Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 <&éttir Utanríkisráöherra um hrossatollamálið: Verið að endur- meta stöðuna nú - i ljósi fenginnar reynslu Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að nú sé verið að endurmeta hvernig vinnu að lausn tolla- mála vegna út- tlutnings ís- lenska hestsins verði fram hald- ið í Ijósi fyrri reynslu. Tollayf- irvöld í Þýska- landi og Austur- ríki kanna nú ofan í kjölinn hvort kaupendur íslenskra hesta hafi gefið upp of Halldór As- grímsson utan- ríkisráðherra. lágt kaupverð og því ekki greitt þann toll sem þeim bar. Óttast margir að þetta mál geti valdið hruni á útflutningi íslenskra hrossa. „Það er nú svo, samkvæmt Evr- ópusambandinu, að það er mjög erfitt að fá tollum hnikað til, nema þá að tollum sé jafnframt hnikað til af okkar hálfu,“ segir Halldór. „ Við erum að fara yfir það með hvaða hætti sé best að vinna að áframhaldi málsins. Við erum m.a. að gera það í ljósi þess að Norðmenn fóru fram á formlegar viðræður á grundvelli 19. greinar EES-samningsins 1996. Þær við- ræður eru enn í gangi. Þeim hefur ekki lokið með formlegum hætti vegna þess að ekki hefur tekist að koma málinu áfram. Evrópusam- bandið fer með þessi mál gagnvart sínum aðildarlöndum. Við erum að endurmeta þetta mál í ljósi eig- in reynslu og reynslu annarra af svipuðum málum.“ Þýsk tollayfirvöld hafa kallað íslenska knapa og gesti á heims- meistaramóti íslenska hestsins í Kreuth í Þýskalandi til yfir- heyrslu undanfama daga. Land- búnaðarráðherra hafði samband við utanríkisráðherra sl. miðviku- dagskvöld vegna þessa. Sá siðar- nefndi bað islenska sendiherrann í Þýskalandi að kynna sér málið. Aðspurður um álit á þessum vinnuaðferðum þýsku tollayfir- valdanna segir Halldór að mjög slæmt sé þegar svona mál sé tekið upp á sama tíma og mót er haldið. „Ég er hins vegar ekki í neinni aðstöðu til að dæma um efnisat- riði málsins. Þess vegna fórum við í að athuga málið. Menn ótt- uðust að þetta kynni að skaða mótshaldið mjög mikið. Við töld- um ástæðu til að hjálpa til að koma í veg fyrir það. Ég vona að það takist." -JSS Ólafsfjörður: Miklar áhyggjur vegna uppsagna DV, Ólafsfiröi: Bæjarráð Ólafsfjarðar fundaði 4. ágúst sl. vegna uppsagna hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Sæunni Axels hf., sem sagði upp 70 manns um síðustu helgi, og ályktaði eftirfarandi: „Bæjarráð Ólafsfjarðar bendir á að í litlu sveitarfélagi eins og Ólafsfirði, þar sem atvinnulíf er einhæft, er hvert einasta starf dýrmætt. Það er því mikið áfall fyrir bæjarfélagið þeg- ar fyrirtæki segir upp fólki sem hefur ekki að neinu öðru að hverfa. Bæjarráð Ólafsfjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum vegna uppsagna starfsfólks í landvinnslunni í Ólafs- firði og skorar á stjórnvöld að leita allra leiða til að leysa vanda land- vinnslunnar og þar með efla atvinnu- líf og búsetuþróun á landsbyggðinni." Bæjarráð fundaði í gær með fulltrú- um frá verkalýðsfélaginu Einingu- Iðju og fiskvinnslufyrirtækinu Sæ- unni Axels hf. -HJ Jagger vissi af tónleikunum „Það er ekki rétt að Jagger hafi ekki kannast við að tónleikar ættu að vera á íslandi. Hann komst ekki af persónulegum ástæðum en reyndi að koma sér undan því að svara,“ segir Ragnheiður Hansen sem var að vinna að því að fá Rolling Stones til lands- ins. Vegna fréttar DV síðastliðinn þriðjudag þar sem leit út fyrir að Jag- ger gerði litið úr fyrirhuguðu tón- leikahaldi hér, segir Ragnheiður Han- sen: „Fresta varð tónleikunum vegna persónulegra aðstæðna Jaggers og því vildi hann ekki ræða málið. Hann sló þvi bara upp í húmor því hann hefur ekki viljað segja neitt.“ -EIS Wathne-systur við veiðar í Víðidalsá: Kraftaverk að fá lax- inn til að hreyfa sig „Þetta hefur verið dásamlegt hérna í Víðidalnum, þó ekki sé þetta óskaveðrið fyrir veiðiskapinn. Við höftnn fengið laxa og mamma veiddi 21 pimds fisk í morgun,“ sögðu Wathne-systur, þær Þórunn, Soffla og Bergljót, í veiðihús- inu Tjarnarbrekku við Víðidalsá í gær- dag í samtali við DV. Þær hafa verið við veiðar í Víðidalsá i Húnavatnssýslu síð- ustu daga og hafa fengið um 20 laxa, en þær hætta veiði- skapnum á hádegi í dag. „Áin er 17-18 gráða heit og eiginlega kraftaverk að fá lax- inn til að hreyfa sig í þessum hita. Við feng- um lax í morgun sem var 17 pund og grá- lúsugur, feiknalega fallegur fiskur, enda notum við mjög smá- ar flugur við veiði- skapinn," sögðu þær systur, rétt áður en þær héldu til veiða. Það átti að reyna neðarlega í Víðidalsánni. Þær