Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 fréttir ildur ræðu Saddam Hussein, for- seti íraks, heldur á morg- un árlega sjón- varpsræöu sína til að minnast loka stríðs íraka og írana, sem stóð í átta ár, frá 1980-88. Skógareldar dvína Skógareldarnir rétt hjá Stokkhólmi í Svíþjóð hafa dvín- að og er ástand mála komið í jafhvægi. Ástæðan er öflugt slökkvistarf, en þyrlur hafa varpað gífurlegu magni vatns á svæðið. Aðdáandi AIK myrtur Tvítugur aðdáandi sænska knattspymuliðsins AIK var barinn til bana á dögunum fyr- ir utan pitsustað í Stokkhólmi af stuðningsmanni annars liðs. Ástæða morðsins: Metingur um hvort liðslagið væri betra. Úraníum í Brussel Þrír menn voru handteknir í Brussel í gær fyrir tilraun til sölu á 5 kílóa úraníumstöng á stærð við stórt súkkulaði- stykki. Tveir Belgar og einn Kongóbúi reyndu að selja efnið, sem var lítillega geislavirkt, fyrir tæpar 90 milljónir króna. Ekki er vitað hvaðan efnið er. Voðaverk í Þýskalandi Vopnaður maður skaut og særði alvarlega þrjár mann- eskjur áður en hann framdi sjálfsmorð í Dachau nálægt Múnchen í gær. Rússi skotinn í Kosovo Rússneskur friðargæsluliði meiddist lítillega í skotárás í austurhluta Kosovo í gær. Ekki er vitað um tilefni árásarinnar. Bildt hættur Fyrrum for- sætisráðherra Sviþjóðar, Carl Bildt, tilkynnti i gær að hann væri hættur formennsku í aðalstjórnar- andstöðuflokki j Svíþjóðar, hægri flokknum. Fjöldalíkbrennsla Yflrvöld jámbrauta á j Indlandi ákváðu í gær að halda | fjöldalíkbrennslu fyrir meira en tvö hundruð fórnarlömb í lestarslyssins sem ekki hefur ! tekist að bera kennsl á. Volvo og Scania í eina sæng Stærsti framleiðandi vinnuvéla og stórra bíla í Evrópu varð til í gær þegar gengið var frá yfirtöku Volvo á Scania. Volvo kaupir 78,4 prósenta hlut en í janúar síðastliðnum keypti félagið 13,5 prósent. Fyrir átti félag- ið 8,1 prósent og því á Volvo nú 100 prósent í Scania. Samningurinn er metinn á um 535 milljarða íslenskra króna. Wallenberg-fjölskyldan sænska, sem á Scania, hefur nú samþykkt söluna eftir sjö mánaða tregðu og samningaumleitanir en fleiri fyrirtæki voru að reyna eign- ast Scania. ítalska fyrirtækið Fiat og þýska fyrirtækið Volksvagen höfðu líka áhuga á Scania en hvor- ugt fyrirtækjanna var tilbúiö að samþykkja kröfur Wallenberg-fjöl- skyldunnar. Forsvarsmenn Volvo segja að sameinað fyrirtæki verði arðbærara og betur í stakk búið til að takast á við harða samkeppni á alþjóðlegum markaði. Vonir standa til að með sameiningu megi lækka kostnað um 45 milljcirða íslenskra króna með sameiginlegum innkaupum, rann- sóknum og þróunarvinnu. Þrátt fyr- ir sameininguna verður Scania áfram sérstök tegund. -bmg Þýski kvikmyndatökumaöurinn lést í gær. Dánarorsökin: Ekki ebóla - hinn dularfulli hitabeltissjúkdómur var gulusótt Fertugur þýskur kvikmyndatöku- maður, sem legið hafði fársjúkur af dularfullum hitabeltissjúkdómi í einangrun á sjúkrahúsi í Berlín, dó á föstudag eftir fimm daga sjúkra- legu. Maðurinn hafði verið í tvær vik- ur við tökur á náttúrulífsmynd á Fílabeinsströndinni í Afríku. Hann kom til Þýskalands um helgina en var á þriðjudag fluttur á sjúkrhús með torkennilegan sjúkdóm. í fyrstu var óttast að hinn illvígi ebólavírus, sem drepur 80 prósent þeirra sem hann sýkir, gæti verið á ferðinni en að sögn þýskra blaða var sá möguleiki útilokaður í gær eftir rannsóknir lækna á mannin- um. Af öryggisástæðum var maðurinn allan tímann í ströngustu einangr- un í sótthreinsuðu tjaldi og klædd- ust læknar sérstökum búningum við meöhöndlun hans. Ekki ebóla heldur gulusótt Sjúkdómurinn sem dró Þjóðverj- ann til dauða hafði svipuð einkenni og ebólaveiran veldur, miklar inn- vortis blæðingar og hár hiti, lifrar- og nýmabilun. í ljós kom þó á föstudag að bana- mein mannsins var gulusótt og telja sérfræðingar í smitsjúkdómum sennilegast að hann hafi verið bit- inn af sýktri moskítóflugu er hann var við störf í Afríku. Eiginkona mannsins, sem kennir sér einskis meins, segir hann hafa verið bólusettan við gulusótt fyrir fimm árum og á slík meðferð að endast i 5 ár. Bólusetningin virkar hins vegar ekki í 1 prósent tilvika og virðist það hafa verið tilfellið með Þjóðverjann. Starfsfólk á sjúkrahúsinu i Berlín gagnrýndi fjölmiöla fyrir að blása málið um of upp en málið og fyrir- sagnir á borð við „Ebóla óttinn" hafa tröllriðið forsíðum þýskra blaða í sumargúrkutíðinni. Á