Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 Fréttir ## Mick Jagger heimsótti Vestfirði um helgina: Oskraði þegar Jagger var við eldhúsgluggann Mick Jagger olii uppnámi á Isafirði þegar hann skaut þar upp kollinum í höf- uðvígi Stones. Hér gefur hann eiginhandaráritanir á báða bóga. DV-mynd S Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari þá drykklanga stund. Jagger virtist hálfundrandi að hitta íslending sem lands á laugardag og síðan flaug hann til Hólmavíkur þangað sem „Eg er í fríi að hvíla mig og nota tækifærið til að líta i smávegis í kringum mig,“ sagði Mick Jagger, aðalsprauta Rolling Stones, í sam- tali við DV á bryggjunni við Sunda- höfn á ísafirði á sunnudag. Jagger, sem um þessar mundir stendur í erflðu skilnaðarmáli við Jerry Hall, hélt til um borð í Amazon Express, einkasnekkju ítalsks vinar síns, en brá sér í land snemma á sunnudagsmorguninn og hjólaði um bæinn án þess að fólk veitti honum framan af sérstaka eft- irtekt. Mick Jagger notaði daginn til að skoða sig um á ísafirði. Hann skoðaði sjóminjasafnið í Neðsta- kaupstað og snæddi á veitingastað í Tjöruhúsinu og bragðaði á hákarli án þess að láta í ljós sérstaka vel- þóknun á þeim þjóðarrétti íslend- inga. Nokkrir báru kennsl á þennan frægasta rokksöngvara heims og þá spurðist fljótt út að hann væri á svæðinu. Það safnaðist nokkur hóp- ur að honum og vildi ræða við kapp- ann og fá eiginhandaráritanir. Jagger tók öllu slíku vel og áritaði á báða bóga og ræddi við Vestfirð- inga. Hann lék á als oddi og spjall- aði við fólk um heima og geima. Húsmóðir í miðbæ ísafjarðar fékk næstum taugaáfall þegar hún ný- vöknuð leit til veðurs út um eldhús- gluggann og sá þá framan í Mick Jagger. „Ég hélt ég væri orðin brjál- uð þegar það fyrsta sem ég sá var andlit Micks Jaggers. Ég var að sötra teið mitt og þegar ég áttaði mig á því hver þetta var öskraði ég svo hátt að ég fékk verk í hálsinn. Þetta var alveg ótrúlegt og raunar út i hött,“ sagði Halla Margrét Ósk- arsdóttir við DV. Hún nældi sér sið- an í eiginhandaráritun Jaggers og ræddi stuttlega við hann. „Ég sagði honum að sonur minn væri gítarleikari að reyna að fóta sig i London og hann vildi vita hvað hann héti. Það var stórkostlegt að eiga kost á að tala við hann,“ sagði Halla Margrét. „Ó, guð, ég þvæ mér ekki um DV, hitti Jagger og félaga i Stones i Liverpool. Þrátt fyrir að Jagger myndi ekki þann fund þeirra heils- aði hann Ijósmyndaranum með virktum. DV-mynd rt hendurnar næstu dagana," sagði táningsstúlka sem rokkarinn tók í höndina á. Sveinn Þormóðsson, ijósmyndari DV, rifjaði upp fyrir Jagger að þeir hefðu hist í Liverpool árið 1964 þegar þeir gistu á sama hóteli þegar Sveinn fylgdi KR-liðinu sem keppti við Liver- pool. Hann fór eitt sinn inn á herbegi til Stones í boði þeirra og spjallaði við hefði hitt hann svo mörgum áratug- um fyrr. Hann heilsaði Sveini með handabandi og sagði skemmtiiegt að þeir skyldu hittast. Þegar DV innti hann eftir íslands- heimsókn RoUing Stones sem aldrei varð og benti honum á að íslendingar hefðu beðið hans og Rollinganna í tvö ár sagðist hann vera undrandi. Hann sagði tónleika á íslandi aðeins hafa verið á umræðustigi en engin ákvörð- um verið tekin um að halda þá. „Er það virkilega? Áttuð þið von á að við kæmum?" svaraði hann og hló. Mick Jagger kom fljúgandi til ís- snekkjan sótti hann. Hann sagðist í samtali við DV mjög ánægður með það sem hann hefði séð af íslandi fyrir þoku sem náði niður í miðjar hlíðar í gær. „Þetta virðist hið fegursta land en þokan setur þó strik í reikninginn. Fólkið er yndislegt og þetta virðist vera yndislegur staöur," sagði hann og stökk um borð í bátinn sem flutti hann um borð í snekkjuna á Pollin- um á Skutulsfirði. Ekki varð úr því að Jagger færi á pöbbarölt svo sem til hafði staðið og létti snekkjan akkerum um klukkan 3 aðfaranótt mánudags. -rt Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður himinlifandi: Fjallið kom til Múhameðs Ólafur Helgi Kjartansson sýslumað- ur við Pollinn á ísafirði. í baksýn er snekkjan. DV-mynd S DV, ísafjarðarbæ: „Á öllu öðru átti ég von en því að sjálfur Mick Jagger birtist í heima- bæ rnínurn," sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ísfirðinga, skömmu eftir að hann ræddi við Mick Jagger á götuhomi á ísafirði. Sýslumaður hefur farið á fjölda tónleika vítt og breitt um heims- byggðina til að sjá og heyra Rolling Stones. Þess er skemmst að minnast að DV fór með sýslumanni á hljóm- leika Stones í Denver þar sem hann átti orðastað við Keith Richards. Það fór þó fram úr villtustu draum- um sýslumanns að hitta Mick Jagger í heimabæ sinum en ekki úti i heimi. Það fór þvi svo að fjallið kom til Múhameðs. Sýslumaður og höfuðpaur Stones náðu saman í Hafnarstrætinu á Isafirði. