Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 16
Kristinn Sigmundsson tekur þátt í flutningi Mótettukórsins á h-moll messunni sem flutt verður í Hallgrímskirkju og Skálholtskirkju inn stærsti tón- listarviðburður sumarsins er án efa flutningur Mótettukórsins undir stjórn Harðar Áskelssonar á h-moll messu Bachs. Messan verður flutt á tvennum tónleikum í næstu viku; föstudaginn 13. ágúst í Skál- holtsdómkirkju, klukkan 20.00, og sunnudaginn 15. ágúst, klukkan 20.00, í Hallgrímskirkju. Flutning- urinn I Hallgrímskirkju er liður í dagskrá Kirkjulistarhátíðar 1999 og markar jafnframt upphaf há- tíðahalda Reykjavíkurprófasts- dæma í tilefni af 1000 ára kristni á íslandi. Mótettukórinn hefur fengið Qóra einsöngvara til liðs við sig, þau Kristin Sigmundsson, bassa, Monicu Groop, alt, Gunnar Guð- björnsson, tenór, og Þóru Einars- dóttur, sópran, auk þrjátíu manna kammersveitar. Að sögn Harðar Áskelssonar er tilurðarsaga h- moll messunnar óvenjulega flók- in. Hún er samsafn þess besta sem Bach samdi á æviferli sinum. Hann var að dunda við h-moll messuna fram á elliárin og var hún gæluverkefni hans. Sjálfúr heyrði hann hana aldrei flutta í heild sinni vegna þess að hún var ekki samin fyrir neitt tilefni held- ur er hún samin fyrir listina. Hún er sýning á þeim formgerðum sem tónskáld á hans tímum og fyrr voru að glíma við. Bach gríp- ur til eldri vinnubragða og vitnar líka í gregorsöng, þannig að heild verksins markast af því hvað það er samsett úr ólíkum þáttum. „Þetta er ein af stærstu óratoríum Bachs og samið við latneska messutexta,“ segir Hörður, „og hefur mikið af flottum kórum og glæsilega hljómsveit. Þetta er gríðarlega tilkommnikið verk og margir eru þeirrar skoðunar að það sé eitt af því merkilegasta sem Bach skrifaði. Kórþátturinn er mjög stór og fyrirferðarmikill, sem og þrjátíu manna hljómsveit- in sem í er fólk mjög víða að. Það koma til liðs við okkur íslending- ar sem búa erlendis og erlendir hljóðfæraleikarar." Hver er altsöngkonan, Monica Groop? „Monica er frá Finnlandi," seg- ir Hörður. „Hún er, með fullri virðingu fyrir okkar söngvurum, stóra stjarnan. Hún hefur náð hvað lengst á plötumarkaði er- lendis. Monica er enn þá ung og efnileg en engu að síður æðisleg söngkona og Finnarnir skarta henni gjcurian þegar þeir þurfa að skarta sinu besta í menningu sinni. Hún söng með okkur Jóla- óratoríuna fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Það er óra- langt síðan Kristinn hefur sungið hér og mikill fengur að fá hann og svo er óhætt að segja að bæði Þóra og Gunnar séu feikilega góð- ir einsöngvarar, ekki síst i þess- ari tónlist. Við erum því mjög montin af þessum einsöngvara- kvartett." Það er orðið nokkuð um liðið frá því að okkar ástsæli söngvari, Kristinn Sigmundsson, hefur sungið hér á landi. Þegar DV hafði samband við hann og spurði út í messuna sagði Kristinn: „Þetta er með því flottasta sem ég hef tekið þátt í. Ég söng h-moll messuna fyrir nokkrum árum með Jóni Stefánssyni og Lang- holtskórnum í Háskólabíói og hlakka mikið til að syngja hana aftur.“ Hvernig skiptist verkið á milli einsöngvaranna? „í messunni eru ekki persónur heldur fær hver og einn hluta af textanum. Hún byrjar eins og hefðbundin latnesk messa, kyrie, gloria og trúarjátningin, endar á friðarbæn og algert snilldarverk." Er sumarið ekkert einkennileg- ur tími til að flytja þetta verk? „Nei, þetta er messa. Ef það væri passía væri það undarlegt. Það skemmtilega er að ég fer að syngja þetta sama stykki í ísrael seinna á árinu, um jólin. í staðinn fyrir að flytja óratoríu flytja þeir messu. Þeir hafa allt annan skiln- ing á þessu en við.“ Kristinn hefur að undanfornu dvalið í París þar sem hann hefur sungið I Bastillunni þar sem hann hefur reyndar starfað mikið und- anfarin ár. „Já, núna hef ég verið þar frá því í maibyrjun. Ég er aldrei fast- ur þar en það hittist þannig á að ég var í tveimur uppfærslum í röð, Don Giovanni og Don Carlos svo ég var lengur en venjulega." Hvað tekur svo við? „Næst fer ég til Amsterdam og verð þar fram á haustið, syng í óperu eftir Glúck, Alceste, og syng þar einn af þessum virðu- legu æðstuprestum sem bassarnir eru alltaf látnir syngja og eru í næstum öllum óperum. Maður verður líklega eins og biblíumynd á sviðinu. Manni er bara stillt upp á sviðinu og svo hreyfir mað- ur sig sem minnst. Þessir æðstu- prestar eru mjög auðveldir í leik.“ Eftir það fer Kristinn til Mont- pelliére, þar sem hann syngur hlutverk Gremins í Evgení Oneg- in, og eftir það til Múnchen að syngja í ítölsku stúlkimni í Alsír eftir Rossini. „Þar fæ ég að syngja á móti Agnesi Baltsa,“ segir Krist- inn. „Hún er ein af þremur sem hafa skarað fram úr í þessu hlut- verki á öldinni, finnst mér. Þetta verður í nóvember. Svo kem ég heim og ætla að eyða öllum des- embermánuði heima hjá mér, fram á jóladag, þegar við fljúgum til ísraels, og eyðum slðan alda- mótunum í Tel Aviv. Ég er búinn að vera svo mikið að heiman undanfarið að ég ákvað að bóka mig ekki í annað en þetta í desember. Maður verð- ur einhvern tímann að vera heima hjá sér. Annars hefur þetta ekki mikinn tilgang.“ Eftir að Kristinn kemur heim frá ísrael eftir áramótin fáum við íslendingar aftur að njóta þess að heyra í honum á tónleikmn sem margir eru líklega orðnir langeyg- ir eftir. Þá kemur hann fram á ljóðatónleikum með vini sínum, Jónasi Ingimundarsyni, í Salnum i Kópavogi og verða þeir tónleik- ar í kringum þrettándann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.