Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJTJDAGUR 3. ÁGÚST 1999 nHliíuu ■ IVIIIIIII [ j'jJyJíJl Vín verndar gegn lungna- krabba Svo virðist sem þeir sem drekka vín eigi síður á hættu að fá lungna- krabba, samanborið við þá sem ekki láta vín inn fyrir varir sínar. Aö þvi er fram kemur í bandarísku faraldursfræði- tímariti komust danskir vís- indamenn að raun um að hætt- an á lungnakrabba minnkaði um 22 prósent við það að drekka eitt til tvö vínglös á dag. Þeir sem drekka meira en tvö glös á dag eru svo enn lánsamari því líkumar á að þeir fái lungna- krabba virð- ast minnka um helm- ing. Sömu sögu er ekki að segja um þá sem drekka sterkt áfengi og bjór. Hættan eykst við þá iðju, ef marka má niðurstöðumar. Dvergagen í plöntum einangrað Breskir vís- indamenn hafa einangrað gen sem veldur því að plöntur verða ekki eins hávcixnar og þær ella yrðu. Gen þetta veldur því einnig að plöntumar gefa meira uppskem. Frá þessu er sagt í tímaritinu Nature. „Við vitum að dvergvaxnar hrísgrjóna- og hveitiplöntur gefa meiri uppskeru en há- vaxnari tegundir," segir Nick Harberd sem starfar við John Innes rannsóknarstofnunina í austanverðu Englandi. Hann segir að nú ætti að vera hægt að breyta hávöxnum plöntum sem gefa litla upp- skeru í dvergvaxnar plöntur sem gefa mikið af sér. Dvergvaxnar plöntur em gjöfulli þar sem þær standast betur veður og vinda. Margir lamaðir þegar þeir vakna Nokkur fjöldi manna verður öðru hverju fyr- ir þeim óskunda að vera næstum lamaður í eitt augnablik þegar hann vaknar á morgnana. Svefnlömun er fyrirbærið kallað og sam- kvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi og Ítalíu er hún nokkuð al- geng. Reyndar verða tvö prósent mannfólksins fyrir henni einu sinni í mánuði og alls hafa sex prósent einhvem tíma fundið fyrir svefnlömun. Svefnlömunin getur varað í nokkrar sekúndur og 30 pró- sent þeirra sem finna fyrir henni hafa einnig ofskynjanir. Áhugasamir bræður gerðu merka uppgötvun: Fundu óþekkta risaeðlutegund Ekki er allt feng- ið með stærð- inni. Hún var að minnsta kosti ekki stór, risa- eðlan, eða öllu heldur steingerðar leifarnar sem fundust í Bæjaralandi í Þýskalandi á síðastliðnu sumri. Engu að síður var hún stórmerkileg, enda af dýri af al- gjörlega óþekktri tegund. Að sögn Gúnthers Viohls, safnvarðar við steingervingasafnið í Eichstatt, þar sem leifúnum var komið fyrir, vom það tveir bræður, miklir áhuga- menn um steingervinga, sem fundu dýrið. Gúnther Viohl segir að sérfræð- ingar telji að hér sé á ferðinni „stór- kostlegur fundur". Steingerðar eðluleifamar fundust við Schamhaupten. Risaeðlan hefur að öllum líkindum lifað fyrir 151 milljón ára, það er að segja einni milljón árum fyrr en fuglinn archaeopterix. Fjölmargir steingerv- ingar fugls þessa hafa fundist á sömu slóðum í Bæjaralandi. „Flestir steingervingafræðingar telja að fuglar séu komnir af þeim flokki sem litla risaeðlan virðist hafa tilheyrt," segir Gúnther Viohl við frönsku fréttastofuna AFP. Vísindamenn gera sér vonir um að verða einhverju nær um þróun fugla þegar þeir hafa rannsakað litla dýrið. Hauskúpa eðlunnar frá Scham- haupten er átta sentímetra löng og telur Viohl að hún hafi verið á stærð við kalkúna. „Við vitum ekki hversu stórt fullorðið dýr þessarar tegundar er,“ segir hann. Eðlan var með ótrúlega stórar tennur sem þykir benda til að hún hafi verið kjötæta. Bræðumir tveir sem fundu stein- gervinginn, Hans og Klaus-Dieter £at'jhy£ii Hauskúpa eðlunn- ar frá Scham- haupten erátta sentímetra löng og telur Viohl að hún hafí verið á stærð við kalkúna. Weiss, eru sjálfboðaliðar við steingervingasafnið í Eichstátt. Þeir hafa dvalið á sama tjaldstæðinu í öllum sumarleyfum sínum undan- farin þrjátíu ár í leit að stein- gervingum, eða frá því þeir voru unglingar. Búist er við að steingerving- urinn verði sýndur almenn- ingi í september árið 2001. Steingervingur sem fannst í Bæjaralandi var sennilega fjarskyldur ættingi þessarar risa- eðlu sem hafði einnig til að bera einkenni fugla. Ratvísinni eru engin takmörk sett: Dýrin