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt aö hann skyldi velja heimabæ minn til að heimsækja fyrstan staða á ís- landi. Hann hafði haft spurnir af því að ég hefði mikinn áhuga á Roll- ing Stones. Ég hef aldrei komist svo nálægt honum og það fór ágætlega á með okkur,“ segir Ólafur Helgi. Ólafur Helgi stendur að einum öflugasta stuðningsmannaklúbbi Rolling Stones á íslandi sem starf- ræktur er í ísafjarðarbæ. Þá hafa sýslumaður og hljómsveitin Cor staðið fyrir Rolling Stones-kvöldum á Vagninum á Flateyri og víðar. „Það barst í tal að ísafjörður væri mikill RoUing Stones-staður og sýslumaður hefði staðið upp og sungið Stones-lög við ýmis tæki- færi. Hann brosti mjög að því og spurði hvaða lög ég hefði sungið. Ég sagði honum að ég hefði tekið Sympathy for the DevU og Dead Flowers og hann var mjög ánægður með það,“ segir Ólafur Helgi. -rt Vagninn á Flateyri: Stoneskvöld án Jaggers DV, ísafjarðarbæ: Fjölmenni var á Vagninum á Flat- eyri í fyrrakvöld þar sem spurst hafði út að Mick Jagger hygðist fá sér ölkollu þar áður en snekkja hans létti akkerum og héldi norður fyrir land. Hljómsveitin Cor, sem sérhæfir sig í Rolling Stones-lögum, var með dagskrá og sjálfur sýslu- maður sem hitt hafði Mick Jagger fyrr um daginn, tók nokkur Stones- lög við dúndrandi undirtektir. Sjálf- ur Jagger lét þó ekki sjá sig, fólki til nokkurra vonbrigða og um svipað leyti og sýslumaður söng siðustu laglínurnar létti snekkja rokkarans akkerum. „ Tann hefur líklega átt kippu um borð,“ sagði einn vonsvikinna Stones-aðdáendanna. -rt MlitíCltSS Jagger í bátnum sem flutti hann í snekkjuna. Stuttar fréttir i>v Nauthólsvíkursund Brátt eignast íbúar höfuðborgar- svæðisins sína eigin baðströnd en fram- kvæmdir eru vel á veg komnar í Naut- hólsvíkinni. Sjórinn við ströndina verð- ur hitaður upp með affallsvatni frá hita- veitunni og á hann að verða um 20" heitur. Ströndin verður formlega opnuð næsta þjóðhátíðardag. Ætlar Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borg- arstjóri að þreyta Nauthólsvíkm-- sund í tilefni þess. RÚV greindi frá. Náö í konu upp í Esju Björgunarsveitarmenn voru kall- aðir út í gær tU að aðstoða sjúkra- flutningamenn við að ná í konu sem tognað hafði á fæti í Esjunni. Hún var í 800 metra hæð. Fíkniefni fundust Einn maður er í gæsluvarðhaldi eftir að töluvert af kókaíni, am- fetamíni og hassi fannst í bifreið á Sauðárkróki á fóstudag. Víki úr starfshópi Guðmundur Árni Stefánsson, fyrsti varaforseti Alþingis, ætlar að leggja tU að forsætisnefnd Alþingis fari fram á að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi víki úr starfs- hópi sem samgönguráðherra hefur skipað. Starfshópi þessum er ætiað að leggja mat á álit samkeppnisráðs í málefnum Landssímans. Samgöngu- ráðherra vísar ummælum Guðmund- ar Áma á bug. RÚV greindi frá. Forseta fagnað Um eitt þúsund afkomendur ís- lenskra landnema tóku á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, þeg- ar hann kom til Vatnabyggðar . í Saskatchewan-fylki í Kanada fyrir helgi. Forsetinn snæddi með 300 Vestur-íslendingum í samkomuhúsi byggðarinnar í Wynyard. Brú fannst á floti Brúin yflr Sandá, sem flaut burt í hetiu lagi eftir að jökulhlaup hófst í Kreppu, fannst í gær á floti rétt við Kópasker og munu björgunar- sveitir verða sendar eftir henni fljótlega. Vegurinn við Grimsstaði, sem fór í sundur í hlaupinu á sunnudag, var opnaður aftur seinnipartinn. Buðu blástur Lögreglan á Akureyri bauð fólki upp á þá þjónustu að blása í mæla hjá lögreglu til að meta áfengis- magn i blóði áður en lagt var af stað eftir erfiða helgi. Alvarleg tíðindi Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir það mjög alvarleg tíðindi að öllum starfsmönnum fiskvinnslu- fyrirtækis Sæunnar Axels á Ólafs- firði, 70 manns, hafi verið sagt upp störfum. Mbl. sagði frá Eldur í Garöabæ Eldur kom upp á milli þtija i iðn- aðarhúsnæði Normex í Garðabæ um klukkan átta í morgun. Slökkvistarf tók skamman tima og litlar skemmdir urðu. Orkuveiting skert Landsvirkjun mun frá og- með næsta vatnsári, sem hefst 1. september nk., skerða veitingu sína á ótryggðu raf- magni tti nokkurra stórfyrirtækja á orkusviðinu, s.s. ÍSAL, Norðuráls og Áburðarverksmiðjunnar. kjúklingar ekki innkallaðir Umhverfisráðuneytið ætlar ekki að innkalla kjúklinga sem komnir eru frá kjúklingabúinu á Ásmundarstöðum eins og Neyt- endasamtökin fóru fram á. Ráðu- neytið byggir ákvörðun sína á ráðgjöf frá landlækni og Hollustu- vemd ríkisins. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.