Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 5
20 Annar hönnuður og eigandi þriðja stærsta netvafra í heimi er íslendingur: Fólk sagði alltaf að við værum bilaðir - segir maður ársins á Netinu i Noregi sem vill ekki láta líkja sér við Bill Gates Eins og allir sannir íslending- ar vita (og taka eiginlega sem sjálfsögðum hlut) eru landar okkar að gera það gott á öllum svið- um alls staðar. Tölvu- og hugbúnað- ariðnaðurinn er ekki síst á mikilli uppleið í heiminum i dag og íslend- ingar eiga sína fulltrúa þar sem ann- ars staðar. OZ-menn eru vel þekkt dæmi og ýmsir fleiri hér heima en færri vita að í Noregi býr og starfar íslendingu, að vísu hálfur íslending- ur, tæknilega séð, en íslendingur samt. Hann er annar mannanna á bak við tölvuhugbúnað sem gagn- rýnendur og upplýstir notendur halda varla vatni yfir, nefnilega: Opera vafrann eða „browserinn". Maður ársins á Netinu í Noregi Jón Stephenson von Tetzchner heitir maðurinn og er hann við annan mann stofnandi og stærsti eigandi Opera software. Jón var valinn maður ársins á Intemetsviðinu í Noregi árið 1999 og hannaði fyrir nokkrum árum Opera vafrann sem talinn er af mörg- um sá besti í heimi. DV-Heimur náði sambandi við Jón þar sem hann var í fríi á eynni Mön í Danmörku og spjallaði við hann um fyrirtækið, hann sjálfan og íslendinginn í honum. „Ég er fæddur 1967 og alinn upp á íslandi, bjó á Seltjarnarnesi sem barn og unglingur. Eftir gagnfræðaskóla fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 1987 af eðlis- fræðideild. Þá flutti ég út.“ Af hverju fluttir þú út? „Ég er hálfnorskur, pabbi minn er norskur og býr í Osló, svo það var nokkuð eðlilegt að ég fór þangað í há- skólanám í tölvufræði. Þegar því námi var lokið fór ég að vinna á rann- sóknarstofu símans í Noregi, Telenor, meðan ég var að taka masterinn og ílengdist þar. Árið 1995 koin upp sá möguleiki að starta þessu fyrirtæki, Opera software, sem ég og gerði eftir að hafa klárað mastersnámið." Þriðju stærstu í heimi Opera software er tölvufyrirtæki, eins og nafnið gefur til kynna. Hvað er ykkar sérsvið? „Við sérhæfum okkur í fram- leiðslu á „browserum", eða vöfrum eins og það heitir á íslensku, og erum nú orðnir eitt af fjórum nöfn- um sem eitthvað er tekið eftir á heimsmælikvaröa. Okkar vafri heit- ir Opera en hinir eru auðvitað stóru bræðurnir Netscape Navigator og Internet Explorer. Hinn fjórði er Spyglass sem er á öðrum markaði en við. Við erum þriðju stærstu á Windows-markaðnum, á eftir risun- um tveimur og erum nýlega komnir með Macintosh og Linux-útgáfur þannig að við erum að reyna að búa okkur undir nýja markaði. Við erum til dæmis að búa til vafra fyrir Epoch-stýrikerfið sem er fyrir litlar tölvur eins og lófatölvur og þess háttar. Því er spáð að fleiri tölvur verði seldar með stýrikerfum eins og Epoch en með Windows stýrikerflnu eftir fáein ár svo að það er mjög áhugaverður markaður." En sem stendur beinið þið sjónun- um aöallega að Windows kerfinu, ekki satt? „Jú, við höfum mest einbeitt okk- ur að því að byggja okkur upp á Windows-markaðnum, enda er hann stærstur og það hefur tekist ágæt- lega. Það er tekið eftir okkur þar og til dæmis get ég nefnt að í réttarhöld- um Microsoft og bandaríska ríkisins og tilraunum til að leysa úr þeim deilum hefur Microsoft meira að segja stungið upp á að hafa Operu- vafrann með í Windows kerfinu ásamt Internet Explorer. Það gera þeir til þess að bjóða fólki val þar á milli og reyna þannig að losna við einokunarstimpilinn sem fyrirtækið hefur fengið á sig.