voru að kasta í Dalsárósnum þegar við héldum Wathne-systur við veiðihúsið við Víðidaisá með tvo af stærstu löxunum sem þær voru búnar að veiða í gærdag en þær hættu veiðum á hádegi í dag. DV-mynd G.Bender á brott. Það var sama veðurblíðan áfram, ekki ský á lofti og laxinn alls ekki í tökustuði. Þrátt fyrir það var flugunni kastað fimlega fyrir laxinn, kannski tæki hann með kvöldinu. -G.Bender Vel heppnuð verslunarmannahelgi Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hélt fréttamannafund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær þar sem kynntar voru niðurstöður úr samantekt lögregl- unnar vegna verslunarmannahelg- arinnar. Vel tókst til með alla lög- gæslu á útihátíðum landsins. Aukin samvinna milli löggæsluliða um allt land ásamt samvinnu við þá sem héldu útihátíðamar hefur skilað miklum árangri. Fleiri eru teknir með eiturlyf heldur en oft áður en lögregla segir að það sé að þakka auknu eftirliti. Umferðareftirlit hef- ur verið stóraukið og eru því fleiri stöðvaðir fyrir hraðakstur og önnur - lögregla fagnar góðum árangri Þaö kom fram á fundinum að vel tókst til með alla löggæslu á útihátíðum landsins. DV-mynd Hari umferðarlagabrot. Eitthvað hafa brot í sumum málaflokkum aukist, t.d. ölvunarakstur, en mun fleiri voru teknir fyrir ölvunarakstur heldur en í fyrra. Sólveig Péturs- dóttir sagði helgina hafa gengið mjög vel og mun betur en oft áður. Sólveig sagði einnig að áróður hefði verið um að foreldrar ættu ekki að hleypa börnum yngri en 16 ára á útihátíðir og því hefðu mun færri á þeim aldri farið á þær. Hún sagði að ímynd fólks af verslunarmannahelg- inni, sem nú væri nýliðin, væri að skemmtanimar hefðu gengið mjög vel. -EIS stuttar fréttir Vilja hluthafafund Gestur Jónsson hæstaréttar- I lögmaður hefur sent Verðbréfa- Í:: þingi yfirlýs- ingu vegna kaupa Orca S.A. á rúmlega fiórðungshlut í FBA. Þar kem- ur fram að eig- endur Orca eru innlendir aðil- I ar en gert er ráð fyrir að endan- leg samsetning hópsins verði ljós | fyrir 20. þessa mánaðar. í lok mánaðarins hyggst Orca óska hluthafafundar i FBA. Viðskipta- blaðið á Vísi.is greindi frá. Rjúpnaveiði bönnuð? Náttúrufræðistofnun leggur til | að rjúpnaveiði verði bönnuð í ná- f! grenni Reykjavíkur. Á fundi rík- I isstjórnar í gær var samþykkt að verja einni milljón króna af ráð- stöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að hefia rannsókn á vetraraffóll- um rjúpu. RÚV greindi frá. Áfram mótmæli Skipverjar á Odincovu stóðu fyrir mótmælastöðu fyrir utan skrifstofuf Eimskipafélagsins í gær. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem þeir efna til mótmæla en þeir krefiast þess að fá laun sín greidd frá útgerðinni. Annað skip útgerðarinnar hefur verið kyrrsett á Nýfundnalandi vegna málsins. Ekki fullnýttur Ámi Þór Sigurðsson, borgar- fulltrúi R-listans og aðstoðarmað- ur borgar- stjóra, segir það rangt að Laugardalur- inn sé þegar fullnýttur eins og undirbún- ingshópur að stofnun sam- takanna „Verndum Laugardal- inn“ heldur fram. Reitir við Suð- urlandsbraut hafi verið bygging- areitir í skipulagi í þrjá áratugi. Bylgjan greindi frá. Vilja rannsókn Heilbrigðisnefnd Suðurlands | hefúr sent ríkislögreglustjóra er- ! indi þar sem farið er fram á opin- | bera rannsókn vegna kjúklinga- málsins svokallaða. Erindinu hefur verið vísaö til lögreglu- stjórans á Selfossi sem sker úr um það hvort tilefni sé til rann- j! sóknar. Heilbrigðisnefnd hefur S óskað eftir því að sérstaklega | verði rannsakað hvernig gögn heilbrigðiseftirlitsins bámst fiöl- miðlum. RÚV greindi ffá. , Rannsóknir á matvælum Á ríkisstjómarfundi í gær vai' samþykkt að veita þrjár milljónir til sérstakrar rannsóknar á mat- I vælum vegna mikillar fiölgunar I kampýlóbaktersýkinga undanfar- ið. Rannsókninni mun verða | hraöaö þar sem talið er að | ástandið sé alvarlegt. Vísir.is greindi frá. Frysting á Þingeyri? I Svanur Guðmundsson, fram- I kvæmdastjóri Básafells, segir að í verið sé að kanna kosti þess að 3 Básafell hefii frystingu á Þingeyri. Um 1000 tonna kvóti frá Sléttanesi verður eftir þegar skipið verður f selt og sá kvóti verður nýttur í 3 landvinnslu. RÚV greindi frá. Opinber heimsókn Forsætisráðherra Noregs, Kjell | Magne Bondevik, kemur ásamt eiginkonu sinni og fylgd- arliði í opin- bera heimsókn til íslands á mánudag. Hann mun m.a. I eiga fund með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og utanrík- isnefnd Alþingis. Vísir.is greindi ffá. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.