Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 26
26 %/aðan ertu? LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 JU Brósi hárgreiðslumeistari ólst upp í Eyjum: Eyjapeyjar með bauna- byssur í ræningjaleik í prófíl „Ég hugsa ekki lengur þannig að ég vilji hvergi vera nema í Vest- mannaeyjum, Mér fannst Vest- mannaeyjar alltaf vera heima en nú finnst mér hér þar sem ég stend og tala við þig vera heima,“ sagði Brósi hárgreiðslumeistari aðspurð- ur hvort hann liti á Eyjar sem sinn heimastað þar sem hann ólst þar upp. Hann var staddur í kofa sínum í landi Grímsstaða á Mýrum. „Hér er glampandi sól, ég horfi á fjöllin samtímis því sem ég hlusta á læk- inn sem rennur mér við hlið. En hvemig var að alast upp í Vestmannaeyjum, að vera Eyja- peyi? „Það var yndislegt að vera barn í Vestmannaeyjum, ég var að klifra í fjöllunum og spranga allan liðlangan daginn. Maður fékk að fara að vinna ungur og það þótti mikið sport. Ég vann í fiski við að slíta humar og við krakkarnir feng- um oft frí í skólanum þegar vel fiskaðist. Börnin voru notuð þegar mikill afli barst á land, enda var ekki mikið af fólki til þess að vinna hann. Svo fór ég til Reykjavíkur þegar voraði og eyddi laununum. Ég byrjaði snemma að ferðast á milli og ég man að mér þótti borgin svakalega stór. Fyrir mér var þetta mikið ferðcdag að taka flugvél og fljúga upp á land. Þá var náttúrlega heldur ekki neinn Herjólfur.“ Skírður sex ára gamall Flestir þekkja Brósa hárgreiðslu- meistara en fáir myndu kveikja á þvi hver Sigurður Grétar Benónýs- son er en þeir em einn og sami maðurinn. „Ég var ekki skírður fyrr en ég var orðinn sex ára gamall og ég man vel eftir því. Ég vissi alltaf hvað ég átti að heita, á því var aldrei neinn vafi. En þetta var voða- lega mikið til siðs í Vestmannaeyj- um að kalla menn bara gælunöfn- um.“ I göngutúr til Eyja Heimsækir þú æskustöðvarnar oft? „Já, talsvert. Ég fer oft á þjóð- hátíð og yfirleitt finnst mér gaman að vera þar innan um allt mitt fólk. Stundum flýg ég til Eyja eina kvöldstund bara til þess að fara að ganga þar. Vinur minn sem á flug- vél á það til að bjóða mér með sér og hann hefur sagt að ég vilji hvergi labba nema í Eyjum.“ Eru æskuvinirnir enn þá búsett- ir í Vestmannaeyjum? „Já, ég á marga vini i Vestmannaeyjum og við skólafélagarnir höfum það til siðs að hittast ailtaf á fimm ára fresti yfir heila helgi með mökun- um. Tengslin við skólafélagana eru sterk enda höfum við flest ver- ið saman í skóla allt frá barna- skóla og upp úr.“ Brósi sagði fra' því að drengirnir hefðu verið töluvert hrekkjóttir og aðallega hefðu kon- ur í bæn- um fengið að finna fyrir þeim. Hrekkirnir voru misslæmir en hann bendir á að þeir hafi ef til vill stafað af því að börnin höfðu ekki mikið fyrir stafni. „í Vestmannaeyjum var enginn húsdýragarður eða neitt svoleiðis.“ „Eg vann í fiski við að slfta humar og við krakkarnir fengum oft frí í skólanum þegar vel fiskaðist. Börnin voru not- uð þegar mikill afli var landaður, enda var ekki mikið af fólki til þess að vinna hann. Svo fór ég til Reykjavíkur þegar voraði og eyddi laununum,“ segir Brósi hárgreiðslumeistari sem ólst upp í Vestmannaeyjum. DV-mynd Teitur Ræningja- leikurinn En hvað gerðu krakk- arnir annað en að hrekkja vamar- lausar konur? „Við fórum í alls kon- ar leiki eins og öll börn gera. Ræn- ingjaleikurinn var til dæmis vin- sæll, þá byggðum við í klettahlíðun- um og vorum í klíkum. Ég var í vesturbæjarklíku og það geisuðu oft hatrömm stríð á milli klíkanna. Klíkumar mynduðust eftir ákveðn- um línum í bænum og voru oftast þrjár, vesturbæjar-, miðbæjar- og austurbæjarklíka. Við skiptumst á að