“ Vefurinn verður eitthvað Hvernig kom það til að þú fórst út í þennan bransa? „Þegar ég og meðeigandi minn að Opera software vorum að vinna hjá Telenor árið 1993 þóttumst við sjá að veraldarvefurinn yrði eitthvað og gerðum okkur strax grein fyrir þeim möguleikum sem hann gæti fært Opera: Einfalt, alþjóðlegt, fyrir fólk Opera software státar einnig af einum fremur sjaldgæfum kosti með- al tölvufyrirtækja - það skilaði hagn- aði á síðasta ári: „Já, við vorum í plús árið 1998 en það er nokkuð sjaldgæft í þessum bransa þar sem fyrst og fremst er verið að byggja upp og fjárfesta með hagnað í framtíðinni fyrir augurn." En hvað með nafnið Opera, Jón? Það er fremur óvenjulegt á tölvufyr- irtæki, jafnvel skáldlegt, í geira þar sem meira ber á alla vegana stytting- um og upphafsstafafylliríi? „Við vorum að leita eftir nafni sem er stutt, létt að muna og eins á mörg- um tungumálum. Svo vildum við líka finna vöru okkar nafn sem ekki væri Hins vegar hefur verið tekið dálít- ið eftir okkur undanfarið, sérstak- lega eftir að ég fékk þessi verðlaun, og ýmis erlend stórblöð hafa fjallað um okkur og tekið við okkur viðtöl, s.s. eins og New York Times og Her- ald Tribune [og DV-Heimur, innsk. blm.].“ Ekki margir Opera-notendur á íslandi Hver er markaðshlutdeild ykkar á heimsvísu? „Við reiknum með að hún sé um eitt prósent núna. Miðað við stærð markaðarins þá eru það ansi margir notendur þó svo talan virðist kannski ekki há við fyrstu sýn. Við erum í miklu uppbygginarstarfi um þessar mundir og haustið verður mjög spennandi, sérstaklega vegna þess að við erum að færa okkur yfir á svo mörg önnur stýrikerfi en Windows þar sem við höfum lang- mest verið hingað til og sum þeirra hafa alla burði til þess að verða mjög stór, til dæmis Linux og Epoch, sem ég minntist á áður.“ Nú er Opera software loksins búið að ná fótfestu á heimamarkaðnum í Noregi eftir langa mæðu. Hvað með hinn heimamarkaðinn, ísland? Þú ert nú einu sinni hálfur íslendingur, Jón, veistu um einhverja notendur héma á Fróni? „Það eru einhveijir fáeinir en ekk- ert voðalega margir. Við höfum selt nokkur forrit til íslands og svo sjáum við auðvitað þegar íslendingar heim- sækja okkur á heimasíðuna. En ég held að Opera sé enn sem komið er lítið notuð á íslandi." Opera um allan heim Hverjir eru aðalviðskiptavinir ykkar? „Stærstur hluti notendanna er frá Bandcuíkjunum og einnig talsvert í Evrópu. Svo er Asía að koma smátt og smátt inn í myndina, sérstaklega Japan. Við höfum einnig fengið góð- ar móttökur í Indlandi." Svo Operan bergmálar bókstaf- lega í öllum heimshornum? „Ég tók það nú saman fyrir tveimur árum hvað við höfðum selt á mörgum stöðum. Þá voru það 40 lönd og eitthvað hlýtur nú að hafa bæst við síðan.“ Hljótum að gera eitthvað rétt Jæja, þá tökum við upp verald- legra hjal: Hversu mikils virði er fyrirtækið í dag? „Það er nú erfitt að segja. í samn- ingum höfum við aðallega miðað við 50 til 100 milljónir dollara. Hingað tO hefur fyrirtækið alfarið verið í eigu okkar Geirs en við erum að breyta því og fá inn nýja eigendur. Við mun- um samt eiga meirihluta áfram, 90 prósent, því við teljum að fyrirtæk- inu sé best borgið í höndunum á okk- ur. Við vorum þeir einu sem höfðum nokkra trú á þessu lengi vel og því viljum við halda áfram um stjómar- taumana. Við hljótum að vera að gera eitthvað rétt.“ Eitt að lokum, Jón, fyrir þær löndur okkar sem kannski hugsa sér gott til glóðarinnar eftir lestur þessa viðtals: Ertu giftur maður eða lofaður að öðru leyti? „Ég er ekki giftur ennþá en trúlof- aður norskri konu og við erum bamlaus enn sem komið er.