Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. AGÚST 1999 *««!«* YÍ • i KHBIS # j BSH iHH| . • ,: ,••--'• ws>ág "V \ Besta lið allra tíma nú fáanlegt á myndbandi Allir leikirnir! Öll mörkin! Sendum i pósthriifu PÓSTKRÖFUSÍMI: SB8 S333 VIDEOHOL LIN Á b^tu bteindi _ LÁGMÚLA 7 SÍMI 568 53 33 Útlönd Hundruð dóu í lestaslysi á Indlandi: Eins og í martröð Hundruð manna fórust og slösuð- ust þegar tvær troðfullar járnbraut- arlestir rákust saman um íjögur hundruð kílómetra norður af borg- inni Kalkútta á Indlandi skömmu fyrir dögun í gær. Embættismenn sögðu undir kvöld að staðfest væri að 220 hefðu farist og að 350 að minnsta kosti hefðu hlotið meiðsl. Embættismenn sögðust ekki eiga von á öðru en að tala látinna myndi hækka. „Þetta var eins og í martröð. Myrkrið var algjört og þetta hljóm- aði eins og sprenging," sagði Nayak Lakhi Bora, einn fjöldmargra her- manna sem voru í annarri lestinni. Samkvæmt fyrstu fréttum var talið að sprengja hefði sprungið en embættismaður sagði fréttamanni Reuters að bilun hefði orðið í merkjakerfi. Hraðlest á leið til Guwahati í Assam-héraði í norðausturhluta Indlands ók beint framan á lest sem var á leið til höfuðborgarinnar Nýju-Delhi. Eftir áreksturinn voru farþeg- arnir fastir í hrúgum af undnum málmi. Glerbrot, farangur og rúm- fatnaður lágu eins og hráviði um allt. Hvít lök voru breidd yfir líkin og þeim raðað upp með fram járnbrautarteinunum. Ráðherra járnbrautarmála á Ind- landi heimsótti slasaða á sjúkrahús og sagði að hafm yrði rannsókn á því hvernig lestirnar tvær gátu verið á sama spori. Hjúkrunarfólk á slysstað sagðist óttast að hundruð líka til viðbótar þeim 220 sem þegar hafa náðst myndu finnast í lestarvögnunum af öðru farrými sem oft eru yfir- fullir. Lfkum úr lestarslysinu mikla sem varð á Indlandi f dögun í gær var raðað upp með fram járnbrautarteinunum. Vitað er að á þriðja hundrað hefur farist en óttast að sú tala eigi eftir að hækka mikið. Kærleiksheimilið NATO: Herforingjar í hár saman Wesley Clark, bandarískur yflr- maður herafla Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og Michael Jackson, breskur foringi friðargæslusveita NATO í Kosovo, hnakkrifust skömmu áður en fyrstu rússnesku hermennirnir komu til Pristina, höfuðborgar Kosovo, þegar átökun- um í héraðinu lauk. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði fréttatímaritsins Newsweek. Að sögn tímaritsins neitaði Jackson að framfylgja skipun Clarks um að tryggja stjórn NATO á flughöfninni í Pristina. Clark var mikið í mun að koma i veg fyrir að Rúsar næðu flugvellinum. „Ég ætla ekki að hefja þriðju heimsstyrjöldina fyrir þig,“ á Jackson þá að hafa sagt við Clark, sem lætur af embætti í apríl næst- komandi, þremur mánuðum fyrr en ætlað var. Clark ætlaði þá að fá bandaríska aðmírálinn James Ellis, yfirmann suðurdeildar NATO, til að senda þyrlur til Pristina til að koma í veg fyrir að rússneskar flugvélar gætu lent þar. Að sögn Newsweek neitaði Ellis líka. Leiðtogar Bandaríkjanna og Bret- lands skárust þá í leikinn og tóku afstöðu með Jackson. Clark deildi einnig við aðra yfir- menn herafla NATO, meðal annars um Apache-þyrlurnar sem voru sendar til Kosovo en aldrei notaðar í hemaðinum gegn Serbum. Stuttar fréttir dv Málaliði í haldi Dómstóll i Finnlandi hefur úr skurðað 25 ára gamlan Finna varðhald vegna gruns um að hafa myrt fjölda Albana í átökunum í Kosovo í vor. Þá hefur finnska lögreglan áhuga á að tala við ann- an Finna vegna fjöldamorða. Danir fitna og fitna Fallþungi þegna hennar hátign- ar Margrétar Þórhildar Dana- drottningar hef- ur aukist gífur- lega á tíu ára tímabili, að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Á tíu árum hef- ur fjöldi of feitra Dana á aldrinum 30 til 60 ára vaxið um þriðjung. Mest er aukningin þó hjá þrítugum konum. Of feitum : þeim hópi hefur fjölgað úr 3,1 pró senti 1982 í 7,8 prósent 1992. Masood á flótta Ahmad Shah Masood, leiðtogi stjómarandstöðunnar í Afganist- an, og stríðsmenn hans hörfuðu í vígi sitt í Panjsher-dalnum í gær undan sókn hermanna stjórnar- herranna i talebanahreyfingunni. • Dráttur hjá NATO Sendiherrar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) hafa frestað því til miðvikudags að velja eftir- mann Javiers Solana í starf aðal- framkvæmdastjóra. George Ro- bertson, varnarmálaráðherra Bretlands, verður án efa fyrir val- inu. Hætta fram undan Hættur steðja að efnahagslífi Rússlands, að mati Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Rússnesk stjórn- völd verða að gera kerfisumbætur og bæta skattheimtu. Monica fékk skrámur Monica Lewinsky, fyrrum lær- lingurinn í Hvíta húsinu sem átti í ástarsam- bandi við Clint- on forseta, fékk nokkrar skrám- ur þegar hún velti jeppa sín- um á hraðbraut nærri Los Ang- eles á sunnu- dag. Monica missti stjórn á bíln- um þegar hún sveigði til að forðast árekstur við bil á undan. Áhyggjur af ofbeldi Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum af vaxandi skálmöld í Kólumbíu og hvatti deilendur til að finna leiðir til að binda enda á hana. Ný stjórntölva í Mir Áhöfn rússnesku geimstöðvar- innar Mir hefur komið fyrir nýrri stjómtölvu svo geimstöðin geti haldið áfram á sporbaug um jörðu mannlaus. Albanir til Kosovo Þúsundir Albana hafa flúið til Kosovo frá öðrum hlutum Serbíu. Þeir kvarta undan ofsóknum af hálfu serbneskra öryggissveita. Konungur náðar Múhameð sjötti, nýkrýndur konungur Marokkós, hefur náðað 46 þúsund fanga í tilefni þess að hann hefur nú sest í hásætið. Tiu þúsund fangar verða látnir lausir nú jegar en dómar yfir öðrum mildaðir. Aldrei hafa jafnmargir verið náðaðir í einu í Marokkó. Þá þykir fyrsta ræða nýja kóngs- ins vekja vonir um að breytinga sé að vænta í Marokkó. Kólnar í veðri Búist er við kólnandi veðri í Bandaríkjunum þar sem á annað hundrað hafa látist af völdum hita að undanförnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.