigendur muni fá að líta dýrðina augum. Enn er ekki vitað hvort Metal Gear Solid birtist á Nintendo en i síðustu viku tilkynntu forráðamenn Konami að Metal Gear Solid kæmi ekki út fyr- ir DreamCast. Ekki vildu Konami- menn tjá sig um ástæður þess. Þetta eru góðar fréttir fyrir PC-eigendur því Metal Gear Solid er hrein perla. Honnun íBook ersvo kapítuli út af fyrir sig. Book mun koma í tveimur litum: blueberry (bláberja) og tangeríne (mandarma) og mun skarta áþekkri hönnun og iMac tölvan. lega væri hjá simainntakinu. Á MacWorld sýningunni virtist vera almenn ánægja með nýju iBook-fartölvuna, sumir settu samt út á útlitið og var iBook líkt við hluti eins og fljúgandi diska og klósettsetu. iTölvan kemur í búðir í september. -sno Legend of Mana: Aldrei eins Squaresoft tölvu- leikjafyrirtækið er þekkt fyrir gæðaleiki fyrir PlayStation eins og Final Fantasy- seríuna og Bushido Blade-leikina. Nú er í vændum nýr ævintýra- og hlutverkaleikur frá þeim. Leikur- inn mun bera nafnið Legend of Mana. Legend of Mana gerist í óskilgreind- um ævintýra- heimi líkt og Final Fanta- sy. Spilarinn fer með hlut- verk hetjunnar sem þarf að leysa hin ýmsu verkefni til að ná mark- miði sínu. Hljómar kunnuglega, ekki satt? En það er smámunur á þessum ævintýraleik og öðrum því spilarinn býr sjálfur til sinn eigin heim. Með því að velja helstu atriðin og umgjörðina býr tölvan til heim úr þeim upplýsing- um. Þannig að leikurinn er aldrei eins þegar hann er spilaður. Þeir sem hafa séð forsýningar af leikn- um segja að hann muni höfða til svipaðs hóps og Final Fantasy. Einn hængur er á þessu öllu saman: Leikurinn er ekki væntan- íegur til útgáfu á Vesturlöndum fyrr en eftir ár. En það er reyndar venjan með titla frá Squaresoft sem er japanskt fyrirtæki. -sno Bungie kynnir Halo Tölvuleikjafyrirtækið Bungie hefur gert ýmsa góða leiki fyrir Mac, eins og til dæmis Marafhon- seríuna. I siðustu viku svipti Bungie hulunni af nýjum leik sem ber heitið Halo. Leikurinn þykir opna nýjar leiðir í leikfram- vindu. Halo, sem er þriðju per- sónu geimævintýri, gerist í ægistórum leikheúni þar sem per- sónan sem spilarinn leikur getur farið um allt. Engin borð eða ein- hvers konar hlé verða í leiknum. Leikurinn verður gerður sem ein- menningsleikur en einnig verður hægt að spila með öðru fólki og þá með því en ekki á móti. Búist er við því að leikurinn komi út á næsta ári og þá aðeins fyrir Macintosh. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.