Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 21
I ’J'W" FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1999 yiðtal, íjármagn í umferð saman. Þegar kreppir að eiga seðla- bankar að bjarga bönkunum og það var einmitt gert þegar Rúss- land hrundi í fyrra. Lika þegar Wall Street hrundi ‘87. Það var engin kreppa." Er þá engin kreppa á leiðinni? „Nei, það eru einmitt ýmis já- kvæð teikn á loft í Evrópusam- bandslöndunum og Austur-Asíu. Kreppukenningarnar ganga út á að það verði verðhrun á verð- bréfamörkuðum í Ameríku og þá muni fólki finnast það vera orðið fátækara, til dæmis miðstéttin í Bandaríkjunum, og þá muni neysla dragast saman. En þetta eru umdeildar kenningar. Við get- um til dæmis spurt að því hvað Wall Street þurfi að hrynja mikið til þess að hinn almenni borgari dragi úr neyslu." Hvernig er staðan hér á ís- landi? „Ég held að það hafi aldrei ver- ið eins mörg tækifæri í atvinnu- lífinu á íslandi og núna. Ég hef sjálfur gifurlega trú á íslensku at- vinnulífi og sérstaklega á ungu kynslóðinni. Eina hættan sem ég gæti séð er verðbólgan en ég neita að trúa þvi að stjórnvöld geri ekki allt sem i þeirra valdi stendur til að slá á verðbólguhættuna. Til þess þarf rikisstjórn sem lætur ekki undan þrýstihópum.“ Islenska eyðsluklóin er óvitlaus Margeir hefur skrifað nokkrar greinar um fjármál sem hafa vak- ið athygli. Þegar minnst er á eyðsluklóna við hann brosir hann og segir: „í rauninni er ég aðeins að vísa í viðurkenndar kenningar um hegðun íslendinga. Ég held að íslenska eyðsluklóin sé óvitlaus og hún er eins og fermingarbarn á móts við bandaríska neytand- ann. Þar eru menn með miklu hærri kreditkortaskuldir. Ég held að 95% fólks viti hvað það er að gera í fjármálum. Það reiknar sitt dæmi þótt það fari tvisvar á ári til útlanda og eigi jeppa. Ég var að ræða þetta við kunn- ingja minn um daginn og við velt- um því fyrir okkur hvort íslenska eyðsluklóin ætti ekki orðið allt, hvort nokkuð væri hægt að selja henni frekar. En við sáum fljótt að í sumar eru það fellihýsin. Eyðsluklóin mun alltaf finna nýj- ar leiðir. til neyslu. Hún verður aldrei mett. Græðgi hennar er óendanleg og það er gott fyrir efnahagslifið." Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það eru að verða breytingar í þjóðfélaginu sem enginn áttar sig á nema að litlu marki og það er fíflaskapur að láta eins og maður skilji hvað er i gangi.“ Hvaða breytingar? „Það eru til dæmis áhrif síauk- innar tækni og frelsis hér á Is- landi. Við eigum heimsmet í að nýta okkur tækni og frelsi, auk þess sem ytri skilyrði eru okkur hagstæð." Eru hlutabréfakaup góð leið til að hagnast? „Já, ef þú nennir að standa I þessu og hefur þolinmæði til að sjá að þú hafir rétt fyrir þér. Sum- ir fara á taugum á miðri leið og selja alltof snemma. Það sem þarf Lögfræðingur, skákmeistari og verðbráfamiðlari: til að hagnast á þessum viðskipt- um er þekking og þolinmæði. Þú getur keypt netfyrirtæki sem fimmfaldast í verði á stuttum tíma en það er ekki algengt. Það gerist kannski einu sinn á æv- inni. En það á enginn að fara út í verðbréfaviðskipti sem ætlar að stóla á heppni. Hann á bara að vera í Las Vegas.“ -sús Margeir Pétursson hefur hagnast vel á verðbréfaviðskiptum seinustu árin og hefur nú stofnað fyrirtæki til að hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.