reiða sig á segulsvið jarðar < Norður-ameríski söngfuglinn risst- arli telur það ekk- ert eftir sér að ferðast meira en fimmtán þúsund kílómetra fram og tU baka milli Norð- ur- og Suður-Ameríku tU að gera sér hreiður á sama staðnum ár eftir ár. Fuglinn þessi ratar á réttan blett með því að notfæra sér segulsvið jarð- ar, rétt eins og svo mörg önnur dýr. Sæskjaldbökutegund ein í Norður-Atl- antshafi ferðast einnig þúsundir kUó- metra í sama skyni og er rnihi fimm og tiu ár á svamli í sjónum áðm en hún nær áfangastað. Ken Lohman, líffræðingur við há- skólann í Norður-Karólínu, segir í viðtal við ABC-fréttastofuna að hugs- anlega noti sæskjaldbökurnar segul- skyn sitt tU að halda sig innan heitra Smástirni: Gósenland fyrir geimfara Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið hálfgerða vin fyrir geimkönnuði framtíð- arinnar. Þar eiga þeir við smástirnið 1998 KY26 sem fór fram hjá jörðu í fyrrasumar og er stútfuht af klaka. Smástimið er ekki nema rúmlega þrjátíu metra langt og snýst um sjálft sig á ellefu minútna fresti. Vísindamennimir beindu ratsjám sinmn og stjömusjónaukum að smást- irninu þegar það var í um 800.000 kUó- metra fjarlægð frá jörðu og greina frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Sci- ence. „Þetta smástimi er bókstaflega vin fyrir geimkönnuði framtíðarinnar," segir Steven Ostro sem starfar hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Hann segir að sennUega séu tæpar fjórar milljónir lítra af vatni á smást- iminu. Það dugar tU að fyUa tvær eða þrjár sundlaugar af löglegri stærð fyr- ir sjálfa Ólympíuleikana. Þá segir Ostro að nota mætti jarð- veg smástimisins tU að rækta mat- væli fyrir framtíðarútvarðstöðvar mannsins í geimnum. Sporbaugur smástirnisins 1998 KY26 er þess eðlis að það er aðgengi- legast allra smástirna fyrir geimfór mannanna. „Gífurlegur fjöldi jafnsmárra hluta er talinn vera nærri jörðu en þetta er í fyrsta sinn sem okkur hefur tekist að rannsaka einn þeirra svona náið. Það er kaldhæðnislegt að þetta smá- stirni er minna en ratsjártækin sem við notuðum tU að fylgjast með því,“ segir Steven Ostro. Sæskjaldbökur í Norður-Atlantshafi rata rétta leið með aðstoð segul- sviðs jarðar. Þær geta verið allt að tíu ár á leiðinni á klakstöðvarnar. svæða Norður-Atlantshafsins. Ekki nota öU dýr þó segulskyn sitt tU langferða. Kambsalamandran er tU dæmis þar um. Þær nota það tU að komast undan rándýrum sem langar tU að éta þær og einnig tU að rata heim í poUinn sinn úr frumskóginum, aUa jafna ekki meira en tólf kUómetra leið. Stundum vita vísindamenn ekki hvers vegna dýr hafa segulskyn, til dæmis sæsniglar. „Við vorum furðu lostnir þegar gögnin sýndu fram á að þeir hafa vel þroskað segulskyn," segir Lohman. Mjög algengt er að dýr noti segul- svið jarðar tU að rata. Vísindamenn vita samt ekki hvernig dýrin fara að því að nema það. „Þetta er eins og að skilja að dýr geti numið ljós en þekkja ekki tU aug- ans,“ segir líffræðingurinn Mark Deutschlander við háskólann í Victor- ia í Kanada. Vísindamenn eru ekki vissir í sinni sök en þeir telja þó líklegt að til séu í dýrum tvenns konar segulnemar. Annars vegar nemi sem byggist á jámi og hins vegar nemi sem fer í gang við ljós. Með aðstoð járnnemanna geta dýr- in áttað sig á hversu langt í suður eöa norður þau eru frá tilteknum stað. Ljónæmu nemamir starfa hins vegar frekar eins og einfaldur áttaviti. Sum dýr, eins og kambsalamandr- an og risstarlinn, eru að öUum líkind- um búin báðum nemategundum. Þekking okkar er þó harla óljós þegar flest dýr era annars vegar. • Viötal viö flgust Þorsteinsson, tpamkvæmdasTjora Reykjavilturmarapons • Viðtöl^vjð nokkrá'aThélstu hlaupuruiii Islendíngasem ætlafað'vera níeð í hlaupim Sérblað DV BKSKN] Miðvikudaginn 11. ágúst mun sérblað um Reyjavíkurmaraþon fylgja DV Umsjón efnis: ísak Sigurðsson, sími 550 5000. Umsjón auglýsinga: Þórður Vagnsson, sími 550 5722, netfang: toti@ff.is Auglysendur, athugið að auglýsingum þarf að skila til DV fynir föstudaginn 6. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.