Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1999, Blaðsíða 29
] [ 2* ., FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1999 helgarviðtalið Kjaftagangurinn Hvernig hefur þú brugðist við sögusögnum, er hægt að berjast á móti þeim? „Ég hef reynt að vera aíltaf í grasrótinni. Ég reyni að gleyma því ekki hver ég er, hvað- an ég kem ög hvert ég ætla. Marg- ir sem eru í viðskiptum gleyma grasrótinni og hugsa fyrst og fremst um velgengnina. Ég verð kannski fyrir barðinu á sögum vegna þess að ég hef skoðanir á hlutum og læt þær í ljós. Ég er framagjörn, metnaðarfull og hug- myndarík en ég er þannig skapi farin að mér leiðist að segja sömu hlutina oft. Ég verð pirruð þegar mér finnst yfirvöld vanvirða það sem ég er að gera.“ Hvað áttu við? „Til dæmis var það þannig við opnun Planet Pulse að ég bauð öll- um helstu ráðamönnum þjóðar- innar. Þeir mættu ekki og hringdu ekki einu sinni og afþökkuðu. í Svíþjóð hins vegar, þar sem ég bjó í 7 ár, fékk ég verðlaun sem at- vinnurekandi ársins, boð borgar- stjóra og svo framvegis. í Sviþjóð þora menn ekki að haga sér svona því það spyrst strax út, ef pólítíkus hagaði sér með þessum hætti þá yrði hann einfaldlega ekki kosinn aftur. í ljóðinu segir: íslendingar einskis meta aila sem þeir geta, og mér flnnst margt til í þessu.“ Nýja ástin Mikið hefur verið rætt um ykkur Jóhannes, hvemig kynntust þið og hvernig er sambandi ykkar háttað? „Við kynntumst hér í Planet Pulse. Við fórum saman i blaðaviðtal og það vildi þannig til að ég var beðin um að finna einhvern til þess að koma með mér í viðtalið. Aðstoðar- maður minn hringdi í Jóhannes og fékk hann með af því að við höfðum bæði verið valin atvinnurekendur ársins. Við sátum héma saman í sófa og hlógum eins og asnar í einn og hálfan tíma. Upp frá þvi höfum við verið mjög góðir vinir.“ Eruð þið þá bara vinir? „Við er- um fyrst og fremst vinir og allt um- fram það er bónus. Okkur liggur ekkert á. Við þurfum á hvort öðm að halda og við fundum það mjög fljótt.“ Jónína og Jóhannes eru bæði tvö nýfráskilin eftir talsvert löng hjóna- bönd. Er ekki erfitt að fara strax í samband eftir skilnað? „Jú, það er rosalega erfitt að hefja nýtt sam- band þegar allt er í sárum. Auðvit- að áttum við bæði tvö að vera löngu skilin. Ég trúi því samt ekki að skilnaðir atvikist þannig að annar aðilinn segi beint eftir sunnudags- steikina við makann að hann sé il&m „Mín skoðun er sú að það skilur enginn nema að vera búinn að reyna tii fullnustu að ná sáttum, sérstaklega ekki ef þú átt börn. Ég fyrir mitt leyti er svaka- lega þakklát fyrir það hvað börnin mín eiga góðan pabba.“ Jónína með sonum sínum en dóttir hennar er í Þýskalandi í sumarskóla. DV-mynd Hilmar Þór. Jónína Benediktsdóttir, eigandi Planet Pulse: ekki lengur tilbúinn að eyða ævinni með honum. Skilnaðir verða ekki þannig og það er alltaf einhver að- dragandi, annars hefur fólk einfald- lega ekki rætt sín mál. Togstreitan hlýtur að vera búin að vinda upp á sig lengi. Skilnaður er rosalegt til- finningalegt átak, þetta er algjört víti. Ég held aö það sé nokkum veg- inn sama hvað gengur á, þér þykir alltaf vænt um manneskjuna sem þú giftist. í þessu tilfelli drógumst við hvort að öðru og við verðum að lifa með þeirri skömm.