“ Mest íslendingur Og svo við færum metinginn milli frændþjóðanna um þjóðemi „frægra" mann frá Leifi Eiríkssyni yfir í nú- Jón Stephenson von Tetzchner ásamt unnustu sinni Marit og dóttur hennar Theu Louise. með sér. Við byrjuðum því að vinna við forritun fyrir vefinn árið 1994 þegar fáir vissu reyndar hvað ver- aldarvefurinn var. Síðar fengum við einkaleyfi á því sem við höfðum starfað við innan veggja Telenor og stofnuðum okkar eigin fyrirtæki árið 1995. Fólki hefur þótt það mjög gaman alla tíð að segja okkur að við séum bilaðir og það þýði ekkert að vera að keppa við Microsoft því allir sem geri það séu kramdir undir. Hingað til hefur okkur nú gengið tiltölulega vel og meira að segja era hlutimir famir að rúlla í Noregi, sjálfu heima- landi fyrirtækisins, en við komumst fljótlega að því hversu erfitt það er að brjóta ísinn á heimamarkaði, sbr. gamla máltækið um spámanninn og foðurlandið. Það sem af er árinu höf- um við fengiö tvenn verðlaun í Nor- egi, önnur fyrir besta norska forritið og siðan var ég valinn maður ársins 1999 á Netinu í Noregi. Þannig aö í stað þess að fólk kalli okkur bilaða er það farið að skella sér á lær og segja að þetta gæti nú bara gengið hjá okkur eftir allt sarnan." of tæknilegt, eins og hjá flestum öðr- um í þessum geira, og leggja þannig áherslu á að við værum ekki bara að búa til tækni heldur líka vöra sem væri ætluð fyrir fólk.“ Gates ekki fyrirmyndin Opera software hefur vaxið ört frá því það var stofnað fyrir fjórum árum af Jóni og félaga hans, Geir Ivarsöy, og telur nú 20 starfsmenn í höfuðstöðvunum Noregi og tíu til viðbótar þar fyrir utan: „Við reiknum með enn meiri vexti, höfum tvöfaldað okkur á hverju ári en reiknum með að við eigum eftir að auka þann hraða.“ Hvað segirðu, Jón - ertu þá bara á góðri leið með að verða Bill Gates Noregs?! „Nei, ég veit ekki hvort það er við hæfi að nota þann samanburð. Per- sónulega langar mig nú ekkert að líkjast Bill Gates. Hann er mér engin fyrirmynd, fyrir utan það hvað hann er flinkur í markaðssetningu. Þar má læra margt af honum og það höfum við gert. íöl'/ili' ■. i—-... ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1999 29 li g aTJ Xnternaaionau. gjennomorudri for ”Árets Internetter Jon -ron Tetzohner GPS-vandinn er viö þaö að bresta á með hugsanlegri slysahættu: Tækninni skeikar um tuttugu ár - hjá þeim sem ekki eru undirbúnir MÖRSK' OMteDGJDGD' Norsk biöð hafa eignað sér Jón (Nojarinn samur við sig!) og myndir og fyrirsögn segja sitt um álitið. tímann: Hvort lítur þú nú á þig sem íslending eða Norðmann? Hvor helm- ingurinn togar meira í þig? „Ég er nú mest íslendingur. Ég er fæddur á íslandi og bjó þar í 20 ár. Það segir sitt.“ . Ertu þá kannski á leiðinni heim alkominn einhvern tímann á næst- unni? „Nei, ég efast um það. Þó ég sé nú íslendingur þá er ég eins og margir Islendingar því marki brenndur að ég get verið eiginlega hvar sem er. Þó ég búi í Noregi núna þá veit ég ekki hvað ég verð þar lengi. Til dæmis getur vel verið að ég flytji einhvern tímann til Bandaríkjanna ef aðstæður kalla á það. Það veltur allt á þvi hvernig fer með fyrirtæk- ið. Ég fylgi því eftir þangað sem það ber mig.