Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 33 Gloria (Sharon Stone) og Nicky (Jean-Luke Figueroa) á götum New York borgar. Stjörnubíó - Gloria Sharon reynir... , . John Cassavetes er einn " merkilegasti kvikmynda- leikstjóri aldarinnar. Hann fór ætíð eigin leiðir í því umhverfi sem hann valdi sér, Hollywood, og var aldrei háður iðnaðarfram- leiðslunni þar nema sem leikari. Gloria, sem hann leikstýrði 1980, var alls ekki meðal bestu kvik- mynda hans en hún var sú eina sem náði almennum vinsældum. Þetta var gölluð kvikmynd sem hafði þó vissan sjarma. í endur- gerð Sidneys Lumets koma gall- amir enn berlega í ljós sem eru fyrst og fremst í persónum myndarinnar og Lumet nær eng- an veginn að lífga við. Sem dæmi má nefna mafluforingjann Ruby sem George C. Scott leikur. Sú persóna hefði átt að hafa afger- andi áhrif en í staðinn sjáum við aðeins Scott vera að leika sjálfan sig með kunnuglegum töktum. Sama má segja um fleiri auka- persónur. Það er því nóg pláss fyrir Sharon Stone að slá um sig í hlutverki sem nær yfir allan til- finningaskalann. Allt frá því Sharon Stone fékk óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Casino, sem hún átti skilið, hef- ur hún reynt að festa sig í sessi sem dramatísk leikkona en ekki haft árangur sem erfiði. Gloria er óskahlutverk alira leikkvenna. Hún er sjálfstæð kona, nýsloppin úr fangelsi, hef- ur harða skel en er meyr og sál- in stór þegar að er gáð. Stone nær sér stundum vel á strik í hlutverkinu, það er helst röddin sem svíkur hana. Hún verður samt aldrei sannfærandi Gloria, til þess er hún of glæsileg. Það vantar þessa útlifuðu konu sem hefur alltaf unnið fyrir sér með útliti sínu. Best er Stone í sam- leik sínum við hinn unga Jean- Luke Figueroa, sem leikur Kvikmynda GAGNRÝNI Nicky, drenginn sem misst hefur alla ættingja og hún leggur á flótta með til að bjarga undan morðingjunum fjölskyldu hans. í samleik þeirra nær myndin þeim tilfinningaþunga sem er nauðsynlegur en dettur svo inn á milli niður i meðalmennskuna þegar Gloria þarf að eiga við fyrrum félaga sína í undirheim- um New York-borgar. Sidney Lumet með alla sína reynslu og glæsimyndm að baki hefur ekki sama kraftinn sem einkenndi bestu kvikmyndir hans. Einhvern tíma hefði hann náð meira út úr leikurum og meðalhandriti en hann gerir nú. Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Steven Antin. Kvik- myndataka: David Watkin. Tónlist: Howard Shore. Aöal- leikarar: Sharon Stone, Jeremy Northam, Jean-Luke Figueroa, Caty Moriarty og George C. Scott. Hilmar Karlsson Kvikmyndir Kunnuglegar klisjur Það er skiljanlegt að Virus skuli hafa legið uppi í hillum í Hollywood í nokkra mánuði áður en hún var sett á markaðinn, það er nákvæm- lega ekki neitt í þessari „spennu- mynd“ sem kemur á óvart. Hún er uppfull af klisjum sem hafa verið notaðar í óteljandi kvikmyndum allt frá því Alien var gerð og stutt er síðan sýnd var næstum nákvæm- lega eins kvikmynd, Deep Rising, sem var lítið skárri. í upphafi fylgjumst við með drátt- arbát, sem hefur óskilgreindan far- angur í togi. Þegar mikill stormur skellur á skipið vilja skipverjar losna við farminn til að bjarga skip- inu en Donald Sutherland í hlut- verki skipstjórans á allt sitt undir Kvikmynda ar geta engu breytt í *****_T "»!|l*Hd Þeim efnum- Þetta er gott svo langt sem það nær f | og meðan við sjáum jk J ekki skrímsli skap- HLr tfim m ast ákveðin spenna j* fj * | og óvissa þrátt fyrir klisjurnar. Um leið al * .. M Og skipverjar fara að berjast gegn óvætt- tJSwHR inni verður myndin nánast óþolandi, pW mikiö uin vatns- K.M gusur og líkams- parta sem fljóta í dimmum afkimum skipsins, skrímsli lefur um sigsem „vírusinn“ skapar og gæti verið úr vara- hlutum í bíla og leikar- ar sem vita nánast ekkert hvað þeir eru að gera og halda að það nægi að öskra hver á annan. Úr þessu verð- ur þvílíkur ófognuður að maður var þeirri stund fegnastur þegar mynd- inni lauk. Leikstjóri: John Bruno. Handrit: Chuck Pfarrer og Jonathan Hens- leigh. Aðalleikarar: Jamie Lee Curtis, Donald Sutherland og William Baldwin. Hilmar Karlsson. GAGNRYNI farminum svo hann neitar en eng- inn ræður við veðurofsann og farm- urinn slitnar frá. Þegar lægir rekst dráttarbáturinn á stórt rússneskt rannsóknarskip sem virðist mann- laust. Skipstjórinn reiknar út að um sé að ræða 30 milljóna dollara björg- unarlaun takist að sigla skipinu í höfh. Áhorfandinn veit að hluta til Öll þessi stórskemmtilegu Snoopy leikföng* fá börnin hvergi nema á MeDonald's ‘31/07 til 27/08 eða á meðan birgðir endast. * Girnilegt kynningarverð Listaverð kr.399. McDonalds i Barnagaman á engan sinn líkal Barnagaman er McHamborgari (eða McOstborgari eða 4 stykki McNuggets) með McFrönskum, gosdrykk og vönduðu leikfangi. Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 LYST eM. er íslenskt fjölskyldufyrirtæki. Mömmur og pabbar/ömmur og afar: Sérstakt Barnagamantilboðl McDonaids jr f l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.