Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 JjV frkamál Lygavefurinn Linda Brown, tuttugu og eins árs, lá á hjónarúminu er að var komið. Hún hafði verið skotin tveimur skotum í brjóstið með skammbyssu. Vopniö lá á gólfinu skammt frá. Flest benti til að um morð væri að ræða. Vettvangurinn var ríkulega búið einbýlishús efnamannsins Davids Brown, sem var þrjátíu og fjögurra ára og bjó í Ocean Breeze í Kalifomíu. Atvikið hafði átt sér staö skömmu eftir miðnætti 19. mars 1985. David og Linda höfðu eignast dóttur, Krystal, sem var tíu mánaða þegar þetta gerðist en að auki bjó þama Patti Bailey, sextán ára systir Lindu. Andleg vandamál David skýrði rannsóknarlög- lyfium. Hún var talin í bráðri lífs- hættu og var i skyndi flutt á sjúkra- hús þar sem hún komst ekki til meðvitundar fyrr en fjörutíu klukkustundum síðar. Þá skýrði hún svo frá að hún hefði skotið Lindu. Á eftir sagðist hún hafa tek- ið allar þær pillur sem hún hefði fundið í þremur glösum, þvi hún hefði ætlaö að svipta sig lífi. Skömmu eftir að hafa gert játn- inguna missti Cinnamon minnið. Tédið var að um sálræn viðbrögð væri að ræða og mörg ár gætu liðið þar til henni reyndist unnt að rifja upp það sem gerst hafði. Þann 19. september 1985 var Cinnamon, sem var þá orðin fimmt- án ára, dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir að hafa myrt stjúp- móður sína og sett í unglingafang- elsi í Ventura. andi eiginkona hans, móðir Cinna- mon, sagði hann nánast einungis laðast að ungum stúlkum. Þrátt fyr- ir að um væri að ræða framburð fyrrverandi eiginkonu tóku fulltrú- amir mark á honum, enda reyndist ýmsilegt renna stoðum undir að hann væri réttur. Margkvæntur Linda hafði verið fjórða eigin- kona Davids. Það var því ljóst að hann hafði ekki verið við eina fjöl- ina felldur. Hún hafði aðeins verið sautján ára þegar hann kvæntist henni. Þessu til viðbótar kom fram við rannsókn fulltrúanna að David hafði líftryggt Lindu hjá þremur fé- lögum, alls fyrir 85.000 dali. Brown átti sér athyglisverðan feril. Hann var tölvusnillingur og milljónamæringur. Sérgrein hans var hönnun nýrra gagnakerfa. En hann átti enga vini meðal karl- manna. Hann umgekkst einungis ungar konur og þótt hann væri bólugrafinn í framan virtist hann hafa mjög sterk áhrif á þær og ná miklu valdi yfir þeim. Næstu þrjú ár fylgdust þeir McLe- an og Newell með ferðum Davids. Þeir komust meðal annars að því að Patti hafði gert hjónarúmið að svefnstað sínum skömmu eftir morð systur hennar. Þá hafði David keypt annað og stærra hús og virtist Patti hafa mikið fé milli handa. Þau Dav- id höfðu svo gengið í hjónaband háifu öðru ári eftir voðaverkið. Þau eignuðust síðar dóttur sem var skírð Heather. Frátt sem kom á óvart Þessi þrjú ár kom David reglulega í heimsókn til dóttur sinnar, Cinna- mon, í fangelsið. En hann minntist aldrei á að hann byggi með Patti. Cinnamon hélt því stöðugt fram að hún gæti ekkert munað um morðið. En það virtist fá á hana þeg- ar heimsóknum föður hennar fækk- aði. Dag einn kom amma hennar til hennar og þá sagðist Cinnamon ekki skilja hvers vegna hún sæti enn inni því faðir hennar hefði lof- að henni því að fá hana látna lausa áður en langt um liði. Amman sagði henni nú að David og Patti hefðu gift sig og eignast dóttur og þá fékk Cinnamon áfall. í framhaldi af því David Brown. reglumönnum svo frá að hann heföi verið háttaður en ekki getað sofnað. Um hálftólfleytið hefði hann farið á fætur og í gönguferð á ströndinni. Þegar hann hefði kom- ið heim aftur hefði Patti verið með móðursýkiskast og Krystal litlu í fanginu. Unga stúlkan heföi sagt sér grátandi að hún hefði vaknað við tvo skothvelli. Nokkrum augnablikum síðar hefði Cinna- mon, fjórtán ára dóttir Davids, komið út úr hjónaherberginu með skammbyssu í hendinni og skotið á sig en ekki hitt. Sagðist Patti hafa komist undan og hlaupið út úr húsinu. David sagði fulltrúunum sem fóru með málið, Fred McLean og Jay Newell, að Cinnamon hefði þjáðst af andlegum vandamálum undanfarið hálft ár. Orsökin hefði öðru fremur verið mikil afbrýðis- semi út i Lindu. Cinnamon var horfin er fulltrú- amir komu á vettvang. En morg- uninn eftir ákvað McLean að gera nákvæma leit á lóðinni og fann þá Cinnamon meðvitundarlausa í hundahúsi. Hjá henni lá lítill miði sem á stóð: „Fyrirgefið mér. Ég ætlaði ekki að gera henni mein.