Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1999, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 19 Meira um Landsmótið Stórfenglegur völlur Völlurinn er alveg stórfengleg- ur, ofsalega vel um hann hugsað, mér þætti vænt um ef það kæmi fram hvað ég er glöð með vall- arstarfs- mennina og þá sem hugsa um hann. Hann er al- veg í topp standi. Ég hugsa að það verði fjöldinn allur að horfa á, þetta verður spennandi í öllum flokkum," sagði Ragnhildur að lokum en hún varð íslandsmeistari á Hólmsvelli í Leiru í fyrra eftir 13 ára bið frá því að hún vann í fyrra skiptið, 1985. QO -IBE íivior Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sést hér huga að pútti á Landsmótinu í fyrra en hún mun reyna að verja íslandsmeistaratitilinn sem hún vann eftir 13 ára bið í fyrra og vonast örugglega eftir að biðin verði styttri næst. Hetja að skúrki Breski spretthlauparinn Linford Christie, til vinstri, komst aftur í heimspressuna f gær þegar til- kynnt var að hann hefði fallið á lyfjaprófi og verið dæmdur í keppnisbann af alþjóða frjáls- íþróttasambandinu, IAAF. Segja má að með þessu hafi hinn vinsæli spretthlaupari, sem vann meðal annars gull í 100 metra hlaupi á ólympíuleikunum 1992, breyst úr hetju í skúrk á einu augabragði enda talin táknmynd fyrir hinn hreina íþróttamann. Christie neitar ásökunum, segir sig ávallt hafa verið taismann bar- áttu gegn neyslu lyfja og því frá- leitt að hann tæki inn lyf eftir að hann hætti formlega að keppa. Chrstie, sem er 39 ára, mældist jákvæður fyrir steranum nandrolone á innanhússmóti í Dortmund í Þýskaiandi sem fór fram 13. febrúar síðastliðinn. DV-mynd Reuter DV-hestar: Dæmdir úr leik þriðja mótið í röö Landsmótið í golfi hófst í morg- un I blíðskaparveðri. Allir vonast eftir skemmtilegri keppni í kvennaflokki en búist er við ein- vígi milli Ólafar Maríu Jónsdóttur og Ragnhildar Sigurðardóttur. „Ég á alveg fastlega von á því, þær Herborg ArncU-sdóttir og Kristín Elsa Erlendsdóttir koma nú líka til greina en ég reikna samt helst með þessu,“ sagði Ólöf um einvígi þeirra Ragnhildar við DV í gær. Að halda þolinmæðinni „Helsta markmiðið er bara að reyna að halda þolinmæðinni og glíma við þennan völl og að sjálf- sögðu að vinna mótið. Ég hugsa að reynslan eigi eftir að hjálpa mér en við sem eigum að verða efstar erum allar með svipaða reynslu, ég vona að það hafi eitthvað að segja. Þetta verður eflaust mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er búin að æfa vel og held ég sé alveg til í slaginn," sagði Ólöf. Vonast til að lækka forgjöfina Helsti keppinautur hennar, Ragnhildur, var einnig tilbúin fyr- ir skemmtilegt mót. „Ég held að fleiri eigi eftir að koma þar inn, eins og Herborg og Kristín Elsa,“ sagði Ragnhildur um einvígi þeirra Ólafar. „Þetta leggst bara mjög vel í mig, ég hlakka mjög mikið til. Mitt per- sónulega markmið er að ég ætla að einblína svolítið á skor og reyna að lækka mig í forgjöf og ef ég geri það þá er ég í góðum mál- um. A- Bjarki Gunnlaugsson skoraði tvö mörk fyrir KR í gær er liðið tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum í ár og hér fagnar hann því fyrra með stuðningsmönnum KR-liðsins. DV-mynd Hilmar Þór s« Fimmtudagur 5, ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.