Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 17 útlönd Hillary Clinton átti í ástarsambandi við æskuvin Bills bánda: Innileg faðmlög og kossar Þú líka, Hillary? Já, Hillary Clinton hafði ekki fyrr sleppt orðinu í tímaritsviðtali þar sem hún skýrir framhjáhald eign- manns síns, Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, með erfiðleikum í upp- vextinum en fregnir bárust af ára- löngu ástarsambandi hennar við annan mann. Rithöfundurinn og blaðamaður- inn Christopher Andersen staðhæf- ir í nýútkominni bók sinni, Bill og Hillary: Hjónabandið, að HiIIary haíl um árabil haldið við æskuvin forsetans, Vincent nokkurn Foster sem varð síðar einn lögmanna Hvíta hússins. Ást á lögmannsstofu Andersen segir að ástarsamband þeirra Hillary og Vincents hafl byrj- að á árinu 1977, þeg- ar Bill Clinton var ríkisstjóri í Arkans- as. Vincent og Hill- ary unnu þá saman á hinni frægu Rose lögmannsstofu í Little Rock. Ástarsambandið fór ekki leyndara en svo að vinir turtil- dúfnanna og sam- starfsmenn vissu af því. Og laganna verðir sem gættu embættisbústaðar ríkisstjórans voru ekki í nokkrum vafa um hvers eðlis samband þeirra var, að minnsta kosti ekki maður að nafni L.D. Brown. Hann segir að Vincent hafi alltaf mætt í embættisbústað- inn um leið og Clinton þurfti að bregða sér af bæ og að hann hafi oft ekki farið fyrr en næsta morgun. „Hillary og Vince voru innilega ástfangin," segir Brown í bók And- ersens. „Ég sá þau einu sinni í inni- legum faðmlögum. Þau kysstust heitt.“ Brown segir frá öðru atviki þegar skötuhjúin dvöldu alein í afskekkt- um fjallakofa á árinu 1987. Að þeirri ferð lokinni á Hillary að hafa trúað Brown fyrir leyndarmáli: „Til eru hlutir sem maður verður að nálgast utan hjónabandsins, hlut- ir sem maður fær ekki innan viðja þess.“ Hvað gat Bill sagt? Jim McDougal, helsti málsaðili svokallaðs Whitewater fasteigna- hneykslis í Arkansas og góðvinur Clinton-hjónanna, er sagður hafa sagt þessu fleygu orð: „Allir vissu um Hillary og Vince. En Bill var ekki í neinni aðstöðu til að hreyfa andmælum, eöa hvað?“ Vincent Fost- er og Bill Clint- on bjuggu hlið við hlið þegar þeir voru ungir drengir í Arkansas. Fost- er gekk til liðs við Clinton í Hvíta húsinu og varð einn af lög- fræðingum for- setans. Hann flæktist síðar í ýmis hneykslismál, meðal annars ofangreint White- water-hneyksli. Hann svipti sig loks lífi í júlí 1995, skaut sig í bíl sínum í skóglendi nærri Washington. Skammbyssan var enn í höndum hans þegar líkið fannst. Hillary tók fregnunum af andláti Fosters afar illa. Christopher And- ersen hefur eftir starfsliði forseta- frúarinnar að hún hafi gjörsamlega „tapað sér, öskrað og grátið. Hún var greinilega miður sín“. Blaðafulltrúi Hillary dró þá álykt- un af viðbrögðum forsetafrúarinnar að sjálfur forsetinn hefði verið drep- inn. Ekkert misjafnt Dauði Fosters þótti dularfullur með afbrigðum. Kenningar voru uppi um að hann hefði drepið sig annars staðar og lík hans síðan ver- ið flutt þangað sem það fannst, nú eða þá hreinlega að honum hefði verið ráðinn bani. Fjöldi rann- sókna, meðal annars af hálfú Kenn- eths Starrs, sérlegs saksóknara í hneykslismálum forsetans, komst þó ekki að neinu misjöfnu. Eftir dauða Fosters leituðu starfs- menn Hillary á skrifstofu hans og fjarlægðu þaðan ýmis skjöl. Og sex dögum eftir sjáifsvígið fannst miði, rifin í 28 búta, á botni skjalatösku Fosters. Það hlýtur að teljast undar- legt þar sem lögreglan hafði þegar rannsakað töskuna gaumgæfilega. Á miðanum lýsir Foster þvi yfir að hann sé saklaus af öllu ólöglegu at- hæfi og kvartar yfir því að í Was- hington telji menn það til íþrótta- greina að leggja líf fólks í rúst. Hillary hefur enn ekkert tjáð sig um staðhæfingar Andersens en næsta víst er að þær verða henni varla til framdráttar í kapphlaup- inu um sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings, ef hún ákveður aö fara fram. Byggt á The Times, o.fl. Erlent fréttaljós BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Ueið öu falleg og sterk samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 544 5990 . í Ojitxí SUNNUDAGA FRÁ KL. T 3-1~i) TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintyri likust NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 554 2600 JÖFUR Ævintýralegur bíll á ögrandi verði! PEUGEOT Ljón A vegimnrt I.45O.OOO \c Frábært verð fyrir ótrúlega vel útbúinn ferðabíl Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og toppgrind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.