“ Minnisleysi Hin fjórtán ára gamla stúlka hafði tekið stóran skammt af svefn- Linda Brown. Grunsemdir Þeir McLean og Newell vom eng- ir nýliðar í starfi og höfðu frá upp- hafi grunsemdir um að ekki væri allt sem sýndist í þessu máli. Þá skoðun sína byggðu þeir meðal ann- ars á viðtölum viö vinkonur Cinna- mon sem þær sögöu hafa verið lifs- glaða unga stúlku sem hefði átt vin- samleg samskipti við Lindu. Patti, systir Lindu, heföi hins vegar oft rifist við hana. Þá kom fram að David hafði óvenjulega löngun til að vera með ungum stúlkum. Þessi kynlífs- hneigð hans virtist sterk. Fyrrver- gerbreyttist framkoma hennar. í þrjú ár haföi hún sagt að hún gæti ekki rætt um það sem gerðist nótt- ina örlagaríku vegna minnisleysis en nú gerði hún boð fyrir þá McLe- an og Newell og sagðist reiðubúin að segja sannleikann. Hún heföi aldrei misst minnið, aðeins sagt að hún hefði gert það því faðir hennar hefði sagt henni að það myndi duga henni best. Saga Cinnamon Saga Cinnamon var á þá leið að David, faðir hennar, sem hún elskaði mjög mikið, hefði sagt sér og Cinnamon Brown, tvítug. una, ýtti henni inn í svefnherbergið og sagði: „Skjóttu hana nú.“ Svo flýtti hann sér út úr húsinu og nið- ur á strönd. Er Cinnamon var komin inn í svefnherbergið gekk hún að rúminu og skaut á Lindu. Hún vaknaði og rak upp óp. Er Cinnamon ætlaði að skjóta aftur stóð byssan á sér og hún hljóp út, skelfingu lostin. Patti stöðvaði hana, lagfærði byssuna og sendi hana aftur inn. í þetta sinn hitti Cinnamon beint i hjartastað. Hún gekk síðan út úr húsinu, að hundahúsinu, skreið inn í það og lagðist fyrir. Málagjöldin Lítill vafi þykir á því leika að David hafði talið að dóttir hans myndi deyja af pillunum. Hann hafði sagt fulltrúunum að hún væri horfm þó honum væri kunnugt um að hún lægi í hundahúsinu. Þegar David heimsótti Cinnamon í fangelsið í mars 1988 höfðu þeir McLean og Newell komiö fyrir hler- unar- og upptökubúnaði og sagt Cinnamon að koma beint að efninu. Hún beindi talinu að morðinu og sagði föður sínum að hún vissi nú allt um hann og Patti og líftrygging- arnar þrjár. Hann gekk í gildruna. Hann bað dóttur sina um að hlífa sér og lofaði að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að fá hana látna lausa. Þremur vikum síðar voru þau David og Patti handtekin og kærð fyrir'morðið á Lindu. Patti, sem var nú orðin nítján ára, féll saman og játaöi. Kom saga hennar í einu og öOu saman við sögu Cinnamon. David var settur í gæsluvarðhald og brátt var gefin út á hendur hon- um ákæra fyrir morð og fyrir að hafa ráðskast með stúlkur undir lögaldri í þeim tilgangi að fá þær til að vinna óhæfuverk fyrir sig. Þann 16. júní 1990 fékk hann lífs- tíðardóm án möguleika á náðun. Fór dómarinn hörðum orðum um hann. Patti fékk sömuleiðis dóm en mun mildari. Cinnamon var látin laus í mars 1991 en Patti fékk reynslulausn árið 1995. Patti að hann hefði heyrt Lindu og bróður hennar, Al, tala um að myrða sig til þess að komast yfir eigur sínar. Næsta hálfa ár hefði David svo sagt stúlkunum margar sögur um þessa fyrirætlan. „Við verðum að koma i veg fyrir það,“ hafði David sagt. „Við verðum að drepa Lindu!“ David haföi átt mök við Patti síð- an hún var þrettán ára. í byrjun hafði hún færst undan en nú var aUt annað uppi á teningnum. Niður- staða fuUtrúanna varð sú að Patti hefði vérið farin að elska hann meira en systur sína og verið fús til að myrða Lindu tU giftast honum. Cinnamon hefði hins vegar vUjað verja föður sinn. Cinnamon var valin tU að svipta Lindu lífi og átti David lokaorðið í Patti Bailey. því máli: „Þú verður að gera það því þú ert bara fjórtán ára og færð því enga refsingu." r Aætlunin verður veruleiki Síðla kvölds þann 19. mars 1985 sagði David að nú yrði að ganga tU verks því næsta dag yrði hann myrtur. Hann lét Cinnamon skrifa á miðann sem fannst við hlið hennar í hundahúsinu og sagði henni að taka pillur úr þremur glösum. Hún var komin undir áhrif svefnlyfjanna þegar hann fékk henni skammbyss-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.