“ Og fyrst Opera software hefur tek- ist að bera eiganda þess, íslendinginn Jón Stephenson von Tezchner, þetta langt hingað til er aldrei að vita nema leiðin liggi einhvern tímann heim til íslands. Með viðkomu á toppnum, kannski? Hver veit? -fin ístað jbess að fólk kalli okkur bilaða erþað far- ið að skella sér á lær og segja að þetta gæti nú bara gengið hjá okkur eftir allt saman. sveima í kringum jörðina eru jafn- margar atómklukkur, gífurlega ná- kvæm tímamælitæki sem notuð eru meðal annars fyrir GPS-staösetning- arkerfið. Þesseir klukkur voru settar af stað í janúar 1980 og vora forrit- aðar til að telja vikur, nánar tiltek- ið 1024 vikur, sem þýðir að á mið- nætti 21. ágúst 1999 klára þær kvót- ann, endurstilla sig og byrja að telja upp á nýtt frá núlli. Þessi breyting getur haft umtals- verðan vanda í för með sér fyrir notendur GPS tækja, þar sem þau geta hugsanlega raglast og sýnt vit- lausa staðarákvörðun með tilheyr- andi slysahættu, þar sem nútíma samgöngur reiða sig mjög á GPS- tæknina til staðarákvörðunar. GPS-tæknin byggist á því að tæki notandans á jörðu niðri, hvort sem hann er staddur á láði, legi eða lofti, nemur tímamerki sem gervihnett- imir senda frá sér og þarf að ná merki frá þremur hnöttum til þess að fá skurðpunkt og geta staðsett sig. I rauninni er þetta einfaldlega mæling á hvað merkið frá gervi- hnöttunum er lengi að berast frá gervihnettinum til móttökutækis- ins. Staðarákvörðun hnattanna er alltaf þekkt og vitað er hve hratt út- varpsbylgjurnar ferðast þannig að þegar vitað er hve langan tíma tek- ur merkið að fara á milli er tiltölu- lega stutt skref að ákvarða staðsetn- ingu notandans með samanburðar- mælingum. 22. ágúst 1999 verður 6. jan- uar1980 En þar með er ekki öll sagan sögð. Klukkan í GPS-tækinu sjálfu er náttúrlega ekki jafnfullkomin og atómklukkurnar. Til að allt sé á þurru með nákvæmi mælingarinn- ar þarf því GPS-tækið að nema merki frá fjórða gervihnettinum til þess að staðfesta mælinguna og/eða leiðrétta hugsanlega skekkju sem gæti verið á innbyggðri klukku GPS-tækisins eða atómklukkunum sjálfum. í ágúst næstkomandi, þegar enda- skipti verða á talningunni, er hætt- an sú að móttökutækiö reikni vit- lausa dagsetningu, þ.e. skynji ekki að 22. ágúst er kominn heldur gefi sömu dagsetningu og var í upphafi 1024 viku síðast - 6. janúar 1980. Þetta getur valdið skekkju í út- reikningum móttökutækisins á staðsetningu því réttar útkomur frá reikniörgjörvanum eru að sjálf- sögðu háðar því að upplýsingamar sem notaðar eru séu réttar. Þetta gæti frœðilega séð haft alvarlegar af- leiðingar fyrir til dæmis sjálfstýr- ingu og blindflugskerfi flugvéla, að ekki sé talað um skip, báta og veiði- og fjallgöngumenn á landi sem og fjölmörg önnur svið. Eldri tæki ruglast Eins og gefúr að skilja hefur þetta vandamál legið ljóst fyrir um nokkurn tíma og þannig eiga þeir í ágúst næstkomandi, þegar endaskipti verða á talningunni, er hætt- an sú að móttökutæk- ið reikni vitlausa dag- setningu, þ.e. skynji ekki að 22. ágúst er kominn heldur gefi sömu dagsetningu og var í upphafi 1024 viku síðast - 6. janúar 1980. sem nota GPS-tæknina að hafa haft nægan tíma til að bregðast við vandanum sem þessu fylgir. GPS-vandinn, sem endaskiptin (e. rollover) hafa verið nefnd, era ekki tengd 2000-vandanum en hann gæti að sjálfsögðu einnig haft áhrif á GPS-kerfið eins og aðra tölvutækni þó vonandi séu jafnt framleiðendur sem notendur fullkomlega undir- búnir undir aldamótin. Framleiðendur GPS-tækja hafa hin síðustu ár framleitt tæki þannig að þau standist GPS-vandann en óvíst er með tæki sem framleidd vora á bilinu 1994 til ¥95 og þaðan af eldri. Eldri GPS-tæki munu hugs- anlega ruglast í ríminu þegar enda- skiptin verða. Flotinn hugsanlega við- kvæmur - Flugleiðir löngu hólpnar Sigurður Jónsson hjá tryggingafé- laginu Samábyrgð íslands, sem stóð fyrir dreifingu fræðslubæklings um GPS-vandann segir það vera hugs- anlegt áhyggjuefhi fýrir íslendinga: „íslenski flotinn var að 90 pró- sentum búinn GPS-tækjum árið 1995. Það era þá tæki sem framleidd vora árið 1994 og því gætu einhver þeirra verið viðkvæm fyrir enda- skiptunum. Með útgáfu bæklingsins eram við einfaldlega að minna eig- endur og áhöfn fiskiskipa á að grennslast fyrir um það hjá viðkom- andi umboði hvort tæki þeirra séu gerð fyrir að standast þessa breyt- ingu.