Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 Gerðaskóli Kennarar, athugið ! Okkur vantar kennara fyrir 1. bekk og miðstig. Einnig vantar íþróttakennara í afleysingar til áramóta. Frekari upplýsingar um kaup og kjör veita Einar Valgeir Arason og Jón Ögmundsson í síma „422 - 7020 (heimasímar: 423 - 7404 og 422 - 7216) ymsóknarfrestur er til 9. ágúst Skólastjóri Pítubrauð, pítsubotnar. pylsubrauð Algjört lostæti - lágmarksfyrirhöfn! Upplagt heima, í útilegunni Askrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV aM milli himir,s o Smáauglýsingar \ ' ll m'iTl 550 5000 Fréttir Bernharð Hjaltalín við beitingu á Flateyri. DV-mynd Guðm. Sig. ísafjarðarbær: Engin stefna í atvinnumélum - segir Bernharð Hjaltalín, frá ísafirði DV, Vestfjörðum: „Það er ekkert lengur að gera á ísafirði, allt lokað. Bærinn hefur ekki unnið heimavinnuna sína, þess vegna er þetta orðið eins og það er. Nú er ég að beita fyrir Ólaf Ragnarsson, skipstjóra á Margréti ÍS frá Flateyri," segir Bemharð Hjaltalín, frá ísafirði. Bemharð rak um langt árabil veitinga- og gisti- hús á ísafirði, allt þar til hann fór til Reykjavíkur til að fylgja bömum sínum í skóla. Hann hélt þó áfram að leigja út gistingu í Hjálpræðis- hershúsinu sem hann hafði fest kaup á af Hernum. Eftir að Bem- harð kom aftur vestur fór hann að vinna við fiskvinnslu og skyld störf á ísafirði, enda segir hann engin sóknarfæri í veitingahúsarekstri eins og staðan er í dag á Vestfjörð- um. „Bærinn hefur ekki verið vel með á nótunum eins og atvinnuá- standið er orðið ægilegt í höfuðstað Vestfjarða. Það er ekki til nein heil- stæð stefna í atvinnumálum í bæj- arfélaginu. Fyrir aldarfjórðungi, þegar Jón Baldvin Hannibalsson var í bæjarstjóminni, vildi hann að mörkuð yrði stefna til framtíðar og að ísafjörður yrði skóla- og ferða- mannabær með hótelskóla og fleira í þeim dúr en hann varð því miður undir á sínum tíma. Þetta hefði skapað störf fyrir menntafólk en þau vantar í bæinn. Hann var langt á undan sinni samtið og sá greinilega lengra fram á veginn en þeir sem síðan hafa far- ið með völdin í bænum. Það blund- ar í manni að byrja aftur með veit- ingahús og ég er klár í slaginn ef skilyrði verða til þess en ég held, eins og staðan er í dag, að þeir sem em í þessu séu ekkert of sælir af þessu.“ Bemharð segist ætla að halda áfram í beitningunni á Flateyri á meðan fiskast eins og nú er, enda segir hann ekki að miklu að hverfa á ísafirði. „Báturinn varð að taka tvisvar til við að draga línuna, það var svo mikið fiskirí. Hann lagði 17 bala og fékk fimm og hálft tonn á þá, þetta er alveg ótrúlegt fiskirí. Svo er líka gaman að beita með öllum þessum stelpum sem em að beita héma í skúmum með mér, þannig að ég verð áfram héma,“ segir Bernharð. -GS í Nýtt fyrirtæki í Ísaíjaröarbæ: 36 ný störf í símaþjónustu Þessa dagana er unnið að söfhun hlutafjár í ísafiarðarbæ í nýtt fyr- irtæki heimamanna og íslenskrar miðlunar hf. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að stefnt sé að opnun fyrirtækisins á Suðureyri og Þingeyri þann 25. ágúst nk. og aðeins seinna á ísafirði. Gert er ráð fyrir tólf stöðugildum á hverj- um stað, samtals 36 störfum. „Islensk miðlun ætlar að koma hér inn og við stofnum í samein- ingu félag með hlutafé upp á 25 milljónir króna. Þar af ætlum við að safna í heimabyggð 15 milljón- um, þannig að heimamenn munu eiga þetta að meirihluta. Fyrirtæk- inu er ætlað að sinna þeim verk- efnum sem íslensk miðlun hefur verið með og er að semja um. Þar er m.a. um að ræða símakannanir, símsölu og útvarps- og sjónvarps- safnanir sem fyrritækið hefur ann- ast að hluta. Þetta er fyrst og fremst símaþjónusta en síðan er ætlunin að fikra sig meira inn í tölvuvinnslu með ýmiss konar skráningarvinnu. Það eru góð laun í þessu miðað við verkamanna- og fiskvinnu. Daglaunin eru um 700 krónur á tímann," sagði Halldór Halldórsson bæjarstjóri. -HKr. Háqæ ðaframköllun á lægra verðil > H% ^Yíhiiísmy iioN fvltiii íiainkclhm . á suiiiuidcotiiv - Ný framköllunarvél sem skilar meiri myndgæðum ' Filma fylgir klukkustundaframköllun á 35 mm filmum ' A3S framköllun laugardaga frá kl sækl-9 00 •18 00 MIÐBÆJAR MYNDIR og sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Austurstræti 20 - Sími 561 1530

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.