Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 T^V % á mér draum Gunnar Helgason leikara dreymir um fá og frama: Peningarnir láta á sér standa - er samt heimsfrægur í hluta Moskvuborgar „Eftir aö ég fékk sendinguna frá skattinum um daginn er það aðal- draumurinn, og draumur sem er sí- vakinn, að ég geti hætt að hafa pen- ingaáhyggjur," segir Gunnar Helga- son leikari, aðspurður um drauma sína. Æskudraumurinn minn var síðan að verða jafngóður og Ingmar Stenmark á skíðum og að verða at- vinnumaður í fótbolta þó að ég hafi aldrei haft næga hæfileika til þess. En ég hef alltaf verið Þróttari og spila enn fótbolta mér til skemmt- unar.“ Þróttari í Hafnarfirði? „Það gerist svo margt í lífinu. Til dæmis var það ekki einn af mínum æskudraumum að verða Hafnfirð- ingur, en nú tel ég mig orðinn það og hef því snúið mér að Haukum, aðallega vegna sonar míns sem leik- ur með þeim.“ Ætlarðu sem sagt að láta draum- inn rætast í börnunum þínum? „Hann á sér þann draum að verða atvinnumaður í körfubolta. En ef sonurinn er eitthvað líkur föðurn- um, þá mun hann ekki öðlast hæð- ina í það. Draumar mínir tengjast að sjálfsögðu afkvæmunum, en kon- an mín er alveg við það að eignast bam og einn af mínum stærstu draumum er að það veröi jafn heil- brigt og vel heppnað og sonurinn." Eignaðist fallega konu Hvemig hafa þínir draumar þró- ast almennt? „Þeir hafa margir orðið að vem- leika. Þegar leið á unglingsárin dreymdi mig um að eignast fallega konu og það hefur ræst. Draumur- inn um að verða leikari skaut líka fljótlega upp kollinum og hafa draumarnir svo alltaf snúist um frægð, frama og mikla peninga. Framinn er ágætur en peningamir láta á sér standa. Nú er ég til dæm- is heimsfrægur í litlum og lokuðum hring í Moskvu fyrir hlutverk mitt í Dansinum," segir Gunnar og flissar. En áttu þér mjög fjarlægan draum? „Ég læt mig dreyma um að flytja einhvern tíma til útlanda um lengri í æsku var Gunnar Helgason lelkari staðráðinn í því að verða atvinnumaður í fótbolta. Sá draumur rættist ekki en Gunnar á sér fleiri drauma sem flestir snúast um frægð og peninga. Hann hefur þó hjarta sem slær fyrst og fremst fyrir fjölskylduna. DV-mynd Hilmar Þór eða skemmri tíma. Ítalía er skemmtilegasta land sem ég hef heimsótt og ég væri alveg til i að eyða einhverjum tíma þar en það er sannanlega aðeins fjarlægur draum- ur þar sem ég er ekki mælandi á ítölsku og gæti þess vegna ekki sinnt leikarastarfi á ítaliu.“ Að lokum reynir Gunnar að af- saka það að hann sé það jarðbund- inn að hugsa mest um fjárhaginn og fjölskylduna: „En það tengist allt saman. Ef ég ætti næga peninga gæti ég eytt meiri tíma með fjöl- skyldunni og væri fyrir vikið ham- ingjusamari maður.“ -þhs (fitnm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er aö gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. 1. verðlaun: United sími með simanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verömæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 527 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 527 Vinningshafar fyrir getraun númer 525 eru: Nafn:. 1. verðlaun: Anton Kristinsson, Sólvallagötu 3, 630 Hrísey. 2. verðlaun: Birgir Sigursteinsson, Álfatúni 35, 200 Kópavogi. Heimili:. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 3. Nicholas Evans: The Loop. 4. Barbara Taylor: A Sudden Change of Heart. 5. Jane Green: Mr Maybe. 6. Patricla Cornwell: Point of Origin. 7. Stepen Klng: Bag of Bones. 8. Ben Elton: Blast from the Past. 9. Rosie Thomas: Moon Island. 10. Maeve Blnchy: Tara Road. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Anthony Beevor: Stalingrad. 2. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 3. Chris Stewart: Driving over Lemons. 4. Slmon Wlnchester: The Surgeon of Crowthorne 5. John Grey: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. John O’Farrell: Things Can only Get Better. 7. Bill Bryson: Notes from a Small Is- land. 8. Frank McCourt: Angela's Ashes. 9. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. 10. Richard Branson: Losing My Virgini- ty. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. Terry Brooks: Star Wars Episode 1: The Phantom Menace. 3. Jllly Cooper: Score! 4. Kathy Relchs: Death Du Jour. 5. Chris Ryan: Tenth Man Down. 6. Ellzabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Davld West Reynolds: Star Wars Episode 1: The Visual Dictionary. 2. David West Reynolds: Star Wars Ep- isode 1: Incredible Cross- Sections. 3. Star Wars Eplsode 1: Who's Who. 4. Terry Pratchett et al: The Science of Discworld. 5. David McNab og James Younger: The Planets. 6. Lenny McLean: The Guv’nor. ( Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR- KIUUR: 1. Anlta Shreve: The Pilot’s Wife. 2. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 3. Judy Blume: The Summer Sister. 4. Bemard Schllnk: The Reader. 5. Cllve Cussler og Paul Kemprecos: Serpent: The MUMA Files. 6. Wally Lamb: I Know This Much Is True. 7. Nelson DeMille: The General s Daughter. 8. Patrlcia Cornwell: Point of Origin. 9. Jeff Shaara: The Last Full Measure. Mellssa Bank: The Girl's Guide to Hunt- ing and Fishing. 10. Helen Reldlng: Bridget Jones" Diary. RIT ALM. EÐLIS- KIUUR: 1. Frank McCourt: Angela's Ashes. 2. Robert C. Atklns: Dr. Atkins' New Diet. 3. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 4. Bill Bryson: A Walk in the Woods. 5. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 6. Wllllam Pollack: Real Boys. 7. Tony Horwitz: Confederates in the Attic. 8. The Onlon: Our Dumb Century. 9. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 10. Adelime Yen Mah: Falling Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Thomas Harrls: Hannibal. 2. J.K. Rowllng: Harry Potter and the Chamber of Secrets. 3. J.K. Rowllng: Harry Potter and the Sorcerer's Stone. 4. Janet Rtch: White Oleander. 5. Mellnda Haynes: Mother of Pearl. 6. John Grisham: The Testament. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bob Woodward: Shadow: Five Pres- idents and the Legacy of Watergate. 2. Tom Brokaw: The Greatest Gener- ation. 3. Mltch Albom: Tuesday with Morrie. 4. E. A. Cernan & Don Davis: The Last Man on the Moon. 5. Blll Phillps: Body for Life. 6. Sarah Ban Breathnach: Something More. ( Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.