“ Er eitthvað vitað um kostnaðinn sem þetta hefur í för með sér? „Nei, mér er sagt að séu tækin ekki viðbúin breytingunni þurfi að skipta um reikniörgjörvann í þeim og það kosti einhverja þúsundkalla [um fiögur þúsund krónur skv. einu umboði, innsk. blm.] en í mörgum tilfellum borgar það sig einfaldlega fyrir menn að skipta hreinlega um tæki - sérstaklega ef um lítil og ódýr tæki er að ræða. Þetta er breytilegt eftir framleiðendum. „Ég geri mér vonir um að það sé ekki hátt hlutfall tækja á íslandi sem ekki ræður við GPS-vandann,“ segir Sigurður Jónsson hjá Samábyrgð íslands. Tækin frá sumum þeirra eru skot- held gagnvart þessu, óháð því hvenær þau voru framleidd, en það borgar sig tvímælalaust að athuga það til vonar og vara. Ég geri mér vonir um að það sé ekki hátt hlutfall tækja hér á íslandi sem ræður ekki við þetta en það væri slæmt að þurfa að komast að því of seint. Ég vona að allir bregð- ist við þessu og hafi allt sitt á þurra í tæka tíð.“ Þess skal getið að hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að hjá þeim og öðram flugfélögum væri löngu búið að bregðast við þessu vandamáli og flugsamgöngum staf- aði engin hætta þar af. Fyrst og fremst óþægindi í samtölum við umboð GPS-tækja skildist blaðamanni að hér væri ekki nein meiri háttar katastrófa á ferð. Fyrst og fremst gæti þetta haft ákveðin óþægindi í för með sér fyr- ir notendur eldri tækja, sem era fyrst og fremst þeir sem nota tækin í tómstundum, viö veiðar og hálend- isferðir. Óþægindin felast í því að á þriggja til fiögurra vikna tímabili í kring um 20. ágúst myndu tæki sem ekki eru undirbúin undir breyting- una þurfa lengri tíma, um 10 mínút- ur, til þess að finna staðarákvörðun- ina þar sem hlaða þyrfti inn nýju almanaki í hvert skipti sem tækin væru ræst í stað mánaðarlega undir venjulegum kringumstæðum. Ástæða þess væri sú að tækin næðu ekki sambandi við tunglin strax vegna gamalla og úreltra upplýs- inga um stöðu þeirra. Einn viðmælenda sagði að fyrst og fremst væra tryggingafélögin að gæta hagsmuna sinna (og náttúr- lega viðskiptavina sinna í leiöinni) en slysahætta af þessum sökum væri hverfandi. Samt sem áður ættu allir sem nota GPS-tæki að fullvissa sig um að tæki þeirra væru búin undir endaskiptin og hafa í huga gömul og gild sannindi: Allur er varinn góð- ur. -fin Kostir og gallar Operu: Litli vafrinn með stóra hjartað nefndi gagnrýnandi gripinn og hrósaöi hraöa og stærð en setti út á verö 'íí)\'JÍU Hvers vegna ætli Opera software gangi svona vel? Jú, það er út af því að þeir búa eitt- hvað til sem aðrir sækja í. Af hverju? Hverjir eru kostir Opera vafrans, fram yfir keppinautana? „Helstu kostir sem hafa verið taldir okkur til tekna, jafnt af gagn- rýnendum sem notendum, eru stærðin og hraðinn,“ segir Jón. „Intemetið er hægfara fyrirbæri í eðli sínu og þess vegna er mikil- vægt að þeir sem bjóða upp á vörur ætlaðar til notkunar því geri sitt til að láta hlutina ganga eins hratt og auðið er. Við höfum einnig passað upp á stærðina á