myndinni sjást tveir eyrnalokkar sem bandaríska kjarnorkusafnið í Albuquerque í Nýju-Mexíkó selur. Lokkarnir eru eftirmyndir af kjarnorkusprengjunum sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki í seinni heimsstyrjöldinni og heita eftir þeim: Litli strákur (t.h.) og Feiti maður. Japanskir eftirlifendur kjarnorkuárásarinnar og aðstandendur þeirra hafa fordæmt safnið fyrir sölu lokkanna og mótmæltu formlega í gær á 54. afmæli árásarinnar. Stjórnarandstæðingar í Serbíu: Kosovo-Albanir velkomnir í stjórn - eftir að Milosevic fer frá Stjómarandstöðuhópurinn í Serbíu, Samtök um breytingar, sögðu í gær að innfæddir Kosovo Albanir yrðu velkomnir til þátttöku í stjómarsamstarfi eftir að Milos- evic forseti væri horfinn af sjónar- sviðinu. „Samtökin líta á Kosovo sem hluta Serbíu og Júgóslavíu og fmnst eðlilegt að allir þegnamir eigi sína fulltrúa og þar á meðal Kosovo-Alb- anir,“ sagði Vladan Batic, talsmað- ur samtakanna, á blaðamannafundi. Hann tók ekki fram hvort viðræð- ur hefðu átt sér stað við leiðtoga Kosovo-Albana en búist er við að þeir myndi sína eigin svæðisstjórn samkvæmt stríðslokasamkomulagi Serbíu og NATO. „Ekkert er mögulegt fyrr en Milosevic fer,“ sagði Zoran Djindjic, leiðtogi Lýðræðisflokksins, sem er hluti af samtökunum. „Fyrsta skref- ið er að losna við hann.“ Þann 19. ágúst ætla umbótasinnar í kröfugöngu um Belgrad og hafa andstæöar fylkingar þeirra komið sér saman um þátttöku þar - stórt skref af mati Djindjic. Innanríkisráðherra Serbíu, eftir- lýstur stríðsglæpamaður, hefur bmgðist ókvæða viö yfirlýsingum stjómarandstæðinga og varar þá og stuðningsmenn þeirra við hugsan- legri valdbeitingu ef „stöðugleika í landinu verði stefnt í hættu". Kauphallir og vöruverð erlendis New York 9000 DowJones A M J J London | 6000 COV) BBBSðb 1 6101,60 Wlfl Jwu 4000" j R-SE100 \ M J J 1 Frankfurt 4000 2000 DAX-40 A M J J 140 Nikkel A M J J Hong Kong 20000 5000 HangSeng A M J J Pinochet er ekki veikur Breska lögreglan bar í gær til J baka sem „þvætting" fréttir um a að Augusto Pinochet, fyrrum | einræðisherra Chile, væri al- j varlega veik- ur og á sjúkrahúsi | heldur sæti : hann enn í stofufangelsi skammt fyrir utan London. í síðasta mán- | uði sagði chileska ríkisstjórnin, sem a berst fyrir lausn Pinochets úr j haldi, að hann væri hjartveikur og með sykursýki á háu stigi. Nasistar og fórnarlömb lýðræðisins Danskir nasistar hafa mót- ; mælt harðlega þeirri ákvörðun lögreglunnar í Kaupmannahöfn I að leyfa ekki árlega fjöldagöngu : þeirra. um miðborg Kaup- mannahöfn sem fara átti ffam s 14. þ.m. Þeir hafa sent dóms- i málaráðherra Danmerkur 1 kæru vegna málsins og vísi j hann kæmnni frá íhuga þeir að fara með málið fyrir dómstóla. Gangan umdeilda ku eiga að Í vera til minningar um fórnar- f lömb lýðræðisins. Danir deila um klám íhaldsmenn og vinstri menn i Danmörku eru ósammála um | hvernig taka skuli því að ald- | urstakmörk í klámiðnaðnum séu virt. íhaldsmenn vilja snúa | sönnunarbyrðinni við og láta ; það vera i verkahring framleið- | andans, en ekki lögreglunnar ) eins og nú er, að sanna að ald- : urstákmarkið, 15 ár, sé virt. Vinstrimenn telja hins vegar að í slíkt myndi grafa undan réttar- öryggi borgaranna. Aðgerðir í Víetnam Virtur stjórnarandstæðingur í f Víetnam, Nguyen Dan Que, hef- í' ur hvatt aðra baráttumenn fyrir umbótum í landinu til þess að | sýna stjórnarflokki kommúnista friðsamlega en virka andstöðu. ); Hann ætlar að standa fyrir fundi fyrrum pólitískra fanga þar sem rætt verður m.a. um mannrétt- | indabrot og skoðanakúgun stjórnvalda. j* Dan Que segist hafa þolað of- I sóknir og ofbeldi bæði fyrir og eftir hann losnaði úr 20 ára fangavist, m.a. hafi síma- .og intemetþjónusta við hann verið : stöðvuð og hann og fjölskylda | hans væru undir stöðugu eftir- •; Uti. Rússar heiðra hermenn Rússland hefur veitt öllum hermönnunum, sem tóku þátt i óvæntri sókn Rússa að flugvell- I inum í Pristina, heiðursmerki f fyrir vel unnin störf. Um það bil 200 fallhlífarher- : menn, stað- I settir i Bosn- íu, komu NATO og heiminum í 1 opna skjöldu í júní sl. með því að verða fyrri til aðal- flugvallarins í Kosovo en herlið NATO og hafði atburðurinn mikið ) áróðursgildi fyrir her og þjóð. Hershöfðinginn, Anatoly Rib- : kin, fékk að sjálfsögðu æðstu orðuna, beint frá Borís Jeltsín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.