“ Kynntust í sófanum Þekktust þið ekkert áður en þið hittust í örlagasófanum á Planet Pulse? „Ég vissi ekkert um Jóhann- es vegna þess hve lengi ég bjó í Sví- þjóð. Ég fékk að heyra allar sögurn- \ ar eftir að ég kymitist honum,“ seg- ir Jónína og hlær. Hún heldur áfram og segir skilnaðinn ekki hafa verið átakalausan fyrir hann held- ur. Erað þið lík, eigið þið svipuð áhugamál eða hvað eigið þið sam- eiginlegt annað en að vera farsælir atvinnurekendur? „Við erum rosa- lega lík. Hvomgt okkar þolir vesen eða neikvæðni. Ég ber rosalega virðingu fyrir honum og Jóhannes er ömgglega einn hæfasti viðskipta- maður sem ísland á. Harin kennir mér mikið á hverjum degi i við- skiptum. Hann gleymir ekki að vera hann, hann er ekki að leika. Jó- hannes þorir að sýna viðbrögð sem fæstir í hans stöðu myndu þora að sýna. Til er gott indíánaorðatiltæki sem segir að maður skuli aldrei dæma náungann fyrr en maður hef- ur gengið mílu í mokkasínunum hans. Jóhannes hefur mikið af þeim hæfileikum. Er það eitthvað sem þú öfundar hann af? „Ég öfunda hann af mér,“ segir Jónína og hlær. „Það að við skyldum kynnast er bara svolítið eins og steinar í miðj- um læk, til þess að hjálpa hvort öðra að hoppa alla leið og svo er bara að sjá hvort það endist. Við vit- um bæði að í fæstum tilvikum end- ast svona sambönd, statistíkin segir að það sé ekki nema svona tíu pró- sent sambanda þar sem hoppað er úr einu sambandi í annað sem end- ast.“ Skemmtilegt að ögra Hvað segja vinir ykkar og kunn- ingjar, hvernig líst þeim á ráða- haginn? „Það sem vinir okkar segja, það verða þeir bara að fá að segja. Þetta kemur okkur einum við.“ Eðli mannsins er samt sem áður það að þrá viðurkenningu, viljið þið hana ekki? „Kannski finnst okkur bara svolítið skemmtilegt að ögra. Þeir sem kynnast okkur saman sjá af hverju við emm saman. Við erum alveg rosalega skemmtileg saman og það er gaman hjá okkur.“ Myndir þú geta hugsað þér að giftast aftur? „Ef einhver væri nógu lengi á hnjánum. Ég hef enga þörf fyrir að gifta mig aftur, ég er ofsalega sátt eins og er.“ En hver er framtíðarsýnin, hvert stefnir þú? „Ég ætla að leggja mig fram við að koma böm- unum til manns og það tekur rosa- lega orku. Mig langar til þess að koma fyrirtækinu fyrir alvöru á fót og síðan ætla ég mér að njóta þess að vera á íslandi. Að öðru leyti hef ég engar stórar hugmynd- ir, ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég vil halda áfram að eiga vini mína og að þeir haldi áfram að líta í kaffi. Nú vakna ég frjáls á hverjum morgni. Ég gat ekki losnað úr fjötrunum nema að vera ein. Það er samt sorglegt þvi það er svo gott að vera í sambandi, svo gott að eiga vin.“ Jónína hefur haldið fyrirlestra fyrir konur sem eru að byggja upp sjálfstraust sitt þar sem hún hefur meðal annars talað um dauða Bar- bie-ímyndarinnar. „Ég hef alltaf endað fyrirlestrana á þvi, meira í grini en alvöru, að karlmenn séu bara bónus á góðum ársreikn- ingi.“ Þetta segir hún glottandi, enda búin að ftnna sinn „bónus" í lífinu. -þor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.