sækja og það vom oft mikil læti þegar barist var. Við notuðum ým- iss konar vopn, grjót, baunabyssur og annað tiltækt. Ég hef oft furðað mig á því að enginn hafi slasast því þetta voru alvöruátök þar sem mik- ið gekk á. Svo fór ég náttúrlega líka með pabba á sjó en ég var aldrei neitt fyrir það því ég var alltaf drullusjóveikur." En voru stúlkum- ar með í þessum látum eða fengu þær kannski ekki að vera með? „Það vom nú einhverjar stelpur með, þær allra köldustu." Eiginkona Brósa, Amþrúður Jós- epsdóttir, bjó einnig i Vestmanna- eyjum en hún fluttist þangað tíu ára aö aldri. „Við kynntumst í gagn- fræðaskólanum og það er svo skrýt- ið að við hittumst aldrei fyrr en þá. Við vorum saman í skóla án þess að hittast. Mér finnst þetta mjög furðu- legt í dag þar sem Vestmannaeyjar eru svo fámennar en það þótti mér vitaskuld ekki þá.“ Hvernig hófst ykkar tilhugalíf? „Við kynntumst á skólaballi í síðasta bekknum." Og hafið verið saman síðan? „Já, hún nennir ábyggilega ekkert að ala upp annan karl. Einn er alveg yf- irdrifið nóg,“ sagði Brósi og skellti upp úr. Amma neitaði að opna Hafði það sérstök áhrif á þig að alast upp í Vestmannaeyjum? „Ég hef mikla þörf fyrir að komast í snertingu við náttúruna, að vera einn og fara til dæmis upp á fjöll. Ég held að það geti verið vegna þess að ég ólst þarna upp. Annars ólst ég upp hjá móðurömmu minni og hún hafði sterk áhrif á mig, sagði mér sögur, fór með vísur og kenndi mér mikið. Hún bjó á neðri hæðinni á húsinu og ég svaf og var með að- stöðu mína hjá henni fram að fimmtán ára aldri. Það gerði það að verkum að ég hafði úr fleiri mögu- leikum að spila, var kannski búinn að gera allt vitlaust uppi en gat far- ið niður þar sem amma neitaði að opna þegar átti að ná í mig. Hún var orðin ekkja og fékk mig niður, fékk bara að hafa mig. Ég held að amma hafi mótað mig einna mest.“ -þor Stefán, safn- vörður hjá Orkuveitu Reykjavíkur Fullt nafn: Stefán Pálsson Fæðingardagur og ár: 8. apríl 1975 Maki: Enginn Börn: Engin Starf: Hvað gera safnverðir? Jú, þeir verja söfn. Skemmtilegast: Að spila krikket undir leiðsögn Ragnars Kristinssonar, foður krikketí- þróttarinnar á íslandi. Leiðinlegast: Að horfa á stór- veldi íslenskrar knattspyrnu, Fram, tapa fyrir einhverju smáliðinu. Uppáhaldsmatur: Grjónagraut- ur með slátri. Uppáhaldsdrykkxu': Dökkur bjór. Fallegasta manneskjan: Deborah Harry úr Blondie anno 1980. Fallegasta röddin: Amar Jónsson. Uppáhaldslíkamshluti: Lifrin, ... ég er enn á þeirri fyrstu. Hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni: Andvígur. Með hvaða teiknimynda- stjörnu myndir þú vilja eyða nótt: Sveppasystrunum Ögn og | Bólu úr Smjattpöttunum. Uppáhaldsleikari: George I Lazenby. Ákaílega vanmetinn í| hlutverki James Bond. Uppáhaldstónlistarmaður: John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten úr Sex Pistols. Sætasti stjórnmálamaðurinn: Alessandra Mussolini, fasista- leiðtogi á Ítalíu. Uppáhaldssjónvarpsþáttur- inn: Táningsnornin Sabrina. Einhverra hluta vegna virðast stjórnendur sjónvarpsins i hins vegar álíta að um bamaefni sé að ræða ogj senda það því j út fáránlega ] snemma á daginn. Leiðinlegasta auglýsingin: All-j ar ísauglýsingar sem reyna á| ódýran hátt að tengja saman ísátj og kynlíf. Leiðinlegasta kvikmyndin| The Avengers. Uppáhaldsskemmtistaður: Grand Rokk á Klapparstígnum. Besta pikköpp línan: Þekkirðu ] Friðrik Sophusson? Ég vinn í| sama bransa. Hvað ætlarðu að verða þegar j þú verður stór: Ég verð ekki stór úr þessu. Eitthvað að lokum: Gegn fram- vísun þessa viðtals fæst einn kaífibolii á Minjasafni Orku- veitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.