forritinu. Það er mjög lítið, tekur ekki nema um 2 megabæt af disknum (sumum útgáf- um forritsins má meira að segja koma fyrir á diskettu), hin forritin era mjög plássfrek og taka allt frá 50 og jafnvel upp í 100 megabæt." Bjóðum það nothæfa - sleppum hinu Það er algeng skoðun að stærra jafngildi betra en í tilviki Opera er ekki svo: „Miklu máli skiptir að við fórnum engu mikilvægu með þessari litlu stærð. Við erum fyUilega sambæri- legir og oft betri en Netscape og Microsoft í því sem skiptir máli og fólk raunveralega þarfnast og notar. Þau fyrirtæki troða ýmsu meö í pakkann seni fólk hefur oftar en ekki enga þörf fyrir en tekur bara dýr- mætt pláss frá öðra. Við reynum að hafa það með sem fólk notar í raun og vera.“ Opera býður einnig upp á ýmsa hentuga möguleika sem aðrir vafrar hafa ekki. Hægt er að keyra forritið með lyklaborðinu einu, þ.e. sleppa má músinni, og hægt er að stækka síðumar allt að þúsundfalt með plús- og mínustökkunum á lyklaborðinu. Þetta era hvort tveggja mjög hand- hægir möguleikar, til dæmis fyrir fatlaða og sjónskerta. Eins og komið hefur fram er Opera ekki nálægt því jafnplássfrek á minni og aðrir vafrar og það ætti að gefa henni umtalsvert forskot á markaði þar sem tölvurnar (og þ.a.l. minnin) eru litlar, t.d. lófa- og fartölvur: „Vissulega," segir Jón „það ætti að vera far- og lófatölvueigendum í hag að nota sem minnst af minninu. Einnig kemur forritið vel til greina í farsimatölvur sem ég nefndi áðan og tölvur sem innbyggðar eru í sjónvörp en þær hafa oft mjög lítið minni." „For-pentium“ tölvur og Opera Þeir sem eru aftarlega á merinni hvað nýjustu tölvutækni varðar, era til dæmis enn þá staddir á „for- pentium" tímabilinu, gætu einnig haft hag af „litla vafranum með Gallinn þykir fyrst og fremst vera sá að borga þurfi fyrir forrit- ið en eins og kunnugt og frægt er orðið eru Navigator og Explorer ókeypis. Gagnrýnend- urkomast samt að þeirri niðurstöðu að kostir Operu vegi upp á móti verðinu og gott betur stóra hjartað", nafn sem gagnrýn- andi WinPlanet valdi Opera í mjög jákvæðri gagnrýni: „Þeir sem era með aðeins eldri tölvur, jafnvel niður í 386- og 486- vélar, eiga oft í talsverðum erfið- leikum með að keyra Netscape og Explorer á viðunandi hátt vegna hins litla minnis tölvanna og mik- illar stærðar þessara vafra. Þá er svo sem eins gott og raunar miklu betra að keyra Opera, það liggur í augum uppi.“ Gagnrýnendur segja Eins og áður sagði hafa gagn- rýnendur verið fullir lofs í garð Operu. Það er fyrst og fremst mikill hraði við að ná í síður og lítið pláss sem vafrinn tekur á minninu sem vekja hrifningu en stækkunar- möguleikamir og lyklaborðsstýr- ingin er einnig nefnd sem góðir kostir, einstæðir fyrir Opera. Gallinn þykir fyrst og fremst vera sá að borga þurfi fyrir forritið en eins og kunnugt og frægt er orð- ið era Navigator og Explorer ókeyp- is. Gagnrýnendur komast samt að þeirri niðurstöðu að kostir Operu vegi upp á móti verðinu og gott bet- SV l'O J Hér sést Opera vafrinn í fullum gangi: Einfalt, hratt og þægilegt. Takið eftir stækkuninni, m.a. á manninum með skeggið Hver er maðurinn? ur, en forritið kostar 35 dollara, um 2500 krónur, sem þykir ekki mikiö á flestum bæjum. Gagnrýnina er hægt að finna á Netinu, á síðum PC- Magazine og fleiri tölvutímarita. Ef lesendur vilja prófa Opera þá býður fyrirtækið ókeypis 90 daga reynslutíma. Fyrirhafnarlítið er að sækja forritið á heimasíðu Opera, www.opera.com. Sjón er sögu rík- ari. -fin c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.